Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 45 Um hann má líklega segja, að hann hafí verið alla stund að yrkja, enda þótt hann áliti sumt af því ekki þess virði að koma því á pappír. Og formtilraunir var hann sífellt að gera, það veit ég. Gaman er að til- brigðum hans við íslenzku ferskeytl- una í sjötta þætti af „Vogsósaglett- um“ (1981). Og ekki er lengra síðan en í fyrra, að hann gerði enn eina formtilraunina, og um hana ræddi hann við mig sem leyndarmál, enda þótt ég gerist nú sá ódrengur að kjafta frá því: Hann lagði í það að yrkja undir „nýju og áður óþekktu" ljóðformi það sem hann nefndi „risp- ur“, mjög knöppu formi og að sínu leyti sem íslenzka hliðstæðu við hina japönsku „hæku“. Enga af þessum „rispum“ hans á ég í fórum mínum, því miður. En þær eru meðal þeirra ljóða, sem eftir Ki-istin liggja að hon- um látnum og þurfa að komast á prent við tækifæri. I þessum orðfáu stefjum tjáði hann hug sinn að leið- arlokum. Og það er eins og mig minni, að í einhverjum þeirra hafí kennt þreytu gamals manns, sem farinn var að finna fyrir dvínandi lík- amshreysti, en þurfti að búa við óþægilegan hvin nætur sem daga frá flugvélagný, sökum þess að fólk með úreltan hugsunarhátt heldur að það sé brýn lífsnauðsyn að hafa flug- brautir inní miðju þéttbýli. Óteljandi eru þær minningar sem ég á um Kristin eftir nærfellt sextíu ára viðkynningu, bæði frá samstarfi að félagsmálum og samvinnu við prófarkalestur að flestum bókum hans. Og ekki má gleyma því, hversu skemmtilegur hann var á góðum stundum í vinahópi, þegar góður matur og gott vín var á borðum. Mér eru minnisstæðar slíkar stundir, t.d. frá Moskvuborg sumai-ið 1957, er saman voru komnir rithöfundar frá flestum heimshornum og með ærið sundurleitar skoðanir og viðhorf til bókmennta og stjórnmála. Vonandi, að KGB hafi tekið það allt upp á seg- ulbönd sér til andlegrar heilsubótar. En nú eru allar gleðistundirnar löngu liðnar og ævistarfið orðið að sögu; framtíðin ein er fær um að fella dóm á verkin. Símtölin skemmtilegu um þá Reykjavík sem var, þau verða ekki fleiri. Fallega rithöndin sem árit> aði bækurnar mundar ekki pentskúf- inn framar, framkallar ekki fleiri tóna úr djúpi hljómborðsins. Hvernig á að kveðja sh'kan mann? spyr ég sjálfan mig og viðurkenni að ég kann það ekki. En upp í huga minn kemur samt ljóð eitt, er hann orti síðsumars 1954 við andlát kefl- vísks tónsnillings, Kristjáns Helga- sonar, sem lézt fyrir aldm’ fram og hafði verið mikill ljúflmgur hvers sem honum kynntist. Á sinn hátt finnst mér það geta átt við höfund- inn að leiðarlokum. Vorstef Hratt flýgur yfir hamingjustund við fótskör hljóma og ljóðs. Líða og daprar lífsstundir meðal þyma sem læsast til blóðs. Hljóðvana starir harpan í stofú þinni og hnípin í senn. Blæjutraf hjúpar bládýpis augu er lásu bækur - og menn. Vorstef í anda veraldar handan skýja vitji þín - og eilífðarsmáblóm angi við fagurbláan ódáinsvog. Guð veri með þér gjafmildur á sín ljúfu guðlegu vín. Hljómi svo guði heilögum anda og Kristi hörpustefþín. Þeir eru margir sem þakka Kristni Reyr verk hans nú við enda- dægur, já svo miklu fleiri en kynnt- ust honum persónulega, þvl hann var löngu orðinn þjóðkunnur maður af verkum sínum. Sárast saknar þó fjölskylda hans og nánustu vinir. í þeim hópi er sú kona, sem reyndist honum um langt árabil sannkallaður verndarvættur og heilladís, Helga Jóhannsdóttir. Henni og öllum öðr- um aðstandendum Kristins sendi ég samúðar kveðjur. Elías Mar. Á 30 ára afmælisári Verslunar- skóla íslands árið 1935 útskrifaðist hópur bjartsýnna og lífsglaðra ung- menna. Þessi árgangur var sá fyrsti sem Vilhjálmur