Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Minningar Eichmanns „Það er hugsanlegt að úlfaldinn frægi kom- ist gegnum nálaraugað, en það var óhugs- andi að ég hefði ekki fylgt skipunum sem mér höfðu verið gefnar. “ Adolf Eichmann: Endurminningar mínar. Getur það verið glæp- ur að hugsa ekki? ,Að hlýða skipunum var mér mikilvæg- ara en allt annað. Vera má, að þetta sé mörgum Þjóðverjum í blóð borið,“ skrif- aði Adolf Eichmann meðal ann- ars í endurminningum sínum, sem þýska blaðið Die Welt hef- ur birt brot úr. Með þessum hætti reyndi Eichmann að út- skýra þátttöku sína í morðum nasistastjórnarinnar í Þýska- landi á um sex milljónum gyð- inga. Spurningin um það hvað manni beri að gera, og hvað maður megi alls ekki gera eru sennilega erfíðustu spurningar sem maður glímir við. Kannski dettur manni í VIÐHORF Eftir Kristján G. Amgrímsson hug að Eich- mann hafi svarað þessum spurningum rangt, og þess vegna gert það sem hann gerði, en það viðhorf fæli í sér að til hljóti að vera hin einu réttu svör, og það er ólík- legt. Ekki er þó vafi á, að það sem Eichmann gerði var rangt. En það sem leiddi til þess var kannski ekki endilega það að hann væri í eðli sínu illmenni, heldur fremur það, að hann virti áðurnefndar spurningar gjör- samlega að vettugi. En kannski er slíkt einmitt einkenni siðleys- is og illmennsku. Ekki endilega að hann hafi beinlínis svarað þessum spurn- ingum rangt. Fremur að senni- lega hafi hann aldrei spurt sjálf- an sig þeirra. Sennilega hefur það aldrei svo mikið sem hvarfl- að að honum, að honum bæri að svara þessum spurningum sjálf- Nema honum hafi kannski farið að detta það í hug eftirá, þegar hann sat í fangelsi í Jer- úsalem og skrifaði þessar end- urminningar. Hannah Arendt skrifaði um- deilda bók um réttarhöldin yfir Eichmann, Eichmann í Jerúsal- em, þar sem hún fjallaði um svonefnda „flatneskju illskunn- ar“. Það er að segja, illska Eich- manns, sýndist henni, var helst fólgin í því, að hann virtist ekk- ert hugsa um réttmæti eða óréttmæti gjörða sinna. Hann gerði bara eins og hon- um var sagt. Ekki endilega að hann hafi hugsað rangt. Og það er alls ekki þar með sagt, að úr því hugsun hans var ekki bein- línis röng þá hljóti hún að hafa verið rétt. Fremur virðist sem hann hafi yfirleitt ekki hugsað neitt. Hinn algeri flathugi. En kannski er það í sjálfu sér rangt að hugsa ekki neitt. Einn dálkahöfunda Die Welt heldur því fram, að endurminn- ingar Eichmanns dragi senni- lega ekkert nýtt fram í dags- ljósið. Það sé enginn leyndar- dómur falinn „á bak við þetta andlit illskunnar". Eichmann sé „enn flatur“. Die Welt segir að 127 blað- síðna, handskrifaðar endur- minningar Eichmanns hafi fundist í miðstöð er rannsakar stríðsglæpi nasista og er í bæn- um Ludwigsburg í Suður- Þýskalandi. ísraelar greindu frá því í síðustu viku að þeir myndu gera opinberar endurminningar sem Eichmann mun hafa skrif- að eftir að hann var handtekinn, alls tólf til þrettán hundruð handskrifaðar, illlæsilegar síð- ur, sem nú eru geymdar í ísra- elska þjóðskjalasafninu. Skjölin í Ludwigsburg eru ljósrit, en nokkrir þýskir sagn- fræðingar hafa staðfest að þau séu ekta, og fjölskylda Eich- manns hefur ekki vefengt þau. Virðist sem um sé að ræða inn- gang að eða samantekt á því sem fram kemur í skjölunum sem eru í ísrael. „Frá barnæsku var hlýðni nokkuð sem ég gat ekki losnað