Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 45 I _____________________________________ gátu, og einnig léttu þau hjónin undir með Kára öll þessi ár með því að taka hann í mat og hlynna að honum eins og þau framast gátu, og var það til mikillar fyrirmyndar og til eftir- breytni fyrir marga og þeim til ævar- andi sóma. Við biðjum Guð að styrkja Kára, Gunnar, Svönu og sonarbörnin, svo og aðra aðstandendur og vini vegna fráfalls þessarar góðu konu, og kveðjum þig hér með hinstu kveðju og biðjum þér allrar blessunar. Hvíl þú í friði, elsku Sigríður mín. Margrét Jörundsdóttir, Kristinn Sveinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Sigríður Árnadóttir er látin eftir langvinn veikindi. Hún var húsmóðir allan sinn búskap í glæstustu merk- ingu þess orðs og hélt ásamt eftirlif- andi manni sínum, Kára Johansen mikið rausnarheimili. Þai- voru vin- áttan, gestrisnin og hjálpsemin æðsta dyggð. Því leiddi af sjálfu sér að mjög var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Vináttan og hlýhugur húsráð- enda voru söm og jöfn öllum stund- um, matur á borðum og húsaskjól sjálfsagt. Sigríður fékk lömunarveiki þegar hún var ung kona og bar þess nokkur merki alla tíð. Þrátt fyrir það heyrð- ist hún aldrei kvarta undan þreytu þótt vinnudagur húsfreyjunnar væri oft æði langur. En þess naut að hjón- in voru samhent um aila hluti, smáa og stóra. Slíkt var e.t.v. ekki eins al- gengt á þeim árum og margur kynni að ætla, því verkaskipting á íslensk- um heimilum var mjög skýr og af- mörkuð. Karlmaðurinn var fyrir- vinna heimilis. Konan annaðist heim- ilið og börnin. En Ubba og Kári höfðu annan hátt á. Þau sameinuðu vit og krafta í þágu þess sem mestu skiptir í lífinu, þ.e.a.s. velferðar sona sinna ásamt vináttu við hvern og einn sem þar kom á bæ. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi með fjölskyldu minni að njóta náinna tengsla við Sigríði, Kára og synina tvo frá þvi ég man fyrst eftir mér. Vettvangur þeirra samskipta var ým- ist norður á Akureyri á heimili þeirra á Skólastíg og síðar í Vanabyggð, eða i Reykjavík, á heimili foreldra minna. Þessar stundir eru mér ógleymanleg- ar og varðveittar með þeim dýi-mæt- ustu sem ég á úr bamæsku. Eg dvaldi oft á heimili þeirra fyrir norð- an. Síðar efldist þessi vinátta enn frekar með eiginmanni mínum og bömum. Sigríður var kölluð Ubba frá því ég man fyrst til mín. Hún var glaðsinna og fljót að sjá spaugilegar hliðar lífs- ins í margbreytileik daganna. Eg hafði það alltaf á tilfinningunni sem barn að hún væri yfir og allt um kring. Öll verk unnust átakalaust og lágu ljúft við hendi þessarar heimaglæstu konu. Hlátunnild var hún, greiðvikin með afbrigðum við sérhvern mann og vel að sér í öllum málum. En það sem vakti gestum og gangandi einna mestra undrun og að- dáun við fyrstu kynni var hversu ætt- fróð hún var. Þessi áhugi dýpkaði samræður um menn og málefni, skýrði skyldleika, vensl og vinabönd. Allt var þetta kryddað hnitmiðuð- um athugasemdum og stundum hló hún einsog hún skildi ekkert í því hvaðan þessi fróðleikur var í hana kominn og augun sindruðu. En hug- urinn var vökull, vitundin síkvik og óf fróðleiksvefinn öðrum til lærdóms og skemmtunar. Fráfall náins fjöl- skylduvinar vekur trega og eftirsjá. En líf sem lifað var í vináttu, kær- leika og sannleika skilur eftir sig minnisvarða er mölur og ryð fá ekki grandað. Eftir stendur kærleikurinn, sem mildar myrkur og sefar sorg og söknuð. Að kvaddri hinstu kveðju þakka ég samfylgd, bros og birtu á lífsins vegi. Legg ég nú bæði lif og önd ljúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir raér. (Hallgr.Pét.) Blessuð sé minning Sigiúðar Arnadóttur. María Aldís Kristinsdóttir og