Morgunblaðið - 07.05.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.05.1999, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Skriður að komast á virkjunarmál í Skagafírði Héraðsvötn ehf. áforma virkjun við Villinganes Morgunblaðið/Hafdís Bogadóttir. BÖRNIN heimsóttu m.a. safn Ríkarðs Jónssonar. Veturinn kvaddur með stæl Sauðárkróki - Einkahlutafélagið Héraðsvötn, sem er í eigu RARIK og Norðlenskrar orku ehf., var eft- ir alllangan aðdraganda stofnað að Hótel Varmahlíð síðastliðinn föstu- dag. Tilgangur félagsins er að standa að virkjun Héraðsvatna við Villinganes, en einnig sala á raf- orku og rekstur sem tengist virkj- un og orkusölu. Eignaraðild RARIK er 75% en Norðlenskrar orku 25%, og voru á stofnfundinum lögð fram stofnsamningur og sam- þykktir fyrir félagið. Aðdragandi þessarar félags- stofnunar er sá að á síðastliðnu ári gerðu RARIK og Norðlensk orka með sér samstarfssamning, með það að markmiði að afla heimildar fyrir virkjun Héraðsvatna við Vill- inganes, og í framhaldi af því að stofna hlutafélag, sem mundi ann- ast undirbúning, framkvæmdir og rekstur virkjunarinnar. Með sam- þykkt Alþingis frá 11. mars síðast- liðnum þar sem virkjunarheimildir, sem alfarið hafa verið í höndum Landsvirkjunar, voru afnumdar og samþykkt að RARIK tæki höndum saman við heimamenn um virkjun- arframkvæmdir við Villinganes, var opnaður sá möguleiki sem leiddi tii stofnunar Héraðsvatna ehf. Á sjöunda áratugnum var fyrst hreyft við því máli að heppilegur virkjunarkostur væri við Villinga- nes í Skagafírði, og nokkru fyrir 1970 gerði Orkustofnun frumat- huganir á svæðinu og í framhaldi af því var unnin verkhönnun fyrir þessa virkjun. Ekki varð af fram- kvæmdum, og er það fyrst nú sem þráðurinn er tekinn upp að nýju og hafist handa þar sem frá var horf- ið. Að afloknum stofnfundinum þágu gestir veitingar í boði félags- ins, en þar kvaddi sér hljóðs Krist- ján Jónsson, framkvæmdastjóri RARIK, og fagnaði hann þeim áfanga sem nú hefði náðst. Sagði Kristján að virkjun við Villinganes væri að því er virtist langhag- kvæmasti kosturinn sem nú biðist til virkjunar, og væri sérstaklega ánægjulegt hversu gott samstarf hefur náðst við heimamenn um framkvæmd mála. Undirbúningur tekur 12 mánuði Þá sagði Kristján að RARIK vildi einnig búa sig sem best undir átök í því samkeppnisumhverfí sem nú væri að skapast með stofn- un mjög stórra orkufyrirtækja á stór-Reykjavíkursvæðinu og liður í því væri að auka orkuöflun á lands- byggðinni, sem einnig mundi styrkja landsbyggðina til mótvægis við suðvesturhomið. Djúpavogi - Þau kvöddu veturinn með stæl í orðsins fyllstu merk- ingu börnin í leikskólanuni Bjarkatúni á Djúpavogi. í vorblíð- unni og sólskininu gengu þau um fallega þorpið sitt, sem nú ómar af fuglasöng, og heimsóttu menn- ingarmiðstöðina Löngubúð. Þar eyddu þau síðan síðasta skóladegi vetrarins með fóstrum súium. Allir voru í hátíðaskapi og hlökk- uðu til sumarsins. Enginn snjór, nema í fjöllurn sem eru svo óra- langt í burtu. Bömin gæddu sér á súkkulaði og veitingum í kaffistofu Kvennasmiðjunnar, en að því loknu var safii Ríkarðs Jónssonar frá Strýtu skoðað. Attu sumir þar afa eða einhvem annan ættingja, í höggmyndaformi þar inni. Komið var við á Ráðherrastofú Eysteins Jónssonar frá Hrauni og hver veit nema eitthvert þeirra eigi eftir að feta í fótspor hans? Að Iokum dönsuðu börnin í fé- lagsmiðstöðinni Zion og var skemmtilegum siðasta vetrardegi árið 1999 lokið, en dansinn heldur áfram og nú er bara að dansa inní sumarið. STJÓRN Skagastrandardeildar. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar FORSETI Kiwanisklúbbsins, Guðbjöm Asgeirsson, og formaður slysavamadeildarinnar Sumargjafar, Lilja Stefánsdóttir, afhenda ungviðinu hjálma og veifur. Hjóladagur Ólafsvík - Kiwanisklúbburinn Korri og slysavarnadeildin Sum- argjöf héldu sinn árlega hjóladag fyrir öll sjö ára börn í Snæfellsbæ sumardaginn fyrsta. Voru bömin boðuð ásamt foreldrum sínum í fé- lagsheimili slysavarnamanna í Mettubúð þar sem slysavarnamenn og lögregla ræddu við þau um hætturnar í umferðinni og kenndu þeim um nauðsyn þess að nota 7 ára barna hjálma og gæta varúðar í umferð- inni. Öllum bömunum var síðan gefinn reiðhjólahjálmur og veifa á lítil reið- hjólin og stendur hún upp fyrir kyrr- stæðar bifreiðar við gangstéttar- brún. Sparisjóður Ólafsvíkur og tryggingafélögin Sjóvá-Almennar og Vátryggingafélag íslands styrkja þetta ágæta verkeftii og voru fulltrú- ar þeirra einnig mættir á staðinn. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson FRÁ stofnfundi Héraðsvatna. Kristján sagði það vera næstu skref að endurskoða fyrirliggj- andi verkhönnun, láta fram- kvæma umhverfismat, ganga frá samningum við landeigendur og aðra hagsmunaaðila. Taldi hann að næstu tólf mánuðir mundu fara í undirbúningsvinnu, svo unnt yrði að hefja vinnu við útboðs- gögn, og þannig ætti allri undir- búningsvinnu að vera lokið vorið 2001, en að fengnu leyfi iðnaðar- ráðherra til virkjunar, og gengju allar áætlanir eftir ætti fram- væmdum að vera lokið, og virkj- unin að taka til starfa árið 2004. Áætlað er að virkjunin verði 20-40 MW að afli og orkuvinnslan verði allt að 200 GWh á ári, og kostnaður við framkvæmdina verði 4,3 milljarðar. I stjóm Héraðsvatna ehf. eiga sæti frá RARIK: Kristján Jónsson formaður, Sveinn Þórarinsson og Sturla Böðvarsson, en af hálfu heimamanna þeir Sigurður Ágústs- son og Þórólfúr Gíslason. Skagastrandardeild RKI \ígir nýtt húsnæði Skagaströnd - Sjávarborg er nafnið sem valið var á nýtt húsnæði Rauða kross deildarinnar á Skagaströnd. Húsið var vígt formlega fyrsta maí að viðstöddum formanni Rauða kross Islands, framkvæmdastjóra og fieiri gestum. Skagastrandardeild RKÍ er ung deild því hún var stofnuð fyrir ein- ungis sex árum. Þá eignaðist deildin strax gamlan sjúkrabfl sem síðan var endumýjaður fyrir tveimur ár- um. Fram til þessa hefur deildin verið á hrakhólum með húsnæði fyrir bfla sína en nú hefur hún keypt húsnæði og látið innnrétta eftir sínum þörfum. í húsinu er auk bílageymslu fyrir tvo bfla, salemi, eldhús, geymsla, skrifstofa, fundar- herbergi og lítill salur þar sem hægt er að halda námskeið og fyrir- lestra fyrir smærri hópa. Við vígsl- una kom fram í máli Önnu Þrúðar Þorkelsdóttur, formanns RKl, að deildin á Skagaströnd hefur flesta félaga miðað við höfðatölu á félags- svæði sínu. Anna Þrúður lýsti yfir ánægju sinni með húsnæði deildar- innar og færði henni sjónvarp og myndbandstæki að gjöf frá RKI. Efnt hafði verið til samkeppni um nafn á húsið meðal íbúa á félags- svæðinu og var nafnið Sjávarborg valið úr 19 innsendum tillögum. Að sögn Ingibergs Guðmundssonar, sem var í dómnefnd í samkeppninni, var nafnið valið vegna þess að það stendur fyllilega fyrir sínu en ekki síður vegna þess að það getur haft táknræna merkingu. Borg er þá virki, byrgi eða skjól og þá má túlka nafnið Sjávarborg sem skjól þeirra sem orðið hafa fyrir áföllum í ólgu- sjó lífsins. Pétur Eggertsson, sem verið hefur formaður deildarinnar frá stofnun, þakkaði gjöf RKÍ og af- henti Níelsi Grímssyni og Jóhönnu Thorarensen verðlaun fyrir nafngift á húsið. Að lokum var boðið upp á veitingar og húsnæðið var opið til skoðunar fram eftir degi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.