Morgunblaðið - 28.05.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 28.05.1999, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aukin eftirspurn eftir vinnuafli Atvinnurek- endur vildu fjölga um 0,5% Könnuna á atvinnuástandi í apríl 1999 Vísbendingar um eftirspurn eftir vinnuafli. Fiskiðnaður Iðnaður Byggingarstarfsemi Verslun og veitingast. Samgöngur Sjúkrahúsarekstur Önnur þjónustustarfs. Samtals Fjöldi lausra starfa í helstu atvinnugreinum í apríl 1998 og 99 apríl 1998 april 1999 0 100 200 300 400 500 á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni í apríl 1999 Höfuðb.sv. Landsb. -100 0 100 200 300 400 500 ATVINNUREKENDUR vildu fjölga starfsfólki í aprílmánuði um 0,5% af áætluðu vinnuafli, en það er meiri eftirspum eftir vinnuafli en á sama tíma í fyrra. Aukin eftirspurn eftir vinnuafli kemur að mestu fram á höfuðborgarsvæðinu og nemur fjölgunin um 0,7% af vinnuaflinu þar, en á landsbyggðinni var eftir- spum eftir vinnuafli nánast óbreytt. Þetta kemur fram í könnun Þjóð- hagsstofnunar á atvinnuástandinu í apríl. Vildu atvinnurekendur fjölga starfsfólki um 468 en á sama tíma í fyrra vildu þeir fjölga um 147 starfsmenn. Á landsvísu virtist vera vilji til þess að bæta við fólki í öllum starfsgreinum en mest er eftir- spumin í ýmiss konar þjónustu- starfsemi, verslun og veitinga- rekstri, iðnaði og í samgöngum eða um 0,6% af mannafla að meðaltali. I byggingarstarfsemi og á sjúkrahús- um er eftirspumin 0,3% af mann- afla og í áliðnaði er eftirspurnin óbreytt. Fækkun í þjónustustarf- semi úti á landi Ef höfuðborgarsvæðið er skoðað sérstaklega kemur fram að æskileg fjölgun starfsfólks er mest í þjón- ustu við atvinnurekstur, í tækni- greinum, í verslun og veitinga- rekstri og í iðnaði, alls um 480 manns. Oskir um fækkun starfs- fólks komu einkum fram í pappírs- og matvælaiðnaði, sem og hjá pen- ingastofnunum. Þá kemur fram að eftirspurn eftir vinnuafli fer vaxandi í flestum at- vinnugreinum úti á landsbyggðinni, mest þó í iðnaði. Hins vegar er veraleg fækkun í ýmiss konar þjón- ustustarfsemi þar eða um 1,9% af mannaflanum. Fjöldi fyrirtækja í könnun Þjóð- hagsstofnunar er 290 og era þau í öllum atvinnugreinum nema land- búnaði, fiskveiðum og opinberri þjónustu, en þó eru sjúkrahús tekin með. Svör bárast frá 279 fyrirtækj- um, en umsvif fyrirtækjanna eru um 44% af þeirri atvinnustarfsemi sem könnunin nær til, en hún spannar um 70% af allri atvinnu- starfsemi í landinu. Atvinnuleysi í aprílmánuði síðast- liðnum var 2,2% en var 3,4% á sama tíma í fyrra. Skjálfta- kippir við Hengil og Grímsey FJÖLDI skjálftakippa mældist á Hengilssvæðinu í gærmorgun, þeir stærstu 2,6 á Richter. Kippir upp á rúma 2 á Richter mældust líka aust- ur af Grímsey. Að sögn Steinunnar Jakobsdótt- ur hjá Veðurstofu Islands er varla hægt að segja að um hrinu hafi verið að ræða en þónokkra fjölgun mælanlegra jarðskjálftakippa á klukkutíma. Um 30 kippir mældust á klukkustund milli klukkan 6 og 8 í gærmorgun. Tveir þeirra mæld- ust 2,6 á Richter, annar um klukk- an hálffimm og hinn um klukkan sex í gærmorgun. Upptök hreyf- inganna eru á austanverðu Heng- ilssvæðinu, milli Ölkelduháls og Hlíðarfjalls. Um 14 km austur af Grímsey mældust einnig jarðskjálftakippir, um 2 á Richter, og sagði Steinunn hæpið að þeirra hefði orðið vart á eynni. Fólk í Hveragerði varð hins vegar vart við skjálftana á Hengils- svæðinu. Karl Guðmundsson á Akureyri fær nýjan búnað við tölvuna sína Stj órnar tölvunni með augunum KARL Guðmundsson, 12 ára strákur, nemandi í Lundarskóla á Akureyri, var önnum kafinn í gær við að prófa nýjan augn- stjórnunarrofa sem hann hefur fengið, en með honum getur hann stýrt tölvunni sinni með augunum. Leit að hentugum rofa fyrir hann hefur staðið yfir í sex ár þannig að þetta var stór stund f lifi hans. Hrönn Birgisdóttir iðjuþjálfi, Örn Ólafsson stoðtækjafræðing- ur og sjúkraþjálfararnir Þór- unn Baldursdóttir og Anna Garðarsdóttir auk Ingibjargar Auðunsdóttur, móður Karis, voru honum til aðstoðar í gær, en þjálfunin