Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STRANGT EFTIRLIT í NOREGI Iumræðum hér á undanförnum vikum um eignarhald á bönk- um hefur komið fram, að ákveðnar reglur hefðu verið settar í Noregi um þetta efni. I frétt, sem birtist í Morgunblað- inu í gær er staðfesting á þessu og jafnframt hvernig þessum reglum er framfylgt. I frétt Morgunblaðsins í gær segir m.a.: „Porstjóri norska trygginga- félagsins Storebrand, Aage Korsvold, útilokar ekki að yfir 10% samanlagður eignarhlutur norsku fyrirtækjanna Orkla og Orkla Pensjonkasse í trygginga- félaginu Storebrand stríði gegn norskum lögum samkvæmt frétt Dagens Næringsliv. Samkvæmt norskum lögum má eignarhlutur eins aðila, hluthafa eða hluthafa- hóps, í norskum fjármálafyrir- tækjum á borð við Storebrand ekki fara yfir 10%.“ Síðan segir: „Tildrög ummæl- anna eru þau, að norska fjár- málaeftirlitið, Kredittilsynet, fór fram á að Storebrand gæfi frá sér yfirlýsingu vegna frétta um, að hópur hluthafa hefði eignazt meira en 10% í félaginu. Hópur- inn samanstendur m.a. af Orkla og Orkla Pensjonkasse, auk fé- lagsins Nordstjernen Holding, þar sem Orkla á 40% hlut. For- stjóri Orkla, Jens P. Heyerdahl er jafnframt stjórnarformaður Nordstjernen Holding." Og loks segir í frétt Morgun- blaðsins í gær: „Það kemur nú í hlut norska fjármálaeftirlitsins að skera úr um, hvort lög hafi verið brotin. Fari svo að eignar- aðild félaganna verði úrskurðuð ólögleg mun trúlega ekki nægja að breyta eignaraðild Orkla og Orklas Pensjonkasse í Storebr- and. Talið er að niðurstaða norska fjármálaeftirlitsins verði sú, að Orkla og Nordstjernen Holding teljist einnig vera einn aðili í skilningi laganna." Það sem hér hefur verið rakið sýnir tvennt: þau lagaákvæði, sem vitnað hefur verið til í um- ræðum hér að til staðar væru í Noregi eru augljóslega mjög virk og ná ekki einungis til banka heldur til tryggingafélaga og þá væntanlega annarra fjármálafyr- irtækja. Þótt ekki kæmi annað til er ljóst, að þeir sem halda því fram, að það sé óframkvæman- legt að setja slíkar lagareglur hafa á röngu að standa. En þar að auki liggur fyrir, að Noregur er ekki eina landið í heiminum, sem sett hefur slíkar reglur. Þær eru til víða og hafa verið settar af mismunandi ástæðum, sem skipt- ir ekki máli í þessu sambandi heldur hitt, að fjölmörg fordæmi eru fyrir slíkri lagasetningu. Upplýsingar um þetta eiga vafa- laust eftir að koma fram í opin- berum umræðum á næstu vikum um einkavæðingu bankanna. Hins vegar er ljóst af um- ræddri frétt, að norska fjármála- eftirlitið er mjög virkt í að fylgja þessari löggjöf eftir. Verði niður- staða þess sú, að Orkla og Nord- stjernen Holding teljist einn aðili í skilningi laganna vegna 40% eignarhlutar fyrrnefnda fyrir- tækisins í því síðarnefnda jafn- gildir það því, að t.d. Burðarás hf., eignarhaldsfélag Eimskipafé- lags Islands og Utgerðarfélag Akureyringa hf. teldust einn aðili í skilningi slíkra laga vegna þess, að eignarhlutur Burðaráss í ÚA er um 40%. Auðvitað hefði verið æskilegra, að ríkisstjórnin hefði hafið skoð- un á þessum þáttum einkavæð- ingar bankanna strax