Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Allt í plati hjá löggu- skólanum 1. APRÍL sl. birtist í Morgunblaðinu grein um Lögregluskóla rík- isins. Þar er fólk hvatt til að sækja um að þreyta inntökupróf og skal umsóknum skilað fyrir 15. apríl. Þar er orðrétt vitnað í Gunn- laug V. Snævarr, yfír- lögreguþjón og yfír- kennara, þar sem hann segir að nefndin leggi mikla vinnu í starf sitt og það sé grundvallar- atriði að velja hæfasta fólkið. Þar er farið yfír inntökuprófið í grund- vallaratriðum og les- endum getur vart grunað annað en að þar ráði lög og regla ríkjum, enda kemur það fram í greininni. Eg lít því á það sem siðferðislega skyldu mína að lýsa reynslu minni af inntökuprófinu frá síðasta ári. A fyrsta degi hlupu menn og syntu í Arbænum. Næstu tvo daga fóru svo fram skrifleg próf í íslensku, ensku, dönsku og almennri þekk- ingu. A fjórða og síðasta degi er svo viðtal við valnefndina. Menn geta dottið út eftir hvem dag ef til- skildum árangri er ekki náð. Það er alveg ljóst að þegar mað- ur fer í slíkt úrtökupróf gengur maður út frá því að einkunnir ráði röð manna. Ekki var hægt að sjá nema helming einkunna, þ.e. þess hóps sem viðkomandi var í. Miðað við tilviljunarskiptingu í hópa og stærð hvors um sig er hægt að ganga út frá svipaðri dreifingu ein- kunna í báðum hópum. Þannig töldu nokkrir sig örugga inn í þann 30 manna hóp sem fær skólavist en um 40 af 102 náðu að ljúka öllu ferlinu. Það vekur upp spurningar hvers vegna allar einkunnirnar voru ekki birtar á sama tíma og í réttri röð út. frá árangri. Það er undarlegt að aðeins tveggja ára framhaldsnáms er krafist og svo virðist sem menn njóti ekki góðs af frekara námi. Auk þess skyldi maður ætla að einstaklingar sem hafa verið virkir í íþróttum og hjálparstörfum standi á traustum gi-unni. An þess að nefna nokkur dæmi þá veit ég til þess að einstak- lingar sem virtust eiga gi’eiða leið inn í skól- ann fengu ekki skóla- vist. A meðan voru einstaklingar að kom- ast inn sem voru við það að heltast úr lest- inni og höfðu lélegan grunn. Það er gjör- samlega óásættanlegt að val á nemendum í ríkisskóla skuli velta á óskiljanlegu mati fárra nefndarmanna, sér- ílagi þegar yfirskriftin er önnur. I upphafi skal endinn skoða og ekki var loku íyrir það skotið að kvenþjóðin sæti að skólanum sökum ójafns kynjahlutfalls í stéttinni. Það er ekki laust við að maður hafi orðið var við að svo sé. Það er ekki for- svaranlegt að jafnréttisbaráttan sé Inntökupróf Ekki get ég á mér set- ið, segir Guðmundur Freyr Sveinsson, að gagnrýna fram- kvæmdahlið úrtökuprófsins. afturvirk í þeim skilningi að hæfari karli sé vikið fyrir óhæfari konu á þeim grundvelli að í gegnum árin hafi konur þurft að búa við mis- rétti. Slíkt flokkast síður en svo undir jafnrétti og er vart skömminni skárra en misrétti fyrri ára. Eg gerði mér að leik á sínum tíma að hringja í fyrrnefndan Gunnlaug og spyrjast fyrir um val- ið inn í skólann. Einu handbæni svörin sem hann gaf mér var að þarna væri fólk sem annars vegar væri búið að reyna áður að komast inn í skólann, og þannig sýnt fram á áhuga sinn á starfinu, og hinsveg- ai' menn sem hefðu starfað áður í lögreglunni, s.s. í sumarafleysing- um. Þessi svör dæma sig sjálf og gera ekki annað en að renna stoð- Guðmundur Freyr Sveinsson um undir tilgátu mína um að inn- tökuprófin séu aðeins