Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 47 INGA ERLENDS- DÓTTIR + Inga Erlendsdóttir fæddist á Auðólfsstöðum í Langadal 29. október 1910. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 15. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey að ósk hinnar iátnu. Við kynnumst mörgu fólki á lífsleið okkar, sumir stoppa stutt við, og aðr- ir lengur. Stundum hittum við fólk sem skilur eftir eitthvað í hjarta okk- ar, huga, sem situr eftir og verður hluti af því sem gerir okkur að þeirri manneskju sem við erum. Ég er ein- staklega lánsamur að hafa átt svo- leiðis manneskju í henni Ingu ömmu minni. Hún var ekki persóna sem reyndi alltaf að vera í sviðsljósinu, þó hún hafi lifað einstöku lífi, menntuð til dæmis í erlendum háskóla, þegar það var ekki algengt meðal Islend- inga, hvað þá íslenskra kvenna. Heimilið sem hún byggði með Borgþóri afa mínum var einstakt, fullt af ást, kærleika og ró. Jafnvei þegar við barnabörnin komum í heimsókn og settum allt á annan end- ann. Ég man eftir indjánaleik okkar frændanna þar sem ölí dýrindis and- litsmálning ömmu var notuð til að gera leikinn raunverulegri. Afi hló, og amma hristi höfuðið og hitaði te handa okkur villingunum. Hin seinni ár eftir að indjánaleikjunum fækkaði var alltaf gaman að setjast niður hjá ömmu og ræða um alla heima og geima, og í hvert skipti kom hún mér á óvart hve einstakur hugur hún var þó líkaminn væri farinn að gefa sig. Þegar afi lá á dánarbeði sýndi amma okkur í fjölskyldunni hve sterk hún raunverulega var. Ég mun aldrei gleyma þegar ég sá hana kveðja afa. Þá rann upp fyrir mér í íyrsta skipti að þau voru ekki bara amma og afi, heldur líka tveir einstaklingar sem elskuðu hvort annað. Það kenndi amma mér að ástin er eilíf. Nú sitja þau á skýi, brosandi, hönd í hönd hún amma og afi minn og fýlgjast með okkur hinum sem erum hér eftir, eins og þau gerðu í lifanda lífi. Guðjón Þór Erlendsson. Handrit afraælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.Í8) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg SOLSTEINAK 564 3555 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 MINNINGAR t Eiginkona mín, SIGURJÓNA SIGURJÓNSDÓTTiR, Syðra-Langholti, lést á Landspítalanum laugardaginn 14. ágúst. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þórður Þórðarson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐNI V. BJÖRNSSON vörubifreiðastjóri, Heiðvangi 12, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag, þriðjudaginn 17. ágúst, kl. 15.00. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HREFNA GUNNLAUGSDÓTTIR sjúkraliði, andaðist miðvikudaginn 11. ágúst á Hjúkrunarheimilinu Skógabæ, Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Gunnlaugur Rafn Traustason, Kristín Halla Daníelsdóttir, Jóhann Frímann Traustason, Sigrún Sætran Þorsteinsdóttir, Páll Geir Traustason, Sigríður Bjarney Karlsdóttir, Birna Dís Traustadóttir, Emil Karl Bjarnason, Davíð Freyr Traustason, Kimie Birk og barnabön. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN HANNESDÓTTIR frá Bíldudal, lést miðvikudaginn 11. ágúst á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Hannes Friðriksson, Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir, Valdemar Friðriksson, Guðbjörg O. Guðnadóttir, Agnar Friðriksson, Ingunn Hjaltadóttir, Guðbjörg Friðriksdóttir, Runólfur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar, KRISTMUNDUR GUÐBRANDSSON fyrrverandi bóndi, Skógskoti, Dalasýslu, lést á dvalarheimilinu Barmahlíð föstudaginn 13. ágúst. Útförin fer fram frá Kvennabrekkukirkju laug- ardaginn 21. ágúst kl. 14.00. Guðríður Guðbrandsdóttir, Guðrún Guðbrandsdóttir, Sigurbjörn Guðbrandsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, THEODÓR FRÍMANN EINARSSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður Vallarbraut 3, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 19. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hallbjörg Gunnarsdóttir, Björn Guðnason, Steinunn Ólafsdóttir, Gunnar Guðnason, Guðrún Tryggvadóttir, Guðjón Guðnason, Hafdís Ólafsdóttir, Grétar Guðnason, Edda Arinbjarnardóttir, Guðni Guðnason, Jenný Guðmundsdóttir, María Jóna Guðnadóttir, Hallgrímur Smári Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN H.G. NORÐDAHL, FRÍÐA, Furugrund 79, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Guðmundur E. Norðdahl, Helga Jörgensen, Elliði Norðdahl, Drífa Lárusdóttir, Gylfi Norðdahl, barnabörn og barnabarnabörn. <r t Við sendum hugheilar þakkir öllum þeim sem studdu okkur af hlýhug og samúð vegna and- láts ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, bróður og mágs, KRISTJÁNS G. HALLDÓRSSONAR KJARTANSSONAR. Sérstakar þakkir sendum við læknum, hjúkru- narfólki gjörgæsludeildar Sjúkrahúss Reykjaví- kur og Gunnari Matthíassyni sjúkrahúspresti, fyrir alla þeirra alúð og umhyggju við Kristján og fjölskyldu Iðunn Björnsdóttir, Edda Birna K. Kjartansson, Magnús Gústafsson, Birna M. Gústafsson, Halldór K. Kjartansson, Björn K. Kjartansson, Áslaug H. Kjartansson, Björn Björnsson. t Innilegar þakkir fyrir alla auðsýnda vinsemd og samúð við andlát okkar hjartkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR frá Dröngum, Borgarholtsbraut 27, Kópavogi. Valborg V. Emilsdóttir, Ólafur Kristinn Guðmundsson, Herdís Jónsdóttir, Kristjana Emilía Guðmundsdóttir, Jón Hilberg Sigurðsson, Unnsteinn Guðmundsson, Hildigerður Skaftadóttir, Rósa V. Guðmundsdóttir, Kári Þórðarson, Kristín Björk Guðmundsdóttir, Friðbjörn Örn Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. í Ragnhildur Theodórsdóttir, Ólafur Bragi Theodórsson, Júlía Baldursdóttir, Ester Lind Theodórsdóttir, Hervar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, RÓSA BJÖRNSDÓTTIR, síðast til heimilis á Vesturgötu 7, Reykjavík, lést föstudaginn 13. ágúst. Hún verður jarðsungin í kirkju Óháða safnaðarins fimmtudaginn 26. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd vina og annarra aðstandenda, Drífa, Fjaiar, Freyja og Harpa. t Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra EYJÓLFS SVERRISSONAR, Hraunbæ 168, Reykjavík. Margrét Jóhannsdóttir, Ellen Klara Eyjólfsdóttir, Jónas Gunnarsson, Jóhanna Lára Eyjólfsdóttir, Garðar Jónsson, Sverrir Eyjólfsson, Ólöf María Jóhannsdóttir, Guðrún S. Sverrisdóttir og fjölskyldur. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.