Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 29 mars 1996 voru fyi’stu lýðræðislegu kosningarnar í landinu. Þá var Ahmad Tejan Kabbah kjörinn for- seti. I maí 1997 steypti hluti hersins og andspyrnuhreyfingin forsetan- um af stóli. Vestur-afriska friðar- gæsluliðið ECOMOG, sem sam- anstendur að mestum hluta af ní- gerískum her, hafði verið í landinu um skeið til að styðja þjóðkjörinn forseta og við byltinguna hóf því ECOMOG baráttu gegn uppreisn- armönnum með það fyrir augum að koma ríkisstjórninni aftur til valda. Inn í þessa baráttu blandast svo hópur manna sem kallast Kamajors, en þeir eru vopnaðir veiðimenn þorpanna úti á landi. Eins og hér sést er þetta allt mjög flókið og erfítt að átta sig á hverjir standa með hverjum og hvenær, því að samstaðan er mjög hverful. Þetta er orðin pattstaða og ekki liggur enn- þá ljóst fyrir af hverju verið sé að berjast. Mitt á milli fylkinganna standa svo hinir óbreyttu borgarar sem eru hin raunverulegu fómar- lömb. Baráttuaðferðirnar eru orðnar mjög andstyggilegar eins og sjá má í fréttum. Markmið stríðandi fylk- inga virðist fyrst og fremst vera að skapa upplausn með því að skelfa hina almennu borgara. Þetta er til dæmis gert með því að höggva hendur og eyru af bömum og hrekja fólk í burtu frá heimilum sín- um og lifibrauði. Það er þessi stjórnlausi og grimmdarlegi terror gegn óbreyttum borguram sem er farinn að einkenna svo mörg stríð okkar tíma. Af þessum sökum er starf hjálparstofnana á átakasvæð- um orðið mjög andlega niðurbrjót- andi. Það er ekki lengur bara hættulegt, maður er líka hálflamað- ur af þVí að upplifa þessar ógeð- felldu „baráttuaðferðir". Ég óttast mjög um sálarástand þeirra kyn- slóða sem era að alast upp við ofan- greindar aðstæður í hinum ýmsu heimshlutum. Hvernig manneskjur verða til við þessar aðstæður er erfítt að sjá fyrir sér og hvaða af- leiðingar þetta mun hafa fyrir heim- inn þegar fram í sækir. Fékk vélbyssu í andlitið í október 1996 réðust fjórir menn vopnaðir vélbyssum inn á heimili mitt í Freetown. Við voram þrjár í húsinu, ég og tvær svissneskar stúlkur sem unnu líka fyrir Rauða krossinn. Ég vaknaði ekki í fyrstu en önnur af svissnesku stúlkunum vaknaði við lætin þegar þeir vora að brjótast inn í húsið og faldi sig því inni í skáp. Ég vakna við að verið er að draga mig út úr rúminu. Einn mannanna tók til við þá iðju að káfa á handleggjunum og á hálsinum á mér, til þess að ná af mér því litla skarti sem ég var með, vinir hans stóðu til hliðar með vélbyssurnar. I fyrstu fann ég ekkert fyrir hræðslu heldur varð reið og pirrað yfir þessu ónæði, sagði þeim bara- að koma sér út. Ekki kannski eðlileg viðbrögð þegar miðað er á mann vélbyssum. Ég held að ég hafi brugðist svona við vegna hræðsl- unnar við það að viðurkenna hvað væri í raun og vera að gerast. Þetta gekk svona dágóða stund eða þar tdl þeir misstu þolinmæðina og ráku framan í mig vopnin og sögðu mér að núna ætti ég að halda kjafti og koma mér út. Þá fann ég loksins fyrir hræðslu og hætti alveg að streitast á móti. Þeir drógu mig fram á gang þar sem þeir vora með hinar stúlkurnar. Þeir drifu sig svo í það að tæma herbergið mitt og hjá annarri stúlkunni. A meðan biðum við í hnipri frammi á gangi Iamaðar af ótta við hvað myndi gerast næst. Ekki löngu síðar fóra þeir út, höfðu greinilega engan áhuga á því að skaða okkur líkamlega. Við vissum ekki alveg hvernig við áttum að bregðast við eftir öll þessi læti. Við vorum í losti og trúðum varla að við hefðum komist í gegn- um þetta lifandi, óbarðar eða eitt- hvað þaðan af verra. Við gátum ekkert hringt því mennirnir höfðu skorið á símalínuna og við vorum fyrst um sinn of hræddar til að nota talstöðina því þeir höfðu stolið annarri þeirra og gátu verið að hlusta. Við vissum heldur ekki hvort þeir væra farnir eða hvort þeir biðu ennþá úti. Við tókum þó loks þá ákvörðun að kalla eftir hjálp í tal- stöðinni og