Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 35 UMRÆÐAN Söug’var loddaranna HELDUR betur er lyktin af kosninga- fleski stjómarflokk- anna farin að anga um þjóðfélagið. Jöfnum höndum eru það hlut- ir, sem kjósendum er lofað nú þegar og hitt, sem kjósendur eiga að trúa fram yfir kosn- ingar, að þeir eigi von í. Allt í einu eiga lán- þegar Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna að fá hækkuð lán. Hlut að málinu á stjórnar- formaður lánasjóðsins, sem í vetur gerði opin- berlega tilraun til að kaupa sér, fyrir tug milljóna eða meir, ráð- herrasæti á vegum Sjálfstæðis- flokksins í prófkjöri hans á Reykjanesi. Nú finnst honum lík- legt, að fylgi námsmanna sé með sama hætti falt íyrir fé lánasjóðs- ins, sem ekki taldist duga til þessa fyrr en nú, í aðdraganda kosning- anna. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn á þannig að kaupa með fé lána- sjóðsins. Hvernig tekur hugsandi fólk þessu, þ.á m. námsmenn? Allt í einu nú, þegar kosningar eru skammt undan, eru gríðarlegir fjármunir til reiðu til að greiða nið- ur upphitunarkostnað á lands- byggðinni og óhæfilegan auka- kostnað dreifbýlisfólks til að koma börnum sínum til mennta. Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan ekki var rými fyrir þess háttar nokkuð, jafnvel ekki i sólskinsfjár- lögum. Allt er þetta gott og vel, en kemur á athyglisverðum tíma, þegar ekkert vitlegt hafði gerst heilt kjörtímabil. AJlt ber þetta vott um óðagot og ótta um fylgið. í orði kveðnu er þetta gert til þess að vega á móti stórflutningum fólks af landsbyggðinni, en þess hvergi getið, að höfuðástæða þeirra flutninga er stjómarstefna hinna sömu tillögumanna í fisk- veiðistjórn og landbúnaðarmálum. Allt í einu er rokið til á síðasta degi þingsins að gera ótal plástra- breytingar á tveggja mánaða gömlum ólögum, sem sett vora í kjölfar kvótadóms Hæstaréttar. Lausnin er engin, en viðbragðið ber þess glöggt vitni, að stjórnar- þingmenn vita, að þeir era með óbermi í fanginu og vilja láta fólki lítast betur á það en efni standa til. Öryrkjum og ellilífeyrisþegum er boðið upp á þann málflutning, að þeirra hagur hafi stórbatnað og er ætlað að taka því sem góðri og gildri vöru, að þeir eigi betri tíð í vændum, ef stjórnarflokkunum verði treyst fyiir framhaldandi stöðugleika, þar sem molar eiga þá að falla af þeirra borði. I sjávarútvegsmálum eiga menn að bíða þess auðtrúa og auðmjúkir, að auðlindanefndinni, sem Alþýðubandalag- ið lagði upp í hendur stjórnarliða, takist að skila einhverju. Raun- ar er ljóst, að henni er ekki ætlað að skila neinum tillögum um neitt, sem máli skiptir um kvótaúthlutun, sem er aðalvandamál- ið á sviðinu. Fyrir því er þar að auki séð, að tíllögur komi ekki fyiT en allöngu eftir kosn- ingar. Ekki má gleyma þeini stór- kostlegu lausn á byggðavandanum, sem menntamálaráðherra bauð upp á, að byggja menningarmið- stöðvar víðs vegar um land. Varla halda þær mjög fast í verkefna- laust fólk. Enn er ógetið jarð- gangaupphlaups ráðherra og þing- manna úr stjómarliðinu. Skammt er síðan þeir ákváðu sjálfir á AI- Kosningamál Er það ekki undravert, spyr Jón Sigurðsson, að þetta skuli vera þjóðkjörnir fulltrúar á löggj afarsamkundunni? þingi, að jarðgöng skyldu ekki komast inn í 12 ára samgönguá- ætlun, en nú er í orði kveðnu allt annað uppi. Ágreiningurinn er ein- ungis um hvar skuli bora og eng- inn spyr hvað það kostar eða hvernig á að greiða kostnaðinn. Er það ekki undravert, að þetta skuli vera þjóðkjörnir fulltrúar á lög- gjafarsamkundunni og jafnvel ráð- herrar, sem ætlast til að vera tekn- ir alvarlega? í upphafi landsfundar Sjálfstæð- isflokksins lýsti Davíð formaður fjálglega ósættí þjóðarinnar um sjávarútvegsmál. Ný lausn í þeim efnum kom þó að hans áliti einung- is til greina, að um hana yrði betri sátt en það, sem fyrir er. Óbeinlín- is lýsti hann sig stikkfrí í leitinni að þeirri sátt og þar með gerði hann sig að vörslumanni þeirrar ósvinnu, sem er og verður að óbreyttu kjörfylgi flokka. Það er ódýrt útspil formanns Sjálfstæðis- flokksins að þykjast vilja hlusta á aðrar lausnir, þegar forsendan, sem gefin er fyrir því er í raun, að ekkert megi breytast. Enn hefur ríkisstjórnin gengið lengra í ný- birtum ráðagerðum um hækkun á greiðslum til eldri borgara, hækk- un á almennum ellistyrk um 7% og ríflega þriðjungshækkun á greiðsl- Jón Sigurðsson um til ellilífeyrisþega á sjúkra- stofnunum. Allt er þetta gott og blessað nema að tvennu leyti. Þetta er til