Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 41 .....—...... .....-.. » hvort sem var að syngja saman í eld- húsinu á Svarflióli Rock-a-billy í kór við Bill Haley á stálþræði eða þrælast með níðþunga áburðarpoka inn í pakkhúsið hjá Arna frænda. Þú sórst þig í móðurættina, alltaf kankvís og kátur, en vinnusamur. Eg var að læra að taka ábyrgð á lífinu þegar ég kynntist þér og það var alltaf gott að vera nálægt þér á þessum árum, eins og síðar meir. Félagslyndur fi-ændi, fróður um samferðafóltóð í sveitinni og hvers manns hugljúfi. Við brölluð- um margt saman í Borgarfirðinum, stundum varstu skemmtilega stríðinn og hrekkjóttur. Reyndar bauðstu fram varimar í stút síðast þegar við hittumst núna eftir áramótin, en áttir kannstó ektó von á því - að ég kyssti þig beint á munninn. En við skelli- hlógum saman eins og svo oft áður. Eg hlaut á þessum árum mikilvægt uppeldi í þessari fögru sveit, ektó síst þegar við stunduðum þar veiðiskap, skytterí og fleira. Akjósanlegar að- stæður til þess að læra að bera virð- ingu fyrir dýralífi og náttúru. Það uppeldi á ég þér og þínum að þakka. Hannes, sem kallaði mig alltaf Jón minn Asgeir, kenndi okkur stranga siði og umgengnishætti við veiðiskap- inn, hann var blessunarlega söngelsk- ur og tók Hamraborgina á gleði- stundum. Frændi minn, við áttum saman óteljandi skemmtilegar stund- ir við lax- og silungsveiðina, gæsa- skytterí og öll sveitastörf. Stundum voru haldin mitól hestamannamót á Hvítárbökkum, við fórum einnig á sveitaböll með Sæma og áttum trún- aðarsamtöl um lífið og tilveruna. Þig einkenndu snemma dugnaður og kraftur, ég held að þú hafir snemma öðlast það verkstjómarvit sem gagn- aðist vel síðar í mitólvægum störfum. Jón frændi minn, ég á kærar minningar um þig, far heill, þú lifir áfram með mér eins og fjölmörgum öðrum. Innilegustu samúðarkveðjur okk- ar fjölskyldunnar til Ollýjar og allra bamanna. Jón Ásgeir Sigurðsson. Mig langar til þess að minnast frænda míns með nokkmm orðum. Þegar ég fékk fréttirnar um andlát þitt, þá varð allt hulið dimmum skýj- um. En skyndilega birti til þegar minningamar um þig fóm að streyma fram. Eg man alltaf góðu stundimar í veiðihúsinu við Hvítárbrú, þar sem fjölskyldurnar komu saman hjá afa Hannesi og ömmu Ásu. Þar var ávallt slegið á létta strengi. Sérstaklega er mér minnisstætt, þegar þú söngst „Hamraborgina“ með afa. Þá var mikið hlegið og gert grín. Alltaf varst þú tilbúinn til að aðstoða þegar á reyndi. Ótal dæmi veit ég um, þar sem þú komst til hjálpar, þegar erfiðleikar vom í fjöl- skyldunni. Þá var gott að eiga þig að, þiggja góð ráð og fá andlegan styrk frá þér. Þú varst valinn til forystu alls staðar þar sem vegir þínir lágu. Hinn mikli kraftur og lífsgleði hreif alla með. Áhugi þinn á ættfræði og hverjir tengdust fjölskyldunni var undra- verður. Þú varst aðalhvatamaður í því að halda ættinni saman. Um áramót vai- alltaf opið hús hjá þér og Ollý og þar komu fjölskyldan og vinir saman og áttu góða stund. Léttleitónn var ávallt í fyrirrúmi og hve gaman var að hrífast með þín- um skemmtilega húmor og dillandi hlátri. Um leið og ég kveð þig leita ég huggunar í orðunum: „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska mest“. Hver minning dýrmæt perla að Iiðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. y (Ingibj.Sig) Elsku Ollý, Óli Jón, Ásgeir, Elísa og fjölskylda:' Guð veiti ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Hannes Jón. Það voru fyrstu fréttir sem ég fékk fimmtudagsmorguninn 10. júní síðastliðinn að Jón hefði