Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 23 Fundinum lauk eins og hann hófst, í ósætti. Stefna í máli Herdís- ar Erlendsdóttur gegn landbúnað- arráðuneytinu og Vatnsleysu- strandarhreppi var birt ráðuneyt- inu föstudaginn 6. nóvember og sveitarfélaginu sunnudaginn 8. nóv- ember 1998. Þann sama sunnudag hélt Ingibjörg systir Herdísar, sem búsett er í Reykjavík, upp á 83 ára afmæli sitt. Herdís gekk því vel frá heimili sínu á Kálfatjörn, með að- stoð ættingja sinna og hélt til af- mælisveislu. „Hún fór alltaf minnst tvisvar sinnum yfir alla glugga og hurðir til að ganga úr skugga um að allt væri kyrfilega lokað. Þessi sunnudagur var engin undantekn- ing,“ segir Linda Rós. „Ég hef oft furðað mig á eldhræðslu Kálftim- inga. Þar var alltaf farið margoft yf- ir eldavél og önnur tæki fyrir svefn- inn og þegar húsið var yfirgefíð." Eldur á Kálfatjörn Aðfaranótt mánudagsins 9. nóv- ember hringdi Ingibjörg til Lindu Rósar og sagði henni að Kálfatjörn brynni. „Nágranni okkar hafði hringt í Ingibjörgu og látið hana vita. Slökkviliðið var þá komið á staðinn." Linda Rós fór suður á Vatns- leysuströnd ásamt Herdísi, en fyrstu viðbrögð Herdísar þegar hún frétti að kviknað væri í húsinu voru að biðja um að slökkviliðið hleypti hundinum út, en hann var lokaður inni í kjallara hússins. „Þegar við komum á staðinn sáum við að kirkj- an var ekki í neinni hættu, sem skipti okkur miklu. Við höfðum hins vegar miklar áhyggjur af verðmætu bókasafni á Kálfatjörn, dagbókum Erlendar Magnússonar og ýmsum bréfum, þar á meðal Ijóðabréfi Fjölnismannsins Gísla Konráðsson- ar til Jóns Þorkelssonar, afa Er- lendar, frá árinu 1850.“ Slökkvistarfið gekk ágætlega og rannsóknarlögreglan í Keflavík kom á staðinn. „Sú sem fyrst hafði orðið vör við eldinn hringdi á slökkviliðið og ók svo að Kálfatjöm. Þar tók hundurinn á móti henni úti á hlaði. Hann var ekki sótugur og alveg ósár. Konan óttaðist að Her- dís væri heima og kallaði inn um glugga á jarðhæð, sem af einhverj- um ástæðum var opinn, þótt útilok- að sé að þannig hafi verið skilið við hann. Konunni var mjög bmgðið, af því að eldurinn gaus svo snögglega upp og varð strax svo mikill." Linda Rós segir að fjölskyldan hafi verið mjög miður sín þegar hún fylgdist með húsinu brenna og sjálf hafi hún gert grundvallarmistök í samskiptum sínum við lögreglu. „Einhver nefndi við mig að við gæt- um fengið hjálparsveitarmenn úr nágrenninu til að hreinsa rústirnar. Herdís fóstra mín tók það ekki í mál. Hún sagði að nóg hefði gengið á og nú þyrftu óháðir aðilar að rannsaka bmnann til hlítar, svo enginn heimamaður lægi undir gmn. Ég sagði lögreglunni að við yrðum að fá óháða aðila að málinu, því tilviljanir í því væra óhugnan- legar. Það kom hins vegar síðar í ljós að rannsóknarlögreglan í Keflavík oftúlkaði orð mín.“ Linda Rós ók Herdísi til Reykja- víkur og fór svo aftur á bmnastað. Þá hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins og í ljós kom að margir munir voru heillegir og sumir óskemmdfr með öllu. „Skápar vora sviðnir að framan, en hægt var að bjarga ýmsu, ef ekki öllu, í þeim. Slökkvilið og lögreglan vildu hins vegar ekki leyfa okkur að fjarlægja muni úr húsinu, sem eðlilegt var, því enn átti eftir að rannsaka elds- upptök. Friðrik fósturbróðir minn fékk að vísu að fara upp í svefnher- bergi Herdísar og taka þaðan tösku með lyfjum og körfu með hannyrð- um og einn slökkviiiðsmannanna rétti mér bækur, sem sást í inn um gat á vegg. Annað tókum við ekki.