fjölskylda. I Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dygðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þinn sonur, Guðgeir. I ' Elsku afi minn er látinn eftir mikil veikindi. Mig langar að minnst hans með nokkrum orðum. Það var dimm- ur morgunn þegai- pabbi hringdi og sagði að nú værir þú dáinn. Síðast þegar við Bjarndís Sjöfn heimsóttum þig á spítalann vissum við að það væri ekíri langt í hinstu hvíldina. Þú varst sofandi þann tíma sem við vor- um hjá þér en við fengum þó tæki- færi til að halda í höndina á þér og kyssa þig bless. Það var alltaf jafn gott að koma til ykkar ömmu í Stangarholtið og eru mér ógleymanlegar þær stundir sem við frændsystkinin áttum uppi í risi í Holtinu. Ég minnist líka jólanna þar sem við fjölskyldan vorum ævinlega öll saman komin hjá ykkur á jóladag og hvað stofan var notaleg þegar þú varst búinn að kveikja á kertunum og deyfa ljósin. Elsku amma, þú hefur staðið eins og klettur við bak afa í veikindunum fram á síðasta dag. Guð styrki þig um ókomna framtíð. Kallið er komið, komin er nú stundin, ráaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Blessuð sé minning afa míns. Aðalheiður. Elsku Einar afi, nú er komið að kveðjustund. Þó að við vissum að þú værir á förum var erfitt að taka því þegar fréttirnar bárust. Þær eru margar minningarnar sem við eigum um þig og efst í huga okkar eru þær yndislegu stundir sem við áttum saman í Holtinu þeg- ar við komum í heimsókn til þín og ömmu og einnig þegar öll fjölskyld- an var saman komin. Þær eru ekki síður eftirminnilegar sumarbústað- arferðirnar sem við fórum saman í. Þú varst alltaf léttur og skemmti- legur og hafðir lúmska kímnigáfu sem ekki brást þrátt fyrir veikindi þín. Einu gleymum við aldrei, þú áttir alltaf tyggjó. Og voru þau ófá barna- börnin sem vildu vera eins og þú og geyma tyggjóið bak við eyrað. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði og sorg og við munum geyma minning- una um þig. Elsku amma, missir þinn er mikill. Megi góður Guð styðja þig og styrkja um ókomin ár. Þinn andi, Guð, til Jesú Krists mig kalli og komi mér á hina réttu leið, svo ætíð ég að brjósti hans mér halli í hverri freisting, efa, sorg og neyð. (V. Briem.) Anna, Bjarki og Einar. Elsku langafi. Það var gott að koma til þín og Jónínu langömmu í Stangarholtið. Þið voruð alltaf svo góð við mig. Langamma bakaði pönnukökur og við fórum saman út á Klambratún í hvert sinn sem tækifæri gafst til. Minningarnar um stundir okkar saman eru margar og ég á eftir að muna eftir þér alla mína ævi. Elsku langamma, Guð veri með þér og styrki á erfiðum stundum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þinn strákur, Alexander Freyr. OLAFUR SKAFTASON + Ólafur Skafta- son fæddist í Gerði í Hörgárdal 24. janúar 1927. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigrún Sigurð- ardóttir frá Leyn- ingi, f. 28. maí 1893, d. 4. júlí 1972, og Skafti Guðmunds- son frá Þúfnavöll- um, f. 14. maí 1894, d. 19. janúar 1987. Systkini Ólafs eru Guðmundur, f. 18. desember 1922, og Guðný, f. 12. júní 1937. _ Hinn 14. júlí 1950 kvæntist Ólafur eftirlifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Jónasdóttur frá Álftagerði við Mývatn, f. 7. febrúar 1924, dóttir Kristjönu Lovísu Jóhannesardóttur, f. 31. október 1885, d. 7. maí 1962, og Jónasar Einarssonar, f. 27. febrúar 1891, d. 26. nóvember 1970. Börn Olafs og Guðrúnar eru: 1) Þórdís, bóndi á Hrana- stöðum, f. 20. febrúar 1951, gift Pétri Ó. Helgasyni, bónda, f. 2. maí 1948. Þeirra dætur eru Hafdís Hrönn, f. 15. júní 1971, Heiðdís Fjóla, f. 18. nóvem- ber 1973, Ásta Arn- björg, f. 6. október 1974, og Helga Ólöf, f. 17. ágúst 1981. 