Morgunblaðið - 05.08.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.08.1999, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um lóð fyrir Menntaskólann við Sund Lóðin í Laugar- dal of lítil FRÉTTIR Verðlag sjávarafurða hefur lækkað frá því í október Þjóðhagsstofnun spáir 4% lækkun milli ára Verðlækkunin stafar fyrst og fremst af lækkun loðnuafurða VERÐLAG á sjávarafurðum hefur farið lækkandi allt frá því í október á síðasta ári. Samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar er gert ráð fyrir að verð á sjávarafurðum lækki um 4% á milli ársmeðaltala sem þýðir um fjögurra milljarða tap í útflutnings- tekjum. Að sögn Friðriks Más Bald- urssonar, forstjóra Þjóðhagsstofn- unar, stafar lækkunin fyrst og fremst af verðlækkun á loðnuafurð- um milli ára en almennt er talið að botninum sé náð. Útflutningsverðmæti sjávaraf- urða voru um 100 milljarðar árið 1998 og sagði Friðrik að hvert % til lækkunar þýddi um milljarð lægri útflutningstekjur. „Landsfram- leiðslan í ár er um 630 milljarðar og útflutningur á vörum og þjónustu er í heild um 218 milljarðar,“ sagði hann. „Þannig að 1% lækkun á verði sjávarafurða þýðir um milljarð lægri útflutningstekjur og tæplega 0,5% minna útflutningsverðmæti. I okkar síðustu spá er gert ráð fyrir að verðlag sjávarafurða lækki á milli ársmeðaltala um 4% sem þýðir 4ra milljarða tap í útflutningstekj- um, sem er um 2% af útflutnings- verðmæti og um 0,6% af landsfram- leiðslu eins og við metum hana núna. Verðið hefur farið lækkandi og er það fyrst og fremst vegna bræðsluafurða af loðnu sem hafa lækkað milli ára. Menn reikna al- mennt með að bræðsluafurðir muni ná sér á strik með haustinu og að botninum hafi verið náð.“ Friðrik benti á að verð á loðnuafurðum hefði verið hátt á síðasta ári miðað við það verð sem fékkst fyrir tíma el Nino. „Það var því eðlilegt að verð færi töluvert niður,“ sagði hann. BORGARSTJÓRI segir að lóð sú í Laugardal sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra bendir á í grein sinni, „Bíó eða skóla í Laug- ardal?“, í Morgunblaðinu í gær, sem hugsanlega lóð fyrir Mennta- skólann við Sund, sé of lítil fyrir skólann. „Það er hins vegar at- hyglisvert við grein Björns miðað við þau sjónarmið sem uppi hafa verið hjá ýmsum flokksbræðrum hans að hann lítur greinilega svo á að þetta séu byggingalóðir í Laug- ardalnum,“ segir Ingibjörg Sól- rún. Ekki nýbygging Ingibjörg Sólrún bendir á að ráðherra tali í grein sinni um lóð í innri hluta Laugardals og jafn- framt um 8.500 fermetra húsnæði fyrir skólann. „Þegar vísað er til innri hluta Laugardals þá hlýtur maður að álykta sem svo að hann sé að tala um lóðina sem ætluð var undir tómstunda- og kvikmynda- hús og að hin lóðin sé þá í ytri hluta dalsins og sú lóð er einfald- lega of lítil fyrir 8.500 fermetra byggingu. Þannig að ef á að koma fyrir 8.500 fermetra byggin þá hljóta menn að verða að horfa til lóðar Landssímans." Borgarstjóri segist líta svo á að ekki yrði ráðist í nýbyggingu fyrir menntaskólann þar sem skólinn væri nú í 6.500 fermetra húsnæði inni í Vogum. „Menn verða að gera sér grein fyrir hvað þeir ætla að gera við það húsnæði," segir Ingi- björg Sólrún. „Þetta er sérhannað skólahúsnæði og það verður ekki lagt af sem slíkt. Það yrði allt of stórt sem grunnskóli. Vogaskóli er nú með 2.700 fermetra en þyrfti sennilega 1.500-2.000 fermetra til viðbótar í mesta lagi og þá eru eftir 4.000 fermetrar.11 Borgarstjóri segir að fyrst yrði að svara þeirri spumingu hvað Menntaskólinn við Sund ætti að vera stór skóli. Hún sæi sem mögu- leika að byggt yrði við einnar hæðar kálf á lóðinni eða einfaldlega hann hækkaður um nokkrar hæðir. „Þar á skólinn ákveðna viðbyggingar- möguleika," sagði hún og bendir jafnframt á að hægt sé að stjóma stærð menntaskóla með því að tak- marka némendafjölda. Það væri hins vegar erfiðara að stjórna stærð grunnskólanna. Bresk gæludýr með vegabréf Hefur engin áhrif á íslensk- ar reglur SIGURÐUR Örn Hansson, settur