Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UMRÆÐUR í KOSNINGA- BARÁTTUNNI Fyrstu sjónvarpsumræðurnar, sem máli skipta, á milli forystumanna stjórnmálaflokkanna, fóru fram í ríkis- sjónvarpinu sl. þriðjudagskvöld - og hafa orðið mörgum töluvert umhugsunarefni. Astæðan er sú, að áhorfendur voru litlu nær um það eftir umræðurnar, hver yrðu helztu mál kosninganna og hver afstaða flokkanna væri til þeirra mála. Að hluta til var þetta vegna þess að stjórnendur þátt- arins hlupu úr einu í annað og gáfu þátttakendum ekki færi á að ræða einstök mál að nokkru marki. En að öðru leyti vegna þess að þátttakendur komu sér fyrir í gamalkunnum skotgröfum og ræddu mál að takmörkuðu leyti á málefna- legum forsendum. Fyrir nokkrum áratugum einkenndust umræður af þessu tagi mjög af stóryrðum og staðhæfingum án þess að málin sem til umræðu voru væru rædd efnislega að nokkru ráði. Margt hefur breytzt. Eitt af því er það, að hinn almenni borgari er betur upplýstur en áður. Kjósendur hafa að verulegu leyti aðgang að sömu upplýsingum og stjórnmála- mennirnir og geta myndað sér skoðun á grundvelli sömu forsendna og þeir. Það er engin spurning um það að al- menningur er betur upplýstur um einstaka þætti þjóðmála en hann var fyrir nokkrum áratugum. Aðgangur að upplýs- ingum verður stöðugt meiri og betri. Netið á verulegan þátt í því en að auki er málefnaleg umfjöllun mun meiri í fjölmiðlum en áður var, þegar dagblöðin t.d. voru nánast öll málgögn einstakra flokka, sem er liðin tíð eins og allir vita. Og það er einmitt vegna þess að almenningur er betur upplýstur og hefur meiri og betri aðgang að upplýsingum en áður, sem sjónvarpsumræður af því tagi, sem fram fóru sl. þriðjudagskvöld, skila svo litlu fyrir áhorfendur. Þetta þýðir í raun að fólk gerir meiri kröfur til stjórnmálamanna en áður tíðkaðist og það er mjög misjafnt, hvort stjórn- málamennirnir svara þeim kröfum með fullnægjandi hætti. Þetta kom glögglega fram t.d. í þeim þætti umræðnanna, sem sneri að fiskveiðistjórnun. Fólk var engu nær um af- stöðu flokkanna til þeirra álitamála, sem uppi hafa verið. Það kom fram, sem áður hefur komið fram, að stjórnar- flokkarnir eru tilbúnir til þess að beina umræðum um þessi málefni í nýjan farveg. En stjórnmálamennirnir ræddu ein- stök efnisatriði ekki með þeim hætti að fólk fengi einhverj- ar viðbótarupplýsingar um málefnin. Hið sama má t.d. segja um þær umræður sem fram fóru um skatt af fjármagnstekjum. Það grundvallaratriði var nánast ekkert rætt hvaða rök væru fyrir því að skattlegja eignatekjur með öðrum hætti en launatekjur. Að einhverju leyti var þetta vegna þess að stjórnendur þáttarins gáfu þátttakendum ekki færi á slíkum umræðum en að öðru leyti vegna þess, að þeir sýndust hafa takmarkaðan áhuga á því. Það er nauðsynlegt fyrir stjórnmálamennina að átta sig á því í kosningabaráttunni að almenningur gerir meiri kröfur til þeirra en áður. Fólk gerir þær kröfur, að stjórnmála- menn séu vel upplýstir um einstök mál og það eru þeir vissulega margir. Fólk gerir áreiðanlega kröfur um mál- efnalegri umræður en lengi hafa tíðkazt í þjóðmálaumræð- um hér. En út af fyrir sig má segja að nákvæmlega sama krafa snúi að fjölmiðlum. Að þeir fjalli um mál á grundvelli þekkingar og að þeir fjalli um þau á málefnalegum grund- velli. Það gengur misjafnlega. Kosningar til Alþingis eru alvarlegt mál og merkilegur viðburður. Þær eru ekki leikur. Þær eru hápunktur hinnar lýðræðislegu stjórnskipunar okkar. Þess vegna eiga fram- bjóðendur að taka þær mjög alvarlega og kjósendur eiga að gera það sömuleiðis. Tíðarandinn hefur breytzt í þessu eins og svo mörgu öðru. Að því þurfa bæði stjórnmálamenn og fjölmiðlar að huga í þeirri kosningabaráttu sem nú er hafin. Það er líka tímabært að hugleiða og ræða hvort við get- um fullkomnað lýðræðislega stjórnarhætti okkar frá því sem nú er. Hvort hægt er að afhenda kjósendum í ríkara mæli beint ákvörðunarvald um einstök málefni eins og ítar- lega var fjallað um í merkri úttekt brezka tímaritsins The Economist fyrir nokkrum misserum og Morgunblaðið birti í heild. Rökin fyrir því eru mörg og sterk og þá ekki sízt þau, hve vel menntaður og upplýstur hinn almenni borgari í þjóðfélagi okkar er. + FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 39. 