Morgunblaðið - 05.08.1999, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.08.1999, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Eftirgjöf Sharifs mótmælt 518 manns falla í loftárásum í lýðveldinu Kongó Kabila sakaður STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í 134 óbreyttir borgarar sagðir hafa fallið „Kabila efndi til sprengjuárásar klukkan tíu í morgun með súdönsk- um Antonov-flugvélum. Þessar sprengjur urðu 384 óbreyttum borgurum að bana og 134 her- mönnum,“ sagði Bemba. „Margir höfðu safnast saman í miðbæjun- um,“ bætti hann við. „Enginn átti von á þessu. Við héldum að það væri í gildi vopnahlé." Ekki eru nema þrír dagar siðan Bemba undirritaði samkomulag um vopnahlé sem náðist á fundum sex Afríkuríkja, sem aðild hafa átt að stríðinu, í Lusaka í Zambíu í síð- asta mánuði. Hann kvaðst hafa greint Frederick Chiluba, forseta Zambíu, sem hafði milligöngu um samkomulagið, frá árásunum. Bemba hafði hótað að rjúfa vopnahléið ef stærsta uppreisnar- hreyfingin í lýðveldinu Kóngó, RCD, undirritaði ekki vopna- hléssamkomulagið innan viku. Pakistan efndu til mótmæla víða um landið í gær til að fordæma þá ákvörðun Nawaz Sharifs for- sætisráðherra að verða við þeirri kröfu Indverja að skipa skærulið- um og pakistönskum hermönnum að fara af indverska yfirráða- svæðinu í Kasmír. Stjórnarand- stæðingarnir kröfðust einnig að- gerða til að bæta efnahagsá- standið í landinu. Stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans Ben- azir Bhutto sitja hér á bflum á mótmælafundi í Karachi. um gróf griðrof Kigali. Reuters, AP. UPPREISNARMENN í lýðveldinu Kongó sögðu í gær að a.m.k. 518 manns hefðu fallið í loftárásum súdanskra herflugvéla á tvö fiskiþorp í norðurhluta lýðveldisins Kongó. Kvaðst Jean-Pierre Bemba, leiðtogi Frels- ishreyfingar Kongó (MLC), sem nýtur stuðnings stjómvalda í Úganda, líta svo á að Laurent Kabila, forseti lýðveldisins Kongó, hefði með þessum mannskæðu árásum rofið vopnahlé sem samið var um í síðasta mánuði. Bemba sagði að rússneskar Ant- onov-flugvélar hefðu varpað átján sprengjum á þorpin Makanza og Bogbonga, sem standa við ána Kongó, um átta hundruð kílómetra norðaustur af Kinshasa, höfuðborg lýðveldisins Kongó. Súdanar eru grunaðir um að hafa veitt Kabila liðsinni sitt í borgarastríðinu í lýðveldinu Kongó, en því hefur súdanska stjórnin neitað. Ný framkvæmdastjórn ESB býr sig undir yflrheyrslur EÞ Prodi sagður þurfa að svara fyrir fyrri störf ESB var- ar Þjóð- verja við Brusscl, London. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) varaði þýzk stjórnvöld við því í gær, að þau væru skuldbundin til að heim- ila innflutning til Þýzkalands á brezku nautakjöti, með þeim skil- yrðum sem kveðið er á um í fyrri ákvörðun ESB um afnám banns við kjötútflutningi frá Bretlandi, sem staðið hafði í tæp þrjú ár. Andra Fischer, heilbrigðisráð- herra Þýzkalands, hafði áður sagt að þýzk stjómvöld myndu áfram banna sölu brezks nautakjöts til þýzkra neytenda, vegna ótta við að það væri enn ekki ömggt að það bæri ekki kúariðusmit, sem getur valdið Creutzfeldt-Jakob-heila- rýmunarsjúkdómnum í mönnum. Talsmaður