Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hvers virði er frægðin? Kvilla Lewis má skrifa á reikning íþrótta, ojþjálfunar sem jylgdi því að vera í fremstu röð í langstökki og sþretthlaupum og síðast en ekki síst óhóflegrar notkunar verkjastillandi lyfja. rægð og frama fylgja oft miklir peningar. Og margt skemmtilegt er hægt að gera fyrir þessa peninga. Stundum er haft á orði að peningar kaupi ekki hamingju. Þeir kaupi ekki ást. Og þeir kaupi heldur ekki góða heilsu, þótt um það megi eflaust stundum deila. Þeir tryggja hins vegar aldrei góða heilsu, svo mikið er víst. Iþróttamenn leggja mikið á sig til að ná árangri. Þeir sem eru á heimsmælikvarða æfa margir hverjir ótrúlega mikið, enda árangurinn oft í samræmi við það. Talað er um að þeir uppskeri eins VIÐHORF ogtilersáð; ----- þeir sem Eftir Skapta leggja harðast Hallgrímsson ag s(ár upp- skera iðulega ríkulega. Ríkulega í þeim skiln- ingi að þeir sanka að sér verð- launum, setja jafnvel met og þéna mikið fé vegna afrekanna. Annað mál er svo það hvað lík- aminn þolir. Andlega er starf íþróttamannsins oft gríðarlega erfítt og ekki síður líkamlega. Áiagið er gjaman með hreinum ólíkindum. Mánudagskvöldið 29. júlí 1996 er mér ógleymanlegt. Olympíu- leikamir í Atlanta stóðu sem hæst, og þetta sögulega kvöld hampaði einn fremsti íþrótta- maður allra tíma, Bandaríkja- maðurinn Carl Lewis, guUverð- launum í níunda skipti á Ólymp- íuleikum. Jafnaði þar með met finnska hlauparans Paavos Nur- mis. Og ekki nóg með það; þetta voru fjórðu leikamir í röð sem Lewis vann til guUverðlauna í sömu grein, langstökkinu. Það hafði aðeins einn maður áður af- rekað, landi hans A1 Oerter í kringlukasti löngu áður. I grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið frá Atlanta sagði meðal annars: „Lewis er maður hinna stóra augnabUka. Þegar mest á ríður nær hann nauðsyn- legum árangri. Hann stökk 8,50 metra á mánudagskvöldið og það er einmitt lengsta stökk (nema í þunnu lofti, hátt yfír sjávarmáU) síðan... já, á Ólympíuleikunum í Barcelona fyrir fjóram áram. Dæmigert fyrir þennan snUling, sem oftsinnis hefur verið afskrif- aður. Hann missti mikið úr síð- ustu þijú ár vegna meiðsla og veikinda en kom endumærður til leiks í ár. Hann breytti um mataræði, æfði meiri lyftingar en áður og ákvað að reyna að hafa eins gaman af verkefni sínu og mögulegt væri.“ Carl Lewis er einn allra glæsilegasti íþróttamaður allra tíma. Afrek hans eru stórkost- leg. Hann er goðsögn í lifanda lífi. Fjöldi fólks lítur upp til hans fyrir afrekin. Hann er frægur og ríkur. En hvað svo? Ég dreg ekki dul á að mér brá í brún við að lesa litla frétt í íþróttablaði Morgunblaðsins fyrir skömmu, þar sem greint er frá því að Þessi frábæri íþróttamaður, sem verður 38 ára eftir nokkra daga, sé nánast í rúst, líkam- lega. Hann er sagður með ónýtt bak og auk þess þjáist hann „af liðagigt og eymslum í hnjám og ökklum sem hann losnar ekki við það sem hann á eftir ólifað“, eins og segir í fréttinni. Haft er eftir þessari miklu kempu að allt sem hrjáir hann megi skrifa á reikning íþrótta, „ofþjálfunar sem fylgdi því að vera í fremstu röð í langstökki og spretthlaup- um og síðast en ekki síst óhóf- legrar notkunar verkjastillandi lyfja. Þau nota íþróttamenn til þess að geta keppt og æft þrátt fyrir meiðsli af ýmsu tagi“. í fréttinni kemur ennfremur fram að læknar sem rannsakað hafa Lewis haldi því fram að bak hans sé lélegra en í mönnum sem era tvöfalt eldri. Fréttinni lýkur svo á því að vitnað er óbeint í þessa sömu lækna, sem segja að ef „haldi fram sem horfi líði ekki mörg ár þar til hann geti vart komist um nema í hjólastól“. Ég horfði á Lewis hlaupa og stökkva