21 Kosovo-AIbani kom til Islands í gær með flugvél Landhelgisgæslunnar eftir margra daga hrakninga frá heimkynnum sínum KOSOVO-ALBANARNIR sem komu til landsins í gær eru flmm fjölskyldur, þar af eru tíu börn. KOSOVO-ALBANAR og Albanar búsettir hérlendis tóku vel á móti samlöndum sínum í gærkvöldi. Morgunblaðið/Kristinn Lögreglan öskraði farið burt og komið aldrei aftur Frásagnir Kosovo-Albananna sem hingað komu í gær af ástandinu í Kosovo og á aðliggjandi landamærum héraðsins eru ekki fagrar. Segjast sumir bara hafa viljað kom- ast burtu sem fyrst, þótt viss tregi fylgi því að kveðja föðurlandið í þessu ástandi. Þreyttir eftir langt ferðalag og erfiðar vikur fengu þeir skjól frá þeim hörmungum sem þeir hafa upplifað á undanförnum dögum. Nokkrir þeirra lýstu reynslu sinni í samtöl- um við Morgunblaðið í gærkvöldi. KOSOVO-ALBANARNIR sem komu til landsins í gærkvöld fengu hlýlegar móttökur frá samlöndum sínum sem búsettir eru hérlendis. Tugir Kosovo-Albana voru á flugvell- inum þegar flugvél Landhelgisgæsl- unnar lenti með þá síðdegis í gær og fögnuðu komu þeirra. Sumir spurðu um skyldmenni, en aðrir veifuðu albanska fánanum. Löngu og ströngu ferðalagi hópsins var senn lokið og farið var með hópinn á gistiheimili í borginni þar sem Rauði kross Is- lands hafði útbúið herbergi með helstu nauðsynjum. Á móti hópnum tóku einnig for- svarsmenn Rauða kross Islands og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sem bauð hópinn velkominn og sagði fókið geta verið hérlendis eins lengi og það vildi. Bað hann guð að vernda alla samlanda þess sem enn væru á flótta eða í hættu staddir. Meðferð eins og um dýr væri að ræða „Við vorum rekin að heiman af serbnesku lögreglunni og hernum sem sögðu okkur að fara. Sumir fóru með lest en aðrir fóru með bflum. Sumum var troðið í vörubfla og með- ferðin á fólkinu var eins og það væri ekki mennskt heldur dýr,“ sagði Selim Poroshica sem kom hingað til lands í gær ásamt föður sínum AIi og konu sinni Fexhire eftir að hafa ver- ið á hrakhólum í sex daga. Selim var þakklátur fyrir að vera hingað kom- inn ásamt nánustu skyldmennum, en þó hafði systir hans og tvö börn hennar flogið til Tetova í Makedóníu. Hann var ánægður með að vita hvar þau væru niðurkomin, það væri meira en margir vissu um sín skyld- menni. Nazni Beciri, kona hans Ganimete og fjögur börn þeirra voru einnig í hópi þeiira sem komu til landsins í gær. Lýsingar Nazni af ástandinu voru ófagrar og sagðist hann geta rennt stoðum undir þær sögur sem heyrst hafa af grimmdarverkum Serbneska hersins í Kosovo. Ástand sem orð fá ekki lýst „Ég held að allir í heiminum viti hvemig ástandið í Kosovo er og hefur verið undanfarna daga. Samt sem áð- ur getum við sem urðum vitni að þessu ekki lýst hve hörmulegt þetta er. Við getum hins vegar sagt ykkur án vafa að það eru framin grimmdar- verk á Kosovo-Albönum. Astandið í Kosovo er ólýsanlegt, það er utan mannlegra marka og utan mannlegs skilnings að fá botn í það sem þessi barbarísku stjórnvöld era að gera,“ sagði Nazni í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Ganimete, eiginkona Nazni, tók í sama streng: „Eg get með engu móti lýst því hvað ég sem kona og við fjöl- SELIM Poroshica og Nazni Beciri sátu fyrir svörum á blaðamannafundi strax eftir lendingu flugvélar Landhelgis- gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Mikilvægt