Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 39 MINNINGAR " + Stelnn Dalmar Snorrason fæddist á Syðri- Bægisá í Öxnadal 4. mars 1925. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 17. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þórlaug Þorfinns- dóttir, f. 12. október 1889, d. 30. janúar 1946, og Snorri Þórðarson, f. 30. mars 1885, d. 19. júlí 1972. Systkini Steins eru, Guðlaug, f. 15. maí 1914; Finnlaugur, f. 11. apríl 1916; Hulda, f. 31. janúar 1920; og Halldóra, f. 10. apríl 1929. Hinn 30. desember 1951 kvæntist Steinn Huldu Aðal- steinsdóttur frá Öxnhóli í Hörg- árdal, f. 23. aprfl 1928. Börn Steins og Huldu eru: 1) Katrín, f. 30. september 1953, búsett í Hafnarfirði, gift Jóhannesi Sig- Elsku pabbi minn, þá hefur þú loksins fengið hvíldina sem þú þráð- ir svo heitt núna síðustu mánuðina. Það var aðdáunarvert hversu hetju- lega þú barðist við krabbameinið, sem þó að lokum sigraði. Þú varst alltaf jákvæður og sýndir ótrúlegt æðruleysi í öllum þínum erfiðu veik- indum, af því mættu margir mikið læra. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðastþegarégsofhafer sitjiguðsenglaryfirmér. (H. Pétursson) Sárt þótti mér minn kæri faðir að liggja sjálf fárveik á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í stað þess að vera fyr- ir norðan hjá þér og mömmu þessa síðustu daga, en enginn ræður sín- um næturstað. Hvíl í friði. Þín dóttir Katrín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm.stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þessi fallegi sálmur finnst mér segja allt sem segja þarf þegar kveðja á tengdaföður minn, Stein bónda á Syðri-Bægisá. Þér kynntist ég fyrir rúmum 28 árum og varst þú mér strax frá fyrstu kynnum sem besti faðir og góður vinur. Þú varst einstaklega duglegur og færðir þér aukna tækni og nýjungar við landbúnaðarstörfin vel í nyt. Þú hafðir yndi af trjárækt, um það ber skógarreiturinn þinn glöggt merki. Eftir að þú hættir bú- skap og seldir jörðina gafst okkur oftar tími til spilamennsku, en þú hafðir mjög gaman af að grípa í spil- in og notaðir þau mikið þér til dægrastyttingar í þínum erfiðu veikindum. Síðast þegar við Katrín komum norður komstu dagstund heim með sjúkrabflnum, þá var spilað, meira af vilja en mætti. Margar góðar stundir áttum við saman í sumarhúsi okkar hjóna í Skorradalnum, en þar naustu þín vel innan um íslenska birkið, sem þú hafðir dálæti á. fússyni, f. 13. des- ember 1951, börn þeirra eru: Aðal- steinn Arnar, f. 15. ágúst 1972, búsett- ur í Noregi, og Jó- hannes Steinn, f. 1. aprfl 1980. 2) Helgi Bjarni, f. 6. júní 1962, bóndi á Syðri- Bægisá, kvæntur Ragnheiði Margréti Þorsteinsdóttur, f. 22. nóvember 1967, börn þeirra eru Gunnþórun Elísa- bet, f. 12. ágúst 1993, Jónína Þórdís, f. 14. októ- ber 1995, og Hulda Kristín, f. 10. febrúar 1998. Steinn var mestan hluta starfsævi sinnar bóndi á Syðri- Bægisá í Öxnadal. Utför Steins fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 30. ágúst og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Bægisá. Kæri Steinn, hafðu þökk íyrir all- ar góðu stundimar. Eg bið guð að styrkja mína kæru tengdamóður, hennar missir er mikill. Jóhannes Sigfússon. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita afþví, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Komið er að kveðjustund minn kæri afi Steinn. Þar sem ég hef búið svo lengi erlendis og því ekki fylgst með þínum erfiðu veikindum nema í gegnum síma man ég þig best eins og þú varst meðan ég bjó á Akur- eyri og átti þess kost að vera öll sumur og margar helgar í sveitinni hjá þér og ömmu. I átta ár naut ég þeirra forrétt- inda að vera eina barnabamið þitt og margt gott kenndir þú mér þeg- ar ég var í sveitinni hjá þér og ömmu. Þú varst alltaf vinnandi og vildir að aðrir gerðu slíkt hið sama, en sanngjam og heiðarlegur varstu við alla sem í kringum þig vom. Hafðu þakkir fyrir allar góðu stundirnar. Kæra Hulda amma, ég bið Guð að styrkja þig í sorg þinni. Aðaisteinn Arnar, Ósló. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Kæri afi Steinn, þegar við hitt- umst síðast þá varst þú hér fyrir sunnan í þinni síðustu geislameð- ferð, þá varst þú jafn hress og já- kvæður og alltaf, þrátt fyrir erílð veikindi. Eg mun ætíð muna þig sem sívinnandi, hressan og dugleg- an, þú varst alltaf að frá morgni tfl kvölds og margt gott kenndir þú mér. Kæri afi, ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Elsku Hulda amma, ég bið Guð að styrkja þig í sorg þinni. Jóhannes Steinn. Nú kveðjum við systurnar þrjár á Syðri-Bægisá afa okkar, sem alltaf var svo góður við okkur og duglegur að leika við okkur, þótt heilsa hans væri orðin mjög lítil. Okkur fannst hann stundum svolítið slappur og honum var illt í baki eða mjöðm. Afi var alltaf hress í anda og sagði oft „þetta er erfitt en gaman“. Við syst- urnar sóttum mikið niðureftir í hús- ið til afa og ömmu. Það vara bara núna seint í vetur að afi var einn heima, við systumar vildum endi- lega heimsækja hann og afi sagði það velkomið. Við klæddum okkur vel og hlup- um niður eftir með snjóþotumar okkar. Afi kom út í grænu úlpunni sinni með stafinn og ýtti okkur fram af brekkunni við húsið sitt svolítinn tíma. Svo vom allir orðnir kaldir og við fómm inn. Afi burstaði snjóinn vel af okkur, dustaði vettlingana og setti þá á ofninn svo þeir yrðu þurr- ir og heitir þegar við fæmm heim á eftir. Fyrst fóram við systur inn í rúm með afa að hvfla okkur og afi las fyrir okkur um stund, síðan spil- aði hann við okkur og lék, þar til mamma kom að sækja okkur. Við skiljum ekki alveg hvernig þetta er hjá afa núna, en við vitum að hann er núna hjá Guði og að hann er ekk- ert lasinn lengur. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Elsku afi, við þökkum þér inni- lega fyrir allt og síðustu gjöfina frá þér, sem vom konfektmolar sem þú gafst í sex ára afmæli hjá okkur núna 12. ágúst. Bless, bless afi og bestu þakkir fyrir allt. Gunnþórunn Elísabet, Jónína Þórdís og Hulda Kristín. Sumri er tekið að halla. Á stöku stað má jafnvel sjá haustliti á jörð, einkum þegar dimma næturinnar er á undanhaldi, en morgunbirtan tek- ur völdin og umvefur láð og lög. Einn slíkan síðsumarmorgun, þriðjudaginn 17. ágúst sl., andaðist mágur minn, Steinn Snorrason á Syðri-Bægisá, í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Andlát hans kom engum á óvart, þeim er til þekktu. Ég, sem þessar línur rita, kynnt- ist Steini fyrst að marki, er við vor- um á tvítugsaldri, hann þó lítið eitt yngri. Þá lágu leiðir okkar saman í félagsmálastarfi fyrir Bindindisfé- lagið Vakandi, sem á þeim ámm var starfrækt hér í sveitinni af allmikl- um þrótti. Fljótt kom þá í ljós, að Steinn var góður liðsmaður, hvort heldur sem var í starfi eða leik. Átti frumkvæði að ýmsu og sparaði ekki krafta sína, ef þörf var á að leggja