á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ég sá hann líka vinna níunda ólympíugullið kvöldið ógleymanlega í Atlanta. Ég sá landa hans Michael John- son vinna gullin tvö í Atlanta, í 400 og 200 metra hlaupi, þar sem hann setti einmitt ótrúlegt heimsmet (19,32 sek.) í þeirri síðari. Ég sá Jonathan Édwards tvíbæta heimsmetið í þrístökki á heimsmeistaramótinu í Gauta- borg 1995. Ég sá knattspyrnu- snillinginn Maradona þegar hann var upp á sitt besta. Svona væri hægt að halda lengi áfram. Þessir frábæra íþróttamenn, og margir, margir fleiri, hafa veitt mér og öðram áhugamönnum ómælda gleði gegnum tíðina. Mér leið oft yndislega þegar þeir voru að vinna afrekin. Og líður enn bærilega. En þegar ég velti iyrir mér því gjaldi sem bestu íþróttamenn heims - sum- ir hverjir - eru krafðir um eftir á, vegna afreka sinna, get ég ekki annað en lagt þá spurningu fyrir sjálfan mig hvort þetta hafí allt verið þess virði. Það er ekki nóg að eiga fullar hendur fjár; peningar geta nefnilega aldrei tryggt góða heilsu, sem er það mikilvægasta sem nokk- ur maður getur óskað sér. Ber ég ef til vill einhverja ábyrgð á líkamlegu ástandi Carls Lewis vegna þess hversu gaman ég hafði af því að horfa á hann hlaupa og stökkva á sínum tíma? Auðvitað ekki. Líklega gætu færastu lögfræðingar ekki einu sinni fengið neinn til að trúa því, vegna þess að allt sem íþróttamennimir leggja á sig gera þeir af fúsum og frjálsum vilja. En spumingunni um það, hvers virði frægðin sé, hljóta einhverjir að velta fyrir sér. Hvers virði er lífið? Auðvitað er gaman að skara fram úr. En er það þess virði að verða frægur og ríkur ef það kostar örkuml? Ef til vill verður þessi frétt af Lewis einhverjum íþróttamönn- um víti til varnaðar, þótt ég leyfi mér að vísu að draga það í efa. Peningar, frægð og frami era nefnilega svo mikilvæg. Þangað til annað kemur í ljós. SIGRÍÐUR RAGNA HERMANNSDÓTTIR + Sigríður Ragna Hermannsdóttir var fædd í Ögri við Isafjarðardjúp hinn 7. janúar 1926. Hún lést 10. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru þau Hermann Her- mannsson frá Krossnesi á Strönd- um og Salome Rannveig Gunnars- dóttir frá Eyri í Skötufirði. Sigríður var ein af ellefu systkinum. Er hún það fjórða úr þeirra hópi til að kveðja þennan heim. Á undan henni eru farin þau Gunnar, Þórður og Karitas. Á lífi eru systkinin Anna, Þuríður, Sverrir, Gísli Jón, Halldór, Guð- rún Dóra og Birgir. Þegar Sigríður var á fyrsta Tengdamóðir mín, Sigríður Her- mannsdóttir, er látin. Dauðinn var henni líkn og kærkomin hvfld eftir margra ára veikindi. Ég kynntist Sigríði fyrir þrettán áram. Hún var kona, sem lét ekki mikið yfir sér. Hún var hógvær og gerði litlar kröfur til lifsins. Hún hafði heldur ekki mörg orð um sjálfa sig eða liðna daga. Það tók mig því nokkra stund að kynnast henni Siggu og átta mig á því hvaða manneskju hún hefði að geyma. Það var ekki fyrr en eftir fleiri heimsóknir og margan kaffi- bollann að talið barst einhvern tíma að kaffídúkum. „Vantar þig kaffidúk?“ sagði Sigga. „Ég skal gefa þér einn!“ Og svo benti hún mér á að fara upp í skáp þar sem útsaumaðir dúkar vora geymdir. Sigríður hafði verið mikil listakona í höndunum áður en veikindin tóku frá henni þá gleði. Eftir hana ligg- ur fjöldinn allur af fallegum dúk- um, sængurveram og öðrum hann- yrðum. Bestu stundir Siggu voru þegar hún var nálægt sínu fólki. Hún fylgdist vel með því, sem var að gerast innan fjölskyldunnar og lagði á sig ýmislegt til að geta kom- ist í veislur og á mannamót. Sigríð- ur var lungnaveik og þurfti að nota súrefni drjúgan hluta sólarhrings- ins. Ég gat því ekki annað en dáðst að henni þegar hún fór á ættarmót- ið í fyrra. Tengdamóðir mín hafði ótrúlegan vilja og gat beitt