sjónarspil og að maðurinn er metinn að öllu öðru en verðleikum. Var prófinu ekki einmitt komið á til að gera öllum jafn hátt undir höfði þegar að „efsta degi“ kæmi? Eða eins og fram kemur í greininni, láta ekki duttlunga yfirlögregluþjóna í um- dæmunum ráða því hverjir komast inn eins og tíðkast hafði? Ef að menn hafa verið starfandi í lögi’egl- unni ætti það líklegast að geta nýst þeim en ekki var annað að sjá en slfldr kappar ættu fullt í fangi með að klára t.a.m. þrekprófið. Ekki get ég á mér setið að gagn- rýna framkvæmdahlið úrtöku- prófsins. Það er merkilegur and- skoti hve stuttur sjóndeildarhring- ur höfuðborgarbúa er. Það að fara suður til að þreyta prófin kostaði mig fimm daga dvöl en á sama tíma fór fram síðasta kennsluvikan mín fyrir stúdentsprófý Menntaskólan- um á Akureyri. Eg ætla að hlífa mönnum við krónutölum en það getur hver maður ímyndað sér þann kostnað sem í því getur falist. Ekki var hjá því komist að fljúga fram og til baka og vera með bíla- leigubíl þennan tíma. Sem betur fer slapp ég við vinnutap eða gisti- kostnað sem auðvitað er hjá mörg- um. Þó að ég hafi verið í fimm daga þá var sá tími sem fór í prófin á hverjum degi hverfandi og betur talinn í korterum en klukkutímum. Það segir mér að auðveldlega mætti þreyta fleiri próf á hverjum degi. Útsláttarfyrirkomulagið gerði það að verkum að ónefndur aðili ók suður frá Melrakkasléttu á tveim dögum til að hlaupa og synda og fá þær upplýsingar að lengra kæmist hann ekki. Þegar heim var komið var hann því búinn að keyra u.þ.b. 1200 km til einskis. Kald- hæðnin í þessu er svo sú að á ná- kvæmlega sama tíma voru um- sækjendur um sumarlögreglu á Akureyri að þreyta nákvæmlega sama próf. Prófin eru þess eðlis að lítið mál er að láta þau fara fram í hverju umdæmi, eða a.m.k. lands- hluta, fyrir sig. Eftir stæði þá að- eins viðtalið sem e.t.v. 40% um- sækjenda ná inn í. Slík framkoma sem hér um get- ur verður ekki til annars en að lög- reglan missir alls marks og trú- verðugleika og virðing gagnvart starfandi lögreglumönnum fellur um sjálft sig. Ég skora samt sem áður á áhugasamar að sækja um og það mun örugglega ekki skemma fyrir að vera vel púðruð og með slatta af kleinuhringjum í fartesk- inu. Höfundur er neini í stjórnmálafræði við HÍ. Sjónflug í Skerjafirði! ÞEIR, sem eru ekki nægjanlega sam- stiga Friðriki Hansen Guðmundssyni um ágæti nýs flugvallar fyrir höfuðborgina, sem hann „ásamt fleiri aðilum eru að bjóðast til að byggja í Skerjafirði gegn því að fá sem greiðslu byggingarréttinn í Vatnsmýrinni“, eins og segir í síðustu grein hans í Mbl. 7. apríl, fá þar jafnframt sendan tóninn! Hins vegar ber að fagna þessu síðasta innleggi flugvallarhönnuðar, því þar kemur loksins fram sú grunnforsenda sem hann hefur miðað við. Sjónflug og blindflug Mér hafði satt best að segja aldrei komið til hugar að á árinu 1999 væri hér hugað að gerð nýs flugvallar fyrir sjónflug, því í gi'ein sinni kemur FHG m.a. með eftir- farandi skýringu á for- sendum sínum: „Sam- kvæmt ICAO reglum yfir VMC-flugvelli, þá geta flugvélar með vænghaf upp að 65 m lent á 1.800 m braut sem er 150 m breið. Það þýðir að allar þot- ur Flugleiða geta lent á þeirri braut.