“ Allir stoðveggir hússins stóðu uppi og Linda Rós vísaði því á bug að ástæða væri til að ryðja rústun- um á brott strax. „Á mánudeginum kom aftur upp eldur, en slökkviliðið var fljótt að slökkva hann. Ég var hins vegar ekld í rónni og lagði mikla áherslu á að vakt væri höfð við húsið aðfaranótt þriðjudags. Slökkviliðið vísaði á rannsóknarlög- regluna, sem hefði eftirlit með vett- vangi, kallaði til tryggingarfélag og fleira í þeim dúr.“ Full ásökunar Snemma þriðjudagsmorguns var hringt í Lindu Rós og henni sagt að Kálatjörn brynni öðra sinni. Sama vitni sá húsið brenna þessa nótt. „Hún sagði að hvellkviknað hefði í húsinu stafna á rnilli," segir Linda Rós. Slökkviliðið slökkti yfirborðseld og veggir hússins vora rifnir með vinnuvélum. Mokað var úr rústun- um í gáma, sem fjölskyldan fór svo í gegnum með hrífum, til að leita heillegra hluta. „Þetta var skelfilegt og við get- um ekki annað en verið full ásökun- ar. Eftir fyrri branann vora margir hlutir heilir og við ætluðum að koma á þriðjudeginum og fá að fjarlægja þá. Við hefðum aldrei far- ið frá húsinu nema af því að við vor- um sannfærð um að það yrði vaktað." Tilviljanirnar vora of margar, að mati fjölskyldunnar. Lögreglan taldi að hundurinn hefði brotið sér leið út um kjallaraglugga. „Hann hefði fyrst þurft að stökkva upp á syllu í 150 sm hæð, ná þar spymu á hálu gleri og brjóta sér leið út um rúðu. En hundurinn var ósár,“ seg- ir Linda Rós. Hún segir að tveir svartklæddir menn hafi verið á vappi nálægt Kálfatjörn um það leyti sem fjöl- skyldan fór þaðan á sunnudag. „Vitni sagði okkur að hann myndi án efa þekkja annan þeirra aftur. Við skiluðum þessu til lögreglunn- ar, en hún hafði aldrei samband við þetta vitni.“ Linda Rós segir að lögreglan hafi talið íklegast að kviknað hafi í út frá rafmagni í fyrra skiptið og vind- ur blásið lífi í glæðurnar í síðara skiptið. „Raflagnir voru hins vegar allar nýjar og rafmagnstafla húss- ins ekki orðin eins árs. Ef kviknaði í út frá rafmagni hefði ný raf- magnstaflan átt að slá út, en þegar leifar hennar fundust í branarúst- unum kom í ljós að það hafði ekki gerst. Hvernig kviknaði þá í?“ spyr Linda Rós. Hún bendir einnig á að slökkvi- liðið hafi sagt útidyrahurðina ólæsta þegar að var komið. „Þegar lásinn fannst í brunarústunum kom í Ijós að hann var í opinni stöðu, en útilokað er að við höfum skilið hurðina eftir ólæsta. Glerið í úti- dyrahurðinni var brotið, en ekki er hægt að segja til um hvort það var brotið utan frá, eða hvort það sprakk út vegna hitans inni. Ekki var rannsakað hvor möguleikinn væri líklegri.