sig hörðu til að komast þangað, sem hún vildi. Mér fannst mjög gott að vita af Siggu á Norðurbrún þar sem hún naut þjónustu og umhyggju starfs- fólksins. Systir hennar, Guðrún Dóra, og önnur skyldmenni litu einnig til með henni. Það var gott fyrir okkur að vita af þessum stuðningi þar sem við eram búsett á Isafirði og gátum þess vegna ekki alltaf heimsótt hana. Ég kveð Sigríði með söknuði, Guð blessi minningu hennar. Kristín Torfadóttir. Hún var heitin eftir vinkonu móður okkar, Sigríði húsfreyju á Garðsstöðum í Ogurvík, og syni hennar, Ragnari, er ungur dó af slysföram. Sigríður var fimmta í röðinni af ellefu bömum Salóme Rannveigar Gunnarsdóttur og Hermanns Hermannssonar á Sval- barði í Ögurvík við Djúp vestur og sú fjórða systkinanna, sem gengur fyrir ættemisstapann. A undan hafa kvatt skipstjóramir Gunnar og Þórður og Karitas, húsfreyja á Húsavík. Systkinin á Svalbarði vora alin upp við það frá blautu bamsbeini að vinna þau verk er til féllu og þau réðu við. Var það einkum fyrst í stað að stokka upp lóðir og beita, þegar viðkomandi náði upp á bala- barminn, en karl faðir þeirra sótti ári þá reistu for- eldrar hennar sér heimili við Ögurvík- ina og nefndu það Svalbarð. Þar ólst Sigríður upp. Um tvítugsaldur flutti hún ásamt fjölskyldunni til fsa- fjarðar Síðar lá leið hennar til Reykja- víkur. Þar giftist hún Erlingi Helga Magnússyni en þau skildu síðar. Sonur þeirra er Magnús Erlingsson, sóknar- prestur á Isafirði. Magnús er kvæntur Kristínu Torfadóttur. Dóttir þeirra er Dóróthea Magnúsdóttir. Utför Sigríðar fer fram frá Háteigskirkju á morgun, mánu- daginn 21. júní og hefst athöfn- in klukkan 13.30. sjóinn fast vor og haust á trillu sinni, Hermóði. Var þeim öllum haldið að vinnu við þessa smáút- gerð, nema Sigríði Rögnu. I henn- ar hlut kom að vera hjálparhella móður sinnar við húsverkin á hinu mannmarga heimili. Líklega hefir Sigga átt langlengstan vinnudag okkar allra að jafnaði. En aldrei kvartaði hún. Þögul og umburðar- lynd sinnti hún starfi sínu, og gekk raunar aldrei verk hendi firr með- an hélt heilsu. Eftir að foreldrar okkar fluttu búferlum til ísafjarðar 1945 fór Sigríður vistum, fýrst í stað vestur þar, en síðar í Reykjavík, þar sem hún vann m.a. um árabil á Elli- heimilinu Grand. I Reykjavík kynntist hún mannsefni sínu, Erlingi Magnús- syni, sjómanni og síðar verzlunar- manni, og eignaðist með honum soninn Magnús, núverandi sóknar- prest á Isafirði. Magnús er kvænt- ur Kristínu Torfadóttur og eiga þau eina dóttur barna. Fyrir allmörgum áram tók heilsu Sigríðar að hraka, einkum af völdum tóbaksreykinga. Stoðaði lítt þótt hún legði af þann óvana, lungnaskemmdin varð ekki lækn- uð. Ungt fólk, sem reykir vindlinga, ætti að hitta að máli sjúklinga af þeim völdum, þar sem þeir staulast um með súrefnisbirgðir að berjast við að ná andanum. Kynni þá að renna upp fyrir þeim hvílík regin- skyssa nikótín-neyzlan er, afglöp, sem kostar margan manninn ör- kuml og aldurtila. Sigríður bar veikindi sín, eins og allt annað, með stakri þolinmæði, þótt að henni sækti mikið angur í einkalífi um hríð. En sonurinn eini reyndist henni sá hamingjugjafi, sem bægði frá allri sút. Við Greta kveðjum Sigríði með söknuði og þakklæti. Hún var hlý og góð kona sem skilaði æviverki sínu með sóma. Við biðjum Drottin vom að hann taki vel á mót vin- konu okkar og systur. Sverrir Hermannsson. Okkur systkinin langar að minn- ast frænku okkar Sigríðar Rögnu Hermannsdóttur eða Siggu frænku eins og við kölluðum hana alltaf. Margs er að minnast þegar horft er til baka. Fyrstu minningarnar era frá fsafirði en þangað kom Sigga ásamt fjölskyldu sinni ak- andi erfiða vegi til að heimsækja foreldra sína og aðra ættingja. En