dáið kvöldið áður. Það voru óvæntar og sorglegar fréttir sem ég satt best að segja átti ektó von á. Ég var staddur erlendis og gat ekki hitt Ólöfu Jónu konu hans eða Ollý frænku og frændur mína Ólaf Jón og Ásgeir og frænku mína Elísu Guðlaugu. Það var ein- kennilegt að fá þessar fréttir. Jón Sig. dáinn? Nei það getur ekki verið. Þetta er fyrsta skarðið sem er höggvið í mína nánustu fjölskyldu og einhvern veginn hafði aldrei verið gert ráð fyrir því að svona gæti gerst, en við erum vanmáttug gagn- vart náttúrunni og æðri mætti. Fyrstu minningar mínar um Jón Sigurðsson eru frá því að við bjugg- um í sömu blokk í Fellsmúlanum, þá var ég aðeins fimm ára gamall. Strax þá hændist ég að honum, sem og svo margir aðrir, en hann var alltaf með einhver uppátætó og leikaraskap sem lítil böm höfðu gaman af og það var stutt í stríðnina hjá honum. Áfram lágu leiðir saman þegar foreldrar mínir og ég og Jón og Ollý ásamt frændum mínum Óla Jóni og Ásgeiri fluttu í sama stigagang í Snælandinu. Þetta var alltaf ein stór íjölskylda, op- ið á milli íbúða, öll fjölskyldan saman á kvöldin og mikil stemmning, hlátur og gi'ín. Eins og vera ber vomm við strákarnir í eintómum vandræðum daginn út og daginn inn, handleggs- og fótbrotnir, marðir og bláir, en aldrei svo mitóð að það væri eitthvert mál og yfirleitt sá Jón einhverja bros- lega hlið á öllu sem kom upp á hjá okkur. I Snælandinu var mitóð brölt á Jóni og það má segja að alltaf hafi dyrnar verið opnar upp á gátt á heim- ili hans. Skömmu eftir að hann flutti í Snælandið var hann kominn á fullt og búinn að þróa fiamleiðslu á skinn- hönskum, inniskóm og öðmm stónna- vömm og var hálft húsið undirlagt undir starfsemina sem samanstóð af gifsmótun og saumaskap, þetta var sannkallað fjölskyldufyrirtætó. Allt byrjaði þetta á eldhúsborðinu heima hjá honum og Ollý og við krakkamir fylgdumst með og vomm oft þátttakendur í vöraþróuninni, af miklum áhuga. Honum var nokkuð sama um það að við og fleiri gerðum stöðugt grín að þessu framtató og hann hélt ótrauður áfram og hélt sínu stritó. Þetta vom fyrstu skref Jóns í framleiðslu á vamingi til ferðamanna en hann hafði mikla reynslu af slíkum viðstóptum og var framkvæmdastjóri íslensks markaðar á Keflavíkurflug- velli um árabil. Það fyrirtæki blómstraði undir hans stjóm en þar innleiddi hann margar nýjungar í starfseminni á meðan hann réð þar húsum. Hann kom inn hjá mér við- skiptahugmyndum og þegar ég fer að riQa þetta upp og hugsa til baka man ég eftir þvi að ég gerði mín fyrstu við- stópti með honum." Þau fólust í að kaupa og selja sérstök mertó með ís- lenska fánanum og skjaldarmertónu. Átta ára gamall var ég faiinn að kaupa og selja mertó með Jóni og við „græddum“ báðir vel á framtatónu. Eg keypti merkin af honum á nokkra aura og fór niður í bæ og seldi dýrt! Það fannst honum sniðugt. Þó að það séu liðin nánast 30 ár síðan þetta var vissi ég að Jón fylgdist með því sem ég var að gera til síðasta dags og oft kom hann með góð ráð og stuðning þegar á þurfti að halda og það var gott að vita af honum í sínu liði, aldrei langt undan. Jón Sigurðsson var vin- margur og átti auðvelt með samstópti við allt og alla í kringum sig. Allir þekktu Jón og hann kynntist fóltó mjög auðveldlega, með því einu að vera hann sjálfur. Hann var náttúru- unnandi og útivistarmaður. Hann hafði ólýsanlega útgeislun sem var skemmtileg blanda af jákvæði, stríðni og festu og það var gaman að fylgjast með honum hugsa um bömin sín og bamaböm og hvernig hann gat alltaf fundið tíma fyrir þau og veitt þeim