Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKEPPNI UM BEZTU KENNARANA AÐGERÐIR grunnskólakennara í Reykjavík til að leggja áherzlu á kröfur sínar um sambærileg laun við kennara í öðrum sveitarfélögum hafa enn á ný beint at- hyglinni að starfskjörum þeirra. Verulegar breytingar hafa orðið í þeim efnum frá því sveitarfélögin yfirtóku rekstur grunnskólans. Nýr kjarasamningur var gerður eftir mikil átök milli kennarasamtakanna og Samband ísl. sveitarfé- laga haustið 1997. Þá fengu kennarar mun meiri kaup- hækkun en aðrar stéttir, eða ca 33%. Má segja, að almenn sátt hafi verið um það í þjóðfélaginu að kennarar fengju meiri kauphækkanir en aðrir. Flestum var ljóst, að kjör og starfsaðstaða kennara var óviðunandi og hafði stuðlað að atgerxúsflótta úr stéttinni um árabil. Rekstur sveitarfélaga á grunnskólanum hefur fært ákvarðanatöku um kjör kennara og aðbúnað í skólunum í heimabyggð. Foreldrar eru nú í miklu meiri nálægð við ákvarðanatöku í skólamálum en áður og sveitarstjórnar- menn komast ekki hjá því að hlusta á óskir þeirra. Foreldr- ar fylgjast betur með skólastarfinu en fyrr og þróunin í þjóðfélaginu almennt kallar á auknar kröfur til skólanna. Þetta hefur í raun gerbreytt aðstöðu kennara til að knýja á um kjarabætur, enda hefur það gerzt frá því síðustu heild- arkjarasamningar voru gerðir, að grunnskólakennarar hafa beitt sveitarstjórnir miklum þrýstingi um kjarabætur sér til handa, m.a. með hópuppsögnum. Sveitarstjórnirnar hafa ekki getað horft upp á lokun skólanna og hafa því fall- izt á umtalsverðar bætur umfram kjarasamninga kennara- samtakanna. Foreldrar hafa og víðast hvar beitt sér fyrir slíkri lausn til að tryggja skólagöngu barna sinna. Aðstaða kennara í kjaramálum er nú líkari því, sem ger- ist á almennum vinnumarkaði til að knýja á um bætt kjör. Það er orðin samkeppni um störf þeirra milli sveitarfélag- anna, auk þess sem vel menntaðir og hæfir kennarar eru eftirsóttir á vinnumarkaði. Þar við bætist verulegur kenn- araskortur, m.a. vegna einsetningar skóla og sökum þess, að margir hafa hætt kennslu vegna erfiðrar og slítandi vinnu. Þetta setur sveitarfélögin í erfiða aðstöðu. Hækki þau laun kennara verða þau væntanlega annaðhvort að hækka útsvarið eða skera niður aðra þjónustu og fram- kvæmdir. Hvorugt er vinsælt meðal skattgreiðenda og kjósenda. Morgunblaðið hefur áður varpað fram þeirri hugmynd, að einstök sveitarfélög efni til atkvæðagreiðslu um það, hvort fólk sé reiðubúið að gi-eiða hærra útsvar, eða falla frá öðrum útgjöldum sveitarfélaga, til þess að tryggja börnum sínum betri skóla. Missi foreldrar trúna á opinbert skóla- kerfi má allt eins búast við því, að efnaðri foreldrar taki höndum saman um rekstur einkaskóla fyrir börn sín til að tryggja þeim kennslu í samæmi við nútíma kröfur og bjóða þá væntanlega í beztu kennarana. Hætt er við að mörgum mundi þykja slík þróun lítt eftirsóknarverð í okkar fá- menna samfélagi. Miðað við opinbera umræðu síðustu árin er ljóst, að Is- lendingar gera miklar og vaxandi kröfur um menntun barna sinna. Þróun þjóðfélagsins hefur verið með þeim hætti, að atvinnulífið þarfnast vel menntaðs starfsfólks jafnt á sviði bóknáms og verknáms. An þess verða atvinnu- fyrirtækin undir í harðri samkeppninni við erlenda keppi- nauta í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, sem byggir fram- leiðslu og þjónustu á framförum í vísindum og tækni. Efna- hagslegar framfarir byggjast því í æ ríkari mæli á mennt- un, sem tryggir einstaklingunum jafnframt góð launakjör og aukna lífsfyllingu. Eðlilegt er því, að foreldrar vilji, að börn þeirra njóti beztu menntunar, sem völ er á. Það getur ekki almennt orðið nema því aðeins, að skólarnir fái hæfa kennara til starfa, sem eru sáttir við launakjör sín. Að öðr- um kosti heldur atgervisflóttinn áfram úr kennarastétt, en það kemur að sjálfsögðu að lokum niður á börnunum. Og þjóðfélagi framtíðarinnar. Á