Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Kínveijar vilja kaupa eigin íbúðir, raðhús og einbýlishús en aðeins fáir hafa efni á því Eigið húsnæði er mál málanna í Kína Kínversk stjórnvöld hafa í seinni tíð gjörbylt húsnæðismálakerf- inu í landinu og hvetja til þess að almenningur festi kaup á eigin -------7------------------------------------ húsnæði. I annarri grein sinni um tilveruna í Kina nútímans ræð- ir Niels Peter Arskog, fréttaritari Morgunblaðsins í Kína, um húsnæðismálastefnu stjórnvalda og viðbrögð almennings. Reuters Götumynd frá Peking: Lögreglumaður gætir að umferðinni við Torg hins himneska friðar. EF nægilegt pláss væri í glerkist- unni hans Maós formanns í marm- aragrafhýsinu á Torgi hins himneska friðar í Peking, myndi hann sennilega snúa sér við. Það sem hann í lifanda lífi hefði líklegast aldrei getað ímyndað sér, hvað þá óskað sér, er nú hluti af kínverskum hversdagsleika; Kínverjar geta nú keypt og eignast eigið húsnæði. Það er ekki aðeins að þeir geti það held- ur verða menn helst að gera það, samkvæmt tilskipunum stjómvalda frá því á síðasta ári. Eru þetta teikn um að „sósíalism- inn og kínverska þjóðarvitundin" hafa verið fjarlægð úr þeim komm- únisma sem Maó formaður kenndi. Húsnæðismálastefnan sem komm- únistastjómin í Kína gengur út á er að eins margir Kínverjar og það geta verða að eignast eigið húsnæði. Síðan kommúnistar komust til valda í Kína og settu alþýðulýðveld- ið á stofn (í dag láta flestir sér nægja að ræða um „nýja Kína“), hefur ríkisvaldið borið ábyrgðina á því að koma þaki yfir höfuð hins kínverska borgara. Áilir vom í föstu starfi og ríkið rak og átti alla at- vinnustarfsemi. Þá var það á ábyrgð vinnuveitenda að sinna starfsfólki. Gilti þá einu um hvort um væri að ræða húsnæði, sjúkratryggingar eða ellilífeyri. Vinnustaðurinn útvegaði húsnæði Þegar herra Wang hafði fengið starf var það í verkahring atvinnu- veitandans að útvega honum hús- næði. Wang greiddi vinnuveitanda sínum lágmarksleigu sem var að- eins brot af raunverulegum kostn- aði. Meðalleiga var um 0,13 yuan á fermetrann á mánuði, sem samsvar- ar rúmri íslenskri krónu. Atvinnu- rekstur vinnuveitandans, sem var í eigu hins opinbera og var niður- greiddur af ríkinu sem greiddi allan umframkostnað, tók jafnframt á sig allan kostnað við rekstur húsnæðis- ins. Stærð húsnæðis réðst af því hversu stór fjölskylda herra Wangs var. Ef Wang var ógiftur og bam- laus þá var honum að öllum líkind- um aðeins úthlutað einu herbergi - þremur til fjómm fermetrum. Eld- húsi og salemi deildi hann með tutt- ugu til þrjátíu öðrum fjölskyldum. Eftir þvi sem fjölskylduhagir herra Wangs vænkuðust, jukust hins veg- ar húsnæðisréttindi hans. Enn var það vinnuveitandinn er bar ábyrgð á að auk herra Wangs, fengju börn hans þak yfir höfuðið. Á fjölda vinnustaða þýddi þetta oft - og þetta var áður en kínversk stjómvöld mótuðu stefnu sína um eitt barn á hverja fjölskyldu - að mönnum bar skylda til að úthluta sömu fjölskyldu tveimur til þremur íbúðum, því er bömin uxu úr grasi og stofnuðu til fjölskyldu fengu þau oftast nær störf á sama stað og for- eldrarnir. Og þannig koll af kolli. En fyrir um tuttugu ámm gerðist nokkuð. Hinn valdamikli og endur- hæfði leiðtogi, Deng Xiao Ping, fékk grænt ljós á umbætur í kínverska hagkerfinu. Frá miðstýrðum áætl- anabúskap skyldi haldið á mið markaðsskipulagsins. Einn hluti umbótaáætlana í kín- verskum þjóðarbúskap var að kynna sjálfstæðan atvinnurekstur til sögunnar - einyrkjabúskap, hlutafélög, samvinnufélög, fyrirtæki í eigu erlendra aðila og fyrirtæki þar sem eignarhluta er skipt milli kínverskra og erlendra aðila. Þetta nýja fyrirkomulag atvinnurekstrar var frá upphafi undanþegið félags- legum skuldbindingum þeim er áttu við atvinnurekstur í eigu ríkisins. I staðinn voru laun fólks hærri og fyrirtækin greiddu skatta og önnur gjöld til ríkisins. Með öðmm orðum urðu starfs- menn slíkra fyrirtækja sjálfir að verða sér úti um húsaskjól. Slíkt gat verið nokkram erfiðleikum bundið, því þrátt fyrir að mikill uppgangur hafi verið meðal verktaka í Kína og nýbyggingar sprottið alls staðar upp, var það aðallega húsnæði til at- vinnurekstrar sem var byggt; skrif- stofubyggingar, hótel og verslunar- húsnæði að ógleymdum lúxusíbúð- um og einbýlishúsum fyrir útlend- inga og nýríka Kínverja er störfuðu innan hins nýja einkageira. Þá var leiguhúsnæði af afar skomum skammti. Félagslegar skuldbindingar og ábyrgð ríkisins - arfleifð Maós for- manns - var einmitt eitt þeirra at- riða er reyndust markaðsvæðing- unni fjötur um fót. Einkarekin at- vinnustarfsemi, sem telur nú um stundir um eina milljón fyrirtækja sem veita fimmta hverjum Kínverja atvinnu, er undanþegin skuldbind- ingum ríkisreknu fyrirtækjanna og er því í mun betri samkeppnisstöðu. Þannig getur einkageirinn státað sig af tæplega helmingi allrar við- skiptaveltu í kínversku atvinnulífi. Fyrir um þremur ámm lýstu stjórnvöld því yfir að ríkisreknu fyrirtækin fengju ekki lengur að- gang að ríkiskassanum. Vildu menn þannig hætta við niðurgreiðslur til slíkra fyrirtækja. Þá vildu menn ennfremur hætta við að taka til sín gróða þann er kunni að verða af rekstri fáeinna fyrirtækja. Hins vegar var það gert lýðum Ijóst að skattar einkarekinna og ríkisrek- inna fyrirtækja yrðu hinir sömu. Á sama tíma kynnti kínverska þingið til sögunnar samkeppnislög sem kváðu á um að fyrirtæki sem ekki gátu staðið sig sem skyldi, fæm í greiðslustöðvun eða yrðu færð til gjaldþrotaskipta ef allt um þryti. Allt að því 55% ríkisrekinna fyrir- tækja í Kína vom á síðasta ári neðst á skipuritum um rekstrarafkomu. Er nýja ríkisstjómin - með hag- vitringinn Zhu Rongji í forsæti - var skipuð á síðasta ári, voru gefin fyrirheit um að meirihluti fyrir- tækja í eigu ríkisins skyldi einka- væddur innan örfárra ára eða þeim breytt í hlutafélög. Aðeins stærstu og verðmætustu fyrirtækin skyldu verða áfram í eigu ríkisins. Sumarið 1998 var gamla kerfinu svo gefið lokahöggið: Fyrirtækjum í eigu ríkisins bar ekki lengur að standa að smíði íbúðarhúsnæðis til handa starfsmönnum sínum. Þess í stað bar starfsmönnum að hljóta kauphækkun. Gera átti öllum Kín- verjum kleift að eignast eigið hús- næði og ríkisreknum fyrirtækjum var gert skylt að selja starfsmönn- um sínum íbúðirnar sem þeir bjuggu í. Ef þeir vildu ekki íbúðim- ar til kaups, var fyrirtækjunum gert að selja þær á frjálsum markaði. Fólk sem bjó í íbúðum í eigu fyrir- tækjanna fékk frest til að kaupa á raunvirði er nam byggingarkostn- aði, til síðustu áramóta, en frá því í byrjun janúar á þessu ári hafa fyrir- tækin getað selt íbúðirnar á mark- aðsverði sem er mun hærra. Hafa tekjurnar styrkt afkomutölur þess- ara fyrirtækja til muna. Svo af húsnæðismálastefnu ríkis- valdsins mætti verða, var bönkum fyrirskipað að kynna húsnæðislán til handa almennings, þannig að kaupendur þyrftu aðeins að reiða fram um 20 til 30% af húsnæðis- verðinu. Afganginn væri hægt að greiða í formi lána, á lágum vöxtum, til 