Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fólk er sér betur með vitandi um náttúruna Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkj- unar, segir óskynsamlegt að hunsa tilfinn- ingar fólks sem sé andvígt Fljótsdals- ------------------------------------7- virkjun en þær megi ekki einar ráða. I samtali hans við Kristján Jónsson kemur fram að Landsvirkjun telur sig vel í stakk búna að keppa á raforkumarkaði verði hann opnaður fyrir samkeppni. MIKLAR hræringar eru á orkumarkaði í heim- inum og víða reynt að koma á breytingum með nýju skipulagi sem dragi fram kosti markaðsbú- skapar. I stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að komið verði á sam- keppni á orkumarkaði hér í sam- ræmi við reglur Evrópusambands- ins sem munu gilda á Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Verður m.a. skilið á milli framleiðslu, flutn- ings, dreifingar og sölu á orkunni. Dreifingin í þéttbýli verður á hendi eins aðila á hverjum stað sem mun verða að setja gagnsæja gjald- skrá og opna aðgengi fyrir alla. Einnig verður áfram að vera eitt fyr- irtæki um raforkuflutninga með há- spennuflutninga. En eignarhaldið á mörgum fyrirtækjunum er nú þegar flókið og hvar verða landamörkin milli stóra, opinbera flutningsfyrir- tækisins sem reka mun landsnetið og hinna? Um það er tekist á bak við tjöldin enda mikið í húfi. Orkusvæði Landsvirkjunar, sem stofnuð var 1965 við upphaf fram- kvæmda við Búrfell, hefur frá 1983 náð yfir allt landið en tveir þriðju sölunnar eru til stóriðju. Raforku- fyrirtæki landsmanna voru fram á síðari ár yfirleitt lítt umdeild. Þau veittu landsmönnum birtu og yl eft- ir margar kaldar og dimmar aldir en nú eru margir á því að Lands- virkjun fari offari í framkvæmdaá- formum sínum á hálendinu. Friðrik Sophusson, sem tók við forstjórastöðu hjá Landsvirkjun í ársbyijun eftir að hafa gegnt emb- ætti fjármálaráðherra um margra ára skeið, segir að búið sé að virkja tæpar 8 teravattstundir af raforku hérlendis, aðallega með vatnsafli. Orkuframleiðsla Landsvirkjunar er um 17% af allri orkunotkun íslend- inga, en mjög er deilt um það hve mikið sé hægt að virkja til viðbótar. Hann segir að viðmiðanir breytist hratt, þar komi tU tækniþróun en einnig breytt viðhorf til náttúrunn- ar. Nú miði þó margir við að tækni- lega sé hægt að virkja um 30 tera- vattstundir af vatnsorku og 20 tera- vattstundir af jarðhita. Sé þá að talsverðu leyti búið að taka tillit til umhverfísvemdar. Samkeppni og afhendingaröryggi Friðrik er spurður hvemig hann meti samkeppnisstöðu Landsvirkj- unar gagnvart væntanlegum keppi- nautum á raforkumarkaði eins og Nesjavallaveitu og Hitaveitu Suður- nesja er segjast munu geta boðið lægra einingaverð. „Það er ekki nokkur vafi á því að staða Landsvirkjunar er sterk þeg- ar til samkeppninnar kemur vegna þess að stórar vatnsaflsvirkjanir hér á landi eru talsvert ódýrari en gufuvirkjanir nema þær síðar- nefndu séu reknar ásamt hitaveitu. Málið er nokkuð flókið. Verði af umræddum breytingum á markaðn- um í átt til samkeppni er ekki nóg að líta á framleiðslukostnaðinn í virkjunum heldur verður að taka líka tillit til flutningskostnaðar og öryggissjónarmiða. Ef menn vilja tryggja afhendingaröryggi með því að geta keypt rafmagn af öðrum þegar stöðva þarf orkuframleiðsl- una um stundar sakir af einhverjum ástæðum þarf að greiða mikið fyrir þetta öryggi þegar vatnsaflsstöðvar eiga í hlut því að stofnkostnaður þeirra er svo hár. Taka verður tillit til allra þessara þátta þegar reynt er að meta kostn- að á hverja einingu. Það er ekki vafi á því að oft er hægt að framleiða rafmagn til nota nálægt fram- leiðslustað á ódýrari hátt en nú er gert ef menn taka ekki þátt í sam- eiginlegum kostnaði við að halda gangandi hringtengingu raforku- netsins um landið allt. Það er hún sem skapar almennt öryggi í af- hendingunni. Fyrirtæki eru mismunandi, álver eru mjög viðkvæm fyrir stöðvun af því að langt hlé getur valdið veru- legu tjóni á búnaðinum. En áburð- arframleiðsla, svo að dæmi sé nefnt, er það ekki og henni getur þess vegna oft dugað ódýrari raforka fyrir vikið. Verð á orku er að veru- legu leyti háð afhendingaröryggi." Reykjavíkurborg á um 44,5% í Landsvirkjun, Akureyrarbær tæp 5,5% en ríkið 50%. Finnst þér að borgin ætti að draga sig út úr Landsvirkjun ef Orkuveita Reykja- víkur verður í beinni samkeppni við fyrirtækið í raforkusölu? Hver yrðu áhrifin á Landsvirkjun af slíkri breytingu á eignarhaldi? „Fyrst vil ég taka skýrt fram að það eru auðvitað eigendumir sjálfir sem taka ákvörðun um þessi mál. En það er deginum ljósara að það er vaxandi hætta á hagsmunaárekstr- um milli Landsvirkjunar