framkvæmdastjóm- arinnar sagði í gær að hún myndi áfram leita málamiðlunar milli Breta og Þjóðverja í málinu. Brezk stjómvöld vom snögg að hóta „lög- fræðilegum aðgerðum", haldi Þjóð- verjar fast við að heimila ekki sölu á brezku nautakjöti. Rússar tilkynntu í gær, að þeir hefðu alls ekki i hyggju að afnema eigið bann við innflutningi brezks nautakjöts. Brussel. Reuters, Daily Telegraph. HINIR 19 væntanlegu meðlimir nýrrar framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins (ESB), sem Romano Prodi, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, mun fara fyr- ir, þurfa nú að hafa sig alla við til að búa sig undir yfirheyrslur Evr- ópuþingmanna yfir þeim. Evrópu- þingið (EÞ) þarf að leggja blessun sína yfir hina nýju framkvæmda- stjóm áður en hún getur tekið formlega við embætti. Eftir að hafa verið beittur mikl- um þrýstingi, einkum af hálfu þingmanna Evrópska þjóðar- flokksins (EPP) - stærsta þing- flokksins á Evrópuþinginu sem fulltrúar hófsamra hægriflokka úr öllum ESB-löndunum 15 eiga sæti í - hefur Prodi sjálfur fallizt á að mæta til að svara spurningum for- ystumanna Evrópuþingsins, strax og yfirheyrslum yfir hinum vænt- anlegu meðlimunum 19 á að vera lokið, 7. september nk. Prodi telur sig ekki vera skuld- bundinn til að mæta til sambæri- legrar „samþykktaryfirheyrslu“ og hinir meðlimir framkvæmdastjórn- arinnar, þar sem þingið var í maí sl. búið að samþykkja útnefningu hans. En þar sem nýtt Evrópuþing var kosið í júní og vægi pólitískra fylkinga breyttist þótti forystu- mönnum hins nýkjörna þings þeir eiga kröfu til þess að Prodi svaraði spumingum þeirra áður en þeir legðu blessun sína yfir hina nýju framkvæmdastjórn, sem á ekki sízt það hlutverk fyrir höndum, að „taka til“ í stjórnsýslu ESB eftir að fyrirrennaramir í framkvæmda- stjórn Jacques Santers neyddust til að segja allir af sér í marz sl. vegna spillingarásakana. Kostar embættismenn sumarfruð Samkvæmt frásögn The Daily Telegraph er sennilegt að spurn- ingarnar sem beint verður til Prod- is muni meðal annars snúast um þann tíma sem Prodi var yfirmaður Instituto die Riconstuzione Industriale (IRI), stærsta eignar- haldsfélagi ítalska ríkisins. Á árinu 1996 hélt saksóknari nokkur í Róm því fram, að matvælaframleiðslu- fyrirtækið Cirio-Bertolli-deRica hefði verið selt fyrir minna en hálf- virði, þegar Prodi stýrði IRI á ár- inu 1993. Þá verður Prodi einnig vafalaust spurður nánar út í valið á nokkrum væntanlegum liðsmönnum hans í framkvæmdastjóminni. Munu á Evrópuþinginu vera á lofti nokkrar efasemdir til dæmis um Frakkann Pascal Lamy, sem var einn af ráð- gjöfum Jaques Delors þegar hann fór fyrir framkvæmdastjórninni á árunum 1985-1994. Einnig munu þingmenn hafa eitt og annað við feril Loyole de Palacio að athuga. Hún var landbúnaðarráðherra Spánar en er ætlað að fara með samgöngu- og orkumál, auk þess að vera varaforseti framkvæmda- stjómarinnar og hafa umsjón með samskiptum við Evrópuþingið. Forystumenn Evrópuþingsins hafa heitið því að hinir tilvonandi framkvæmdastjórnarmeðlimir muni ekki verða teknir neinum vettlingatökum. Sumir þingmenn eru óánægðir með að ekki skuli vera