Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR OPERETTAN er í þremur þáttum. Sá fyrsti gerist á heimili Eisenstein-hjón- anna í Grafarvogi síðdegis, annar í fjölmennu og vægast sagt fjölskrúðugu samkvæmi í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli sama kvöld og fram eftir nóttu en sögusvið þriðja þáttarins er hegningarhúsið við Skólavörðustíg í bítið morguninn eftir. Þokkafullir valsatónar, ögrandi tónlist og siðlaus saga Leðurblök- unnar þótti á sínum tíma býsna djörf, en óperettan var fyrst frum- sýnd í Vínarborg árið 1874. Tónlistin er efth- valsakonunginn Jóhann Strauss en textinn er byggður á gamanleik Meilhac og Halévy, Le Réveillon, sem gerður var eftir gleðileiknum das Gefángnis eftir Roderich Benedix. Hin nýja leik- gerð sem nú má sjá á sviði Islensku óperunnar er eftir David Freeman, sem jafnframt er leikstjóri. Hann á einnig heiðurinn af lausu máli upp- setningarinnar. Söngtextana þýddi Böðvar Guðmundsson en aðstoðar- leikstjórinn, Hlín Agnarsdóttir, og leikhópurinn þýddu lausa málið. Margfaldur lygavefur Sigrún Hjálmtýsdóttir leikur og syngur hlutverk Rósalindu von Eisenstein og Bergþór Pálsson er í hlutverki eiginmanns hennar, Gabrí- els von Eisenstein. Hlutverki au-pa- h- stúlkunnar Adele skipta þær Þóra Einarsdóttir og Hrafnhildur Björns- dóttir með sér, Loftur Erlingsson er Falke, Sigurður Skagfjörð Stein- grímsson fangelsisstjórinn Frank, Þorgeir J. Andrésson tenórsöngvar- inn Alfred, sem ekki hefur gleymt gömlu ævintýri með Rósalindu, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir gest- gjafinn Orlofsky og Snorri Wium dr. Blind. I frægu gamanhlutverki fangavarðarins Frosch er leikkonan Edda Björgvinsdóttir. Að auki gegna kór og hljómsveit Islensku óperunnar undir stjórn Garðars Cortes veigamiklu hlutverki í upp- færslunni. Úr Grafarvoginum í steininn með við- komu í flugskýli Operettan Leðurblakan í nýrri leikgerð David Freemans 7 verður frumsýnd í Islensku óperunni í kvöld. Margrét Sveinbjörnsdóttir fylgdist með æfingu og ræddi við leikstjórann og þrjá söngvaranna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson EKKI er liann frýnilegur, gamli popparinn Alfreð, Þorgeir Andrésson, sem eitt sinn átti lítið ævintýri með Rósalindu, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. En hún bráðnar þegar hann opnar mnnninn og fer að syngja. Miðpunktur sögunnar er veisla í boði Rússans Orlofskys, sem í upp- færslu Freemans á sér stað í flug- skýli á Reykjavíkurflugvelli. Þangað mæta gestir grímuklæddir og kom- ast fæm að en vilja. Eins og vera ber flækjast persónurnar í marg- faldan lygavef, enda látast allir vera annað en þeir eru og eru margfaldir í roðinu. Aður en yfir lýkur falla þó grímurnar og smám saman leysist úr flækjunum. Leikstjórinn og höfundur leik- gerðarinnar, David Freeman, er kunnur leikhús- og óperumaður og þekktur fyrir opinskáar uppfærslur. Hann hefur leikstýrt fjölda verka, óperum og leikritum, víðsvegar um Evrópu. Sýningar Freemans hafa einnig verið settar upp á Metropolit- an í New York og víðar. Á síðasta leikári leikstýrði hann m.a. öðru af tveimur opnunarverkum Globe Theater Shakespeare í London og vakti sú sýning heimsathygli. Síð- asta verkefni hans var að leikstýra Toscu sem var frumsýnd í Royal Al- bert Hall í Lundúnum þann 18. febr- úar sl. við mikið lof viðstaddra og gagnrýnenda. V'ai' þetta þriðja