Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.03.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1999 31 LISTIR MYND frá mannlausri íbúð eftir fvar Brynjólfsson. VERK af sýningu Rósu Gísladóttur í Gryfjunni. Hrein form og hversdagsleiki SVIPMYND úr rayndbandsverki Ragnheiðar Ragnarsdóttur. MYIMILIST Nýlistasafnið SKÚLPTÚR RÓSA GÍSLADÓTTIR Opið alla daga neraa mánudaga frá 14-18. Til 28. mars. Á SÝNINGU Rósu Gísladóttur í Nýlistasafninu má sjá fímm verk sem hvert um sig samanstendur af nokkrum hlutum sem hún hefur unnið í gips. Hlutirnir eru allir einfóld samhverf form, ómálaðir og skrautlausir. Þeir tengjast engum þekktum fyi'irmyndum heldur eru hreinar formrænar stúdíur. Hvítt og matt yfírborðið undirstrikar þetta og yfír allri sýningunni hvílir ólýsanleg ró. Það er engu líkara en áhorfandinn sé kominn þangað sem frumformin búa í einhvers konai- platónsku himnaríki, laus við alla galla og allt óviðkomandi ski-aut. Rósa segir sjálf í sýningarski'á að verk sín séu kyrralífsmyndir í anda hefðbundinna uppstillinga og markmiðið sé að koma á fullkomnu innbyrðis jafnvægi milli hlutanna. Formræn vinna af þessu tagi getur virst úr takt í því listaumhverfi sem við búum við nú, þar sem flóknar og óræðar tilvísanir ráða ferðinni, ekkert má vera einhlítt og einfalt. En einfaldleikinn er líka þáttur í list samtímans eins og hann hefur ailtaf verið. Rannsóknir um form, byggingu og táknmál einfaldleikans eru liður í listsköpun á hverjum tíma og eru hverri nýrri kynslóð nauðsynlegar. Uppstillingar Rósu eru reyndar ekki eins einfaldar og þær virðast við íyrstu sýn. Eins og ávallt þegar grundvallaratriði foi-mrænnar byggingar eru krufín af íhygli verður til ný merking sem kviknar af formunum sjálfum og varðar ekkert annað en samhengi þeirra og samband. Þar myndast spenna eða samhljómur, ómstríða og leikur sem verður, ef áhorfandinn gefur sér tíma til að skoða hann vandlega, eins og tónlist í formum: Óður formanna sjálfra. INNSETNING/MYNDBAND RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR Sýning Ragnheiðar Ragnars- dóttur í Bjarta og Svarta sal Nýlistasafnsins er gerólík því sem Rósa Gísladóttir sýnir á neðri hæðinni. Ragnheiður beitir innsetningu og myndbandi til að ná fram fremur flóknum heildarhrifum og virkjar sjálfan sýningarsalinn sem hluta af verkinu. Viðfangsefni hennar er ekki hin upphafna veröld hreinna forma heldur hversdagsleikinn og hið hversdagslega umhverfí okkar. Yfh' miðjan Bjarta sal hefur Ragnheiður strengt óreglulegt net úr teygjubandi sem nær veggja á milli og frá gólfí upp í loft. Við innganginn í salinn sýnir hún myndband þar sem brugðið er upp myndum af heimili, hversdagslegu umhverti innan dyra. I Svarta sal er síðan önnur tengd innsetning þar sem sýndar eru á veggnum ýmsar myndir af hversdagslegu umhverfi utan dyra, en allar myndirnar eru þröngar og mikið stækkaðar svo aðeins má sjá smáatriði úr samhengi við nokkra gi'einanlega heild. Á veggnum hanga þvottakarfa og yfirhöfn og upp við vegginn stendur gamalt reiðhjól, en þessi samsetning mynda sem varpað er á vegg og raunverulegra hluta virkar einkar vel og sú hversdagslega mynd sem þar er brugðið upp er bæði nærgöngul og heillandi. Með sýningunni vill Ragnheiður reyna að miðla einhverju sem hún upplifir sjálf „á hraðferð lífsins", eins og hún orðar það: „Andartök sem leysa rökhyggjuna af hólmi.“ Netið er þá í einhverjum skilningi tákn fyrir það hvernig slík andartök opna okkur skilning og leið til að miðla honum, að horfa „gegnum möskva raunveruleikans, myrkrið milli mín og hinna“. Innsetning Ragnheiðar hefur sterka og all-áhrifaríka heildarmynd. Hvað sem líður þeim persónulegu upplifunum sem hún túlkar hér er víst að áhorfandinn getur ekki annað en fundið í þeim einhvern samhljóm við eigið líf og upplifun, eitthvað sem vekur hann til umhugsunar og fær hann til að staldra við _ og það er auðvitað fyrir mestu. LJÓSMYNDIR ÍVAR BRYNJÓLFSSON Ivar Brynjólfsson sýnir nú í SÚM-sal Nýlistasafnsins tvær tengdar myndraðir. Öðrum megin í salnum eru myndir af hálfbyggðum íbúðarhúsum en hinum megin myndir af tómum íbúðum sem bíða nýrra kaupenda. Yfírskrift sýningarinnar er „Væntingar". ívar hefur áður sýnt verk á borð við „Myndir af venjulegum stöðum" og myndröð tengda síðustu forsetakosningum sem varpaði óvenjulegu ljósi á kosningabaráttuna sem þó er háð að mestu í fjölmiðlum og mynduð í bak og fyi'ir; myndir