Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LITATÓNAR MYJVPLIST Stöðlakot VATNSLITAMYNDIR KRISTJÁN JÓN GUÐNASON Opið 14-18. Sýningin stendur til 18. aprfl. VERK Kristjáns Jóns hafa gjarnan yfir sér ákaflega einfaldan blæ, allt að því bernskan, hvort sem um er að ræða myndir innblásnar af landslagi eða afstrakt leiki með liti eins og hann sýnir nú í Stöðlakoti. Að þessu sinni sýnir hann tuttugu og tvær myndir sem falla í tvær myndraðir, annars vegar röð sex stærri mynda sem; hann nefnir einfaldlega Ö-Tóna“ og röð fjórtán smærri mynda sem hann nefnir Ö-Hljóma“. Viðfangsefnið í báðum myndröðunum er það sama, tengsl og samspil lita. Myndirnar eru allar unnar með vatnslitum. Kandinskí, hinn mikli frumkvöðull afstraktlistarinnar, vildi að málarar einskorðuðu sig við rannsókn forma, línu og lita, og talaði gjarnan um að með því yrði myndlistin líkust tónlist, að afstraktverkið gæti orðið eins hreint og mikilfenglegt og tónverk. Pað er greinilega á þessum nótum sem Kristján Jón er að hugsa og það má ráða ekki aðeins af titlum myndraðanna heldur einnig af því hvernig hann beitir lit og byggingu í myndunum. Par er um einföld fonn að ræða og liturinn notaður mjög vatnsblandinn svo litafletirnir renna gjarnan saman að hluta, eins og tónar í samhljómi, eða hin mismunaridi tíðnisvið sem saman mynda einn tón. Það er líka greinilegt að Kristján Jón gerir sér sérstakt far um að einfalda framsetningu verka sinna, svo mjög að stundum finnst manni á mörkunum að það megi kalla þau listaverk því ekkert stendur eftir nema fmmhugmjmdin ein, öll umgjörð og óþarfa tilfæringar hafa verið útilokaðar. En einmitt í slíkri rannsókn felst gildi þessara mynda. Þetta er ekki sýning sem á neinn hátt byltir sýn áhorfandans og hún er ekki líkleg til að vekja almenna athygli, en yfir hæverskri rannsókn Kristjáns Jóns á litunum og samspili þeirra er þó sterkur sjarmi sem þeir skynja sem gefa sér tíma til að skoða þær. Jón Proppé Karlakór Dalvíkur syngur í Borg- arneskirkju KARLAKÓR Dalvíkur heldur tónleika í Borgarneskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Sungin verða lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Einsöng syngja Jóhann Daníelsson, Elvar Þór Antonsson og Helgi Indriða- son. Söngstjóri er Jóhann Ólafs- son. Undirleik annast Helga Bryndís Magnúsdóttir á píanó og Magnús G. Gunnarsson á harm- onikku. BORGARKÓRINN. Vortónleikar Borgarkórsins BORGARKÓRINN heldur vortón- leika sína í Fella- og Hólakirkju á sunnudag, kl. 20.30. Einsöngvarar með kórnum eru þau Anna Margrét Kaldalóns og Sigurður Bragason. Undirleikari á píanó er Jón Sigurðs- sonr A efnisskránni eru einkum ís- lensk sönglög og er hluti efnisskrár tileinkaður tónskáldinu Sigvalda Kaldalóns (1881-1946). Þetta er þriðja starfsár Borgar- kórsins en hann var stofnaður haustið 1996. Stjórnandi kórsins er Sigvaldi Snær Kaldalóns. Sungið til styrktar orgelsjóði Kristskirkju EITT verka Dannys van Walsum. Danny van Walsum sýnir í Galleríi Horninu HOLLENSKI listamaðurinn Danny van Walsum opnar sýningu á olíu- málverkum og verkum unnum með blandaðri tækni í Galleríi Hominu á morgun, iaugardag kl. 16. Við opnunina mun hollenski rit- höfundurinn Frans Vogel flytja ávaq). Sýningin stendur til miðviku- dagsins 5. maf og verður opin alla daga frá kl. 11-24, en sérinngang- ur kl. 14-18. KVENNAKÓRINN Vox Feminae heldur vortónleika í Kristskirkju við Landakot í kvöld, föstudag kl. 20.30. Tónleikarnir sem bera yfirskriftina „Da pacem domine - in diebus nostris" sem útleggst á íslensku Gef oss frið, Drottinn, nú á vorum dög- um“ eru til styrktar Orgelsjóði Kristskirkju. Stjórnandi er Marjgrét J. Pálmadóttir og orgelleikari Ulrik Ólason. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Brahms, Palestrina, Deutsch- mann, Rheinberger og Þorkel Sig- urbjömsson. Vox Feminae var stofnaður haustið 1993 en þá tóku nokkrar konur úr 120 kvenna Kvennakór Reykjavíkur sig saman, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, og stofnuðu „antik“-hóp. Markmiðið með stofnun Vox Feminae var að syngja eldri tónlist, andlega og ver- aldlega. Hópurinn hefur haldið tón- leika á ýmsum stöðum hérlendis og farið í tónleikaferðir til útlanda. I kórnum starfa nú um 40 konur. VOX Feininae. Grugg girndarinnar BÆKIJR Þýdd skáldsaga VITA BREVIS eftir Jostein Gaarder í þýðingu Aðal- heiðar Steingrímsdóttur og Þrastar Ásmundssonar. Mál og menning. 