við. Þegar ég gekk í herinn, 27 ára gamall, var hlýðni mér ekk- ert erfiðari en hún hafði verið mér í lífinu fram að því. Það var óhugsandi að ég myndi ekki fylgja þeim skipunum sem mér voru gefnar," skrifaði Eich- mann. Sagnfræðingurinn Hans Mommsen sagði ekki leika nokkurn vafa á því að skjölin, er Die Welt segir hafa fundist í Ludwigsburg, séu ekta. Þau séu styttri sjálfsævisöguleg drög að skjölunum sem séu í Israel. Eichmann hélt áfram: „Þegar ég nú lít til baka geri ég mér grein fyrir því, að líf er byggist á hlýðni og því að fylgja skipun- um er mjög þægilegt líf. Slíkt líf gerir nánast að engu þörfina á að maður hugsi sjálfur.“ Eichmann flýði til Argentínu 1946, en ísraelskir leyniþjón- ustumenn handsömuðu hann í Buenos Aires 1960 og fluttu til Israels. Þar var hann dreginn fyrir dómstóla og dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mann- kyninu. Johann-Michael Möller, rit- stjóri Die Welt, sagði að blaðið hefði komist á snoðir um að skjölin væru í Ludwigsburg þegar heimildarmaður, sem ekki hefði látið nafns síns getið, hefði haft samband við blaðið. Eichmann skrifaði á ævisögu- blöðunum að hlýðni hafi verið sér svo eindregið í blóð borin, að þegar nasistar voru ofurliði bornir hafi hann íyllst skelfingu vegna þess að hann sá fram á, að hann þyrfti að lifa lífinu án þess að geta hlýtt skipunum. „Ég gat með engu móti lifað líf- inu á mínum eigin forsendum, og fylltist miklu þunglyndi." Fréttaskýrandi The New York Times segir líklegt að skrif Eiehmanns snerti við- kvæma strengi í Þýskalandi, þar sem tengslin á milli skipu- lags og frelsis, frumkvæðis og hlýðni, séu ákaflega umdeild, og þýskt samfélag sé að ýmsu leyti enn markað af ósveigjanlegum hugsunarhætti embættismanns- ins, sem telur skipanir meira um verðar en frumkvæði. Svo er bara að sjá hvort þess- ar endurminningar Eichmanns reynast raunverulegri en hinar fölsuðu endurminningar Hitlers, sem þýskir fjölmiðlar gleyptu við hérna um árið og kostuðu auk þess nokkrar fræðimanna- ærur. JÓNA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR + Jóna Sigríður Gísladóttir fæddist í Rauðseyj- um á Breiðafirði 8. janúar 1909. Hún lést á Landspitalan- um 6. ágúsl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jdna Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 30. júní 1867, d. 16. jan- úar 1909, og Gísli Bergsveinsson, f. 13. júlí 1877, d. 15. maí 1939. Alsystkini Jónu eru: Ingveld- ur, f. 4. apríl 1904, og Lárus Ágúst, f. 17. ágúst 1905, d. 2. nóvember 1990. Seinni kona Gisla og stjúpmóðir Jónu er Magðalena Lára Kristjánsdótt- ir, f. 13. nóvember 1897. Hálf- systkini Jónu eru: Svava, f. 13. september 1915, d. 22. janúar 1920, Kristinn Breiðfjörð, f. 9. október 1919, Bergsveinn BreiðQörð, f. 22. júní 1921, Svava, f. 11. september 1922, d. 16. desember 1997, Kristjana, f. 23. janúar 1925. Barnsfaðir Jónu er Kjartan Ólafs- son, f. 6. mars 1895, d. 22. september 1971. Dóttir Jónu er Valdís, f. 17. júlí 1938, maki Arnfinn- ur Bertelsson. Börn Valdísar eru: Sig- rún, f. 10. nóvember 1959; Arndís Vala, f. 13. febrúar 1971; Kjartan, f. 21. apríl 1973; og Bertel Ingi, f. 29. nóvember 1976. Jóna starfaði sem saumakona og rak eigin saumastofu í Reykjavík. Einnig vann hún á Hótel Sögu. Utför Jónu Sigríðar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er komið að leiðarlokum hjá elskulegri systur minni. Langar mig að minnast hennar örfáum orðum. Móðir Jónu kom hart niður við fæðinguna. Farið var eftir meðul- um til Stykkishólms, en þangað er löng og seinfarin leið á litlum segl- bátum um hávetur. Ekki tókst að bjarga lífi hennar og lifði hún að- eins átta daga eftir barnsburðinn ogdó 16.1. 