að ríkið eigi langfleyga flugvél skyldan höfum gengið í gegnum mikl- ar hörmungar. Börnin urðu vitni að því þegar lögregla og hermenn komu og ráku okkur út úr húsinu. Það var mjög erfítt fyrir börnin að sjá lög- reglumenn með byssur um allt, en þeir komu og öskruðu á okkur. Sögðu okkur að fara og koma aldrei aftur til baka. Börnin voru farin að venjast þessu eftir að hafa verið búin að horfa upp á þetta svona lengi,“ segir Gani- mete og leggur áherslu á að það verði erfitt að gleyma þessari hörmulegu reynslu. Ganimete er áhyggjufull yfir afdrifum föður síns og bróður sem urðu eftir í Kosovo. Hún veit ekki hvar þeir era, en veit að hættan er mikil og óskar þess heitt að heyra af ferðum þeirra. Stálu öllu og eyðilögðu allt Níu dagar era síðan Beciri fjöl- skyldan var hrakin frá heimili sínu. „Það var gerð árás á götuna okkar í Pristina. Þeir skutu á hús og kveiktu í þeim. Þeir fóra beint inn í eitt húsið og drápu tvo gamla menn í einu hús- anna, og einn 30 ára gamlan mann. Þeir skutu á allt og alla, réðust inn í HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að reynslan af ferð flugvélar Landhelgisgæsl- unnar til að sækja flóttafólk til Makedóníu sýni að þörf sé á að flugvél af þessu tagi sé í eigu rík- isins en telur jafnframt að huga þurfi að því við endurnýjun vélar- innar að flugþolið verði meira þannig að langferðir verði auð- veldari. Hann telur að það verði næsta verkefni á eftir nýju varð- skipi. Aðspurður hvort heppilegra hefði verið að senda leiguþotu til að sækja fólkið, þannig að ekki hefði þurft að millilenda á Ieið- inni, bendir hann á að mikilvægt hafi verið að senda flugvél í eigu ríkisins. „Yið þurfum að nota her- flugvelli í ferðum sem þessum og vinna með hinum Nato-þjóðunum og því var eðlilegt að nota þessa vél,“ segir Halldór. Halldór segir að ekki sé ljóst hvenær næsti hópur flóttamanna frá Kosovo komi til landsins eða hvernig hann verði fluttur til landsins, en fslenska ríkisstjórnin hefur lýst því yfír að hún vilji taka á móti allt að hundrað flótta- mönnum þaðan. „Það er þó ljóst að ef ættingjar fólks sem þegar er búsett hér á landi lýsa yfir vilja til að koma hingað verður litið mjög jákvætt á það, því þá verður móttakan auðveldari en ella,“ segir Halldór. Morgunblaðið/Þorkell FYRRVERANDI íbúar Kosovo komu ýmsum skilaboðum á framfæri til samlanda sinna, og bentu m.a. á að á íslandi hefði aldrei verið stríð. íbúðir og stálu öllu sem hægt var að stela, gulli, peningum og öllu sem þeir festu hendur á. Svo skutu þeir út um allt, skutu út um gluggann og hentu öllu út. Við flúðum frá heimili okkar niður í miðborg Pristina þar sem ástandið var ekki jafnslæmt, en það var strax byrjað að sprengja og brenna hús í götunni okkar. Daginn eftir fórum við aftur heim til okkar til að skoða hvað hefði gerst. Við sáum að serbneski herinn og lögreglan voru búin að taka allt sem var inni í íbúð- inni, innréttingar og húsgögn og allt og fleygja út í hrágu. Þeir höfðu skemmt og eyðilagt allt. Strax þenn- an dag ákváðum við að flýja með fjöl- skylduna og það sem við gátum tekið með okkur og lögðum af stað til Ma- kedóníu," sagði Nazni. Nazni safnaði að því búnu öllum í götunni saman í vörubíl sem hann átti, og tvo aðra bíla og þau lögðu af stað saman, um 120 manns. Leiðin lá að landamærum Kosovo og Ma- kedóníu. Fimm dagar og nætur í rigningu „Serbneska lögreglan sagði okkur að skilja bflana eftir nálægt landa- mærunum og þurftum við að ganga að þeim. Það trúir því í rauninni eng- inn, en við lentum ekki í neinum vandræðum á leiðinni, þótt þar væra bæði lögregla og hermenn á leiðinni. Lögreglumenn öskraðu samt á okk- ur: „Þið hafið hálftíma. Farið burt og komið aldrei aftur.