“ Rannsóknarlögreglan hirti ekki um að taka sýnishorn af öskunni til að láta rannsaka hvort í henni fynd- ust leifar eldfimra efna, til dæmis bensíns, að sögn Lindu Rósar. Kálftfrningar eiga sjálfir ösku í krukku og vilja að hún verði rann- sökuð. „Lögreglan segir að leiða megi líkur að því að kviknað hafi í út frá perastæði í kjallara. Það má þá allt eins leiða líkur að því að svo hafi ekki verið. Þessi niðurstaða er óviðunandi." Réttmæt krafa um rannsókn Á mánudeginum, áður en húsið brann í síðara skiptið, hringdi kona á heimili Ingibjargar Erlendsdóttur í Reykjavík og varð Linda Rós fyrir svöram. Hún sagði konuna, sem ekki sagði til nafns, hafa verið með fúkyrðaflaum og alvarlegar hótanir. „Ég hringdi til rannsóknarlögreglu í Reykjavík og skýrði frá þessu. Þar var mér sagt að vissulega væra svona hótanir alvarlegar og ég ætti að tala við rannsóknarlögregluna í Keflavík, sem færi með rannsókn málsins og gæti látið rekja símtalið. Ég hringdi þangað og sagðist vilja kæra atburðinn, en lögreglumaður- inn sem varð fyrir svörum spurði mig: „Til hvers?“ Ég sagði honum að mér og mínum hefði verið hótað öllu illu og hann sagði að við gætum sjálfum okkur um kennt og vísaði til þess að við hefðum sakað embættis- menn og aðra um að bera ábyrgð á brananum. Þá áttaði ég mig á þeim mistökum sem ég hafði gert í sam- skiptum við lögregluna um nóttina, en ítrekaði að ég vildi hlutlausa rannsókn. Þetta mál fór þannig, að eftir að ég talaði við sýslumann var viðkomandi rannsóknarlögreglu- maður látinn hætta vinnu við rann- sóknina. Allt tók þetta hins vegar svo langan tíma, að lögreglan taldi ekki hægt að rekja símtalið." Linda Rós segir að fjölskyldunni finnist það réttmæt krafa að málið verði rannsakað, svo hún geti losn- að undan áleitnum vangaveltum. „Við höfum aldrei fullyrt að ein- hverjir heimamenn eigi hlut að máli. Hér á landi era til veikir menn, brennuvargar. Það getur líka verið að kveikt hafí verið í eftir inn- brot, því við höfum hvorki fundið tangur né tetur af silfurborðbúnaði, bökkum úr silfri og stáli, kerta- stjökum og járnkofforti, svo dæmi séu nefnd.“ Linda Rós segir að fjölskyldan hafi beðið niðurstöðu rannsóknar á eldsupptökum á Kálfatjörn í marg- ar vikur. „Það var ekki fyrr en við höfðum aftur samband við sýslu- manninn sem við fengum skýrsluna senda. Ég fór að beiðni fóstra minn- ar með þessar niðurstöður til emb- ættis ríkissaksóknara og óskaði rannsóknar á vinnubrögðum lög- reglunnar, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málið verður sent ríldslögreglustjóra." Eftir að húsið brann reyndi ráðuneytið enn að losa sig undan leigusamningi við Herdísi, að sögn Lindu Rósar, nú með því að endurgreiða henni leig- una fyrir jörðina aftur í tímann. „Herdís fékk tilkynningu um þessa endurgreiðslu, en sinnti henni ekki. Mér fannst þessi framkoma fyrir neðan allar hellur og eins þótti mér sérkennilegt að Herdís fékk bréf frá byggingarfulltrúa Vatnsleysu- strandarhrepps, sem dagsett er 23. nóvember, eða hálfum mánuði eftir branann, þar sem gerðar vora ýms- ar athugasemdir. Ein var sú, að þann 20. nóvember hefði enn staðið opinn raslagámur á hlaðinu, rétt við kirkjugarðshliðið, en hið rétta er að þá var búið að fjarlægja gáminn. Byggingafulltrúinn gerði líka at- hugasemd við gám, sem við notuð- um sem vinnuaðstöðu og sagði að sækja þyrfti um stöðuleyfi til bygg- ingamefndar. Það gerðum við, en fengum ekki leyfi nema til 1. apríl sl., þegar frost var ekki farið úr jörðu og útilokað að við gætum haf- ið framkvæmdir við nýtt hús. Þarna fannst mér farið offari." Umræddur gámur stendur enn á hlaði Kálfatjarnar. I apríl sáu heimamenn á Kálfa- tjörn að búið var