sýn- ing hans í Royal Albert Hall á einu ári. Þetta er í annað sinn sem Freeman kemur að uppfærslu í Is- lensku óperunni, en þess er skemmst að minnast er hann leik- stýrði Cosi fan tutte haustið 1997, sem vakti mikla athygli, ekki síst vegna óhefðbundinnar uppfærslu. Ekki er nóg með að Freeman hafi skrifað leikgerðina og leikstýri verk- inu, hann hefur einnig séð um hönn- un leikmyndar, búninga og lýsingar. Aðstoðarleikmyndahönnuður er Geir Óttarr Geirsson, aðstoðarbún- ingahönnuður Hulda K. Magnús- dóttir og aðstoðarljósahönnuður Jó- hann Bjarni Pálmason. Hlín Agn- arsdóttir er aðstoðarleikstjóri, sýn- ingarstjórn er í höndum Kristínar S. Kristjánsdóttur, Claudio Rizzi er æfingastjóri, Garðar Cortes stjórnar kór og hljómsveit íslensku óperunn- ar og konsertmeistari er Sigrún Eð- valdsdóttir. Lengi lifir í gömlum glæöum Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGRÚN Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson í hlutverkum Eisenstein- hjónanna og au-pair stúlkan Adele, Hrafnhildur Björnsdóttir. AÐ má segja að þetta sé þríhyrningur og þar er miðpunkturinn Rósalinda, þessi glæsilega kona. Hún er harðgift og býr í Grafarvoginum, með karli sínum, Gabríel von Eisen- stein,“ segir Þorgeir Andrésson, en hann fer með hlutverk tenórsöngv- arans Alfreðs, sem óhætt er að segja að megi muna sinn fífil fegurri. „Það fer ekkert á milli mála að Alfreð var að sverma með þessari konu áður en Eisenstein kom til sögunnar. Síðan var það bara eins og oft vill verða; hún valdi Eisenstein en ekki Alfreð. En hann fylgist með henni og hefur komist á snoðir um að það á að fara að setja Eisenstein inn, því í ekki stærri bæ en Reykjavík er, þá hefur það spurst út að hann er að fara í fangelsi fyrir að hafa gefið stöðu- mælaverði á kjaftinn. Þannig að þegar hann heldur að Eisenstein sé farinn í steininn, sætir Alfreð lagi til að heimsækja sína konu. Og Alfreð býður bara upp á tvennt; söng og kossa, það er ekkert annað á dag- skrá,“ heldur Þorgeir áfram. Röddin bræðir Rósalindu „Alfreð er afar ástleitinn við Rósalindu, svo lendir hann í þeirri ógæfu að hann er fyrir misgáning og í misgripum settur í steininn og þarf að húka þar heila nótt fyrir Eisen- stein, meðan hann er í partýi úti í bæ. Hann laug því að Rósalindu að hann væri að fara í steininn þegar hann var að fara í partý, það vildi bara svo illa til að hún var að fara þangað líka,“ segir Þorgeir - en í hinu villta samkvæmi í flugskýlinu beinast allra augu að konunni í gervi hinnar ungversku greifynju. Ekki síst er Eisenstein ofuráhugasamur um hina fógru konu, sem hann grun- ar ekki að sé eiginkona sín, enda „orðinn hreifur af ýmsum annarleg- um efnum,“ eins og Bergþór Páls- son, sem er í hlutverki verðbréfasal- ans Gabríels von Eisenstein, orðar það. En hverjar eru raunverulegar til- finningar Rósalindu til þessara tveggja manna í lífi hennar? „Þær eru af ýmsum toga - nú er hún nátt- úrulega frú Eisenstein, þó að hún vilji hafa sitt rými út af fyrir sig svona af og til,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir, sem fer með hlut- verk Rósalindu von Eisenstein. „Svo dúkkar upp gamall kærasti, sem passar eiginlega engan veginn inn í hennar lífsstíl í dag. Hann bræðir hana engan veginn með útlitinu, en það rifjast upp fyrir henni hvað þau áttu yndislega skemmtilegt sam- band, þannig að hún lætur til leiðast af minningunni einni