á síðasta ári, þegar ljóst var orðið, að stefnt yrði að einkavæðingu þeirra og sala hlutabréfa í þeim hófst að nokkru marki, þannig að ítarlegar upplýsingar hefðu legið fyrir þegar á þessu ári um slíka löggjöf í öðrúm löndum og hvern- ig henni er fylgt eftir. En betra er seint en aldrei og ef rétt er skilið stendur þessi vinna yfir nú. Það er í sjálfu sér auðvelt að safna slíkum upplýsingum nú orðið þannig að væntanlega ættu stjórnvöld innan skamms að hafa sæmilega yfirsýn yfir stöðu þess- ara mála í einstökum ríkjum, þannig að hægt verði að taka mið af reynslu annarra við lagasetn- ingu hér. UPPLYSINGA- SKYLDA ÞAÐ eru fleiri aðilar en norska Fjármálaeftirlitið, sem eru virkir í að veita fjármálamark- aðnum í Noregi aðhald. I frétt í Morgunblaðinu í gær kemur fram, að það á einnig við um Kauphöllina í Noregi, Oslo Börs. I fréttinni segir: „Kauphöllin í Noregi, Oslo Börs, hefur ákveðið að sekta tvö skráð hlutafélög fyr- ir að bregðast upplýsingaskyldu að því er fram kemur í Dagens Næringsliv. Talið er að þessi ákvörðun, sem tilkynnt hefur verið opinberlega, geti verið til marks um breytta og harðari stefnu gagnvart þeim félögum, sem ekki fara að reglum kaup- hallarinnar." Síðan segir: „Starfandi fram- kvæmdastjóri Oslo Börs, Tor Birkeland, vill að gagnrýni kaup- hallarinnar í tilvikum sem þess- um verði í auknum mæli látin í ljósi opinberlega. Hann telur að opin umræða geti aukið trúverð- ugleika kauphallarinnar og að þegar til lengri tíma sé litið verði það viðskiptum til góðs. Fyrir- tækin, sem hlotið hafa sektir nú eru Mote og Schibsted. Mote hlaut sekt fyrir að tilkynna ekki um aðalfund með fyrirvara og nemur sektin 250 þúsund norsk- um krónum, jafnvirði um 2,3 milljóna íslenzkra króna. Fjöl- miðlunarfyrirtækið Schibsted hlaut sekt fyrir að tilkynna ekki um sparnaðaraðgerðir, sem það hefur ákveðið að grípa til og nemur sektin 1,2 milljónum norskra króna, jafnvirði rúmlega 11 milljóna íslenzkra króna.“ Þessar aðgerðir sýna, að kaup- höllin í Ósló telur nauðsynlegt að grípa til mjög harðra aðgerða gagnvart fyrirtækjum, sem ekki fylgja settum reglum út í æsar. Þessi frétt vekur jafnframt upp spurningar um, hvort Verðbréfa- þing íslands hafi nægilegt vald til þess að bregðast hart við, ef nauðsyn krefur að þess mati. HELGI spjall Snæfell Gnæfir bergnuminn við auðn og lágan gróður risinn hvítur fyrir hærum og horfir yfir gæsabyggðina óttast ekkert allra sízt fuglahræður. M Gunnlaugur Scheving/Vor úr vetri 1963 NÆSTA stækkun Evrópusambandsins verður einhver sú erfiðasta í sögu bandalagsins. Síðast þegar aðildarríki voru tekin inn gekk aðlögun þeirra til- tölulega snurðulaust fyrir sig. Ríkin, sem um var að ræða, Svíþjóð, Finnland og Austurríki, stóðu jafn vel ef ekki betur að vígi efnahagslega en flest aðildarríki ESB og með samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið höfðu þau þegar tekið upp stóran hluta af regluverki sambandsins. Fyrirséð var að ríkin þrjú myndu öll verða nettógreiðendur í sjóði sambandsins og ekki var mikið um sértæk vandamál, sem finna varð lausn á til þess að af aðild gæti