Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * Afrýjunarnefndin staðfestir úrskurð Samkeppnisráðs í meginatriðum Landssíminn vinnur að gerð nýrrar gjaldskrár Starfsár umboðsmanns barna árið 1998 Sífellt fleiri er- indi berast frá stjórn- völdum í NÝÚTKOMINNI skýrslu um- boðsmanns barna, Þórhödar Líndal, fyi-ir starfsárið 1998 kemur m.a. fram að skráð munnleg erindi til embættisins á árinu hafi verið 1.043. Er það tæp 40% aukning frá árinu 1997, en þá voru skráð munnleg er- indi 750. Flest erindanna vörðuðu vandamál barna og fullorðinna í kjölfar skönaðar og sambúðarslita, en einnig snerust þau um skólamál og málefni bamavemdar „í víðum sköningi," eins og Þórhildur orðar það í skýrslunni. „En ég vil taka fram að fæst þessara erinda varða beinlínis van: rækslu eða illa meðferð á bömum. I þeim tilvikum að embættinu berast tökynningar af slíkum toga, er þeim tafarlaust komið áfram tö barna- verndaryfirvalda í viðkomandi sveitarfélagi," segir hún. Skrifleg mál voru 55 á síðasta ári Þá kemur fram í skýrslunni að alls 55 skrifleg mál hafi verið til meðferðar hjá umboðsmanni bama á síðasta ári og að mörg þeirra hafi borist embættinu frá Alþingi eða stjórnvöldum. „Á árinu veitti ég 10 umsagnir um frumvörp og þingsá- lyktunartdlögur sem voru til með- ferðar í þinginu,“ segir Þórhildur m.a. „Ég hef lagt mig fram um að fylgjast mjög náið með allri mál- efnavinnu á Alþingi, sem varðar hagsmuni, þarfir og réttindi um- bjóðenda minna með beinum eða óbeinum hætti, og tel ég því bæði sjálfsagt og eðlilegt að Alþingi leiti eftir umsögn minni þegar það hef- ur mál til umfjöllunar sem varða sérstaklega börn og unglinga." Önnur skrifleg erindi sem emb- ættið fékkst við á síðasta ári sner- ust m.a. um umfjöllun fjölmiðla um böm, hedsufar þeirra, aðbúnað og næringu svo dæmi séu tekin. „Ein- staklingserindi heyra nú til undan- tekninga, en þau erindi einstak- linga sem ég tek fyrir eru þá nán- ast eingöngu frá börnum." Sem dæmi um slíkt erindi er mál er varðar höfnun á umsókn um menntunarmeðlag. í ÚRSKURÐI áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli Landssím- ans gegn samkeppnisráði kemur fram að Landssími íslands hf. hafi einstæða yfirburðaaðstöðu í síma- þjónustu hérlendis. Samkeppnisráð hafði í úrskurði sínum í júní síðast- liðnum lagt til við samgönguráð- herra að hann hlutaðist til um að stofnað yrði sérstakt dótturfyrir- tæki um rekstur GSM-þjónustu Landssímans. í úrskurði áfrýjunar- nefndar segir að svo lengi sem GSM-þjónusta Landssímans sé rek- in sem hluti af Landssíma Islands skuli félagið árlega senda Sam- keppnisstofnun áritaða yfirlýsingu löggilts endurskoðanda um uppgjör fyrir GSM-þjónustu Landssímans. Landssíminn ætlar að vinna nýja gjaldskrá þar sem áskriftarflokkar verða byggðir á nýjum kostnaðarút- reikningum. Talsmaður Landssím- ans segir að sé það ásetningur sam- keppnisyfirvalda að banna Lands- símanum að bjóða viðskiptavinum sínum mismunandi áskriftarleiðir fyrir mismunandi notkun verði látið á það reyna fyrir dómstólum. I úrskurðinum segir að stórnot- endaáskrift og mánaðarlegur af- sláttur af verði í GSM-þjónustu Landssímans eigi sér enga hlið- stæðu á öðrum þjónustusviðum fyr- irtækisins. Landssíminn hafi tekið þessa ákvörðun án þess að fyrir lægi nokkur kostnaðarútreikningur um áætlaðan spamað og hagnað Lands- síma íslands og þá hafi fyrirtækið heldur ekki lagt fram fuönægjandi gögn í þá veru þótt eftir væri leitað. Landssíminn hafi