“ Fyrir þá sem ekki kannast við slíkar al- þjóða skammstafanir skal upplýst að „VMC“ stendur fyrir „Visual Meteorological Conditions", eða sjón- flugsskilyrði. Undan- farna rúma íjóra áratugi hefur hins vegar áætlunarflug á Islandi, bæði milli landa og innanlands, verið flogið samkvæmt blindflugs- reglum („IFR“, „Instrament Flight Rules“), og það væri vægast sagt merkur áfangi í tæknisögu ís- lands ef nýr flugvöllur höfuðborg- ar Islands skuli nú aðeins ætlaður íyrir sjónflug! Flugvöllur Það væri vægast sagt merkur áfangi í tækni- -------------------- sögu Islands, segir Leifur Magnússon, ef nýr flugvöllur höfuð- borgar Islands skuli nú aðeins ætlaður fyrir sjónflug! Mörk sjónflugsskilyrða við flug- velli eru almennt skilgi'eind miðað við 8 km skyggni og 1.500 feta skýjahæð. Það er því heldur betur munur á þeim og lægstu veðurlág- mörkum, sem nú gilda fyrir blind- aðflug að Reykjavíkurflugvelli, þ.e. 800 m skyggni og 200 feta skýja- hæð! Oryggissvæði og uppfyllingar En þessi sama grunnforsenda, Leifur Magnússon Er skynsamlegt að efla ser- eignastefnuna? HÚSALEIGULÖGIN sem tóku gildi um síðustu áramót eru að miklu leyti sjónhverfmg. Helstu frá- vikum frá eldri lögum var hægt að ná með einfaldri lagabreytingu. Helstu breytingarnar eru: Byggingarsjóðirn- ir eru sameinaðir, kaupleiga felld niður og félagslega kerfið sam- einað húsbréfakerfinu með 5,1% vöxtum, nú verðtryggt, áfram. A móti kemur heimild til viðbótarlána sem ráð- herra kallar „félagsleg lán“ með 4,38% vöxtum sem veita má þeim er rétt áttu á félagslegum íbúðum með 2,4% vöxt- um áðm'. Reglum varð- andi vaxtabætur hefur verið breytt nokkuð og húsaleigubætm’ hækk- aðar lítillega, en eru áfram skattlagðar og bótaskerðing- ar óbreyttar. Niðurstaðan er sú að helstu breytingarnar auðvelda efn- uðu fólki og fólki með góða lána- möguleika að kaupa íbúðir en langt- um erfiðara er fyrir fátækari hluta þjóðarinnar að tryggja sér húsnæði, enda leiguíbúðir varla nefndar í lög- unum. Þetta er í samræmi við yfir- lýsingu fjármálaráðherra sem sagði meginmarkmið laganna að efla sér- eignastefnuna. Er skynsamlegt að efla séreigna- stefnuna? Hún er ekki aðeins dýrasta stefnan, hún eykur gífur- lega þenslu og skuldasöfnun sem þó var ærin fyrir. Að hvetja fólk til að fjárfesta í húsnæði með þessum hætti felur í sér kröfu um að „halda uppi fasteignaverði" og viðhalda þar með hærri húsnæðiskostnaði en eðligilegt er. Sá kostnaður ýtir svo undir kröfur um hærri laun og bæt- ui' og félagslega aðstoð hverskonar. Dýrt húsnæði er þjóðfélaginu dýrt. Þetta þýðir meiri fjárbindingu í hús- næði án þess að leysa nokkurn vanda. Sá sem selur íbúð á hærra verði nú þarf oftast að kaupa aðra íbúð einnig á hærra verði. Síst af öllu gengur sú stefna sem nú er, að halda uppi húsnæðiskostnaði sam- hliða því að halda tekjuþættinum niðri, enda blasa afleiðingarnar við þeim sem vilja sjá þær. Fátækt er orðin vandamál hér á landi og hús- næðisstefnan á sinn þátt í því. Allan þ.e. hönnun fyrir sjónflug, skýrir hins vegar loksins ástæðu þess að öryggissvæðin í hugmynd FHG að nýjum flugvelli í Skerjafirði eru sýnd helmingi mjórri en til er ætl- ast samkvæmt alþjóðareglum fyrir þessa lengd flugbrauta, þ.e. 150 m, sem gildir fyrir sjónflug, en ekki 300 m, sem er almennt ætlast til fyrir blindflug. Þá er jafnframt upplýst ástæðan fyrir því að í birtum uppdráttum af nýjum flugvelli í Skerjafirði er hvorki gert ráð fyrir uppíyllingum fyrir aðflugsljós né heldur blind- lendingarbúnað, enda áréttar FHG í þessarri síðustu grein sinni: „Ef þessar þotur eiga hins vegar að geta lent á flugvelli í Reykjavík í öllum veðrum er gerð krafa um blindflugsbúnað og þá verða brautimar að vera 300 m á breidd.