orðið. Ljóst er að næsta stækkun verður mun erfiðari, jafnt fyrir hin nýju aðildarríki sem Evrópusambandið. Austur- og Mið- Evrópuríkin, sem nú stefna á aðild hafa tekið miklum breytingum á þeim áratug sem liðinn er frá hruni hins sósíalíska stjórnskipulags. Þau hafa fyrir löngu tek- ið upp lýðræðislega stjórnhætti og mark- aðshagkerfi. Á undanförnum áratug hafa vestræn ríki dælt þangað fjármagni og annarri aðstoð í ómældu magni. Þrátt fyr- ir það er langt í frá að bilið á milli austurs og vesturs, aðstöðumunur ríkjanna er járntjaldið skildi lengi vel að, hafi verið brúað. Það leikur enginn vafi á því að þessi ríki verði nettóþiggjendur aðstoðar úr sameiginlegum sjóðum um ófyrirsjáan- lega framtíð. Ríkasta ríkið í umsækjenda- hópnum er fátækara en fátækasta ríkið í núverandi ríkjahópi Evrópusambandsins. Allt frá upphafi hefur aðild að Evrópu- sambandinu þýtt annars vegar aðild að markaði (sem stöðugt hefur verið að þró- ast) en jafnframt aðild að millifærslukerfi sambandsins, þar sem það hefur átt við. Hafa millifærslurnar stundum náð til ein- stakra landshluta, s.s. suðurhluta Italíu, svæða á borð við Wales í Bretlandi eða þá til ríkja í heild sinni. Má nefna Irland sem dæmi um hið síðarnefnda. Af þeim tíu ríkjum í austurhluta Evrópu er undirritað hafa aukaaðildarsamninga við ESB munu væntanlega öll falla í flokk þeirra ríkja. Á sama tíma vilja núverandi ESB-ríki frem- ur draga úr framlögum sínum en auka þau. Umbætur tengdar við stækkun EKKI BÆTIR heldur úr skák að vegna þess hversu erfitt getur reynst að knýja í gegn sársaukafullar um- bætur á innra skipulagi Evrópusambands- ins, hafa slíkar umbætur gjarnan verið tengdar við fjölgun aðildarríkja sambands- ins. Kostur þess íyrirkomulags er að það knýr aðildarríkin til að taka á erfiðum mál- um, er ella hefði hugsanlega verið skotið á frest. Þrátt fyrir að umbætur þessar séu yfirleitt nauðsynlegar jafnvel þótt ekki komi til stækkunar eykur þetta hins vegar jafnframt hættuna á því að hinum væntan- legu aðildarríkjum sé „kennt um“ vandann og að þau ríki er missa spón úr aski sínum vegna óumflýjanlegra breytinga (hvort sem þær varði pólitísk áhrif eða styrki úr sameiginlegum sjóðum) reyni að fresta eða jafnvel hindra stækkun sambandsins í þeirri von að önnur vandamál muni þá jafn- framt hverfa af dagskrá. Flest þau vandamál sem ætlunin er að taka á í tengslum við næstu stækkun eru þegar til staðar. Má þar nefna of kostnað- arsama landbúnaðarstefnu og stirt stjórn- kerfi, er tekur mið af mun færri aðildar- ríkjum. Með fjölgun aðildarríkja verður hins vegar stöðugt brýnna að endurskipu- leggja uppbyggingu Evrópusambandsins. Má nefna sem dæmi að ef aðildarríkin verða um 25 á næstu árum myndi um hálf- ur dagur fara í það á leiðtogafundum sam- bandsins að ljúka fyrsta lið, hefðbundnum upphafsorðum leiðtoga hvers ríkis, sem yf- irleitt eru 5-10 mínútur að lengd. Og Fátæk land- búnaðarríki REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 28. ágúst hvemig ætla menn að standa fast á regl- unni um samhljóða ákvarðanir þegar 25 ólík sjónarmið togast á? Raunar mun þetta ekki