hinn bóginn er það alvarlegt umhugsunarefni að hvað eftir annað skapast órói á meðal opinberra starfsmanna á tíma, þegar kjarasamningar eru í gildi. Það er auðvitað nauðsynlegt að almennur skilningur og sátt sé um þær leikreglur, sem settar hafa verið í þessum efnum sem öðr- um. Kennsluaf- sláttur er ásteytingar- steinninn Tillaga launanefndar sveitarfélaga um til- raunasamning við grunnskólakennara til eins árs felur í sér að kennsluafsláttur fellur niður. Kennarar hafna því en bjóðast til að lækka launatöflu sína samsvarandi. MEÐALLAUN kennara fyrir dagvinnu yrðu tæp- lega 170 þúsund kr. á mánuði, samkvæmt til- lögum launanefndarinnar um breyt- ingar á vinnutíma og kjörum grunn- skólakennara í tilraunasamningi til eins árs. Tillögurnar fela m.a. í sér niðurfellingu á kennsluafsláttum og gerð skólasamnings. Skilyrði fyrir gerð samningsins af hálfu launa- nefndar sveitarfélaganna er niður- felling kennsluafsláttar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að kostnaðarauki borgarinnar við gerð slíks samnings yrði u.þ.b. 300 milljónir kr. á samningstímanum. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Islands, segir að borg- arstjóri hafi tekið völdin af launa- nefnd sveitarfélaga. I núverandi kerfí fá kennarar af- slátt frá kennsluskyldu vegna aldurs sem nemur allt að 32% og segir borgarstjóri að afslættir af þessari stærðargráðu séu séríslensk fyrir- bæri. Þar sem kennsluafslættir þekkist séu þeir á bilinu 6-10%. Meðaldagvinnulaun 167.807 kr. Borgarstjóri segir að markmið tilboðsins sé betri skóli og árang- ursríkara skólastarf. Tryggja eigi betur hag nemenda, færa laun og vinnutíma kennara til þess sem ger- ist hjá öðrum hópum, hækka grunn- laun kennara og bæta lífeyri með því að draga úr aukagreiðslum og kennsluafsláttum. Helstu atriði til- boðsins fela í sér, að mati borgar- stjóra, hækkun grunnlauna með breytingum á vinnutíma og meðal- laun fyrii' dagvinnu yrðu tæplega 170 þúsund k’r. Benti borgarstjóri á að í samanburði væru meðallaun hjá BHM 155-156 þúsund kr. á mánuði. Gert er ráð fyrir að hver skóli geri samning sem tryggi nýja starfshætti í skólanum. Tilboðið feli í sér nýja hugsun þar sem völd og ábyrgð fari saman, kennarar fái aukið vald yfír vinnutíma og verkum sínum en beri jafnframt meiri ábyrgð. Gert er ráð fyrir að fag- fólk í skólanum skipu- leggi störf sín og beri á þeim ábyrgð og hópar kennara skipuleggi nám og starf kennara og nemenda í ákveðnum fögum eða ákveðnum árgöngum. Skólasamningar í stað kennsluskyldu Skólasamningur felur meðal ann- ars í sér að kveðið er á um framtíðar- sýn og markmið skólans, skipulag og starfshætti hans, vinnutíma kennara og verkaskiptingu og ábyrgð kenn- ara og kennarahópa. Gert er ráð fyr- ir því að skólinn hafi ákveðna launa- upphæð til ráðstöfunar sem hann getur deilt niður á kennara eftir verkefnum þeirra, framlagi og menntun þeirra. Borgarstjóri segir að með tilboðinu sé horfið frá kennsluskylduhugtak- inu. Kennarai' skipuleggi saman vinnutíma í einum kennarahópi og þótt kennsluskyldan sé almennt nú 28 tímar geti kennarar ákveðið sín á milli hve mikið hver kennari vinnur. Af þessum sökum sé mikilvægt að sérstakir afslættir á vinnuskyldu kennara falli brott. Borgarstjóri segh' að sem hlutfall af kennslumagni sé kennsluafslátturinn um 5,7%. Sem hlutfall af launum sé kennsluafslátt- urinn metinn hærra því þeii' sem hafi kennsluafslátt séu „dýiaistu" kennar- amir, þ.e. þeir sem hafi að baki nám- skeið og langan starfsaldur. I tih'aunasamningnum er gert ráð fyrir launa- og lífeyrishækkunum sem færi kennurum fullt verðmæti fyrir niðurfellingu á kennsluafslætt- inum. Lögð voru fram nokkur launa- dæmi eftii' tilraunasamningnum. Þar kemur fram að byrjandi, 24 ára, með B.Ed próf, með 5% álag úr skóla- samningi, fengi í meðaldagvinnulaun 136.094 kr., en með BA próf með kennsluréttindi og 5% álag fengi hann 140.177 kr. Reyndur kennari, 45 ára B.Ed, með 10% álag úr skóla- samningi, fengi 159.263 kr. í meðal- dagvinnulaun og 45 ára kennari B.Ed með 35 stig vegna námskeiða og 10% álag úr skólasamningi fengi 163.856 kr. í meðaldagvinnulaun. Með 15% álagi úr skólasamningi og 10% stjómunarskyldu fengi síðast- taldi kennarinn 191.711 kr. í meðal- dagvinnulaun. 