Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ r Utboð hlutabréfa Handsals hf. viðskipti Sala hlutabréfa FBA og Kaupþings í Baugi að hefjast Sala á hlutabréfum í Handsali hf. hefst mánudaginn I 9. apríl næstkomandi og stendur yfir til I 5. maí I 999. Starfssvið: Tilgangur félagsins er verðbréfamiðlun gegn þóknun, veiting sölutrygginga á markaðsverðbréfum og að öðru leyti að annast verðbréfaviðskipti eins og þau eru skilgreind í lögum á hverjum tima, fjárvarsla fyrir einstaklinga og lögaðila og skyld starfsemi. Tilgangur útboðsins: Til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins. A aðalfundi félagsins þann 12. mars 1999 var samþykkt heimild til að auka hlutafé Handsals um allt að 89.930.948 krónur að nafnverði. Heildarnafnverð hlutabréfa: Allt að kr. 89.930.948 að nafnverði af nýju hlutafé. Sölugengi í forkaupsrétti: 1,0 til forkaupsréttarhafa til 5. maí 1999. Sölugengi í almennu útboði: Gengi ákveðið með hliðsjón af markaðsaðstæðum á fyrsta söludegi. Gengi á almennum markaði getur breyst eftir að forkaupsréttartímabili lýkur og tekur mið af markaðsaðstæðum þar til því lýkur. Upplýsingar um gengi má finna hjá söluaðila. Söiutímabil: Forkaupsréttartímabil 19. aprfl - 5. maí 1999. Almennt útboð 6. maí -15. maí 1999. Upplýsingar: Útboðslýsing liggjur frammi á skrifstofu Handsals hf. Umsjón með útboði og milliganga við skráningu: HANDSALX BlVSaNVH HANDSAL HF LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI sími 510 1600, fax 588 0058 kt. 550191-1729 Engjateigi 9, 105 Reykjavík. Auglýsing um starfsleyfístillögur Dagana 16. apríl til 11. júní nk. munu starfsleyfistillögur neðangreindra fyrirtækja í Reykjavík, skv. gr. 70 í mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994, með síðari breytingum liggja frammi hjá Upplýsingaþjónustunni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fyrirtæki/gildistími starfsleyfis í árum Allrahanda, bifreiðaverkstæði/5 Alþrif, bón- og bílaþvottastöð/10 Bensínorkan ehf., bensínstöð/5 Dýralæknastofa Dagfinns, dýralæknastofa/5 Efnalaugin Björg, efnalaug/5 Höfðabón, bón- og bílaþvottastöð/10 Kar ehf., bifreiðaréttingar og -sprautun/5 Kópsson Bílaþrif, bón- og bflaþvottastöð/10 Mólar ehf., tannlækningar og -réttingar/8 Oktan ehf., bensínstöð/5 Heimilisfang Gylfaflöt 9, 112 Rvk. Dugguvogur 2, 104 Rvk. Kringlan 8-12, 103 Rvk. Skólavörðustígur 35, 101 Rvk. Háaleitisbraut 58-60 Borgartún 19, 105 Rvk. Bæjarflöt 10, 112 Rvk. Bfldshöfði 6, 112 Rvk. Snorrabraut 29, 105 Rvk. Ægisíða 102, 107 Rvk. Olíufélagið hf., smurstöð, bifreiðaverkst. og þvottastöð/8 Geirsgata 19, 101 Rvk. Ryðvamarskálinn, bón- og bflaþvottastöð/10 Ýris ehf., ljósmyndastofa/10 Tannlæknadeild Háskóla íslands/10 Tannlæknastofa Birgis J. Dagfinnssonar/10 Tannlæknastofa Björgvins Jónssonar/10 Tannlæknastofa Guðmundar Amasonar/5 Tannlæknastofa Gunillu/8 Tannlæknastofa Gylfa Felixsonar/10 Tannlæknastofa Hauks Steinssonar/5 Tannlæknastofa Ir.gunnar Mai Friðleifsdóttur/10 Tannlæknastofa Karls Guðlaugssonar/10 Tannlæknastofa Karls Amar Karlssonar/5 Tannlæknastofa Kjartans Arnar Gylfasonar/8 Tannlæknastofa Kjartans Þorbergssonar/8 Tannlæknastofa Kristínar Sigurðardóttur/10 Tannlæknastofa Matthíasar Sigurðssonar/8 Tannlæknastofa Oddgeirs Gylfasonar/10 Tannlæknastofa Rolfs Hanssonar/10 Tannlæknastofa Sveinbjöms Jakobssonar/10 Tannlæknastofa Sæbjöms Guðmundssonar/5 Tannlæknastofa Tómasar Á. Einarssonar/5 Tannréttingastofa Ólafar Helgu S. Brekkan/5 Tiba sf., tannlækningar/8 Sóltún 5, 105 Rvk. Þararbakki 3, 109 Rvk. Vatnsmýrarvegur 16, 101 Rvk. Síðumúli 25, 108 Rvk. Síðumúli 25, 108 Rvk. Þingholtsstræti 11 Snorrabraut 29,105 Rvk. Síðumúli 28, 108 Rvk. Þingholtsstræti 23, 101 Rvk. Síðumúli 28, 108 Rvk. Stórhöfði 17, 112 Rvk. Þingholtsstræti II, 101 Rvk. Hverafold 1-3, 112 Rvk. Háaleitisbraut 58-60, 108 Rvk. Stórhöfði 17, 112 Rvk. Suðurgata 7, 101 Rvk. Síðumúli 28, 108 Rvk. Mörkin 6, 108 Rvk. Stórhöfði 17, 112 Rvk. Þingholtsstræti 11, 101 Rvk. Þangbakki 8, 109 Rvk. Miðstræti 12, 101 Rvk. Hátún 2a, 105 Rvk. Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir skulu vera skrifiegar og sendast Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, 105 Reykjavík, fyrir 11. júní nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Utrás í atliugiin BAUGUR og Reitangruppen eru með í athugun samstarf félaganna í rekstri lyfjaverslana í Noregi. Félögin hyggjast einnig kanna hvort grund- völlur sé fyrir samstarfi í rekstri sjálfsafgreiðslubensínsstöðva. Reitangi-uppen rekur sjálfsafgreiðslubensínstöðvar í Noregi, áþekkar Bensínorkunni sem er hlutdeildarfélag Baugs. Jafnframt hefur verið rætt um að félögin tvö eigi með sér samstarf í uppsetningu Bónusverslana utan Islands, að því er fram kemur í útboðs- og skráningarlýsingu Baugs sem gefin var út í gær vegna sölu hlutabréfa í eigu Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins, Kaupþings og Eignarhaldsfélagsins Hofs, sem hefst á mánudag. Morgunblaðið/Þorltell Sigurður Einarsson, stjómarformaður: Sfðasta ár var eitt hið viðburðarík- asta í sögu fyrirtækisins. Þá var það m.a. skráð Aðallista Verðbréfaþings. Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Breytingar á skaðabótalögum hækka greiðslur ÞRÁTT fyrir methagnað Trygg- ingamiðstöðvarinnar sem skilaði rúmlega 300 milljóna króna hagnaði á síðasta ári varð 272 milljóna tap á rekstri lögboðinna ökutrygginga en einnig varð tap á þeim rekstri árið 1997. í ræðu sinni á aðalfundinum vék Gunnar Felixson forstjóri að þessu og sagði að tapið mætti meðal annars rekja til þeirrar iðgjalda- lækkunar sem varð í kjölfar þess að erlend vátryggingafélög hófu starf- semi hér á landi. „Rétt er þó að benda á að hluta af hinu mikla tapi ársins 1998 má rekja til túlkunar dómstóla á skaða- bótalögunum sem hafði þau áhrif að hækka þurfti áætlaðar ógreiddar slysabætur um 80-90 milljónir króna frá fyrri árum,“ sagði Gunnar og bætti við að . nýsamþykktar breytingar á skaðabótalögum myndu hafa í för með sér hækkaðar tjónagreiðslur. ,Augljóst er að leið- rétta þarf iðgjaldataxta þessarar greinar hið fyrsta. Það getur ekki gengið til lengdar að markaðurinn reki stærstu grein vátrygginganna með verulegu tapi.“ Aukin samkeppni í greininni I ræðu sinni vék Gunnar að þeim gríðarlegu breytingum sem orðið hafa á vátryggingamarkaði hérlend- is að undanförnu og þeim samruna sem átt hefur sér stað meðal fyrir- tækja á markaðnum síðastliðinn áratug. Gunnar sagði ljóst að samfara fækkun innlendra félaga 'og tilkomu erlendra vátryggingafélaga á hér- & GÓLFEFNABÚÐIN Borgartáni 33 £jaæða flísar ^rfaparke. £yóð verð þjónusta lendum markaði hafi samkeppni aukist svo um munar. „Þetta gerist á sama tíma og mikill uppgangur er í íslensku efnahagslífi. Að öðru jöfnu ættu miklar fjárfestingar í at- vinnulífinu svo og aukinn bflafjöldi landsmanna að þýða verulega aukn- ar iðgjaldatekjur en vegna óvæg- innar samkeppni bera íslensku vá- tryggingafélögin nú miklu meii’i áhættur fyrir minni iðgjöld." Hann sagði þó að skýr merki væru nú um að ástandið færi að breytast þar sem erlendu sam- keppnisaðilarnir væru greinilega að tapa á starfseminni hér og hefðu þegar tilkynnt um 10 prósenta hækkun á sínum iðgjöldum. Samruni TM og Tryggingar hf. Á þessu ári er stefnt að samein- ingu Tryggingamiðstöðvarinnar við Ti-yggingu hf. og hefur af því tilefni verið ákveðið að kaupa Aðalstræti 6 (gamla Morgunblaðshúsið) af Reykjavíkurborg undir starfsem- ina. Gunnar nefndi að ekki væri enn búið að tímasetja sameininguna en augljóst væri að hagkvæmast væri að það gæti orðið sem fyrst. „Góður samstarfsandi er meðal starfsfólks félaganna í allri undirbúningsvinnu sameiningarinnar og finnst mér það lofa góðu um framhaldið. Með sam- einingu starfskrafta mun Trygg- ingamiðstöðin verða enn hæfari til að þjöna nýjum sem gömlum við- skiptavinum beggja félaganna," sagði