Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Háskóli íslands byggir 8.000 fermetra húsnæði í Yatnsmýrinni Norðurhliðin úr gleri HIÐ nýja 8.000 fermetra hús Háskóla íslands, sem verið er að byggja í Vatnsmýrinni og á að hýsa náttúruvísindagreinamar, er ekki aðeins stærsta hús menntastofnunarinnar heldur verður þar einn stærsti gluggi landsins, því norðurhlið hússins verður nánast öll úr gleri, um 1.500 fermetrar. „Hliðin sem snýr að bænum og opna svæðinu, sem er fuglafriðland, verður úr gleri,“ sagði Maggi Jóns- son, arkitekt og hönnuður hússins. „Húsið verður það hús Háskólans á þessu svæði sem verður hvað næst miðbænum og því sú hlið sem flestir munu sjá. Menn vildu hafa samgöngurýmin í húsinu létt og opin og gjarnan að húsið opnaði sig fyrir þessu miðbæj- arsvæði, þannig að fólk gæti séð að þama væri eitthvað að gerast.“ Glerveggurinn breytir engu um verð Maggi, sem einnig hannaði hús Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi, en þar er einnig stór 1.000 fer- metra gluggi, sagði að glugginn í Vatnsmýrinni væri tæknilega ekk- ert sérstaklega merkilegt fyrirbæri og kvaðst efast um að hann væri dýrari kostur en að hafa þama hefð- bundinn vegg. Hann sagði að glugg- inn, sem verður úr stálbitum og gleri, myndi ekki breyta neinu um verð hússins; gler væri frekar ódýrt, einfalt og endingargott bygg- ingarefni. Húsið mun, eins og áður sagði, hýsa náttúruvísindagreinamar, þar með taldar líffræði- og jarðfræði- greinar, sem og Norrænu eldfjalla- stöðina, en þessi starfsemi er nú á víð og dreif um háskólasvæðið og bæinn. „I eðli sínu er þetta flókið hús, vegna þess að starfsemin þarna verður mjög margbrotin, en í hús- inu verða hefðbundin skrifstofuher- bergi í bland við rannsóknarstofur af öllum mögulegum og ómöguleg- um gerðum. Pama verða frumur og erfðaefni rannsökuð, sem og grjót mulið og brætt, þama verða fyrir- lestrasalir, tölvuherbergi og bóka- söfn, þannig að starfsemin þarna kemur til með að verða mjög fjöl- breytt og flókin." Kostnaður a.m.k. milljarður króna Undirbúningur að húsinu hefur staðið í rúman áratug, en lengi hef- ur verið fyrirhugað að byggja í mýr- inni og því hefur staðsetningin verið klár býsna lengi, að sögn Magga. Gmnnurinn var gerður síðla vetrar árið 1996 og framkvæmdir hófust svo sumarið 1997. Armannsfell hf. sér um þær, en áætlaður arkostnaður þessa áfanga er um 537 milljónir króna, að sögn Magga. Fullgert má reikna með að húsið muni kosta a.m.k. milljarð króna, en framkvæmdirnar em að mestu leyti fjármagnaðar af Happdrætti Há- skóla Islands, eins og aðrar nýfram- kvæmdir. „Gera þurfti granninn á tiltekn- um tíma út af náttúruverndarsjón- armiðum, en það hvílir sú kvöð á þessari mýri að ekki má breyta vatnshæðinni þegar byggt er í henni. Þess vegna er grafrn út hola í mýrina og dælt úr henni meðan hún er fyllt með hrauni; holan fyllist síð- an aftur og vatnsyfirborðið nær sinni náttúralegu stöðu og á þessum hraunpúða er byggt. Þetta þurfti að gerast að vetri til til að raska ekki varpi að vori.“ Armannsfell sér um allar fram- kvæmdir að utan og era áætluð verklok hinn 1. mars árið 2000. Maggi sagði að eftir væri að bjóða út framkvæmdimar innanstokks, og því væri ekki ljóst hvenær Háskól- inn gæti hafið starfsemi í húsinu. Morgunblaðið/Kristinn FRAMKVÆMDIR við húsnæði, sem hýsa á náttúruvísindagreinar Há- skóla íslands, standa nú yfir, en norðurhlið hússins, sem snýr að mið- bænum, verður öll úr gleri, um 1.500 fermetrar. Sópað við Systrafoss VEÐURGUÐIRNIR hafa verið mildari við unglingana í bæjar- vinnunni á Kirkjubæjarklaustri en á höfuðborgarsvæðinu í sum- ar. Björk Gunnarsdóttir og Sig- urbjörn Ingi Guðlaugsson lögðu sig öll fram við að sópa og fegra umhverfið þegar ljósmyndari Morgunblaðsins myndaði þau í vikunni með Systrafoss í baksýn. Hlutur RARIK minnkar samhliða fólksfækkun tækisins og Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Það hefði gengið nokkuð vel, en nú væru horfur á að munurinn á orkuverð- inu myndi aukast aftur nema tekið yrði á félagslega þættinum í rekstri RARIK. Gjaldskrá RARIK hækkar 1. júlí nk. Dýrt dreifikerfi „Við eram með alla sveitadreifinguna á okkur könnu og þar er staðan sú að markaðurinn stendur ekki undir fjár- magns- og rekstrarkostnaði. Við þurfum þess vegna að borga veralega með henni. Við höfum lagt mikla áherslu á það við stjórnvöld að viðurkenna þá staðreynd að raforkudreifing um alla landsbyggð- ina er hluti af byggðastefnu stjórnvalda. Við eram með í okkar háspennukerfi 8.000 km af raflínum, en háspennulínur í Reykjavík era 700 km. Þetta er þétt- býlasta svæði landsins þar sem þjónust- an er ódýrast.