ekki gefið fram- bærilegar skýringar á því hvers vegna afslátturinn sé svo miklu minni í NMT-þjónustu en GSM- þjónustu. Hér hafi verið um athöfn að ræða sem hafi haft skaðleg áhrif á samkeppni. Áfrýjunamefndin staðfestir því bindandi fyrirmæli samkeppnisráðs um að stjórnendur Landssímans felli umræddan magn- afslátt úr gildi. „Við erum að meta úrskurðinn og þau áhrif sem hann hefur og heldur snemmt að segja til um hver viðbrögð okkar verði,“ segir Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans. „Samkvæmt úrskurðinum er stórnotendaáskrift og magnafsláttur í núverandi formi óheimill frá og með 1. september. Samkeppnisyfir- völd kvarta undan því að það fyrir- komulag að veita afslátt vegna mik- illa viðskipta, sem er nú reyndar við- haft hjá öllum farsímafyrirtækjum í Evrópu sem við þekkjum tö, sé ekki stutt nægjanlegum útreikningum. Við höfum í þessu efni fyrst og fremst farið eftir því sem tíðkast hjá öðrum farsímafyrirtækjum í ná- gi-annalöndunum og þykir þar eðli- legt. Við ætlum í þessu ljósi að vinna nýja gjaldskrá þar sem áskriftar- flokkar verða byggðir á nýjum kostnaðarútreikningum. Við erum staðráðin í því að okkar viðskipta- vinir fái að njóta sambærilegra kjara og viðskiptaskilmála og við- skiptavinir annarra farsímafyrir- tækja í Evrópu. Við höfum ekki lagt endanlegt mat á það hvort þessi úr- skurður torveldi það en ef það er ásetningur samkeppnisyfii'valda að Landssímanum eigi einu evrópskra farsímafyrirtækja að vera óheimilt að hafa mismunandi áskriftarleiðir fyrir viðskiptavini með mismunandi notkun þá getum við ekki unað við það og slíkt myndum við láta reyna á fyrir dómstólum,“ segir Ólafur. Varðandi stjórnunarlegan að- skilnað sem farið er fram á í úr- skurði áfrýjunarnefndarinnar segir Ólafur að Landssíminn telji sig í raun hafa náð honum fram með nýju skipuriti. Hann segir að Landssím- inn telji einnig að þau mál hafi verið í lagi sem snúi að því að trúnaðar- upplýsingar frá Taö berist ekki GSM-deild Landssímans. „Það er kannski ástæða til að auka traust og trúverðugleika í þeim samskiptum með því að við setjum okkm- skýrar starfsreglur í því efni sem við kynn- um viðskiptavinum okkar og sam- keppnisyfirvöldum," segir Ólafur. Snorra- verkefni lokið HÉR á landi hafa í 6 vikur dvalið ungmenni frá Kanada og Bandaríkjunum sem þátttakendur eru í svonefndu Snorra-verkefni. Norræna félagið og Þjóðræknisfélag íslendinga standa að framkvæmd verkefnisins sem stuðlar að auknum tengslum við ungt fólk af íslenskum uppruna frá téðum löndum. Landafundanefnd styrkti verkefnið auk tuttugu fyrirtækja. Ungmennin þáðu boð forseta Islands um heimsókn að Bessastöðum á laugardaginn en á sunnudaginn lauk dvöl þeirra hér. Samkvæmt upplýsingum Óðins Albertssonar starfsmanns Norræna félagsins hefur dagskrá verkefnisins verið mjög fjölbreylt. „Þau dvöldu fjórar vikur í heimabyggð forfeðranna eftir kynningarviku hér í Reykjavík," segir hann og bætir við að síðustu vikuna hafi þau farið í ævintýraferð um landið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ungmenni af íslenskum uppruna frá Kanada og Bandarikjunum heimsóttu á laugardaginn forseta íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson. Með á myndinni eru starfsmenn Norræna félagsins, Oðinn Albertsson og Margrét Pétursdóttir. Vísitasían hefst í Möðrudal ÓLAFUR Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri hinn 13. ágúst sl., 84 ára að aldri. Ólafur fæddist 4. ágúst 1915 í