kom þá yfirmaður Rauða krossins á staðnum okkur til hjálpar. Meðan á þessu stóð bólaði ekkert á öryggisvörðunum sem áttu að passa upp á að svona lagað gerðist ekki. Ég sá það eftir á að þeir vora auðvitað í slagtogi með innbrots- þjófunum. Við tókum það sem eftir var af eigum okkar og fóram aldrei aftur í þetta hús. Við gátum ekki hugsað okkur að vera annars staðar en á hóteli, fannst við ekki öraggar á öðram stöðum. Við áttum allar erfitt með svefn og við sáum þessa menn í hverju homi. Það er ekki hægt að þjálfa mann til þess að takast á við aðstæður á borð við þessar og kollegar okkar vissu það ekki frekar en við hvernig þeir áttu að haga sér gagnvart okkur. Eftir að hafa reynt að vinna úr þessu þama úti í tíu daga gáfumst við upp á að reyna að vinna úr þessu sjálfar og héldum heim í áfallahjálp, ég til íslands en stúlkurnar tvær til Sviss. Ég var hérna heima í viku að reyna að átta mig á hlutunum, setja púslin á réttan stað. Eftir þessa viku hélt ég til Sierra Leone aftur og byrjaði að sinna mínum störfum. Ég gat ekki hugsað mér að gefast upp á þessu og fara heim, ég vildi klára mitt verkefni. Fyrstu fjóra mánuð- ina eftir þetta svaf ég mjög illa og átti það til að hrökkva upp af svefni við minnstu hljóð af ótta við annað innbrot. Við fengum nýtt hús í Freetown og nýja öryggisverði en ég fann samt alltaf fyrir hræðslu. Það var því ekki til að bæta sálará- standið í maí 1997 þegar bylting var gerð í Sierra Leone, átta mánuðum síðar. Ég var á leið heim til íslands um þetta leyti og var því farin að undir- búa móttöku eftirmanns míns. Við vöknuðum einn morguninn klukkan fimm við dranur og sprengingar og það var sem himinn og jörð væra að farast. Ég stökk í föt og náði í doll- ara til þess að troða í sokkana mína og lagðist undir borð. Við höfðum kveikt á BBC-útvarpsstöðinni og í tíu-fréttunum heyrðum við að það væri búið að fremja valdarán í Si- erra Leone og það væri barist úti á götum. Hjálparstofnanir fóru allar úr landi nema Rauði krossinn og á tímabili var ég eina hvíta konan í Freetown. Byltingin hófst meðal annars á því að öll fangelsi í Freetown voru opnuð og föngunum gefin vopn. Ég get ekki sagt að manni hafi staðið á sama þegar maður var að sinna hjálparstörfum í borginni. Þó svo að það eigi ekki við um alla er nokkuð ljóst að sumir af þeim sem var sleppt úr fangelsun- um vora morðingjar eða nauðgarar af verstu sort. Sumir af þeim mönnum sem börðust í byltingunni höfðu kannski aldrei séð borg áður og voru komnir inn í bæinn með kúltursjokk og vél- byssu. Blanda sem getur ekki farið vel saman. Þó svo að þarna hafi brotist út stríð urðum við að halda áfram að vinna. Ég reyndi að koma birgðum Rauða krossins undan í ör- uggt húsaskjól og setja á fót spítala og einhverja grunnheilsugæslu. Við byltinguna lamaðist heilbrigðiskerf- ið í landinu því yfirmenn heilbrigð- ismála og flestir innfæddir læknar flúðu eða vora í felum. Þetta var geysilega erfiður tími, ég var að hringja í hina og þessa, að reyna að ná sambandi við fólk, en allir höfðu annaðhvort farið úr landi eða vora í felum. Þarna upplifði ég í fyrsta skipti tómleika. Mér fannst ég stöðugt vera að rétta út hendumar til að grípa í, en greip alltaf í tómt. Það sem var í gær var ekki lengur, bara tómarúm sem var fullt af ólýs- anlegri skelfingu og þjáningu hinna óbreyttu borgara sem eingöngu ég og hinir örfáu starfsmenn Rauða krossins áttu kost á að lina. A svona tímum fær maður einhvern ólýsan- legan kraft, eitthvað fer í gang. Maður lokar augunum fyrir per- sónulegum ótta og þörfum, - það er eina leiðin til þess að geta unnið. Vikumar eftir byltinguna fann ég fyrir mestu faglegu fullnægingu starfsferils míns. Mér fannst ótrú- legt hvað lítill hópur samhentra starfsmanna gat áorkað miklu. Særðum var sinnt og við komum í veg fyrir að heilbrigðisástandið færi yfir þau mörk að verða óleysanlegt. Eftirköstin af slíkri reynslu koma