Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 36
*36 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Eskihlíð 4, Reykjavík, er lést sunnudaginn 20. júní, verður jarðsungin frá kirkju Fíladelfíusafnaðarins Hátúni 2, Reykjavík, fimmtudaginn 1. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á kristniboðssjóð Hvítasunnu- safnaðarins og Félag íslenskra kristniboðssafnaða, Holtavegi 28, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján Tryggvi Sigurjónsson, Sigrún Lovísa Sigurjónsdóttir. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, áður til heimilis á Klapparstíg 5, Keflavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík fimmtudaginn 24. júní. Útförin auglýst síðar. Ingibjörg Þorláksdóttir, Jarl Bjarnason, Arnar Gauti Sverrisson, Friðrika H. Geirsdóttir. + Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, ÁSGEIR ÞÓR ÁSGEIRSSON verkfræðingur, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. júní kl. 13.30. Hrönn Ásgeirsdóttir, Sverrir Þórhallur Sverrisson, Egill Össur Sverrisson, Helga Rut Sverrisdóttir, Sveinn Ásgeirsson, Guðmundur Ásgeirsson, Bragi Ásgeirsson, Hrefna Ásgeirsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma okkar, KRISTRÚN G. SIGURÐARDÓTTIR, Efstasundi 97, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum aðfaranótt laugar- dagsins 19. júnísl., verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 29. júní kl. 15.00. Anna Sigrún Guðmundsdóttir, Friðrik V. Halldórsson, Vilhjálmur Helgi Guðmundsson, Hugrún Guðmundsdóttir, Halldór Þ. Sigurðsson, Elma Rún Friðriksdóttir, Eyjólfur Örn Snjólfsson, Ágúst Ingi Friðriksson, Davíð Örn Friðriksson. * + Hjartkær móðir mln, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA ÞORGILSDÓTTIR, áður Stigahlíð 32, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðju- daginn 29. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, láti líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Auður Eydal, Sveinn R. Eyjólfsson, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Espen Thomming, Eyjólfur Sveinsson, Hlédís Sveinsdóttir, Sveinn Friðrik Sveinsson, Halldór Vésteinn Sveinsson, Rúna Thomming, Hrólfur Eyjólfsson. + Ingibjörg Ein- arsdóttir fæddist á Eyrarlandi í Eyja- Ijarðarsveit 5. nóv- ember 1918. Hún var yngsta dóttir hjónanna Margrétar Eiríksdóttur hús- freyju og Einars Ámasonar alþingis- manns, sem þar bjuggu. Systkini hennar vom Sigríður, Aðal- steinn og Laufey, sem öll em látin, og Hulda sem býr á Eyrarlandi. Hinn 3. júní 1945 giftist hún Jóhanni Benediktssyni og bjuggu þau allan sinn búskap á Eyrar- landi. Þau eignuðust tvö börn, Sólveigu, f. 25.5. 1947 og Einar Grét- ar, f. 18.1. 1955. Þau eru bæði búsett á Eyrarlandi. Barna- bömin em fjögur og eitt langömmubarn. Utför Ingibjargar fór fram frá Kaupangskirkju 25. júní. Minningargrein Sólveigar Adams- dóttur um Ingi- björgu Einarsdóttur er endurbirt hér vegna þess að röng mynd birtist með greininni á föstudaginn 25. júní, af alnöfnu Ingibjargar. Em hlut- aðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Það var að morgni 16. júní sem Lára hringdi og sagði mér að Ingi- björg væri dáin. Það kom í sjálfu sér ekki á óvart, þar sem hún hafði um langt árabil barist við heilsu- leysi. Að vissu leyti er þetta því góð ráðstöfun hjá almættinu og við sem þekktum hana og vorum henni sam- ferða um áratuga skeið erum ekki ósátt við þessa ráðstöfun. En við minnumst áranna með henni sem voru mjög góð og gefandi því hún var alltaf að gefa okkur eitthvað gott, ekki endilega innpakkað í pappír, heldur með sínu hlýja og góða viðmóti. Hver minnist ekki Ingibjargar þegar setið var við eld- húsborðið á Eyrarlandi, skrafað og notið gestrisni hennar, þegar hún allt í einu stóð við hliðina á ein- hverju okkar, því hún hafði svo lít- inn raddstyrk, lagði sína nettu hönd á öxl og spurðist fyrir um heilsu og hvíslaði einhverju góðu í eyra. Skapið var gott og hún hafði góðan húmor fyrir gamanmálum. Eg furð- aði mig oft á því að hún virtist aldrei INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR EYÞÓR BJÖRGVINSSON + Eyþór Björg- vinsson fæddist í Reykjavík 27. mars 1929. Hann var son- ur hjónanna Björg- vins Stefánssonar og Rannveigar Arnadóttur, sem bjuggu meirihlut- ann af búskapartíð sinni á Klöpp á Akranesi. Að Björg- vini Iágu skagfir- skar og austfirskar ættir en Rannveig var Borgfirðingur. Börn þeirra voru enn fremur Jón Val- geir og Sigríður, sem dó ung. Fósturbörn þeirra voru Guðrún Guðbrandsdóttir, Robert Fear- on og Bettý Kristín Fearon. Herdís, dóttir Eyþórs, ólst einnig upp hjá afa sínum og ömmu. Eyþór lætur eftir sig eigin- konu og sex uppkomin börn. Börnin eru: 1) Auður. Maki hennar er Björn Rasmussen og hún á þrjú börn. 2) Herdís Sigríður. Maki hennar er Vil- hjálmur Friðþjófs- son. Móðir Auðar og Herdísar er Guð- laug Guðlaugsdótt- ir. 3) Svanborg. Hún á íjögur börn. 4) Björgvin Ólafur. Kona hans er Ragn- heiður Gunnarsdótt- ir og eiga þau fjög- ur börn. Móðir Svanborgar og Björgvins er Guð- rún Hefga Jónsdótt- ir. 5) Rannveig. Maki hennar er Sigurður K. Guðnason. 