saman. Eg held í rauninni að hún sé með lokuð augun allan þáttinn," heldur hún áfram. „Eins og Rósalinda segir sjálf: Lengi lifir í gömlum glæðum,“ segir Þorgeir sposkur á svip. Ekki nóg að standa og syngja „Alfreð er gamall poppari og hún heyrir alltaf við og við lögin hans í útvarpinu. Og hún bráðnar í hvert skipti. Hún á minningar um smáæv- intýri sem þau áttu hér áður fyrr, en það er fyrst og fremst röddin sem bræðir hana,“ segir Bergþór. Sigrún samsinnir: „Þegar hann brýnir raustina er það eins og þegar konur minnast Elvis eða Bítlanna, það er sami fiðringurinn sem vaknar innra með þeim.“ Öll eru þau sammála um að það sé geysilega gaman og mikil áskorun fyrir söngvara að taka þátt í líflegri og óhefðbundinni óperettuupp- færslu David Freemans, þar sem reynir mjög á leikræna og líkamlega tjáningu og erótíkin svífur yfir vötn- um. „Það er ekki nóg að standa bara og syngja í þessari sýningu," segir Sigrún og hlær. „Þetta er fyrst og fremst gamanleikrit, eins og við setjum það upp héma, svo er músík- in með,“ segir Þorgeir. Bergþór tek- ur undir þetta. „Það sem mér finnst skemmtilegast við þetta er að hér eru ýmsir áður óþekktir leikarar að slá í gegn. Þar má nefna Þorgeir Andrésson, Sigurð Steingrimsson og Snorra Wium - það vissu nátt- úrulega allir um Diddú og fleiri,“ segir hann. „Ja, ég veit það nú ekki,“ segir Þorgeir hógvær. Berg- þór tekur af honum orðið: „Ég veit það alveg!“ „Ég held að það sé mun auðveld- ara að setja þetta verk upp í nútím- anum heldur en að fara að reyna að tileinka sér einhverja takta og kæki hjá fólki í Vínarborg árið 1870. Það er bara ekki hægt, því miður. Þetta gefur okkur meira svigrúm til að skoða persónurnar, vegna þess að við þekkjum þær,“ segir Bergþór. Leikstjórinn, David Freeman, er sama sinnis. „Ég vildi heimfæra verkið upp á Reykjavík, vegna þess að ég bjóst ekki við því að almenn- ingur hér vissi sérlega mikið um líf fína fólksins í Vínarborg árið 1874. Raunar held ég að fólk í Vín nútím- ans viti heldur ekki svo mikið um hvernig lífið var þar á þessum tíma,“ segir hann. Freeman segist ekki hafa staðist það þegar Garðar Cortes hringdi í hann í nóvember sl. og spurði hvort hann gæti komið til íslands og sett upp Leðurblökuna. „Garðar er hríf- andi maður og mér fannst mjög gaman að vera hérna þegar ég setti upp Cosi fan tutte,“ segir hann. Það vildi svo vel til að hann hafði smugu milli verkefna, svo hann sló til. Síð- ustu sex vikur hefur hann lagt nótt við dag við leikgerðina og uppsetn- inguna. Aðspurður hvort hann hafi haft tækifæri til að kynna sér reyk- vískt næturlíf segist hann ekki hafa haft mikinn tíma til þess en til allrar hamingju sýnist honum sem það sé frekar fljótlegt að fá yfirsýn yfir það. „Svo hefur hópurinn verið mjög hjálplegur.“ Hann dáist mjög að leikrænni frammistöðu söngvaranna, sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref á leikarabrautinni, og segir það stóran kost hvað þeir koma úr ólíkum áttum. „Það hefur líka verið mjög ánægjulegt að vinna með Eddu Björgvinsdóttur leik- konu,“ segir hann. ,Annars hefur eitt af því erfiðasta við æfingarnar verið það að söngvararnir eru alltaf að skreppa frá til að syngja við jarð- arfarir. Það er svolítið kaldhæðnis- legt að flestir söngvarar á íslandi lifa á því að syngja fyrir hina látnu,“ segir David Freeman. I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.