1999 - 91 bls. EKKI ætla ég mér þá dul að meta gildi eða mikilvægi Agústínus- ar kirkjuföður fyrir kristna kirkju. Það er varla á leikra manna færi. Má vera að skoðanir hans hafi mótað kristna kirkju meira en flestir aðrir sem vélað hafa um stefnu hennar seint og snemma. Þekktastur mun Ágústínus þó vera fyrir Játningar sínar. I þeirri bók fjallar hann um það sem hann taldi vera syndsamlegt lífs- hlaup sitt. Hún er syndajátning villuráf- andi sauðar. En kannski er hún fyrst og fremst upphafning ný- fundins guðdóms og boðar fagnaðarerindi þess manns sem fundið hefur veginn veginn til dýrðar drottins síns, veg frelsunar, náðar og miskunnar. En á þessari glæsilegu mynd er önnur hlið og umdeilanlegi'i. í boð- skap hans er fólgin afneitun á fyi'ra sjálfi, höfnun holdlegra nautna og hreinlífisstrengur sem teygt hefur anga sinn inn í ströngustu trúar- söfnuði rétttrúnaðar, jafnvel hinar seinni aldir í kalvínisma og öðrum púrítanisma. Þennan þátt í lífssýn Ágústínusar tekur Jostein Gaarder, höfundur rita á borð við Veröld Soffíu, fyrir í skáldsögu sem hann nefnir Vita brevis. Þar grípur hann til þess snjalla ráðs að byggja söguna upp sem I>réf Flóríu Emelíu til Árelíus- ar Ágústínusar. Flóría þessi var ástkona Ágústínusar um fjölda mörg ár og bamsmóðir og bjó með honum sem eiginkona. Er innilegu ástarsambandi þeirra lýst í bréfinu. Það verður henni því mikið áfall er hann kastar henni frá sér þegar móðir hans finnur handa honum annað kvonfang og hann sjálfur fyllist heilögum anda. Jafnframt sviptir hann hana samneyti við son þeirra Adeodatus. Bréfið er skrifað eftir að Játning- arnar koma út og í gegnum sársauka Flóríu vegna meðferð- ar Ágústínusar á henni kemur Gaarder á framfæri heimspeki- legum spumingum í formi gagnrýni á hug- myndir kirkjufóðurins í því riti. Jafnframt fá- um við innsýn inn í heimspeki og trúarvið- horf við lok fornaldar Ágústínus hafði áður en hann gekk kristni á hönd verið undir áhrif- um frá speki Manikea. Það var framstæð frelsunarheimspeki sem byggðist á því að maðurinn gæti hafið sig upp yfir efnisheiminn og þannig lagt grunn að frelsun sálarinnar. Hún byggði á svipaðri tvíhyggju og annar áhrifa- valdur á hugsun Ágústínusar, Platon. En þessi tvíhyggja hefur á ýmsan hátt sett mark sitt á kristnar kennisetningar og ekki er að neita að víða má sjá enduróm þeirrar speki í riti Ágústínusar þó að hann andæfi henni. Gagnrýni Flóríu og Gaarders á hugmyndir Ágústínusar snýst fyrst og fremst um þá viðleitni hans að hreinsa sig af því sem hann kallar freistingu holdsins. Flóría upplifír ást þeiri'a sem hreina og fagra en í augum Ágústínusar bar hún merki lágra hvata: „Þannig saurgaði ég lindir vinseminnar gruggi gimdar- innar og mengaði bjartan tærleik hennar eimi lágra hvata,“ segi hann í Játningum sínum. Gegn þessu við- horfi teflir Flóría Venusi sem hún segir vera „gimsteinum lagða brú milli einmana og óttasleginna sálna okkar“. En hana fyrirlítur Ágústín- us. Og ekki nóg með það: „Nú fyrir- lítur þú líka allar aðrar holdlegar nautnir og til að bíta höfuðið af skömminni: Þú gengur svo langt að fyrirhta skilningarvitin sjálf. Þú er sannarlega orðinn geldingur!" Flóría bendir á að tilfinningar og holdlegar nautnir séu líka sköpun- arverk guðs, líkt og maður og kona og að ástin sé guði örugglega þókn- anleg. Það sé hins vegar ekki breytni Ágústínusar gagnvart henni: „Eg trúi ekki á Guð sem leggur líf konu í rúst til þess að bjarga sál karlmanns." Megininntak gagnrýni Gaarders og kannski meginboðskapur sög- unnar er sá að hið jarðneska líf sé of dásamlegt til _að hafna því eða setja það í bönd: „Eg tel að það sé hroki mannsins að hafna þessu lífi - með öllum þess jarðnesku dásemdum - fyrir tilvist einhvers sem ef til vill er ekki annað en hugmynd.“ Þótt saga Gaarders af Flóríu Em- ilíu sé í senn einföld og einhliða eins og umfjöllun hans um Ágústínus má hafa gagn og gaman af henni. Ef til vill vinnur Gaarder enga sérstaka bókmenntalega sigra með þessari bók en hún tekur heimspekileg og trúarleg efni til umræðu á aðgengi- legan hátt og jafnframt er hún óður til jífsins og ástarinnar. Þýðing þeirra Aðalheiðar Steingrímsdóttur og Þrastar Ásmundssonar er lipur og auðlesin og styrkt af tilvitnunum í ágæta þýðingu Sigurbjarnar Ein- arssonar á Játningum Agústínusar. Skafti Þ. Halldórsson Jostein Gaarder
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.