1909. Hlaut litla stúlkan nafn móður sinnar og var skírð Jóna Sigríður. Jóna fékk ígerð í naflastreng og var mikið veik í marga daga. Sótt voru meðul til Flateyjar og unnu þau bug á veikindunum. Það reyndi því mikið á þessa litlu stúlku, sem nú leit heiminn í fyrsta sinn. Jóna ólst upp hjá föður sínum, sem nú var orðinn ekkjumaður. Fyrir voru á heimilinu tvö eldri systkini Jónu. Með hjálp góðra kvenna, sem voru á heimilinu, dafnaði litla stúlkan brátt. Gísli faðir Jónu giftist seinni konu sinni, Magðalenu Láru Kristjánsdóttur, hinn 24.7. 1914. Magðalena Lára lifir enn í hárri elli. Þegar Jóna stálpast gekk hún í öll venjuleg störf, sem börn voru látin vinna í eyjunum, reka kýr, sækja vatn í brunninn, rifja flekki og svo síðar meir að liggja við í út- eyjum við slátt og burð á heyi. Stundum var skroppið með pabba í flyðrulegu út. fyrir Norðurstykk- ið í Rauðseyjum en þá vöndust liðléttingar við að fara með ár, því engar vélar voru komnar í bát- SIGRÍÐUR KRAGH + Sigríður Kragh fæddist í Hafn- arfirði 21. október 1913. Hún lést á dvalarheimili aldr- aðra í Seljahlíð 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingi- björg Ólafsdóttir, húsmóðir, og Þor- steinn Sigmunds- son, sjómaður. Sig- ríður átti bróður, Ólaf, verslunar- mann, f. 1915, d. í október 1993. Sigríður var gift Sveini G.Á. Kragh, fyrrv. stöðvarstjóra hjá Landsvirkjun. Sveinn, sem lést í júní 1996, var sonur hjónanna Hans Madsen Kragh, símvirkja frá Danmörku, og Kristólinu Kragh, hárgreiðslumeistara. Sigríður og Sveinn eignuðust tvö börn, Þorstein Inga, vél- fræðing, f. 15. desember 1936, og Línu, tannsmið og verslun- armann, f. 26. ágúst 1938, d. októ- ber, 1992. Kona Þorsteins Inga er Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlk- ur og skjalaþýð- andi. Þorsteinn á þrjú börn frá fyrra hjónabandi og Lína eignaðist fjögur börn. Sigríður lauk prófi frá Kvenna- skólanum í Reykja- vík og hóf síðan verslunarstörf. Síð- ar hélt hún til náms í Kaup- mannahöfn 1 háriðn. Með hús- móðurstörfum sinum vann Sig- ríður um margra ára skeið í verslun dóttur sinnar. Sigríður var virk í ýmsum félagsstörf- um, m.a. í Oddfellowreglunni og Rauða krossi íslands. Utför Sigríðar verður gerð frá Seljakirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdamóðir mín, Sigríður Kragh, lést í dvalarheimili aldr- aðra, Seljahlíð, Reykjavík, hinn 8. ágúst sl., eftir erfið veikindi. Með Sigríði er gengin elskuleg, stór- lynd kona sem skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni. Ég kynntist Sigríði og Sveini heitnum, eiginmanni hennar, fyrir liðlega 22 árum. Þau höfðu búið sér glæsilegt heimili að Sólvangi við Rafstöð í blómlegum Elliðaár- dalnum en þar bjuggu þau um 50 ára skeið, fýrst í bústað vélstjóra og síðan í húsi sem þau byggðu sér á sjöunda áratugnum. Sigríður kveður að sumri þegar garðurinn hennar að Sólvangi er í miklum blóma og trén skarta þungum lauf- krónum - svona eins og í kveðju- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ana í Rauðseyjum á þessum árum. Árið 1927 fluttust þau Gísli og