6) Hjördís. Maki hennar er Curtis S. Check og hún á einn dreng. Móðir Rann- veigar og Hjördísar er Bryn- hildur Georgía Björnsson. Eftir- lifandi eiginkona Eyþórs er Bryndís Jacqueline Björgvins- son,f. 27.12. 1927, frá Kaliforn- íu. Utförin fór fram 9. júní síð- astliðinn. Elsku Rannveig, það var sárt að fá símbréfið frá þér, kæra vinkona. Eg sá að mikið var að og þú baðst okkur að hafa samband. Þú gast varla talað fyrir ekka þegar þú sagðir: „Hann pabbi er dáinn.“ Elsku vinkona, ég vissi að fyrir þig var þetta mikið áfall. Þú og pabbi þinn voruð mjög samrýnd eins og ég sá oft þegar þið áttuð hjá mér góðar og fallegar sam- verustundir á veitingastaðnum. Þið töluðuð sérstakt tungumál saman. Þú kallaðir hann stóra bangsa og hann kallaði þig uppáhaldsstelpuna sína. Mér þótti vænt um að fá að kynn- ast pabba þínum og með okkur tókst mikil vinátta. Oft kom hann til mín á veitingastaðinn og spjallaði um hitt og þetta en þó oftast um þig, sem honum þótti svo vænt um. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst þessum góða og hjartahlýja manni. Fyrir stuttu varst þú og Siggi að aka honum heim frá Reykjavík og komuð við hjá mér í Vogunum. Ég vissi ekki betur en að þið væruð ein á ferð, en allt í einu birtist stóri bangsi í gættinni og stormaði til mín, rak mér rembingskoss og faðmaði mig hlýlega og var svo farinn, og þetta var í síðasta skipti sem ég sá hann. Guð geymi þig og varðveiti, kæra vinkona. Guðrún Kolbeins í Vogum. MAGNÚS GUÐMUNDSSON + Magnús Guð- mundsson fædd- ist í Sandvík 26. júlí 1923. Hann lést á Landspítalanum 6. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Norðfjarðar- kirkju 12. júní. Unnandi lista og ljóða, leiks og tóna hefur kvatt okkur hinztu kveðju. Hann Magnús var fagurkeri hinn mesti, unni feg- urðinni hvar sem hana var að finna, næmur á litbrigði lífs- ins, tilfinningaríkur fullhugi sem tókst á við svo margt og skilaði fá- gætlega af sér hverju og einu. Ég gleðst í hjarta mínu yfir því í hve mörgu við Magnús áttum mæta samleið. Báðir vorum við kennarar, á mótum austfirzkra kennara bar fundum okkar fyrst saman og gott og gaman var að kynnast þessum kostaríka dreng með kímnina og sagnagáf- una að farsælum föru- nautum. Samleið átt- um við á þjóðmála- sviðinu, einlægni hins sanna sósíalista fór ekki framhjá neinum, lífsskoðun hans byggð á heitri sannfæringu, en ekki innantómum varajátning- um. A sviði leiklistar áhugamanna + Móðir mín, tengdamóðir, systir, amma, lang- amma og langalangamma, LOVÍSA G. SNORRADÓTTIR, Sporðagrunni 8, lést föstudaginn 11. júní sl. Útförin hefur farið fram I kyrrþey að ósk hinnar látnu. Viðar Benediktsson, Bára Jóhannsdóttir, Hilmar Snorrason og fjölskyldur. áttum við langa og góða samleið, þar var Magnús sannur eldhugi, hann unni leiksins Ijúfu töfrum og lagði sig allan fram um að flestir fengju sem víðast að njóta þeirra tindrandi töfra, bæði sem áhorf- endur og ekki síður virkir þátttak- endur. Báðir unnu tónlist tærri, en þar var Magnús fengsæll vel sem víðar, hin skíra sönglist var ein hinna mörgu gyðja hans og þar gjörði hann garðinn frægan á sinni tíð. Magnús Guðmundsson var ótrúlega fjölhæfur listamaður, hvar sem hann bar niður var fáguð ögunin samfara snilligáfunni, allt varð að komast sem næst full- komnuninni, einskis látið ófreistað svo árangur mætti sem allra bezt- ur verða. Ég hlýddi einu sinni á ljóðalestur Magnúsar, innlifun hans einlæg og meðferð textans eftir því og ég þakkaði honum þennan fallega flutning hrærðum huga. Magnús var þá með allan hugann við það að hann hefði á einum stað ekki náð að fanga þann tón sem hæfði. Þannig var Magn- ús. Hann var heitur unnandi ís- lenzkrar tungu, talaði meitlað mál og hreimfagurt, flutti mál sitt manna bezt. Örfá Ijósbrot frá lið- inni tíð leita á hug. Samkór Nes- kaupstaðar var eitt eftirlætisbarna hans og vel man ég hve ég hlýddi stoltur á flutning kórsins í útvarp- inu, þær perlur söngsins fönguðu ungan hug og þá var gaman að vera Austfírðingur. Magnús sann- aði þar sem annars staðar smekk- vísi sína og tónvísi stjórnandans um leið, unz náð var því marki að laða fram hið bezta hjá öllum. Leikfélagasamband Austurlands var verk Magnúsar umfram aðra og hann þar sjálfkjörinn til for- ystu, farsælt og notadrjúgt var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.