Þ. Gíslason útskrif- aði og hafði kennt öll árin. Einn úr árganginum var Kristinn Reyr, sem nú hefur horfið úr hópnum. Kristinn er okkur minnisstæður því hann var afar félagslyndur og fjölhæfur. Hann var drifkraftur í öllu skólalífi, var skólaskáldið, samdi lög, málaði, og við skólaslitin var fluttur leikþáttur eftii- hann, sem fjallaði á gamansam- an hátt um skólalífið, og ekki síst spaugilegar hliðar lærifeðranna. Tengslin, sem mynduðust í nem- endahópnum, hafa haldist í sextíu og fjögur ár. Síðastliðin ár höfum við skólasystkinin hist árlega og rifjað upp gömul kynni okkur til mikillar ánægju. Við erum þakklát fyrir góð- ar endurminningar sem við áttum með þessum gjöfula manni og mun- um við sakna nærveru hans. Við sendum fjölskyldu hans okkar inni- legustu samúðarkveðju. Skólasystkini úr Verslunar- skdla Islands. Öðlingur er fallinn frá. Leiðir okk- ar Kristins lágu saman fyrir liðlega þrjátíu árum. Mín fyrsta minning er um virðulegan mann, sem jafnframt var ákaflega hlýr og „sjentilmaður“ fram í fingurgóma. Æ síðan reyndist hann sami höfðingi til orðs og æðis. Kristinn Reyr varð tengdafaðir minn og ég man enn hve foreldrar mínir hrifust af honum á þeirra fyrsta fundi. Annað var varla hægt, því að auki var Kristinn fróður vel og sögu- maður góður. Þannig varð hann auð- veldlega hrókur alls fagnaðar á mannamótum. En Kristinn var líka einfari, eins og margir listamenn, þurfti sinn tíma til að sinna ríkri sköpunarþörf. Hann var mjög fjöl- hæfur listamaður, enda kom hann víða við á listasviðinu. Trúlega var þó ljóðið og málverkið honum einna hugleiknast og meðal fjölmargra verka á þeim vettvangi er margar perlur að finna. Leikrit skrifaði hann og hafa nokkur þeirra verið flutt á sviði, í útvarpi og sjónvarpi. Mörg gullfalleg lögin samdi hann einnig og ættu flestir að kannast til að mynda við Amorellu. Mér er sérstaklega kært Ljúflingsljóð sem Ki’istinn samdi (ljóð og lag) í tilefni fæðingar sonarsonar síns og nafna - og rís í hæðir í flutningi Þóru Einarsdóttur á geisladiski höfundar, Sautján ljóðalög. Kristinn var einlægur í list sinni og frumlegur. Hann fetaði fyrst og fremst eigin slóð, listtjáning hans var sprottin af innri þörf fremur en til að þjóna tískusveiflum. Hann var og maður formsins, enda eru verk hans almennt afar hnitmiðuð og vönduð. Alltaf fannst mér áberandi hin mikla auðmýkt hans gagnvart starfi sínu og djúpa virðing fyrir list- um almennt. En það var fjarri Kristni að bera sjálfan sig á torg eða trana sér fram. Hann var í eðli sínu maður hlédrægur og lítillátur. Heilsteyptur var Kristinn mjög og traustur, aldrei hafði hann annað en gott um aðra að segja. En ef málið varðaði misgjörðir og ranglæti þá gat hann hvæst, því Kristinn var pólitískur í besta lagi. Vinátta okkar hélst óbreytt eftir að við sonur hans slitum samvistir og fáa átti ég betri hvatningarmenn varðandi mín list- tengdu störf en Kristin. Þá var um- hyggja hans fyrir börnum og ekki síður barnabörnum einstök alla tíð. Veit ég að sonur minn saknar nú góðs vinar í afa sínum. Kristinn bar gæfu til þess eftir nokkra einveru að eignast góða vinkonu, Helgu Jó- hannsdóttur, og er víst að allir sem til þekkja vita hversu kær hún var honum og mikil stoð alla tíð. Ég kveð nú minn kæra Kristin - með hans eigin ljóði - um leið og ég votta Eddu og Pétri ásamt þeirra fjölskyldum, og henni Helgu, inni- lega samúð mína. Hvíl í friði, Kristinn Reyr. Eg símaði oft að sunnan og sagði: Mamma eg kem í kvöld með síðasta bíl í bæinn í kvöld. En horfm ert þú og héðan skal eg. Vertu þá einsog áður við opinn glugga í opnum dyrum með opinn faðm. (Kristinn Reyr) Guðrún Alfreðsdóttir. Kristinn Pétursson Reyr skáld og Suðurnesjamaður er dáinn. Hann var Staðhverfingur að ætt, fæddur á Blómsturvöllum í Grindavík 1914. Foreldrar hans voru Ágústa Árna- dóttir og Pétur Jónsson sjómaður. 