minningarnar era fleiri sem við eigum eftir að við fluttum suður og landfræðilegar hindranir á sam- vistum úr vegi. Sigga kom oft í heimsókn á heimili foreldra okkar og dvaldi þá stundum um lengri tíma þannig að við fengum að kynnast henni vel. Við kynntumst frænku sem átti til að bera marga mannkosti. Hún bar mikla umhyggju fyrir einka- syni sínum og fjölskyldu hans, fyrir okkur og börnum okkar og sýndi það í verki með gjöfum og áhuga- semi um hagi okkar. Sigga hafði ríkt skopskyn og ákveðnar skoðan- ir á lífinu og tilveranni og hún fór sjaldnast í launkofa með þær. í þeim efnum var hún enginn eftir- bátur annarra af móðurfólká okkar. Sigga var frændrækin og hélt reglulegu sambandi við systur sín- ar, mágkonur og vini. Hún hafði ákaflega gaman af mannamótum og fylgdist vel með því hvenær von væri á veislum eða öðram fögnuð- um innan fjölskyldunnar og lét sig ekki vanta þrátt fyrir að heilsan væri oft léleg hin síðari ár. Sigga var mikil hannyrðakona og saumaði út í ótal borðdúka, myndir, púða og fleira. Þar er að finna sann- kölluð Hstaverk sem prýða nú heimili okkar og annarra sem fengu að njóta gjafmildi hennar. Við munum sakna þess að eiga ekki von á að Sigga frænka sitji frammi í eldhúsi á sunnudögum heima hjá pabba og mömmu og um jólin verður sætið hennar autt. Elsku Sigga, takk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Salóme, Þóra, Hlynur og Hildur. Kvöld eitt veturinn 1978 þegar Sigríður Hermannsdóttir kom heim til sín stóð kappklæddur mað- ur á skíðum uppi í stofusófanum. Maggi sonur hennar og þessir und- arlegu vinir hans vora að skemmta sér. Þessi sérkennilega aðkoma raskaði ekki ró Siggu; hún tók þessum skrýtnu mönnum alltaf með þolinmæði, stillingu og af móðurlegum kærleika. A menntaskólaárunum var heim- ili þeirra Siggu og Magga á Þórs- götu 5 eins konar félagsmiðstöð hóps ungra og heldur rótlausra manna. Skemmtanagleðin var nán- ast hamslaus og fyrirgangurinn oftar en ekki mikill. Þessir ungu menn bára virðingu fyrir fáu en Hermanns, eins og þeir kölluðu Siggu oftast, naut þar algjörrar sérstöðu. Enda þáðu þeir hinir sömu af henni fölskvalausan kær- leika og hlýju. Það var gestkvæmt á Þórsgöt- unni á þessum áram og öllum var jafnt tekið. Góðar vinkonur Siggu urðu jafnframt vinkonur Magga og félaga hans og skipti aldursmunur- inn þar engu. Vinirnir höfðu mikla skemmtun af þessum hressu og fyndnu kerlingum og þær nutu þess að stríða þeim góðlátlega, ekki síst ef kvennamálin gengu eitthvað treglega. Þess á milli var setið og spjallað um heima og geima, gjarn- an yfir sígarettu eða kókómalti, sem aldrei virtist ganga til þurrðar. Sigga hafði átt erfiða daga áður en þau Maggi fluttu á Þórsgötuna en hún reis upp og fékk höndlað lífsgleðina á ný. Sigga var nefni- lega sterk kona. Hún var bráðskemmtileg við- ræðu og gat verið orðheppin mjög. Sigga bjó yfir ríkri kímnigáfu og var jafnan tilbúin til að sjá hið góða í fari annarra þótt hún gæti verið orðhvöss eins og hún átti kyn til. Stoltið í lífi hennar var Maggi, sonur hennar. Þar fer enda bráð- duglegur og óvenju heilsteyptur maður. Sigga treysti honum algjör- lega, vissi alltaf að hann myndi spjara sig og hafði því ekki teljandi áhyggjur af félögunum og uppá- tækjum þeiira. Maggi sýndi móður sinni þá ástúð og umhyggju, sem hún verðskuldaði, svo til fyrir- myndar má telja. Sá sem þetta ritar nánast bjó á Þórsgötu 5 á menntaskólaárum sínum. Oft hefur gefist tilefni til að hugsa aftur til þessara ævintýra- legu daga en aldrei sem nú. Því skal Siggu þakkað fyrir kynni, sem ekki gleymast. Magga vini mínum og öðrum ættmennum sendi ég samúðar- kveðjur. Ásgeir Sverrisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.