stuðning þegar á þurfti að halda. Það var alltaf til tími fyrir þau, tími til að sinna þeim á sinn sérstaka hátt. Það var aðdáunarvert hve gestrisni hans var mikil og einlæg, allir voru vel- komnir meðan húsrúm leyfði og lundaveislur um verslunarmanna- helgi og opið hús á gamlárskvöld em stundir sem maður ber ávallt í hjarta sér og ég mun ávallt minnast Jóns á þessum stundum með mikilli virðingu fyrii’ góðum manni sem fór alltof fljótt frá okkur. Hann átti til að baka brauð og „ástarpunga" og í hvert stópti sem hann fékk þessa flugu í höfiiðið varð til einhver töfrastemmn- ing sem ég hef aldrei fundið fyrir áð- ur. Hann var einstakur maður. Jón og Ollý tóku mér alltaf opnum örmum, við hvaða aðstæður sem var, að nóttu sem degi, og um tíma bjó ég hjá þeim þegar þannig stóð á. Það var alltaf pláss fyrfr alla sem komu í heimsókn og er enn og kann ég þeim báðum miklar þakkir fyrir þolinmæðina og hjartahlýjar móttökur. Ég á eftir að sakna þess að geta ektó grínast í Jóni meira og honum gleymi ég aldrei. Elsku Jón, þakka þér fyrir öll góðu ráðin, væntumþykjuna og skemmtilegu stundimar, allt frá því að ég fyrst man eftir mér hjá þér og Ollý. Guð veri með þér. Ég bið Hinn hæsta að blessa fjöl- skylduna alla, Ollý fi’ænku, Ola Jón, Ásgeir og Elísu og börnin þeirra öll. Megið þið vera sterk í sorginni. Jón Axel. Kæri Jón mágur. Ég man eins og gerst hafi í gær, þegar ég sá þig fyrst, ungan ástfang- inn mann sem var að hitta eldri syst- ur mína. Ég man þegar þú og Óli Ax fómð til að vinna á kvöldin uppi í Fellsmúla, svo hægt yrði að flytja inn á brúðkaupsdaginn okkar. Ég man brúðkaupsdaginn okkar, það var yndislegur dagur og við fluttum inn í nýju íbúðirnar okkar. Ég og Óli með okkar fyrsta barn, sem var jafn mitóð hjá ykkur og okkur. Síðan fæddist ykkar fyrsta barn og 14 mánuðum síðar ykkar annað barn. Dásamleg ár og gott sambýli. Ég man þegar þið fluttuð út til Genf, hversu mikið vantaði þá í fjöl- skylduna, Guðrún systir hjá ykkur hluta af þeim tíma sem bamfóstra. Bréfaskriftir vom reglulegar og er til fullur kassi af bréfum sem óborg- anlegt er að lesa enn í dag. Ég man þegar var hringt til ykkar út, þá kom fjölskyldan saman heima hjá pabba og mömmu í Rauðagerðinu, og var þetta svo mikil athöfn að það lá við að farið væri í sparifötin. Við eign- umst okkar annað barn ég og Óli, þið komið heim, öllum til mikillar gleði og nú er hafist handa við að stækka við sig. Við byggjum í Snælandi ásamt góðum vinum, Áma, Sollu, Siggu og Bjama. Þar fæðast svo tvö yngstu börnin okkar. Ég man að oft bakaðir þú ástarpunga og bauðst okkur öllum í kaffi, það var mitóð talað og mitóð hlegið. Nú þegar ég hugsa til baka, þá em þetta yndis- legustu árin, þetta góða sambýli, fjórar fjölskyldur sem einn maður bæði í gleði og sorg. Ég man Vestmannaeyjagosið, afi minn og amma komu í kjallarann hjá okkur, okkur öllum til gleði. Ég man öll yndislegu kvöldin með góðum vin- um, þegar allir máttu vera að því að lifa og vera til, og oftast vorum við hjá ykkur Ollý. Og enn var flutt í stærra húsnæði, samverastundum fækkaði en alltaf jafn góðar samt. Ég man ævintýraferðirnar, þegar þú ásamt Ollý systur og bömum komst í Hæðarselið á fallegum sum- arkvöldum, kannstó kl. 10. Öllum troðið inn í bíl, kannstó ekki alveg löglegt, enda fyrir tíma öryggisbelta! Haldið af stað suður í Hafnarfjarðar- hraun, stoppað í sjoppu, keypt Coke og Prins. Sponsa látin síga niður í holu til að ná í undurfagran burkna, ólöglegt en varð að enn meira ævin- týri, burknanum stópt í tvennt og lif- ir hann