og Orku- veitu Reykjavíkur og það má gera ráð fyrir að í framtíðinni verði sam- keppni á milli fyrirtækjanna tveggja. Þess vegna er ekki óeðlilegt að borg- in hugsi sig um og velti því fyrir sér hvort hún eigi að vera áfram svona stór eigandi að Landsvirkjun. Eigendumir þrír hafa samþykkt að setja fyrirtækinu framtíðarstefnu og eitt af því sem ég geri ráð fyrir að verði að veruleika innan fárra ára er að því verði breytt í hlutafélag. Þá verður miklu auðveldara fyrir eig- endur að selja sinn hlut. Sveitarfé- lögin tvö sem eiga Landsvirkjun á móti rfldnu munu líklega þurfa að gera upp hug sinn á næstunni í þess- um efnum, hvort þau vilja selja hlut sinn stofnanafjárfestum eins og líf- eyrissjóðum eða öðram. Við höfum látið erlent ráðgjafa- fyrirtæki, Resource Strategies, gera skýrslu um stöðu Landsvirkj- unar í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á rekstrarumhverfinu. Aðstæður eru hér að mörgu leyti öðravísi en annars staðar á Evr- ópska efnahagssvæðinu, hér er t.d. ekki umframfjárfesting í raforku- kerfinu og það ekki tengt raforku- kerfi annarra landa. Þess vegna er hagræðingarmöguleikinn minni. Fjárhagslegur styrk- leiki og lánskjör Niðurstaða skýrslunnar er í stuttu máli að leggja beri þrjú atriði Morgunblaðið/Kristinn FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. „En ef við ætlum að nýta landið komumst við ekki hjá því að hrófla við því, spurningin er hvemig við getum gert það þannig að tjónið verði sem minnst með hliðsjón af því sem fæst í staðinn." til grandvallar þegar hugað sé að markaðsvæðingu raforkumála á Is- landi. í fyrsta lagi eigi að viðhalda og helst bæta getu Landsvirkjunar til að starfa sem virkt afl í efnahags- þróun landsins. Þá er átt við að mik- ilvægt sé að fyrirtækið sé fjárhags- lega sterkt án tillits til þess hvort það starfar í aðskildum hlutum, dótturfyrirtækjum sem gætu jafn- vel háð samkeppni sín í milli. Fjár- hagslegi styrkleikinn er mjög mikil- vægur vegna lánskjaranna en Landsvirkjun skuldar mikið fé í langtímalánum. I öðra lagi eigi breytingamar að miða að enn frekari lækkun á kostn- aði þegar til langs tíma sé litið. Tryggja verði að ekki sé verið að stunda niðurgreiðslur og alls konar verðjöfnun í kerfinu sem ekki komi fram með skýram hætti. í þriðja Iagi að bæta beri fjár- hagslega skilvirkni hins almenna orkumarkaðar með því að tryggja að neytendum sé ljós hver raun- veralegur aðfangakostnaður sé. Samkvæmt EES-reglunum verð- ur fyrirtækjum gert skylt að skilja vandlega á milli framleiðslu, flutn- ings, dreifingar og sölu á raforku. Á næsta ári er stefnt að því að Lands- virkjun skipti starfsemi sinni í ann- ars vegar framleiðslu- og hins vegar flutningssvið með aðskilið bókhald og sérstaka gjaldskrá fyrir hvort svið. Hugsunin er sú að tryggja að allur kostnaður sé sýnilegur og verðlagning í samræmi við hann. En þessi mál era afar flókin vegna þess að við getum ekki notað nema að litlu leyti fordæmi í öðram Evr- ópulöndum. Þar er helsti ávinning- urinn fólginn í lækkuðu verði vegna aukinnar rekstrarhagkvæmni þegar raforkukerfi landanna tengjast inn- byrðis í samkeppnisumhverfi. Rekstrarhagkvæmni er mikil í raforkukerfmu hér. Við getum því ekki búist við því að orkuverð hér lækki að ráði vegna aukinnar sam- keppni en hins vegar gæti arðsemi orkufyrirtækjanna aukist. Það mun koma eigendunum til góða, í okkar tilviki ríkinu, Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ og það merkir að þessir opinbera aðilar geta selt fyr- irtækin einkaaðilum án þess að raf- orkuverð í landinu hækki og notað féð til að borga niður skuldh-. Arð- urinn af bundnu fé í fyrirtækjunum yrði nógu mikill til að fjárfestar vildu eiga í þeim. Fyrir Landsvirkjun er mikilvæg- ast að með því að breyta fyrirtæk- inu í hlutafélag myndi vera hægt að fá aukið fjármagn inn í fyrirtækið frá einkaaðilum og það er mjög brýnt. Ég nefni sem dæmi að Fljótsdalsvirkjun kostar á þriðja tug milljarða króna og eðlilegt að deila áhættunni af svo stóru verk- efni.“ I stjórnarsáttmálunum er talað um að koma á samkeppni í orku- geiranum en einnig rætt um nauð- syn verðjöfnunar. Sumir hafa sagt að réttara væri að verðjöfnun félli undir félagsmálahluta sáttmálans en orkuhlutann. Ertu sammála því? „Það er alveg ljóst að ef menn vflja ná fram fyllstu hagkvæmni út úr þeim breytingum sem verið er að vinna að verður að taka allar niður- greiðslur og verðjöfnun út úr raf- orkukerfinu. Með þessu er ég ekki að segja að verðjöfnun og niður- greiðslur eigi ekki rétt á sér, t.d. af byggðaástæðum sem mér finnst fyllilega réttmætt. En slíkar félags-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.