hins vegar sterkt fram þegar maður kemur aftur heim í öryggið, bæði andlega og líkamlega. Ég komst ekki heim fyrr en mán- uði á eftir áætlun, þegar verið er að búa til einhverjar svona áætlanir gerir maður ekki endilega ráð fyrir byltingu! í dag er ég ennþá að vinna í sjálfri mér og þessari erfiðu reynslu. Ég hef ekki alveg náð mér en þetta er allt að koma með dyggri aðstoð Rauða kross Islands. Ég hef ekki lokið störfum mínum fyrir Rauða krossinn, þetta er það sem ég vil gera í lífinu. Ég tel ólíklegt að ég missi áhugann á þessu þótt ég sé kannski ekki tilbúin til þess að fara út strax aftur. Það fer enginn út í svona starf nema vera í mjög góðu andlegu jafnvægi. Mér var boðið að fara til Sómalíu fyrir stuttu en taldi mig ekki tilbúna strax. Það kemur þó að því fyrr en síðar að ég fari aft- ur. Við megum ekki gefast upp fyrir hinum illu öflum. Hjálparstofnanir eru oft og réttilega gagnrýndar fyr- ir ýmislegt sem hefði betur mátt fara við aðstoð þeirra. Hins vegar má ekki gleyma því að þeir sem þar vinna eru eins og allir aðrir; ófull- komnar manneskjur sem eru auk þess að vinna við geysilega erfiðar aðstæður. Þetta er fólk sem er til- búið til þess að leggja sitt af mörk- um - þar með talið líf sitt og heilsu - til að lina þjáningar þeirra sem eng- an málsvara hafa, hinna óbreyttu borgara á átakasvæðum. Rauði krossinn hefur misst marga starfs- menn sína á vettvangi. Þegar öfga- hópar eða ríkisstjórnir taka þá ákvörðun að með illu skuli illt út reka eru hjálparstofnanir eina von hinna óbreyttu borgara sem skipta aldrei neinu máli í valdabaráttu stjórnmálanna. Hlutverk Rauða krossins er ekki aðeins hin líkam- lega aðhlynning, reynsla mín hefur sýnt mér fram á að hinn sálræni þáttur er engu að síður mikilvægur fyrir fórnarlömbin, að við séum til staðar mitt í hörmungunum, að fólkið sjái að það sé til fólk í heimin- um sem er ekki sama. Það sé til eitthvað áreiðanlegt í þessari vit- firringslegu aðstöðu sem það hefur lent í. Við erum ljósið í myrkrinu." LÍTILL drengur með hermannalijálm situr með alvæpni við eina af varðstöðvum vestur-afríska friðargæsluliðsins ECOMOG, sem sam- anstendur að mestum hluta af nígerískum her. Slökktu til Benidorm 7. júlí í 1 eða 2 vikur frá kr. 29.955 TANA Cosmetics Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf., s. 565 6317 Síðust sætSn Heimsferðir bjóða nú þetta ótrúlega til- boð til Benidorm hinn 7. júlí, þessaj vinsælasta áfangastaðar íslendinga. Þú bókar núna og tryggir þér sæti í ferðina 7. júlí og fjórum dög- um fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir í fríinu. Á Benidorm er sumarið byrjað og hér nýtur þú frísins við frábærar aðstæður og um leið getur þú valið um spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Verð kr. 29.955 Hvenær er laust? M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 7. júlí, skattar innifaldir. Verð kr. 39.990 M.v. 2 í herbergi/íbúð, vikuferð 7. júlí, skattar innifaldir. 23. júní 30. júní 7. júlí 14. júlí 21. júlí 28. júlí 4. ágúst 11. ágúst 18. ágúst 25. ágúst uppselt 16 sæti 9 sæti 18 sæti uppselt 19 sæti uppselt 4 sæti 21 sæti uppselt Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Andlitskremin frá lí{E,VD í tilboðspakkningum 1. Duo-Liposome krem, dag- og næturkrem 2. Free Radical gel, tíl að fjarlægja úrgangs. efini úr húðinni. 3. AHA krem tíl að fjarlægja dauðar húðfrumur. Notíst sem nætur- krem eina viku í mánuöi. öss Meó Trend næst árangur ÚTSÖLUSTAÐIR: Ingólfsapótek, Krínglunni, - Rima Apótek, Grafarvogi. Nýjung! Þýsk gæðavara lÉillsí Ekta augnahára- og augnabrúnalit- ur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í ein- um pakka. Mjög auðveldur í notk- un, fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone. Þessi (svarti) gamli góði með stóra _______burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum.____
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.