góðum málum lið. Síðar, þegar við yngsta systir hans ákváðum að eyða saman ævidögunum, urðu kynni okkar eðlilega enn nánari, enda hef- ur verið mjög kært með þeim systkinunum alla tíð. Oneitanlega leitar nú hugurinn til allra þeirra glöðu og góðu stunda, er við höfum átt saman, en þær verða þó hvorki taldar né tíundaðar hér. En þakka ber af alhug þær minningar allar, þótt vissulega séu þær blandnar söknuði nú á þessum tímamótum. Á Syðri-Bægisá hefur lengi verið búið miklu myndarbúi, búskapurinn umsvifamikill og rekinn með þeim hætti er best gerist. Þessu vandist Steinn í uppvexti sínum og er hann hafði aldur til varð hann aðili að bú- rekstrinum og vann að langmestu leyti heima, ef frá era taldir skemmri tímar, svo sem skólavist í Haukadal í Biskupstungum og á Bændaskólanum að Hólum í Hjalta- dal, en þar dvaldi hann tvo vetur og lauk þaðan prófi. Þegar svo Steinn kvæntist Huldu Aðalsteinsdóttur frá Öxnhóli og þau tóku við bú- skapnum á Syðri-Bægisá, var hvergi slakað á í neinu því er að honum laut. Þama, eins og í svo mörgu öðru, voru þau mjög sam- taka. Bú þeirra og heimilishald allt var ætíð til mikillar fyrirmyndar og vakti athygli víða. Oft hlutu þau líka verðskuldaðar viðurkenningar vegna fyrirmyndarbúskaparhátta sinna og afurðasemi einstakra gripa. Dugnaði beggja var við- brugðið og Steinn oft ákafamaður við verk. Seinlæti og hirðuleysi hverskonar held ég að hafi verið eit- ur í beinum hans. Ég held líka að gott hafi verið að dvelja á heimfli STEINN DALMAR SNORRASON þeirra Steins og Huldu. Ýmsir þeir sem verið hafa hjá þeim lengri eða skemmri tíma, ekki síst unglingar, halda tryggð við þau og heimilið ár- um og áratugum saman. Þetta segir sína sögu. Fyrr í þessum minningarorðum er lítfllega getið fyrstu starfa Steins að félagsmálum. Eins og títt er, starfaði hann á þeim vettvangi meira og minna alla ævi, var kvadd- ur til ýmiskonar félagsmálastarfa bæði innan sveitar og utan. Verða þau ekki talin hér upp. Tvennt skal þó nefnt. Hann átti manna mest framkvæði að því að félagið „Fjarkinn" var stofnað, en það er félag eldri borgara í hreppunum fjóram næst Akureyri að norðan. Var Steinn á stofnfundi kosinn fyrsti formaður þessa félags og gegndi því starfi um árabil, eða þar til hann baðst undan endurkosn- ingu. Einnig starfaði hann mikið og lengi fyrir sóknarkirkju sína á Ytri- Bægisá. Mun hann hafa gert það með ánægju og af alúð, enda trúað- ur alla tíð, en enginn efasemdar- maður, hvorki á tilvera Guðs né gildi þess boðskapar er trúin flytur og hann hafði numið ungur. I félagsmálum var Steinn hrein- skiptinn og hreinskilinn eins og í öllu öðra. Hann var oft nokkuð fljót- huga og því fljótur að mynda sér skoðanir á málefnum. Skoðanir sín- ar lét hann í ljós og rökstuddi þær óhikað. Ekki varð ég þess var að hann erfði það við neinn, þó að við- mælandinn væri honum ósammála og skoðanir því skiptar. Eðlislæg glaðværð Steins gerði honum líka léttari hverskonar samskipti við fólk og aflaði honum vinsælda. Það var ekki vani hans að leggja öðram illt til og í viðskiptum var hann trúr og heiðarlegur, vfldi að hver og einn bæri það úr býtum sem honum bar, hvort sem um var að ræða hann sjálfan eða aðra. Helgi, sonur Steins og Huldu, hóf félagsbúskap með foreldram sínum árið 1981 og nú fyrir fáum áram létu þau búskapinn að mestu eða öllu leyti í hendur hans og Ragn- heiðar, tengdadóttur sinnar. Sjö ár V era nú líka