1922 fluttist fjölskyldan til Keflavík- ur. Kristinn var settur til mennta og lauk prófi frá Verslunarskóla Islands 1935. Skömmu áður eða 1930 dó fað- ir hans, aðeins fertugur að aldri eftir nokkur veikindi. I fáein ár vinnur Kristinn í Reykjavík, m.a. hjá Sigur- birni í Vísi. Þaðan liggur leiðin aftur til Keflavíkur og þar gerist hann bóksali. En 1965 ákveður Kristinn að helga sig ritstörfum einvörðungu og flytur til Reykjavlkur. 1942 hafði Kristinn gefið út sína fyrstu ljóða- bók, Suður með sjó. Síðan komu út 5 slíkar bækur frá hans hendi og nokk- ur leikrit, sem mörg voru flutt í Rík- isútvarpið. Rristinn hafði fágað aristókratískt yfmbragð, var vinsæll, vinur Helga S. skátaforingja og Ai- freðs lögreglustjóra, róttækur í skoðunum og andvígur dvöl amer- ísks hers á Keflavíkurflugvelli, orkti mikið í Faxa, aðalblað Suðurnesja- manna, um langa hríð. í stuttri minningargrein er varla rám fyrir nema fá sýnishorn af kveðskap hans. I mínum huga ber Kristin hátt sem ljóðskáld og gamanvísnasmið og leikritið: 0, tráboðsdagur dýr, var gott með mergjuðu tungutaki. Auk þess samdi Kristinn lög og málaði at- hyglisverðar myndir. Ljóð Eg kveð þér ekki kvæði, en kem sem barn til þín - elsku mamma mín. Góðu bömin gefa gullin sín. Ég gef þér ekki gimstein, sem glitrar eða skín - elsku mamma mín. Líf mitt verði ljóða- ljóð til þín. Keflavík (fyrstu tvær vísurnar) Alda sunnan úr öldum öndvegissúlur þvær. Illt er útnes að byggja, eystri héruðum fjær. Pari fjöruna þekur, þang á vogskeri grær. Vítt sér af Vífilsfelli. Vábyþjir ganga hjá, hrundið er bringuberum byrðingi á fextan sjá. Astmögur dregur ýsu ófúsa úr saltri lá. Klappalón Heitar eru klappimar í kring um lónið góða, sem gleymir sér í klöppunum. Smáir era fætumir, en feta hvítan sandinn með sauðskinnsskó á fótunum. Fagrir eru himnamir á höfði í spegli lónsins og lagðamir á himnunum. Ki’istinn var skemmtilegur heim að sækja, margfróður og víðlesinn. Ég minnist hans sem sigurvegara í frægum spurningaleik í Ríkisút- varpinu fyrir allmörgum árum. I fé- lagsmálum rithöfunda var hann víð- sýnn. Á hinum fræga fundi, þegar rithöfundafélögin sameinuðust 1974, var hann góður fundarstjóri. Hann lagði sitt af mörkum til fram- tíðarinnar innan þessara samtaka. Hann myndaði ásamt Ingólfi Jóns- syni og Ingimari Erlendi meirihluta í einni bestu og happadrýgstu stjórn, sem setið hefur í Rithöf- undasambandinu. En hann óraði ekki fyrir framhaldinu, að fámennur hópur liðléttinga mundi úthluta sjálfum sér öllum launum og styrkj- um og í bókmenntasögu yrði hans að engu getið. Það eru margir sem sakna Kristins á þessari stundu. Framlag hans til íslenskra menn- ingarmála var bæði mikið og gott. Ég votta aðstandendum djúpa sam- úð. Hilmar Jónsson. Vorstef Guð veri með þér gjafmildur á sín ljúfu guðlegu vín. Hljómi svo guði heilögum anda og Kristi hörpustefþín. (Kr.Reyr) Elskulegi vinur minn, Kristinn Reyr. Nú eru þínar högu hendur og skapandi hugur farinn heim. Ég horfi hnípin á eftir góðum dreng, þakklát fyrir góð kynni, órofa tryggð og vináttu gegnum árin. Börnum þínum og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð, og bið þeim blessunar Guðs. Ég kveð þig með sálminum, sem þú taldir fegurstan sálm ortan á íslenska tungu. Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: :;:Hærra minn Guð, til þín,:,: hærra til þín. Sofandi sýndu á sólstigans braut upp í þitt eilífa alfóðurskaut. Hljómi svo harpan min: :,:Hærra, minn Guð, til þín,:,: hærra til þín. Arla ég aftur rís ungurafbeð. Guðs hús á grýttri braut glaður ég hleð. Hver og ein hörmung mín hefur mig, Guð, til þín, :,:hærra, minn Guð, ti! þín:,: hærra til þín. (M. Joch.) Þín, Helga. Fyrsta ljóðabók Kristins Reyrs Péturssonar, sem út kom árið 1942 hét „Suður með sjó“ og var það mjög að vonum. Kristinn var fæddur í Grindavík, í Staðarhverfinu þar sem brimið æðir hátt yfir kamp og grefur „hlaðvarpann heima í urð / og bæirn- ir eyðast í veðrum“. Hann sleit nokkrum barnsskóm í Keflavík, gekk í verslunarskóla í Reykjavík ki’eppuáranna, en var um 1940 kom- inn til Keflavíkur aftm- og lifði þar við bóksölu, skáldskap og fleira í ald- arfjórðung. Suðurnes voru með brimi þeirra, seltu og fiski, Stapadraugum og galdramönnum, Bátsendaflóði og herstöð, virðingarmönnum og sér- vitringum tilefni kvæða hans, sá efniviður sem hann fór um fimum höndum. Um þau efni orti hann stundum með fögnuði yfir fegurð heimsins og stundum til að lofa vini og samferðamenn eða eitthvert gott framtak í þágu „míns fiskifólks“. Hann átti líka til trega yfir því að það mannlíf sem hann var hluti af hlaut að standa höllum fæti þegar hefðum og fátækt bundið líf fiski- fólks lenti í nábýli við sjálfan Völlinn, við vígbúnað og her og ýmislegt sukk sem því sambýli fylgdi. I háðskri reiði orti hann um „kurteist hernám“ sem kemur „með koltjöru í fötu“ að bika yfir hreina liti landsins, blátt, hvítt og rautt. ÖIl erum við börn okkar tíma, sagði hann eitt sinn þegar við sátum á spjalli. Og hver og einn verður að prjóna sinn sokk. Kristinn var af þeirri kynslóð sem fannst skáldskaparhefðin þrengja að sér og byrjaði á atómskáldskap sem svo var nefndur. Kvæði hans teygja sig í báðar áttir: þá togstreitu sem upp var komin í skáldskaparefnum leysti Kristinn oft með því að bregða á leik. Hann reyndi að forðast slitið rím þegar hann var í hefðamussu - ■ eins og þegar hann lýsti barnaskóla- byggingu í Keflavík sem var „árum saman þaklaus“ meðan börnin smá „biðu ung og saklaus“. Inn á atóm- brautir tók hann svo margt með sér af arfmum og um leið vissan mynd- listarleik ef svo mætti segja sem kom fram í sjálfu uppsetningar- mynstri ljóðsins. Hann brá á leik, var áðan sagt. Kristinn Reyr var í Keflavík minna uppvaxtarára einn þeirra sem helst gáfu ráðvilltu fiskiplássi líf og lit. Hann var kátur maður og glaðbeitt- ur, gleðibanki á maður víst að segja nú á þessari gullöld viðskiptanna. Hann kom víða við sögu: hann orti bæði á sorgarstundum og við hátíðir ^ og til að hver smáhöfðingi í plássinu fengi sína sneið í revíu. Hann samdi lög við kvæði sín, hann skrifaði pistla í Faxa, hann stóð fyrir málverkasýn- ingu, málaði sjálfur, hann studdi við bakið á leikstarfsemi og margt fleira. Hann var bóksalinn í bænum og sem slíkur vinveittur strák sem var að byrja að lesa og honum hollm- í ráð- um og benti á ýmislegt sem var þá nýtt og ekki í hvers manns höndum. Og þegar þessi strákur flæktist langt að heiman sleppti hann ekki heldur af mér hendi: sendi tíðindi að <- heiman og bækur eftir Thor og aðra Birtingsmenn svo að piltskjáta í framandlegri stórborg gleymdi þvi síður hvaðan hann var kominn og að hollt er að vita af því að stórmerki verða á mörgum stöðum í senn. Kristinn Reyr prjónaði á ævi sinni langan sokk og marglitan og hlýjan. Verði honum moldin létt sem fiður. Ámi Bergmann. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. LEGSTEINAR f rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. IS.HELGASON HF I STEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 * 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.