10-20 ára. Hundrað þúsunda kín- verskra fjölskyldna fjárfestu í eigin húsnæði á síðasta ári þar eð mikill fjöldi landsmanna hefur, í áranna rás, lagt hluta tekna sinna til hliðar. í árslok 1998 lá andvirði um 44.642 milljarða íslenskra króna á spari- fjárreikningum í kínverskum bönk- um! Þeir sem höfðu ekki efni á því að kaupa eigið húsnæði var gert kleift að búa áfram í leiguhúsnæði og greiða húsaleigu á markaðsverði og völdu ýmsir þann kostinn. Þetta þýddi hins vegar að fastaútgjöld fjölskyldna hafa margfaldast. Feng Pulan, 56 ára verksmiðju- starfsmaður í Peking, er einn þeirra er festi kaup í eigin húsnæði er nýju reglumar vom kynntar í júlí á síð- asta ári. Ibúðin sem Feng keypti er hin sama og fyrirtækið sem hann hefur stai-fað hjá lét honum og fjöl- skyldu hans í té fyrir tíu ámm. Á þeim tíma greiddi hann andvirði 234.000 íslenskra króna fyrir íbúð- ina sem er um fimmtíu fermetrar að flatarmáli. Samtímis fékk Feng 35% launahækkun. Aðrir kusu að festa kaup á nýjum og betri íbúðum. Flestir landsmenn gera nú - í kjölfar aukins kaupmátt- ar vegna efnahagsumbótanna - meiri kröfur um lífsgæði: Ibúðir, raðhús eða einbýli með salemi, bað- herbergi, eigin eldhúsi og miðstöðv- arhita. Menn fúlsa nú við 3-4 fer- metram á einstakling en þar til ný- lega var slíkt alkunna. í dag er meðaltalið um 8-9 fermetrar á mann. I Peking er jafnvel rætt um fimmtán fermetra á mann. Ibúðimar era enn of dýrar fyrir almcnna borgara Kínverjar em því komnir út á hinn fijálsa húsnæðismarkað. Al- menningur kaupir og leigir húsnæði eftir þörfum, getu og smekk. Þrátt fyrir að á síðasta ári hafi um 85 milljónir fermetra verið seldir standa nú um 70 milljónir fermetra auðir og óseldir. Um þrjár milljónir Kínverja leita sér að húsnæði og hafa ekki efni á þeim íbúðum sem þeim standa til boða fyrir verð á bil- inu 25.000-84.000 ísl. króna fer- metrinn. Á milli 60 og 70% af kín- verskum borgarbúum eru í milli- eða lágtekjuhópum og geta því ekki fjárfest í dýmm húsum eða íbúðum. Með nýjum kvöðum á nýbygging- um skrifstofu- og verslunarhúsnæð- is, og hagstæðum lánum til al- mennra kaupenda og leigjenda íbúðarhúsnæðis, hyggjast kínversk stjómvöld draga til landsins fjár- magn sem fest verður í húsnæðis- málakerfinu. Hafa stjómvöld lagt um 1.421 milljarð ísl. króna til hliðar svo byggja megi um 210 milljónir fermetra af íbúðarhúsnæði. Er stefnan sú að selja þetta húsnæði á lágu verði eða á um 9-25.000 krónur fermetrann. Eignarskattar hafa verið lækkaðir, mikill hluti gjalda innan húsnæðismálakerfisins hefur verið aflagður, vextir á húsnæðis- lánum lækkaðir og gróði byggingar- verktaka takmarkaður við þrjú pró- sent. Sextíu fermetra íbúð mun þó enn kosta tíu sinnum meira en fjöl- skylda, með tveimur fyrirvinnum, hefur í árslaun. Herra og frú Wang, sem stunda enn vinnu innan ríkis- geirans, hafa samtals um flmmtán þúsund krónur í laun á mánuði. Frá síðustu áramótum hafa þau þó feng- ið launauppbót er nemur 35%. Sam- anlagður sparnaður þeirra er um 1,7 milljónir króna og hafa þau fengið um milljón ki'óna í húsnæðis- lán sem þau munu greiða upp á tíu ámm. Þau tóku nýverið stóra stökk- ið og festu kaup á íbúð í nýbyggðu húsi í einu úthverfa Peking. Allt um kring skjótast ný hús upp eins og gorkúlur. Þetta er falleg - jafnvel eftir kín- verskum stöðlum - og stór íbúð sem herra og frú Wang hafa fest kaup á, stórt eldhús, baðherbergi, tvær stofur og stórt svefnherbergi. Og íbúðin er þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.