“ Ég fæ því ekki betur séð en hönnuður flugvallar á uppfylling- um í Skerjafirði telji að blindflug sé einhvers konar forréttindi milli- landaflugs eða þotuflugs, en sjón- flug ætti að nægja fyrir innan- landsflug og skrúfuflugvélar! Höfundur er frumkvæmdustjóri fhifrflota- og öryggissviðs Flugleiða ruglaða áratuginn frá 1980-’90 ríkti hér allt í senn; óðaverðbólga, okur- vextir og verðtrygging fjánnagns samhliða stórfelldum niðurskurði launa og bóta með þeirri afleiðingu að þúsundir heimila urðu gjaldþrota. Þarna hrandi gamla séreigna- stefnan og áhrifa þess hefur gætt allan þann áratug sem nú er að líða. Þetta hafa ráða- menn neitað að viður- kenna og viðhaldið stefnunni vegna sér- hagsmuna stórra eig- enda, byggingarmeist- ara og fasteignasala á kostnað annarra. Ráð- herra er búinn að bulla mikið um þessi mál, segir t.d. að fólk hafi farið á hausinn vegna 100% lána. Guðrún Árnadóttir hjá húsnæð- isnefnd Reykjavíkur segir þetta rangt. Þeir sem misstu íbúðir voru þeir sem fengu greiðslustöðvun og aðrar björgunaraðgerðii'. Forstjóri Húsnæðisski'ifstofu Akureyi'ar segir Húsnæðisstefnan Til þess að breytingar verði telur Jón Kjartansson að endur- skoða þurfi húsaleigu- lög með nýja hugsun að leiðarljósi. að þar hafi 60% umsækjenda um fél. íbúðir ekki staðist greiðslumat. Þótt húsnæðislög ríkisstjórnar- innar hafi það markmið að efla sér- eignastefnuna hefur ráðherra greinilega rekið sig á. Hann er skyndilega farinn að tala um leiguí- búðir og segir 500 leiguíbúðir bæt- ast við á þessu ári. Hann segir líka að Húsnæðisstofnun hafi ekki „get- að fullnægt eftirspurn efth- lánum til leiguíbúða" undanfarin ár. Hvers vegna? Hvorki vantaði lagaheimildir né fjármagn. Sannleikurinn er sá að sveitarstjórnir og húsnæðismála- stjórn misnotuðu fé byggingarsjóðs- ins til að byggja fél. eignaríbúðir í atvinnuskyni, sem sveitarfélögin urðu svo að kaupa aftur vegna kaup- skylduákvæða, því fólkið vildi ekki eiga þær. Hjá þessu mátti komast með því að reisa leiguíbúðir eða bú- setaíbúðir eins og heimilt var. En Páll er ekki einn um að tala. Þann 16. mars sl. skrifar Þóranna Jóns- dóttir markaðsstjóri íbúðalánasjóðs ágæta grein í Morgunblaðið um þessi mál. Hún gengur lengra en Páll í lofoi'ðum og segir sjóðinn þeg- ar hafa veitt lánsheimildir fyrir 896 leiguíbúðir á þessu ári, sem er þó að- eins dropi í hafið. Grein Þórönnu er skrifuð af þekkingu sem er nýtt í bláfátækri húsnæðisumræðu hér- lendis. Hún segir réttilega að „það sem hefur gert leigu á íbúðarhús- næði óaðlaðandi hérlendis er öðru frememur sá óstöðuleiki sem leigj- endur búa við“. Það er líka rétt að „enginn kostnaður íylgir því að flytja sig um set líkt og þegar fólk stendur í kaupum og sölu íbúða“. Við þetta má bæta að vilji menn nota peninga sína í annað þarf fólk ekki að selja íbúðina eða veðsetja hana. Til þess að breytingar verði þarf endurskoð- un húsaleigulaga og annan'a hús- næðislaga með nýja hugsun að leið- arljósi. Hið opinbera verður að sjá til þess að allir geti búið í öruggu hús- næði án skuldasöfnunar. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. Jón Kjartansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.