er rétt að hefjast. Myndavél er framan á tölv- unni og tekur hún mynd af auga Kalla, tveir geislar nema hreyfingu augnanna og er bún- aðurinn stilltur eftir auga hans. Þannig stýrir hann bendlinum með augnhreyfingum. Þessi tækni var þróuð í hernaðar- og geimferðageiranum í Banda- ríkjunum og byggist á innrauðu Ijósi í myndavélinni líkt og or- ustuflugmenn nota til að miða út skotmörk. Nýjar víddir í tilverunni Tölvumiðstöð fatlaðra á bún- aðinn og er hann sá eini sinnar tegundar hér á landi. Kalli er yngsti notandi þessa búnaðar á Norðurlöndum. Hann notar blisstáknkerfið og það er nú komið í tölvur þannig að mögu- leikar eru að skapast á því að hann geti haft tjáskipti um tölv- una og opnast þá í raun fyrir hann nýjar víddir í tilvenumi. Á liðnum árum hefur ýmis- legt verið prófað, t.d. hvort hann gæti stjómað tölvunni með höfðinu, fætinum, tung- unni eða hökunni, en það gafst ekki nægilega vel. Augnsljórn- rofinn hefur komið best út og greinilegt að Kalla þótti spenn- andi að prófa sig áfram með Morgunblaðið/Kristj án KARL Guðmundsson prófar augnsljórnunarrofannn, en með honum stýrir hann tölvunni sinni. Hrönn Birgisdóttir iðjuþjálfi aðstoðar hann. þessa nýju tækni á heimili sínu í gær. Ingibjörg Auðunsdóttir, móðir Kalla, sagði hann í raun vera fanga í líkama sínum, en með þessum búnaði væri að opnast fyrir hann leið til að nálgast umhverfið. „Það verð- ur alveg ótrúlegt ef hann nær í fyrsta sinn að hafa áhrif og stjórna sjálfur, allt hans líf hef- ur alltaf einhver þurft að að- stoða hann,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði ótrúlega þrautseigju og hugrekki starfsmanna margra stofnana, m.a. Grein- ingarstöðvarinnar, að hafa ekki gefist upp á leitinni að rétta rofanum að þakka að málin em komin í þennan far- veg. Mikill mannauður Ingibjörg sagði margar stofnanir vinna beint og óbeint LESENDUR mbl.is geta nú nálgast upplýsingar um flest það sem varðar myndbönd. Þar má m. a. fá upplýs- ingar um nýtt efni, fréttir og lista yfir 20 vinsælustu myndböndin. Þá inni- heldur vefurinn upplýsingar um 2500 myndbandatitla sem birtir hafa verið að málefnum Kalla, Greining- arstöðin hefði yfirumsjón með hjálpartækjamálum hans, Hjálpartækjamiðstöð ríkisins sér um greiðslur, Tölvumiðstöð fatlaðra kemur einnig að þessu máli sem og fyrirtækið Stoð hf. Þá nefndi hún starfsfólk Lund- arskóla, Skólaþjónustu Ey- þings, Skólaskrifstofu Akur- eyrar, Búsetudeild Akureyrar- bæjar og sjúkraþjálfara á Bjargi, sem allir koma með einum eða öðrum hætti að mál- efnum tengdum syni hennar. „Um árin hef ég séð að bestur árangur næst þegar gott sam- starf er á milli fagmanna af mismunandi sviðum. Við eigum orðið mikið af góðu fagfólki sem hefur djúpa þekkingu og í þeim er fólginn mikill mannauður. Það er þessu fólki að þakka ef þessi tilraun tekst,“ sagði Ingibjörg. í tímaritinu Myndbönd mánaðarins. Á forsíðu mbl.is er hægt að smella á hnappinn Myndbönd innan flokks- ins Gagn og gaman til að tengjast myndbandavefnum. Eigendur og ábyrgðarmenn vefjarins eru fyrir- tækin Myndmark og Sporbaugur. Meðferð og varsla skotvopna „AÐ gefnu tilefni vill Lögreglu- stjórinn í Reykjavík koma á framfæri ábendingum um með- ferð og vörslur skotvopna og skotfæra. Með vísan til 33. gr. reglu- gerðar nr. 787/1998 skulu eig- endur eða umráðamenn skot- vopna og skotfæra ábyrgjast vörslur þeirra og sjá svo um að óviðkomandi nái ekki til þeirra. í því skyni skal húsnæði sem geymir skotvopn og skotfæri ávallt læst ef íbúar eru fjarver- andi. Við lengri fjarvera skal auk þess sem framan greinfr gera skotvopn óvirk t.d. með því að fjarlægja af því nauðsyn- lega hluti aðra en láshús. Þegar skotvopn og skotfæri eru ekki í notkun skulu skotvopn og skof- æri geymd í aðskildum, læstum hirslum. Þá er einstaklingi sem hefur fleiri en þrjú skotvopn skylt að geyma þau í sérútbúnum vopnaskáp sem samþykktur er af lögreglustjóra," segir i fréttatilkynningu frá Lögreglu- stjóranum í Reykjavík. Myndbönd á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.