2) Álfhildur, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, f. 27. ágúst 1956, sam- býlismaður Sigurð- ur Bárðarson, byggingameistari, f. 25. febrúar 1955. Sonur Álfhildar er Bergþór Björnsson, f. 20. des- ember 1975. 3) ívar, bóndi í Gerði, f. 4. mars 1962. 4) Arn- þór, bóndi í Gerði, f. 13. mars 1971. Ólafur stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugum í þrjá vet- ur og útskrifaðist úr smiðadeild vorið 1946. Hann lauk búfræði- prófi frá Bændaskólanum á Hólum árið 1949 og var siðan bóndi í Gerði frá árinu 1950 til dauðadags. Útför Ólafs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður að Myrká. Hann afi hafði ætlað að taka sér smá frí frá hjúkrunarheimilinu Seli nú um páskana og fara heim í Hörg- árdalinn, heim í Gerði, staðinn sem var honum svo kær. En þess í stað tók hann sér á hendur undirbúning annarrar ferðar, ferðar yfir á ströndina, þangað sem við öll förum að lokum, og þar sem afi var ákaf- lega gætinn maður og anaði aldrei að neinu tók sér allnokkurn tíma í undirbúning ferðarinnar. Nú á kveðjustund streyma fram í hugann minningar frá þeim stund- um sem við systur höfum dvalið hjá afa og ömmu í Gerði. Við dvöldum í Gerði ýmist allar saman eða hver í sínu lagi, í lengri eða skemmri tíma. Það er okkur alveg ógleymanlegt hversu glettinn afi var, því hann var óþreytandi við að stríða okkur á sinn gamansama hátt. Þessi stríðni fylgdi honum alla tíð, líka eftir að hann veiktist og vorum við vitni að því hvað afi gat lagt sig fram við að reyna að stríða þeim sem önnuðust hann, á þeim hjúkrunarstofnunum sem hann dvaldi á. Það var oftast á vorin sem við dvöldum í Gerði og þá vorum við að hjálpa til við sauðburðinn. Aðallega í því að smala fé hingað og þangað eftir fyrirmælum afa, kom það þá stundum fyrir að skilaboðin mis- skildust og allt fór í vitleysu, gátum við þá öll orðið ansi æst en það skemmtilega var að það leið aldrei á löngu þar til við gátum hlegið að öllu saman og átti afi alltaf stóran þátt í því. Okkur langar að segja svo margt um hann afa, hann var ákaflega dul- ur maður og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Þó fundum við ætíð glöggt fyrir ástríki hans til okkar systra, hann kenndi okkur svo margt því hann vissi svo mikið. All- Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- gi'einum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. ar munum við greinilega eftir skúff- unni hans afa. Þetta er skúffa í eld- húsborðinu í Gerði, skúffa sem var eins og heill ævintýraheimur fyrir litlar afastelpur. Ævintýri sem ekki mátti fara inn í nema með leyfi afa. Þegar sú yngsta af okkur systr- um var lítil lagði afi mikið á sig við að kenna henni að segja afi um leið og hún benti á mynd sem hann átti af svíni. Afi hafði svo ómælt gaman af því að sækja myndina ef gesti bar að garði, láta þá yngstu benda á svínið og segja afi. Svona var afi. Afi var mjög heimakær og ferðað- ist ekki víða, en hann las mjög mikið og sagði gjaman að hann þyrfti ekk- ert að ferðast því hann hafði lesið svo mikið um hinn eða þennan staðinn. Afi var eins og heill fjársjóður þegar kom að því að þekkja staði á íslandi. Flesta staði þekkti afi á mynd og gat svo bætt við heilmiklum fróðleik um viðkomandi stað. Það hafði góð áhrif á okkur syst- ur að fá að vera hjá afa. Blessuð sé minning hans. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hranastaðasysturnar. Elsku afi minn. Nú er stritinu þínu loksins lokið og verðskulduð hvfld bíður. Þrátt fyrir að þú hafir nú fengið líkn frá þeim erfiðu veik- indum sem þig hafa þjakað er mér það ekki full huggun gegn þeim harmi að hafa misst þig, burtu úr þessu lífi. Góður maður sagði eitt sinn að það að syrgja væri eigin- gimi. Ég held að það sé alveg rétt en hvernig getur maður annað en verið eigingjarn þegar söknuðurinn sækir að og minningarnar hrannast upp? Það er svo margs að minnast frá æskuárunum sem ég eyddi að svo miklu leyti hjá ykkur ömmu. Margar mínar fyrstu og bestu minningar tengjast dvöl minni hjá ykkur og mikið af veganesti mínu út í lífið er frá þér komið. Öll sú þolin- mæði og allt það jafnaðargeð sem þú sýndir bamslegum uppátækjum mínum þegar öðrum fannst nóg um er aðdáunarverð og ég verð þér alltaf þakklátur fyrir það. Það er ekkert eins mikils virði eins og að eiga góðan vin sem skilur mann og maður getur treyst á þegar á reyn- ir. Þeir sem urðu þeirrar gæfu að- njótandi að þekkja þig vita að þú varst einmitt slíkur vinur. Elsku afi minn, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér. Bergþór. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Nú er hann dáinn, blessaður öðlingurinn hann Ólafur frændi minn í Gerði. Eða Óli í Gerði eins og hann var alltaf kallaður í minni fjöl- skyldu. Mörg sorgar- og gleðitár er ég búin að fella yfir þessum fátæklegu skrifum mínum. Tár sorgar vegna þess að nú fæ ég ekki að sjá hann oftar. Tár gleði vegna þess að nú er hann búinn að fá hvíldina, sem ég þykist vita að hann óskaði sér. Það hefur eflaust verið erfitt fyrir mann eins og Óla sem vann erfiðis- vinnu við búskapinn í Gerði og var sjálfs sín herra, að verða ósjálf- bjarga, vistaður á stofnun og alger- lega upp á aðra kominn. Óli var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal og bjó allan sinn búskap í Gerði í Hörgárdal. Hann var af bændafólki kominn. Hann lifði fyrir búskapinn og honum þótti óendan- lega vænt um jörðina sína. Mér var fyrir stuttu sögð eftirfar- andi saga af Óla. Hákon Barðason, frændi og jafnaldri Óla, var um sumartíma á Þúfnavöllum. Þeir frændur voru þá enn á barnsaldri. Eitt sinn fór Hákon í kaupstað þar sem hann keypti eitt og annað smá- legt. Fór svo að honum þótti kaup- gleði sín helst til mikil og þegar heim kom fór hann að segja ðla frænda sínum frá því hvað hann hefði eytt miklum peningum. Þá á Óli að hafa svarað á eftirfarandi hátt: „Hvað er það hjá því að missa daginn?" Þannig var Óli, hugur hans var við búskapinn og hann var ekki að flækjast á milli staða að óþörfu, heldur undi hann sér vel í dalnum sínum við daglegt amstur. Eins fyrh' það var hann vel að sér í landafræði íslands og greinilegt var að hann var vel lesinn í þeim fræðum, auk þess sem hann átti stórt og mikið kort af íslandi sem hékk uppi í gamla eldhúsinu í Gerði. Óli var ljóðelskur og kunni fjölda ljóða. Hann var einnig vel að sér í ættfræði og ekki var langt að sækja lesefni sem innihélt ættfræði og ábúendatöl, því bækur eins og Byggðir Eyjafjarðar og Byggðir og bú Suður-Þingeyinga voru alltaf geymdar í eldhúsinu í Gerði, næst við sæti Óla. Sem barn og unglingur varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að taka örlítin þátt í búskapnum í Gerði. Frá þeim tíma á ég dýrmæt- ar minningar um Óla. Af Ola og fjöl- skyldu hans lærði ég að umgangast dýr af alúð og virðingu. Og í Gerði komst ég í snertingu við ómengaða náttúru. Nú þegar komið er að leiðarlok- um er mér ómetanlegt þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast mætum manni sem alla tíð sýndi mér mikla hlýju og alúð. Og ógleymanlegur er koss hans á enni mitt í hvert sinn sem við kvöddumst. Ég þakka Óla samfylgdina. Far þú í ffiði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Eiginkonu Óla, Guðrúnu Jónas- dóttur; börnum þeh'ra, Þórdísi, Álf- hildi, Ivari, Amþóri og fjölskyldum þeiira sendi ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Óla. Sigrún Ingimarsdóttir. öai^ðsKom v/ Trossvo0skii*l<jugai*ð Sími: 554 0500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.