Reykja- vík, sonur Sigurðar Guðmundssonar, kennara og síðar skólameistara Menntaskólans á Akureyri, og Halldóru Ólafsdóttur húsfreyju. Ólafur lauk læknis- prófi frá Háskóla ís- lands 1941. Hann stundaði framhaldsnám í lyflæknis- fræði við Duke University Hospital í Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum 1943-45 og á sjúkrahúsum í Lundúnum 1949-51. Ólafur starfaði sem læknir á Akureyri 1945-49 og 1951-53 og í Reykjavík um nokk- urra mánaða skeið 1951. Hann var yfir- læknir við lyflækn- ingadeöd FSA frá 1954 til 1985. Ólafur var formaður Hjarta- og æðavemd- arfélags Akureyrar frá stofnun 1964 og for- maður læknaráðs FSA frá stofnun þess 1976 tö 1980. Hann var heiðursfélagi í Lækna- félagi íslands, Lyf- læknafélagi Islands og í Læknafélagi Akureyrar. Eftirlifandi kona Olafs er Anna Björnsdóttir og áttu þau saman tvö börn. Ólafur átti eitt barn fyrir hjónaband. GERÐ fjárlaga var rædd á ríkis- stjómarfundi í síðustu viku. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að fjárlagagerðin taki mið af stjómar- sáttmálanum. „Stjórnarsáttmálinn tekur tö alls kjörtímabösins og það verður að fara eftir fjárlögum á því kjörtíma- bili. Við erum að feta okkur áfram í þessu. Það em mörg markmið í þessum stjómarsáttmála og líka í ályktun landsfundar Sjálfstæðis- flokksins í vor. Núna tel ég mikö- vægasta markmiðið að halda vel ut- an um stjórn efnahagsmála og brýnast í mínum huga er það verk- efni sem snýr að þætti ríkisfjármála í stjóm efnahagsmála. Menn geta síðan lesið það sem þeir vilja út úr því,“ segir Geir. Einstakir þættir ekki ræddir Aðspurður um einstaka þætti frumvarpsins, þar á meðal örorku- bætur, tekjutryggingu og eööífeyri, en á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vor var meðal annars samþykkt ályktun um afnám tekjutengingar lífeyrisgreiðslna almannatrygginga, auk þess sem t.d. heilbrigðisráð- herra lýsti því yfir að örorkubætur hefðu ekki hækkað nægjanlega mikið á undanfömum árum, kvaðst ráðherra ekki vilja tjá sig um ein- staka þætti frumvarpsins. Engu sé hægt að svara um innihald fjórlag- anna á þessu stigi undirbúnings þeirra, annað en að þau séu á hefð- bundnu róli miðað við árstíma og það vinnuferö sem að baki þeim liggur. „Það er ekki eðlilegt að svara til um einstaka þætti eða málaflokka í fjárlagafrumvarpinu. Hlutirnir hafa sinn gang og síðan verða menn að bíða til 1. október til að sjá hvað í fjárlögum stendur,“ seg- ir Geir. FYRSTA guðsþjónusta biskups ís- lands, Karls Sigurbjörnssonai', á vísitasíuferð sinni um Múla- og Aust- fjarðaprófastsdæmi verður í Möðru- dalskirkju í kvöld. í framhaldi af guðsþjónustunni verður síðan fund- ur með kirkjubóndanum. Á morgun hittir biskup prófast og sóknarprest að Hofi í Vopnafirði, hefur guðsþjónustu í Hofskirkju kl. 13 og í Vopnafjarðarkirkju um kvöldið eftir fund með sóknarnefnd- inni. Á fimmtudag verður biskup á Fljótsdalshéraði. Þá em þrjár mess- ur, sú fyrsta í Kirkjubæjarkirkju kl. 14, síðan í Hjaltastaðakirkju kl. 17 og kl. 20.30 er messa í Eiðakirkju. Á föstudagskvöld verður messað í Bakkagerðiskirkju en fyrr um dag- inn heimsækir biskup Desjarmýri og messar í Húsavík. Aös messar Karl Sigurbjörnsson 37 sinnum í þessari vísitasíuferð sinni og heldur fjölmarga fundi með sóknarnefndum og prestum pró- fastsdæmanna. Andlát OLAFUR SIGURÐSSON Ólafur Sigurðsson Gerð fjárlaga í undirbúningi „Halda þarf vel um stjórn efnahagsmála“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.