góðu líffr við húsin okkar hérna í bænum og í Skorradal. Ég man ferðirnar okkar um Hvalfjörð- inn, sem þú gerðir barnabörnunum okkar ógleymanlegar með fræðslu um liðna tíð. Ég man allar dásemd- arstundir fjölskyldunnar í Skorra- dalnum, þú oftast manna hressastur, teknir fram sérstakir Berjanes- söngtextar, sungið og spjallað og notið þess að vera saman. Það er svo sárt að hugsa til þess að hafa þig ektó áfram með okkur, en ég þakka fyrir að hafa átt þig öll þessi ár. Kannstó vomm við ekki endilega alltaf sammála, en aldrei skildum við án kossa og knúss. í hjarta mínu veit ég að þú verður áfram með okkur og vakir yfir ör- yggi okkar allra. Guð geymi þig og takk fyrir allt og allt. Þín mágkona, Ruth Halla. Vorið bjó í honum, hann vai’ alltaf jákvæður, alltaf leitandi, alltaf stór- huga, alltaf tilbúinn til þess að hlú að, hjálpa hverjum sem var hjálpar þurfi. Brosið hans og glettið augna- ráð gáfu væntingar um skrúða sum- arsins óháð árstíma, óháð veðri, óháð öllu nema þvi að gera gott úr hverju máli þar sem það bar að hverju sinni. Það hafa verið mikil forréttindi að eiga Jón Sigurðsson að vini og næsta granna í 20 ár. Það er svo mitóls virði að umgangast fólk og vera ná- lægt fólki sem er algjörlega laust við smásmugulegan hugsunarhátt, öf- und og nart, fólk sem er eins konar hitaveita í rysjóttu hversdagslífinu, fólk sem kann að laða það fram að njóta lífsins svo leikandi og eðlilega eins og það er víst að sólin kemur upp á hverjum degi. Óyfirstíganleg skriða hefur fallið að okkur sem átt- um persónulega vináttu Jóns og um- hyggju, skriða sem við getum ekki rutt í burt, en verðum að læra að horfa í gegnum og ganga áfram veg- inn með þeim tilfinningum og minn- ingum sem í órofa heild fylgja okkur áfram um lífsins veg. Hljómfagur dúett þeirra Jóns og Ollýjar í lífsins melódí var svo gjöfull og skemmti- legur með dug og þrautseigju, og það er því ekki að undra að viðhorf barna þeirra byggist á sama grunni. Venjulegt, hlýlegt, dugmitóð og list- rænt fólk. Hvers meira er þörf? Það var skemmtilegt að fylgjast með Jóni í hlutverki stjórnanda stór- fyrirtækja, hvort sem um var að ræða íslenskan markað, Miklagarð, Borgarkringluna eða önnur stórfyr- irtætó þar sem hann lagði hönd á plóginn í fremstu víglínu. Hann var eldklái’, áræðinn og staðfastur, en samt svo lipur, eins og upplag hans kallaði á. Hann gaf sig allan í starf sitt og það reyndi geysilega á hann því hann hafði ríflegri skammt af samviskusemi en gengur og gerist. Þess vegna reyndi það einnig mjög á hann þegar hann varð að taka ákvarðanir í rekstrinum þar sem manneskjulega og hagkvæma sjón- armiðið vógu salt. Jón var einstaklega gjöfull maður og hann lagði sérstaka rækt við allt sem viðkom fjölskyldu hans, þar voru blómin sem hann naut mest að hlú að, þai’ var yndið hans í hjarta- stað. Hann var eldheitur sjálfstæðis- maður með höfuðáherslu á að gefa alltaf öðmm færi á að njóta sín. Hann lagði mitóð af mörkum í starfi sjálfstæðismanna og í hinum ýmsu félögum sem hann tók virkan þátt í, því Jón var mitól félagsvera og stóð svo sannarlega vel að orðtakinu mað- ui’ er manns gaman. Við í næsta húsi söknum vinar og einstatóega góðs granna. Það er mikill söknuður að Jóni Sigurðssyni, því hann var eitt af þessum mikil- vægu ankeram hversdagslífsins með sinn ríka næmleika fyrir sanngirni, réttlæti, umhyggju og árangri í skjóli lífsgleðinnar. Það verða mikil viðbrigði að rekast ekki á hann á hlaðinu, kalla í tesopa eða hrópa „komdu og prófaðu sultuna", eða heyra frá honum hvatningu um að