yfirdýralæknir, segir nýjar reglur Breta um vegabréf fyrir gæludýr ekki hafa áhrif á þær reglur sem gilda hér á landi. Samkvæmt nýju reglunum, sem taka gildi í apríl á næsta ári, verður breskum gæla- dýraeigendum gert mögulegt að ferðast með gæludýr sín til landa Evrópusambandsins, Islands, Noregs og Sviss, án þess að þau þurfi að dvelja sex mánuði í sótt- kví við heimkomu eins og verið hefur. Reglur strangari í Bretlandi en annars staðar við um Sigurður benti í samtali Morgunblaðið á að reglur gæludýr hafi verið miklu strangari í Bretlandi en annars staðar í Evr- ópu. Nú sé verið að rýmka þessar reglur og í raun að laga þær að reglum Evrópusambandsins. Þó muni þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði, dýrin verði merkt með áð- umefndum vegabréfum auk þess sem örflögu með upplýsingum um dýrin verður komið fyrir undir feldi þeirra, einnig verða þau bólu- sett. Þessar nýju reglur breyta því þó ekki að Bretar sem ferðast með heimilisbankinn .W gæludýr verða að hlíta reglum sem gilda í viðkomandi löndum. Sigurð- ur segir reglur Evrópulanda um innflutning gæludýra margs konar og fara eftir því hvaðan dýrin koma. Gæludýr frá Islandi þurfi t.d. ekki að dveljast í sóttkví í Danmörku og Þýskalandi. Fáir sjúkdómar herja á dýr hér Það er, að sögn Sigurðar, vegna þess að tiltölulega fáir sjúkdómar herja á dýr hér á landi, vegna legu landsins. Hundaæði hefur t.d. aldrei þekkst á Islandi. Stjómvöld hafi því ákveðið að reyna að halda þessu ástandi með því að setja reglur um sóttkví dýra. Bannað er að flytja inn dýr til íslands en undanþágur eru veittar fyrir gæludýr með þeim skil- yrðum að þau dveljist sex vikur í sóttkví komi þau frá landi þar sem hundaæði þekkist ekki, átta vikur ef þau koma frá landi þar sem það þekkist. Sigurður segir Breta m.a. hafa haldið ströngum reglum sínum til að verja sig fyrir hundaæði sem aldrei hefur náð til Bretlands. I frétt Morgunblaðsins í gær var haft eftir aðstoðaráðherra í breska land- búnaðarráðuneytinu að Bretar þyrftu ekki að óttast útbreiðslu hundaæðis þrátt fyrir nýjar reglur. Suðræn stemmning Morgunblaðið/Einar Falur VINIRNIR Ægir og Davíð byggja hús úr sandi í fjörunni við Sauðárkrók. Þormóður rammi-Sæberg kaupir 60% í Siglfírðingi hf. Förum inn í fyrirtæki til að styrkja þau ekki veikja STEFNT er að því að Þormóður rammi-Sæberg hf. og Gunnar Júlí- usson eigi útgerðarfélagið Siglfirð- ing ehf. á Siglufirði til helminga en forsvarsmenn fyrmefnda fyrirtæk- isins hafa undirritað samning um kaup á 60% hlut í Siglfirðingi. Hluti þess sem skipti um eigendur sam- kvæmt umræddum samningi verður endurseldur Gunnari, en hann var einn aðaleigandi Siglfírðings. Siglfirðingur á frystitogarana Sval- barða SI, sem er gerður út héðan, og Siglfirðing SI, sem hefur verið í bol- fiskverkeftii við Suður-Afríku. Enn- fremur nótaskipið Siglu SI auk 1/3 hlutar í Sigli sem var áður seldur til Grænlands þar sem hann er við www.bi.is Þú velur greiðsludaginn - Heimilisbankinn borgar reikninginn ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki karfaveiðar. Kvóti Siglfirðings er rúm þrjú þúsund þorskígildistonn og er ekki fyrirhugað að sameina félögin. Auk fyrmefndra kaupa hefur Þormóður rammi-Sæberg líka keypt 1.300 tonna rækjukvóta af Ingimundi hf. Róbert Guðfinnsson, stjómarformaður Þormóðs ramma - Sæbergs hf., segir að fyrirtækið hafi verið öflugt í rækjuvinnslu og geri út fimm skip, fjögur ísrækju- skip og einn rækjufrystitogara, en kvótinn hafi minnkað og kaupin séu gerð til að styrkja stöðu fyrirtækis- ins á ný í greininni. í Morgunblað- inu í gær var greint frá viðræðum talsmanna Þormóðs ramma og Fiskiðjusamlags Húsavíkur um hugsanlegt samstarf. Spurður hvort rækjukvótinn hefði verið keyptur með þá samvinnu í huga segir Ró- bert að hann vilji ekki svara getgát- um, „en það er alveg Ijóst að við för- um ekki inn í fyrirtæki til að veikja þau heldur til að styrkja þau.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.