Gunnar. Á árinu var TM skráð á Aðallista Verðbréfaþings íslands og er nú eina vátryggingafélagið hérlendis sem skráð er á VÞI. Áður hafði hluthöfum fjölgað verulega og eru þeir nú tæplega 900. Aðalfundur samþykkti ýmsar til- lögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins, meðal ann- ars um rafræna skráningu hluta- bréfa og að fjölga í stjórninni úr 5 í 7. í stjórn félagsins voru kjörnir Ágúst Karlsson, Geir Zoéga, Har- aldur Sturlaugsson, Jón Ingvars- son, Magnús Bjarnason, Sigurður Einarsson og Svavar B. Magnús- son. Einnig var samþykkt að greiða hluthöfum út 20 prósenta arð. Gaumur ehf, sem á 25% hlut í Baugi, er eignarhaldsfélag að mestu í eigu stofnenda Bónuss, þeirra Jó- hannesai’ Jónssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Gaumur á jafnframt eignarhluta í ýmsum öðrum félögum, sem eru í viðskiptum eða viðskiptatengslum við Baug, svo sem Ferskar kjötvörur ehf., Pönnu Pizzur hf. (Pizza Hut), og Lyfjabúðir hf. Þann 28. október 1998 gerðu FBA og Kaupþing samning við Reitan- gruppen um sölu á samtals 20% eignarhlut í Baugi. Gerður var fram- virkur samningur um þau kaup sem gerður vai’ þann 15. mars sl. Samn- ingurinn felur jafnframt í sér heim- ild Reitangruppen til að selja FBA og Kaupþingi samtals helming þess hlutafjái- sem keypt var, eða sem nemur 10% af hlutafé í Baugi, verði um verulegar neikvæðar breytingar að ræða í rekstri Baugs fram til 8. desember 1999. Þá hafa Gaumur og Reitan- gruppen gert með sér samkomulag sem felur í sér að Gaumur skuldbindi sig til að selja ekki eignarhlut sinn í Baugi meðan Reitangruppen á veru- legan eignarhlut í Baugi. STUTT ERLENT Deutsche þenst út Frankfurt. Reuters. • Deutsche Bank AG hefur flýtt þeirri stefnu sinni að færa út kvíarnar með því að kaupa 9,9% hlut í BIG bankan- um í Pðllandi fyrir ótilgreinda upphæð. BIG bankinn er einn hinna tíu stærstu í Póllandi og sérfræðingar telja að Deutsche hafi greitt 85 millj- ónir dollara fyrir hlut sinn. Sérfræöingar segja að BIG kaupin séu hornsteinn fyrirætlana Deutsche um að auka starfsemi sína í Póllandi og muni líklega leiöa til þess að þýzki bankinn kaupi hlut 1 fleiri pólskum bönkum eða taki við rekstri BIG BG. Sérfræðingar segia að útlendingar hafi mikinn áhuga á að eignast pólska banka til að fá aðgang að markaði 40 milljóna manna í landi, þar sem uppgangur sé mikill. H&M færir út kvíarnar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. • Það er sama hvort farið er um Stokkhólm, París, Berlín eða Kaup- mannahöfn: Alls staðar blasa við veggauglýsingar sænsku fatakeðjunn- ar Hennes & Mauritz, þar sem augna- yndið þessar vikurnar er meðal ann- ars leikarinn Johnny Depp. Ef fýrirætl- un keðjunnar tekst verður brátt það sama uppi á teningnum í New York og síöan kannski t fleiri stórborgum vestra. í New York er veriö að leita búða á besta stað í borginni og með- al annars beinist athyglin að fimmtíu þúsund fermetra verslunarhúsnæði á mörgum hæöum á horni 5. traöar og 51. strætis. Framgangur keðjunnar í Evrópu er mikill. Um áramót voru 516 H&M búðir í tólf löndum og árlega eru seldar 300 milljón H&M-spjarir. Bætt afkoma GM og Ford New York. Reuters. • General Motors og Ford bílafýrir- tækin hafa skýrt frá bættri afkomu á fýrsta ársfjóröungi og vó aukin sala í Norður-Ameríku upp á móti veikleika í Asíu og Rómönsku Ameríku. GM jók hagnað sinn um 31% f 2,1 milljarö dollara, sem er met, eða 3,04 dollara á bréf- miðað við 1,6 milljaröa dollara, eða 2,27 dollara á bréf, á sama tíma í fyrra. Sérfræðing- ar höfðu spáð 2,89 dollurum á bréf. Mikil sala Ford í Noröur-Ameríku vó upp á móti veikleika í Evrópu og Suð- ur-Ameríku. Rekstrarhagnaður fyrirtæk- isins jókst í 1,8 milljarða dollara, eða 1,46 dollara á bréf, úr einum og hálf- um milljarði, eða 1,29 dollurum á bréf. Sérfræöingar höfðu spáð 1,39 dollur- um á bréf fyrstu þrjá mánuði ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.