skreppa nú til þeirra upp í Skorradal þar sem þau voru búin að koma sér upp yndislegri aðstöðu og sótt hvenær sem færi gafst. Það er svo hart þegar kallið kem- ur í blóma lífsins, þegar svo langt var til þess sólarlags sem væntingar stóðu til. En það var ektó stíll Jóns að rýna í sortann. Birtan var hans fylgifiskur, auðmýktin, lítillætið og þakklætið fyrir að fá að vera til. Til birtunnar sækja þeir sem eftir sitja og sakna svo sárt. Á bám blundar blitó, bylgjur ei- lífðarinnar bera nú vin okkar inn í óravíddir Guðs. Eftir situr minning hans, vorið. Ámi Johnsen. Mig langar til að minnast vinar míns Jóns Sigurðssonar nokkrum orðum. Jóni kynntist ég fyrst þegar við sátum saman í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fyr- ir allmörgum ámm. Við endurnýjuð- um síðan kynnin þegar Jón kom til starfa í Borgarkringluna þai’ sem hann gerðist framkvæmdastjóri Kr- inglunnai’ 4-6 ehf. og Rekstrarfélags Borgarkringlunnar. Starfaði ég sem lögmaður félaganna og átti þá oft ná- ið samband við Jón. Samstarf okkar þróaðist síðan í vináttu og héldum við sambandi eftir að hann hætti ^ störfum í Borgarkringlunni og allt þai’ til hann lést. Jón var mikill húmoristi og hafði gaman af meinlausri stríðni. Fyrst og fremst hafði hann þó húmor fyrir sjálfum sér. Hann hafði gott hjarta- lag, var einlægur og hreinskiptinn. Af þessu leiddi að auðvelt var að ræða við hann, nánast um allt milli himins og jarðar, bæði í gamni og al- vöru. Eflaust var það ektó síst vegna þessara eiginleika sem mörgum þótti vænt um hann. Daginn áður en Jón veiktist, skömmu fyrir andlát hans, töluðum við saman í síma og spurði ég þá eins og oftast áður hvemig honum heils- aðist. Hafði hann þá á orði að sér liði^ vel, heilsan væri góð. Nokkrum dög- um síðar var hann allur. Vegna utanfarar á ég þess því miður ektó kost að vera við útför Jóns. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu hans og góðvild í minn garð. Ég votta eigin- konu hans, börnum og barnabörnum innilegr samúð. Blessuð sé minning góðs drengs, Jóns Sigurðssonar. Reynir Karlsson. Hin æðsta list er að lifa, ^ logana kynda í mannanna sál. Sumum er skylt að skrifa og skýra sitt hjartans mál. Sá snýr ekki við, er stefnuna fann. En stundum næðir kaldast um þann sem hugsar djarfast og heitast ann. (Davíð Stef.) „Guð geymi þig“! Þannig heilsuð- umst við og þannig kvöddumst við ævinlega og þannig kvöddumst við kæri vinur nokkrum klukkustundum áður en kallið kom. Fyrir það er ég og þakklátur. Hins vegar á ég enn jafnerfitt með að sætta mig við orð- inn hlut. Stól milli lífs og dauða geta á stundum verið ærið stutt. Vini mín- um Jóni Sigurðssyni kynntist ég fyrst suður á Keflavíkurflugvelli, þar sem við unnum báðir árið 1970. Síð-"' an liðu hátt í 16 ár, er við kynntumst á ný og hefm’ vinskapur okkar æ haldist síðan. Það má segja að við höfum á ný tetóð okkar þroska út saman í þeim félagsskap, sem við vomm í. Lærðum að þekkja okkur sjálfa og reyna að beita okkur þeim aga sem á að gera okkur að betri mönnum. Margs er að minnast, en í endurminningunni kemur alltaf fram hlátur þinn, kæri vinur, og gæska. Umhyggja fyrir öðrum, hvernig menn höfðu það og þeirra. Ekki síð- ur hversu reiðubúinn þú varst ætíð að rétta hjálparhönd eða veita góð ráð, ef að þrengdi. Fram kemur minning þar sem þú kallaðir okkur nokkra félaga þína og vini heim til • ykkar og Ollý kona þín bar fram SJÁ NÆSTU SÍÐU i LEGSTEINAR ; Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista | j MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.