fleiri en fimm konur í liðinu, en sennilegast er það þungvægast, að eftir kosningarnar í júní hafa hægrimenn undirtökin á þinginu en meirihluti hinna tilnefndu koma af vinstri væng stjómmálanna. Evrópuþingið hóf „yfirheyrslu- ferlið“ í vikunni með þvf að birta yfir 100 síðna spurningalista á Net- inu, sem ætlazt er til að hinir vænt- anlegu framkvæmdastjórnarmeð- limir svari skriflega fyrir 16. ágúst. Ljóst er að þetta veldur því að ófá- ir embættismenn framkvæmda- stjómarinnar verða að sjá af hefð- bundnu ágúst-sumarfríi sínu. „Heldurðu að við sendum bara framkvæmdastjórnarfulltrúunum spumingarnar og biðjum þá að skrifa þau svör sem þeim kemur fyrst í hug?,“ hefur Reuters eftir einum embættismanninum. Þetta er allt svolítið fáránlegt," sagði annar. „Gramir embættis- menn Evrópuþingsins, sem vildu frekar starfa fyrir framkvæmda- stjórnina, em látnir semja spurn- ingar sem embættismenn fram- kvæmdastjórnarinnar - sem vildu heldur vera í sumarfríi - þurfa að finna svör við.“ Raísa haldin hvítblæði RAISA Gorbatsjova, eiginkona Míkhaíls Gorbatsjovs, fyrrver- andi leiðtoga Sovétríkjanna, er haldin bráða- hvítblæði, að því er læknar á sjúkrahúsi í Munster í Þýskalandi greindu frá í gær. Raísa hefur dvalið þar síðan 26. júlí og gengst nú undir lyfjameðferð. Vegna sjúkdómsins og meðferðarinn- ar er hún þungt haldin. Lækn- ar gátu ekki veitt upplýsingar um hversu lengi meðferðin myndi vara. Gorbatsjov dvelur hjá Raísu í Miinster. Kennsl borin á öll líkin LÖGREGLA í Sviss greindi frá því í gær að kennsl hefðu verið borin á lík tuttugu þeirra sem fórust í ævintýraferð um Saxet-Bach árgljúfrið í Sviss 27. júlí sl. Eins er enn saknað. Þrettán þeirra sem fórust voru Ástralir, tveir voru Bretar, einn frá Nýja Sjálandi, tveir frá Suður-Áfríku og tveir frá Sviss. Loftárásir á Irak ÍRÖSK stjómvöld sögðu í gær einn hafa fallið í árás sem bandarískar orrustuflugvélar gerðu á hemaðarleg skotmörk í norðurhluta íraks, skammt frá borginni Mosul, eftir að Irakar skutu á vélarnar úr loft- vamarbyssum. Bandarísku flugvélamar, sem em af gerð- unum F-15 og F-16, vom í eft- irlitsflugi um flugbannsvæðið, sem Vesturlönd settu upp í kjölfar Persaflóastríðsins. Stjómvöld í írak lýstu því yfir í desember að þau myndu ekki virða bannsvæðin, sem eru yfir norður- og suðurhluta lands- ins. Bandarísku vélarnai’ snem allar heilar á húfi til bæki- stöðva sinna í gær. Tuttugasta barnið UNGVERSK kona eignaðist nýverið sitt tuttugasta bam, að því er þarlend blöð greindu frá í gær. Magdolna Fuzi er 43 ára og gekk fæðingin vel. Elsta barn hennar og eiginmanns hennar er 26 ára, og það næstyngsta þriggja ára. Hjón- in kváðust hafa ákveðið af trú- arlegum ástæðum að eignast svona mörg böm. Uppboð á eig- um Ceausescus RÚMLEGA 600 hlutir sem voru í eigu Nikolaís Ceausescus, fyrrverandi ein- ræðisherra í Rúmeníu, og Elenu eiginkonu hans, verða boðnir upp á mánudag, en nú eru tíu ár liðin síðan hjónin vom tekin af lífi. Meðal þess sem boðið verður upp em tveir svartir Buick-bflar, sem voru gjöf frá Richard Nixon, fyrr- verandi forseta Bandaríkjanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.