“ Við fóram til Makedóníu við landamærastöðina Hani Elezit. Það var ekkert mál að komast yfir landa- mærin frá Júgóslavíu, en við voram í einskismannslandi í fimm daga. Vist- in þar var hræðileg. Við fengum plast til að búa til tjald sjálf og vorum í þessum tjöldum í fimm daga á meðan það rigndi alla daga og alla nætur. Ég held að þar hafi verið meira en 100.000 manns. Mat var dreift til okk- ar í dráttarvél sem ekið var um í og matnum hent til okkar. Við þurftum að grípa hann eins og við værum dýr. Þarna fengum við mat en ástandið var vægast sagt hræðilegt," sagði Nazni. Vildu bara komast burtu sem fyrst Eftir fimm daga vera í flótta- mannabúðum á milli landamæra Jú- góslavíu og Makedóníu var mörgum í búðunum komið yfir til Makedóníu í búðir Atlantshafsbandalagsins. Nazni segir það starfsmönnum Óryggis- og samvinnustofnunar Evrópu að þakka að þau hafi komist inn á svæðið sem Nato sá um. Starfsmenn ÖSE hafi séð um að þau kæmust þangað og kann hann þeim miklar þakkir fyrir. „I Nato-búðunum var allt annað ástand. Þar fengum við hreint vatn og mat og starfsmennirnir þar komu vel fram við okkur, en samt sem áður vora þarna um 100.000 manns. Það var ótrúlegt að sjá Nato-herinn und- irbúa þessar búðir og sjá hvernig það gekk upp. Þarna voram við í tvo daga, þangað til við ákváðum að koma hingað,“ segir Nazni. „Ég ætlaði að fara til Þýskalands en síðan var fullt af fólki sem ætlaði að fara þangað og rosalega löng röð. Þá sáum við að það vantaði 13 manns í viðbót til að fara til Islands og við voram sex. Við fórum í þann hóp til að reyna að komast í burtu eins fljótt og hægt var. Þetta tók bara nokkra klukkutíma og svo fórum við beint til Grikklands," sagði Nazni. Að því búnu tók við langt ferðalag til Islands. I vél Landhelgisgæslunn- ar var Gréta Gunnarsdóttir, sem var í forsvari fyrir íslensk stjórnvöld. Nazni og fjölskyldu hans er mikið í Vill taka að sér flótta- manna fjölskyldu RAFIÐNAÐARSAMBAND ís- lands hefur boðist til að taka að sér sex manna íjölskyldu úr hópi flóttamannanna, en fjölskyldu- faðirinn, Nazni Beciri, er rafvirki að mennt. Að sögn Onnu Þi-úðar Þorkelsdóttur, formanns Rauða kross Islands, hafa margir aðrir einnig boðið fram aðstoð sína. Thorvaldsensfélagið hefur gefið kassa af lopapeysum og gefnir hafa verið barnavagnar og kerr- ur. Kona ein hefur boðist til að lána íbúð í tvo mánuði, meðan fólkið er að ná áttum á Islandi. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, segist munu funda með fulltrúum Rauða krossins á laugardaginn um hvaða aðstoð það geti veitt Beciri-ljölskyldunni. „Þegar við heyrðum af þessari íjölskyldu starfsfélaga okkar, og sérstak- lega það að ung börn væni í henni, sáum við það sem skyldu okkar að hjálpa til. Það gæti komið til greina að útvega þeim húsnæði og jafnvel vinnu. Við höfum engar áhyggjur af því, það er mikil eftirspurn eftir rafvirkj- um og sjálfa vantar okkur fólk til að sjá um orlofshús félagsins,“ segir Guðmundur. mun að koma á framfæri þökkum til Grétu og annarra starfsmanna í vél- inni. Viðbrögð við því að flytja flóttafólk á brott til fjarlægra landa hafa verið blendin síðustu daga og hafa ýmsir gagnrýnt það undanfarið. En hvernig tilfinning er það fyrir flóttafólk að yf- irgefa flóttamannabúðirnar og þar með heimaslóðir í óákveðinn tíma? „Það er alltaf erfitt að fara frá sínu landi í svona ástandi og sérstaklega útaf svona gi’immdarverkum. Það var mjög erfitt að fara,“ sagði Nazni að- spurður. Nazni og fjölskylda hans vill koma á framfæri þakklæti til starfsmanna NATO og ÖSE auk þess sem hann er þakklátur íslensku þjóðinni fyrir móttökurnar: „Mér finnst Islending- ar taka svo vel á móti okkur og finnst að önnur lönd eigi að taka þetta til fyrirmyndar," sagði Nazni sem þakk- aði Halldóri Ásgrímssyni utaniTkis- ráðhen-a fyrir móttökurnar í gær fyrir hönd allra Kosovo-Albananna. <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.