60 ára kennari með B.Ed og 10% álag fengi 175.337 kr. en hefði hann að auki 35 stig vegna námskeiða fengi hann 183.392 kr. í meðaldagvinnulaun. 60 ára kennari með B.Ed, 35 stig vegna námskeiða og 15% álag úr skólasamningi fengi 220.954 kr. í meðaldagvinnulaun. Samkvæmt mati kjaraþróunardeild- ar Reykjavíkurborgar yi'ðu meðal- laun kennara í Reykjavík fyrir dag- vinnu 167.807 kr. á mánuði og bygg- ist matið á úrtaki 992 kennara í Reykjavík. Varðandi kröfu grunnskólakenn- ara í Reykjavík um 250 þúsund kr. eingreiðslu til að jafna mun sem er á launum þeirra og kennara í öðrum sveitarfélögum segir borgarstjóri: „Sjá- um við fram á það að við náum fram breytingum á skólastarf- inu og nýtt fyrirkomulag þá erum við tilbúin að greiða fyrir það. Náum við saman um framhaldið erum við tilbúin að greiða eingreiðslu vegna þess skólaárs sem liðið er,“ sagði borgarstjóri. Ágreiningur um verðmæti kennsluafsláttar Um greiðslu fyrir niðurfellingu á kennsluskyldu ríkir ágreiningur milli launanefndarinnar og kennara- félaganna og Kennarasambandið Is- lands hefur reyndar hafnað niður- fellingu kennsluafsláttar og þar með samningnum. Eiríkur Jónsson, for- maður Kennarasambands Islands: „Við töldum okkur hafa samþykkt kostnaðarrammann sem launanefnd- KENNARAR streyma á áheyrend fram fór utandagskrárumr in setti fram með fyrirvara um eina breytingu á útfærslu," sagði Eiríkur. Fyi'irvarinn sem hann nefnir snýr að kennsluafslættinum. Samninga- nefnd kennara vildi að á meðan til- raunasamningurinn væri í gildi yrði kennsluafsláttur kennara óbreyttur en í staðinn yrði launatafla sem launanefnd sveitarfélaga lagði fram lækkuð um 5,7%. „Þetta var það hlut- fall sem launanefndin hafði sagt okk- ur að kennsluafslátturinn kostaði og þetta tvennt átti því að leggjast að jöfnu. Núna fullyrðir nefndin að við höfum hækkað tilboðið. Það stenst ekki nema launanefndin hafi sagt okkur ósatt til um hvað kennsluaf- slátturinn kostar,“ sagði Eiríkur. „Við höfum engin svör fengið um okkai' fyrirvara en í bréfi sem borg- arstjóri afhenti tiúnaðarmönnum kennara í Reykjavík segir að við höf- um komið með hugmynd sem ekki væri hægt að fallast á. Samninga- nefnd pkkar hefur ekkert fengið um þetta. I bréfinu segir að tilboð launa- nefndar frá 12. apríl hafi verið ítrek- að í morgun [gærmorgun]. Það hef- ur enginn fundur verið haldinn um þetta og við enga formlega ítrekun fengið. Borgarstjóri virðist því vera að taka völdin af launanefnd sveitar- félaga og í-yðst inn í raðir kennara og ætlar að þvinga þá með einhliða áróðri að fá þá til að fallast á tillögur sem stjórn þeirra félaga hefur þegai' samþykkt með fyrirvara. Þetta eru leikreglur sem ég hef aldrei kynnst áður,“ sagði Eiríkur. Hann segir að í viðræðum hafi kennarar haldið því fram að kennsluafslátturinn væri verðmæt- ari en 5,7%. „Þeir draga það hins vegar fram að þetta sé 5,7% og ég hef nú reiknað þetta eftir öðrum leiðum og komist því að þetta er lík- lega rétt tala eftir allt saman. En núna þegar við viljum hafa kennslu- afsláttinn inni á tilraunatímanum og lækka launatöfluna um 5,7% segja þeir að kennsluafslátturinn sé miklu dýrari en það. Ef svo er hafa þeir logið að okkur og það er mjög vont í þessum samskiptum. Hefði samn- ingurinn wkomist á hefði þetta getað verið upphafið að mjög merkum breytingum en núna hefur allt verið gert sem hægt er til þess að eyði- leggja málið. Þetta eru vinnubrögð sem eru til þess fallin að vinna skaða til framtíðar,“ sagði Eiríkur. Vald kennara yfir vinnutíma og verkefnum aukið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.