komið seint og illa eftir mikinn þrýsting frá öldruðum og þess vegna ekki sérstaklega hrós- vert. Hins vegar er þetta gert án minnstu heimildar frá fjárveiting- arvaldinu, sem stjórnarflokkarnir hafa farið með nær fjögur ár, án þess að hafa séð ástæðu til að sjá fyrir þessu. Aidraðir eiga því ekki að láta glepjast af kosningadúsum af þessu tagi. Þær hafa sýnt sig að vera þvert ofan í raunveralega stefnu stjórnarflokkanna. Allt er þetta vel angandi kosningaflesk, sem fólk getur þefað sig í áttina til, ef það er nógu auðtrúa. Vel væri hins vegar, ef nógu margir kjós- endur ættu í bókahillum sínum ljóðasafn Davíðs Stefánssonar og gætu lesið til að losna undan átta- villu sinni Söng loddarans, sem Davíð orti einhverju sinni fyi-ir munn hins pólitíska loddara meðal annars: „Ég blæs í lyginnar lúður og leik á hégómans strengi, og hræsninnar bumbur ber ég, svo bergmálið hljómi lengi, og sé ég í sölum kvenna, J)á syng ég um þeirra yndi. Ég haga svip eftir sveitum og seglunum eftir vindi". Það er með þessum ráðum, sem ríkjandi stjómarflokkar freista þess að ná fylgi, auk þess sem þeir treysta á það, að fólk kjósi eins og það hefur alltaf gert. Slíkt væri mikill ábyrgðarhlutur, eins gífur- legir hagsmunir og era í húfi í þessum kosningum. Fyrir utan persónulegt tjón fólks, sem hrekst úr dreifbýlinu, er annars vegar framtíð ótal sjávarbyggða, en hins vegar fjárhagslegir hagsmunir fólksins í þéttbýlinu, sem era í húfi. Þeir þurfa að greiða mikinn kostnað af móttöku flóttafólksins. Meir en fyrr eiga hinar dreifðu sjávarbyggðh’ og íbúar suðvestur- hornsins sömu hagsmuni. Frjálslyndi flokkurinn hefur einn flokka boðið fram lausn, sem hér og nú snýr þessari þróun við, sjávarbyggðunum og þéttbýlinu til sameiginlegra hagsbóta. Greinin er samin að tilhlutan Frjálslynda flokksins. Höfundur er fv. frnmkvæmd:istjóri. Gildi náms og rannsókna fyrir íslenskan arkitektúr UMRÆÐA um um- hverfis- og skipulags- mál hefur aukist mikið á undanförnum miss- eram og meðvitund manna um gildi góðs manngerðs umhverfis. Stórum hluta af þjóð- arauðnum er varið í mannvirki og mikil- vægt að til þeirra sé vandað. Á Islandi era að- stæður á margan hátt ólíkar því sem þekkist í þeim löndum þar sem arkitektar hafa sótt menntun sína. Má þar nefna þætti eins og menningu, veðurfar, orkugjafa, búsetu, byggingarlistasögu, jarð- sögu, legu landsins og stærð sam- félagsins. Þegar hugað er að menningar- sögulegum og akademískum rök- um hefur menntun í íslenskum arkitektúr auðsætt þjóðfélagslegt gildi. Samkvæmt byggingarlögum er meginábyrgð hönnunar í höndum aðalhönnuðar bygginga sem er í flestum tilfellum arkitekt. Eftir því sem aðhald samfélags- ins og löggjafarinnar verður meiri era meiri kröfur gerðar til fag- legra vinnubragða og hönnunar- ferli mannvirkja verður flóknara. Nauðsynlegt er því að tekist sé á við það umhverfi sem við búum í á faglegum forsendum og á hlutlaus- an og rökrænan hátt. Það er löngu orðið tímabært að komið verði á námi í arkitektúr við íslenskan há- skóla sem sinnt gæti rannsóknum og verið vettvangur faglegra um- ræðna um manngert umhverfi, veitt aðhald í umræðu og verkum og haldið utan um byggingararf þjóðarinnar. Slíkt afl hefur sárlega vantað og merki þess sjást alltof víða. Efla þarf rannsókn- ir á sértækum vanda- málum norðlægðra byggða og samvinnu stofnana á norðlægum slóðum sem stunda byggingarrannsóknir. Gera þarf rannsóknir fjárhagslega áhuga- verðar og miðla þeirri þekkingu sem fæst með rannsóknum til nemenda og starfandi arkitekta. Mennta- stofnun í arkitektúr getur styrkt byggingariðnaðinn og stuðlað að jákvæðri hans á íslandi. Hönnun Nauðsynlegt er því að tekist sé á við það um- hverfi sem við búum í á faglegum forsendum, segir Harpa Stefáns- dóttir, og á hlutlausan og rökrænan hátt. íslenski arkitektaskólinn, ÍSARK, hefur unnið að því undan- farin ár að koma á námi í arki- tektúr á Islandi. Nú hefur dregið til tíðinda í áralangri baráttu. Há- skóli íslands hefur lýst yfir áhuga á að hefja kennslu í arkitektúr haustið 2000. Höfundur er arkitekt FAl og for- maður ÍSARK. Harpa Stefánsdóttir FIAT Ný hugsun... MAREA WEEKEND Fallegur, rúmgóður fjölskyldubíll á 1.550.000 • • Istraktor BÍLAR FVRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SÍMI S -400 800 PALIO WEEKEND ABS, loftpúðar, mikil veghæð Frábær ferðabíll á 1.260.000 ítölsk snilld, gríðarlegt pláss, ótrúlegt verð. 6 manna bíll á 1.590.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.