Magðalena með fjölskylduna inn í Akureyjar. Um það leyti verður mikil breyting á lífi Jónu, hún er nú orðin 18 ára og farin að hugsa sjálf um framtíð sína. Um veturinn fer hún til Flateyjar og fær þar til- sögn í saumaskap en er heima um sumarið. Veturinn 1928-29 fer Jóna á Hvítárbakkaskóla. Eftir þann vetur er útþráin búin að ná tökum á henni og næst liggur leið- in til Reykjavíkur þar sem hún lærir saumaskap. Var það síðan aðalstarf Jónu. Hún vinnur á saumastofum bæði við saum á kven- og karlmannsfötum í nokkur ár og rekur síðar sjálfstæða saumastofu á heimili sínu. Jóna var glögg á snið og frágang á þeim fötum sem hún snéið og saumaði enda listfeng að upplagi og fór dá- lítið með liti og útsaum í frístund- um sínum. Eftir að Jóna hætti rekstri saumastofu sinnar vann hún um alllangt skeið í eldhúsi Hótels Sögu. Jóna leigði í Reykjavík í mörg ár en um 1960 eignaðist hún sína eig- in íbúð á Lauganesvegi 64 þar sem hún bjó þar til hún fluttist í íbúð fyrir aldraða á Dalbraut þar sem hún átti heima síðustu árin. Það er mikil vöntun ungu bami þegar engar móðurhendur annast það fyrstu árin í lífi þess. Hafa þessi fyrstu ár í lífi Jónu ef til vill að einhverju leyti mótað skaphöfn hennar og blundað í lífi hennar sem einmanaleiki. Jóna var hlýr og góður persónuleiki, glaðlynd í góðra vina hópi en hlédræg og ómannblendin og sótti lítið manna- mót eða aðrar skemmtanir. Hún lifði kyrrlátu lífi og var ávallt reiðubúin að aðstoða og hjálpa öðr- um ef til hennar var leitað. Valdísi og öðrum aðstandendum votta ég samúð og veit að sá sem stjórnar lífinu tekur á móti Jónu með kærleik og flytur til fegurri heima. Þinn bróðir, Bergsveinn Breiðfjörð. skyni. Garðurinn var stolt þeirra hjóna og á þessum tímamótum birtast mér enn betur en ella merki þeirrar alúðar og miklu vinnu sem þau lögðu í garðinn sinn. Glæsileg, stolt trén undir- strika lífshlaup sem nú er lokið en lifir hjá okkur hinum í endurminn- ingunni um góða konu sem er farin til fundar við skapara sinn. Sigríður var stórlynd kona sem hafði mjög ákveðnar skoðanir á málefnum dagsins. Hún fór sér hægt í að koma þeim á framfæri en brást fljótt við þegar mál voru borin undir hana og álits leitað. Við áttum margar skemmtilegar samræður, m.a. um stjórnmál og jafnréttismál, og þótt við værum ekki alltaf sammála komumst við yfirleitt að niðurstöðu sem var þol- anleg báðum. Hvor um sig hefur eflaust talið sig hafa sannfært hina! Sigríður hefði orðið 86 ára á þessu ári hefði henni enst aldur og í öllum minningarbrotunum, sem hrannast upp, sé ég konu sem lifði miklar breytingar í íslensku þjóð- félagi. Hún var barn síns tíma, kynslóðarinnar sem fæddist rétt eftir aldamótin, kona sem nálgað- ist breytta tíma með miklum skiln- ingi - jafnvel þótt henni líkuðu ekki alltaf breytingarnar og fyndust þær stundum gerast of hratt. Sigríður var gestrisin og mikil félagsvera. Hún lagði gjörva hönd á plóginn á ýmsum sviðum, m.a. í Oddfellow-reglunni og í Kvenna- deild Rauða kross Islands. Hún var boðin og búin þegar til hennar var leitað og taldi sig aldrei skorta tíma til að veita öðrum liðsinni. Ég kveð Sigríði með þakklæti. Hún opnaði mér dyr heimilisins og bauð mig velkomna. Hún skapaði fjölskyldu sinni hlýjan íverustað þar sem alltaf var gott að koma. Guð blessi minningu hennar. Ellen Ingvadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.