Ivars voru ekki af frambjóðendum og kosningafundum heldur sýndu til dæmis kaffíkönnuna á einni kosningaskrifstofunni. I þessum myndröðum sást aldrei fólk og svo er líka um myndimar sem nú eru sýndar í Nýlistasafninu. Látlaust viðfangsefni er einkennandi fyrir myndlist Ivars. Það sem hann velur sér til að ljósmynda er ekki það sem er alla jafna fremst í huga okkar eða það sem við mundum telja mikilvægt eða merkingarbært. Hann myndar aukaatriðin í umhverfí okkar og velur sér augnablik þegar enginn er á ferli. Hér eru það hálfbyggðu húsin sem við sjáum á ferð okkar um úthverfm og mannlausu íbúðimar sem enginn sér nema þeir sem skoða þær í húsnæðisleit. Fyrir hinn almenna áhorfanda skipta þessir staðir engu máli, í þeim er ekkert sem snertir hann. En sá sem er að byggja hús yfir fjölskylduna sér annað og meira en ópússaða veggi og steypustyrktarjárn; hann sér hálfbyggt húsið eins og draumsýn, draumur um framtíð, um fjölskylduna og lífið sjálft. Á svipaðan hátt umbreytist tóm og kuldaleg íbúð ef maður skoðar hana sem hugsanlegt framtíðarhúsnæði fyrir sig og sína, vettvang að samlífí fjölskyldunnar. Þessa umbreytingu, þessa draumsýn, getur íhugull áhorfandi líka upplifað ef hann staldrar við fyrir framan myndir Ivars. Þá kemur í ljós að þær eru í rauninni ekki kuldalegur minimalismi heldur fínofíð ljóð um lífíð, fólk og væntingar þess, um framtíðina og þátt hennar í lífsskilningi okkar. Að vanda hefur ívar sett saman afar sterka sýningu á forsendum sem fæstir hefðu ímyndað sér að dygðu til þess. Það ótrúlega næmi sem ávallt birtist í verkum hans skilar sér hér í sýningu sem er í senn áleitin og varfæmisleg, sem er hógvær en ristir þó djúpt. Jón Proppé KIRKJUKOR Olafsvíkurkirkju. Morgunblaðið/Friðrik Hljómburður Olafsvík- urkirkju endurbættur Ólafsvík. Morpunbladið. KIRKJUKÓR Ólafsvíkurkirkju hélt tónleika í Ólafsvíkurkirkju firamtudaginn 18. mars og kora þá í ljós árangur af stífum æfingum kórsins undanfarn- ar vikur. Á efnisskránni voru bæði verk eftir gömlu meistarana og ný verk sem lítið hafa heyrst áður, andleg og veraldleg tónlist í bland. Verk- efnum kórsins var bróðurlega skipt eftir kynjum. Konurnar hófu söng- inn með dúett úr kantötu eftir J.S. Bach, en bæði karlarnir og konurn- ar fluttu vers úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar við iög eftir söngstjórann, Kjartan Eggertsson. Þá var, auk annars efnis, frumflutt lag Kjartans við páskasáim sr. Magnúsar Guðmundssonar, sem lengst allra hefur gegnt prestsþjón- ustu í Ólafsvík. Karlar kórsins íluttu Árstíðaljóð ort af einum kórfélaganna, Bjarna Ólafssyni í Geirakoti, við lag eftir söngstjórann, Kjarían Eggertsson, en þær Margrét Jónasdóttir og Nanna Þórðardóttir, organisti kirkjunnar, fluttu tónleikagestum kattadúettinn. Á meðan unnið var að breyting- um á Ólafsvíkurkirkju fór kirkjukóriun í æfingabúðir í Hvera- gerði, en að sögn kórstjórans hefur hljómburður batnað í kirkjunni við þessar aðgerðir. Það gladdi kórfé- lagana að sjá fólk úr nágranna- byggðunum meðal tónleikagesta. Sjöfn Har. opnar aftur MyndlistaiTnaðurinn Sjöfn Har. hefur ákveðið að opna aft- ur og hafa enn um sinn opna vinnustofu með verkum sínum í Listhúsinu í Laugardal. Sjöfn hefur frá upphafí húss- ins rekið vinnustofu þar, en lokaði um sl. áramót, til að hafa verk sín til sölu annars staðar. En vegna breyttra aðstæðna verður ekki af fyrirhuguðum flutningi vinnustofunnar úr Listhúsinu íyrst um sinn. Og verður vinnustofan rekin með sama sniði seinni hluta vikunn- ar, frá miðvikudegi til laugar- dags þar til annað verður ákveðið. Verður opið frá kl. 12 til 18 virka daga og 11 til 14 á laugardögum. Súrefmsvörur Karin Herzog Kynning í dag frá kl. 14—18 í Hagkaupi, Kringlunni og Hagkaupi, Skeifunni. - Kynningarafsláttur - HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS Yfir 1.400 notendur KERFISÞROUN HF. Fákaleni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun UNDIR- FATALÍNA Ferdahandbókin 1999 os 9000 Lykill að góðu ferðalagi, sem nýtist þér vel og kynnir þér Stóru Austurlanda- ferðina. „TÖFRAR 100 1 NÆTUR“ Mundu 28. mars - heimsent til þín með MORGUNBLADINU* FERÐASKKlIb I UFAN PRJMAi HEIMSKLÚBBUR INGOLFS Austurstræti 17, 4. bæö, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564 netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: hppt//www.heimsklubbur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.