“ Kaupa 85% orkunnar af Landsvirkjun Kristján sagði að RARIK hefði lagt áherslu á að auka eigin orkuöflun. I dag kaupir fyrirtækið 85% af raforkunni frá Landsvirkjun. Kristján sagði það mat RARIK að fyrirtækið gæti lækkað orku- kaupareikning fyrirtækisins með því að auka eigin orkuöflun. Þetta væri hluti af því að búa fyrirtækið undir samkeppni í orkuvinnslu sem framundan væri sarn- hliða breytingum á skipulagi orkumála. í þessu sambandi hefur fyrirtækið einkum horft til vatnsaflsvirkjunar við Villinga- nes í Skagafirði og gufuaflsvirkjunar í Grensdal við Hveragerði. SALA Rafmagnsveitu ríkisins, RARIK, á rafmagni dróst eilítið saman á síðasta ári. Með áframhaldandi fólksfækkun á landsbyggðinni era horfur á að hlutur fyrirtækisins í raforkusölu minnki umtalsvert. Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri segir að við breytingar á skipu- lagi orkumála, sem nú er unnið að, þurfi að huga að framtíðarrekstr- argrandvelli orkufyrirtækis á landsbyggðinni sem sé fært um að þjóna viðskiptavinum sínum til jafns við önnur orkufyrirtæki. í upphafi þessa áratugar bjuggu um 20% landsmanna á orkuveitusvæði RARIK, en á sjö árum hefur þetta hlut- fall lækkað niður í 17%. Þjóðhagsstofnun spáir því að íbúum á landsbyggðinni muni fækka um 8 þúsund á næstu fimm árum. Gangi það eftir verða íbúar á orkuveitusvæði RARIK komnir niður í 13-14% af landsmönnum árið 2004. Verður svipað að stærð og Hitaveita Suðurnesja Morgunblaðio/Svemr Kristján Jónsson bendir á í ársskýrslu RARIK að gangi þessi spá eftir muni fyrirtækið þjóna álíka mörgum íbúum og Hitaveita Suðurnesja, ef sameining hennar við Rafveitu Hafnarfjarðar verð- ur að veraleika. Orkuveita Reykjavíkur sér í dag um 145 þúsund íbúum fyrir raf- magni og 165 þúsund íbúum fyrir heitu vatni. Kristján sagði í samtali við Morgun- blaðið að þessi þróun væri áhyggjuefni því erfiðara yrði fyrir RARIK að stand- ast samkeppni við orkufyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu ef íbúaþróunin héldi áfram með þeim hætti sem hún hefur gert undanfarin ár. Hann sagði að RARIK hefði lagt sérstaka áherslu á að reyna að standast samkeppni í raf- orkuverði með því að draga úr mun á gjaldskrá sem hefði verið milli fyrir- Fólk er sér betur meðvitandi um náttúruna ►Viðtal við Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunar/10 Sterk framkvæmdastjórn í þágu smáríkja ►Sigrún Davíðsdóttir ræðir við Paavo Lipponen forsætisráðherra Finnlands/12 Væringar á Vatnsleysuströnd ►Deilur hafa staðið um ábúð á jörðinni Kálfatjörn og gerð golfvallar á Vatnsleysuströnd/20 Bjóðum þekkingu og reynslu ►Viðskiptaviðtalið er við Jón Örn Guðbjartsson markaðsstjóra hjá Landsteinum/26 ► l-20 Haiti á hörmungartímum ►Heimamenn á Haiti segja það aðeins á valdi guðs að bjarga þjóðinni/l&lO-ll Tónlist í blíðu og striðu ► Rætt við hjónin Þóru Bjömsdóttur og Martein Hunger Friðriksson/4 Steinlá fyrir leiklistargyðjunni ►Rúnar Freyr Gíslason leikari hefur ráðið sig hjá Þjóðleikhúsinu/16 ^&FERÐALÖG ► l-4 Þýskaland ► Alls staðar var Goethe/2 Kafað dýpra í efnið ► Nýr leiðarvísir um ísland í undirbúningi/4 D BÍLAR ► l-8 Á flaggskipi Opel á hraðbrautunum ► Leiðangur til Heidelberg á Opel Omega V6/2 Reynsluakstur ► Stærri Space Star en sýnist/4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-28 TölvuMyndir með útibú í Bandaríkjunum ►Góður árangur af markaðssetningu WiseFish- hugbúnaðarins/1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir W4/8/bak Brids 44 Leiðari 28 Stjörnuspá 44 Helgispjall 28 Skák 44 Reykjavíkurbréf 28 Fólk í fréttum 48 Skoðun 31 Utv/sjónv. 46,54 Minningar 32 Dagbók/veður 55 Myndasögur 42 Mannl.str. 14b Bréf til blaðsins 42 Dægurtónl. 17b ídag 44 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.