síðan þau byggðu stórt og vandað íbúðarhús á Syðri-Bæg- isá og fluttu sig þangað um set. Því miður urðu árin of fá, sem þau nutu þess að búa þar saman og skarð fyr- ir skildi, þegar Steinn er nú horfinn á vit hins ókunna. Ekki hvarf áhug- inn á búskapnum, þótt hann væri ekki lengur í þeirra forsjá. Þau héldu áfram störfum við búið eftir sem áður, Steinn meðan hann gat og Hulda enn þann dag í dag. Um- hyggja þeirra fyrir fjölskyldunni og heimflinu var líka einstök og allt þetta veitti þeim þá gleði og lífsfyll- ingu sem þeir skilja best sem fá að njóta. I stuttri minningargrein hlýtur ætíð að vera stiklað á stóra. Þannig er það hér, enda ekki ætlun mín að segja neina ævisögu. Því læt ég hér staðar numið. Síðustu mánuðimir vora Steini mjög erfiðir, einkum þó síðustu vik- umar. Þjáðist hann oft mjög mikið. Enginn vissi betur en hann sjálfur, hvem enda veikindi hans mundu hafa og að um bata væri ekki að ræða. Þó að ég kæmi alloft til hans á þessum dögum, heyrði ég hann aldrei æðrast eða kvarta yfir hlut- skipti sínu. Aftur á móti lét hann oft í ljós þakklæti vegna þess sem fyrir hann var gert, bæði á sjúkrahúsinu og annars staðar. Slíkur var kjark- ur hans og karlmennska, þegar á reyndi. En nú er Steinn dáinn. Að leiðar- lokum bið ég algóðan Guð að blessa hann og varðveita um alla eilífð. Minningin um hann verður mér ætíð kær, minning um tryggan vin og góðan dreng. Arnsteinn Stefánsson. UNNUR VILMUNDSDÓTTIR + Unnur Vil- mundsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 20. nóvember 1915. Hún lést á St. Jós- efsspítala 14. ágúst síðastliðinn. Eftirlif- andi eiginmaður hennar er Jóakim Pétursson, f. 10. janúar 1914. Synir þeirra eru Pétur, f. 4. mars 1943, og Sigurður G., f. 19. mars 1947. Eigin- kona Sigurðar er Kristrún Böðvarsdóttir, f. 1. júní 1952. Börn þeirra eru: Jó- hann Unnar, f. 1. júlí 1972. Er hann kvæntur Kristínu Þórs- dóttur, f. 25. janúar 1972, og er sonur þeirra Jóakim, f. 2. febrú- ar 1998; Guðmundur Böðvar, f. 12. maí 1975, og Fjóla Sigrún, f. 5. desember 1980. Útför Unnar fór fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 23. ágúst. Hún Unnur okkar er farin í ferð- ina löngu. Á slíkum tímamótum hvarflar hugurinn um liðna tíð. Unnur var gift föðurbróður okkar, Jóakim, og milli fjölskyldna okkar hafa ávallt verið sterk bönd. I hug- ann koma myndir af Unni á sínu fal- lega heimili á Kross- eyrarveginum þar sem myndarskapurinn var í fyrirrúmi og gestir fengu höfðinglegar móttökur er þá bar að garði. Föðurforeldrar okkar bjuggu á neðri hæðinni í skjóli Unnar og Jóakims og amma og afi áttu svo sannar- lega hauk í horni þar sem Unnur var. Hún var vakin og sofin yfir velferð þeirra og mátu þau þá umhyggju mik- fls, töldu árin á Kross- eyrarveginum hafa verið sín bestu. Það var gott að vera í návist Unn- ar og tilhlökkunarefni að eiga orða- stað við hana. Vora það ekki síst bömin, sem löðuðust að mfldi henn- ar. Vinskapur hennar og elska gáfu okkur mikið og söknum við nú vinar í stað. Við biðjum algóðan guð að styrkja Jóakim, Pétur og Didda, tengdadóttur, barnabörn og barna- bamabam. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir, þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minnmgum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) Guðlaug og Agnes. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tfltekna skflafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.