að setja upp stikur í túninu og afmarka þannig golf- brautir. „Það var greinilegt á blautu túninu að þar hafði dráttarvél farið yfir. Þarna höfðu verið markaðar golfbrautir samkvæmt upphaflegri teikningu af golfvelli, sem Guð- mundur Bjarnason hafði hafnað á sínum tíma. Lögfræðingur okkar sagði okkur að fjarlægja stikurnar, setja þær í geymslu og sjá hver spyrði eftir þeim. Hann sagði ljóst, að ekki mætti ráðast í neinar fram- kvæmdir á jörðinni á meðan dóms- málið, sem Herdís höfðaði til að fá erfðaábúð á jörðinni, væri rekið." Merkar minjar Linda Rós segist hafa leitað til ýmissa aðila, sem hafi verndun minja á sinni könnu. Kirkjan á Kálfatjöm sé friðuð og meðfram ströndinni allri séu bátalægi og leif- ar sjóbúða, auk hlaðna grjótgarðs- ins í kringum kirkjutúnið. Þá sé tjörnin sjálf friðuð og þarna sé að finna elsta, hlaðna brann landsins þar sem sjávarfalla gæti. „I landi Fjósakots era hlaðnfr garðar horfn- ir, eftir að golfklúbburinn tók við jörðinni. Ég hef rætt þetta mál við umhverfisráðuneytið, Náttúra- vemdarráð og þjóðminjavörð. Þarna era fornar mannvistarleifar við hvert fótmál. Kirkjan er yfir 100 ára, sem og allir hlaðnir veggir, hlaðan og hesthúsið." I bréfi, sem Þór Magnússon þjóðminjavörður ritaði landbúnað- arráðuneytinu í nóvember sl. er bent á margt forna mannvirkja á jörð Kálfatjarnar, sem séu friðuð aldurs síns vegna samkvæmt þjóð- minjalögum. „Verði hugsað til ein- hvers konar nýrrar mannvirkja- gerðar á svæðinu, eða útfærslu þess golfvallar sem nú er, er óhjá- kvæmilegt að gera fornleifakönnun á jörðinni, bæði i heimildarskyni og eins til að hægt verði að sjá hvernig fara eigi með þær fornleifar, sem kynnu að verða í hættu þess vegna. Skal minnt á að þar sem skipulags- vinna er framkvæmd er lögskylt að gera fomleifakönnun," segir þjóð- minjavörður, sem bendir einnig á að mjög brýnt sé að rúmt friðland sé umhverfis hina friðuðu kirkju á Kálfatjörn, ekki síst þar sem búast megi við að hún verði í enn frekara mæli „ferðamannakirkja" í framtíð- inni. Linda Rós segir Erlend Magnús- son hafa lagt alla áherslu á að vernda mannvirki forfeðranna. „Eldra fólk á Ströndinni man þá miklu vinnu sem Erlendur leysti af hendi í þágu Kálfatjarnar og sveit- arfélagsins. Núna ásælast golfarar jörðina af því að Erlendur sléttaði kargaþýfið og ræktaði upp túnin.“ Fjölskyldan hefur pantað nýtt hús í stað þess sem brann. „Við buðum sóknarnefndinni að fá að- stöðu fyrir kirkjuna í hluta hússins, en nefndin hafnaði boðinu og vill byggja skála við kirkjuna." Framtíðarsýn Kálftirninga er að Kálfatjörn verði fræðslu- og menn- ingarsetur. „Friðrik fósturbróðir minn hafði alltaf í huga að gera litla íbúð í gamla húsinu, þar sem fræði- menn gætu dvalist. Slíkt væri Kálfatjörn og sögu jarðarinnar samboðið." Stjörnu- merkin 22x22 sm, krosssaumur á dökkbláan java, 5,4 spor á sm. Aður kr. 1.487 nú kr. 1.190 <The Craft CoCCection Hamraborg 7, Kópavogi, sfmi/fax 564 4131. Póstlistinn kostar 400 kr. sem endurgreiðist við fyrstu pöntun. Póstkrafa, Visa/Euro. EFTIR brunann aðfaranótt mánudagsins 9. nóvember í fyrra stóð hús- ið á Kálfatjörn enn og margt var heillegt innan dyra. Næstu nótt brann það til kaldra kola.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.