einungis skapa tæknileg vandamál heldur einnig menningarleg þar sem gera má ráð fyrir að eftir því sem ESB teygir sig yfir stærra landssvæði verði erfiðara að ná samstöðu um mál á grundvelli mismun- andi hefða, sögu og menningar aðildarríkj- anna. Það er því kannski engin furða að tvær grímur séu farnar að renna á marga stjórnmálamenn ESB-ríkjanna er þeir standa nú frammi fyrir því að gera drauminn um ,sameinaða Evrópu“ að veruleika. ÞEGAR LITIÐ ER á þau ríki sem nú eiga í viðræðum við Evrópusambandið er Ijóst að mikið á eftir að ganga á áður en hægt verður að rita undir aðildarsamninga. Umsóknarrík- in eru í flestum tilvikum (að Kýpur undan- skildu) ríki í austurhluta álfunnar sem eru öll háðari landbúnaði og fátækari en ríki þau sem fyrir eru innan ESB. Það getur þó verið varasamt að alhæfa út frá meðaltöl- um og þegar nánar er skoðað kemur í ljós að töluverður munur er á þeim ríkjum er skipa umsækjendahópinn. Innan ESB er landbúnaður 2% af sam- anlagðri vergri landsframleiðslu aðildar- ríkjanna. I umsækjendahópnum er land- búnaður hins vegar yfirleitt 7-8% og allt að 20% af vlf. Landbúnaður skiptir hins vegar mun minna máli í t.d. Tékklandi en í Rúmeníu. Vegna þess að Pólland með sína 40 milljón íbúa er langfjölmennasta ríki hópsins brenglar það jafnframt öll meðal- töl. Það breytir hins vegar ekki því að aðild þessara ríkja mun hafa í för með sér koll- steypu sameiginlegra fjármála ESB-ríkj- anna ef skipulagsbreytingar koma ekki tíl. Sem stendur er um helmingi þeirra fjár- muna sem renna í sameiginlega sjóði ESB varið til landbúnaðarmála. Að auki fer um þriðjungur til að fjármagna uppbyggingar- stefnu sambandsins. Með aðild þessara ríkja mun íbúafjöldi Evrópusambandsins aukast um 29%. Þar sem verðmætasköpun hinna væntanlegu aðildarríkja er einungis um 32% af verðmætasköpuninni í ESB að meðaltali mun aðild þeirra hins vegar ein- ungis auka hina sameiginlegu landsfram- leiðslu ESB um 9%. Þegar haft er í huga að jafnvel án aðild- ar þessara ríkja hefur verið talið nauð- synlegt að gera róttækar breytingar á hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu þarf ekki mikla reiknikunnáttu til að sjá að dæmið gengur ekki upp. Yrðu framlög til fátækustu ríkja ESB, írlands og Grikklands, höfð til viðmiðunar myndu hinir sameiginlegu sjóðir tæmast fljótt. Samt eru þessi ríki mun betur á sig kom- in efnahagslega en þau ríki sem brátt bætast í hópinn. Skattgreiðendur í Evrópusambandsríkj- unum verða vart hrifnir ef á þá verða lagð- ar stórauknar álögur vegna styrkja til landbúnaðarins í austurhluta Evrópu. Skattstig flestra ríkja í Vestur-Evrópu er þegar tiltölulega hátt. Þrátt fyrir það verja ríki Vestur-Evrópu mun minni fjármunum til varnarmála en Bandaríkin en hafa þó á dagskrá að standa jafnfætis Bandaríkjun- um í áhrifum og hernaðarmætti. Ekki er heldur víst að íbúar í austurhluta Evrópu yrðu hrifnir af því ef hin sameiginlega landbúnaðarstefna Evrópusambandsins (CAP) yrði tekin upp óbreytt í löndum þeirra. Stefnan byggir að miklu leyti á verðlagningu landbúnaðarafurða en hafa ber hugfast að verð á landbúnaðarvörum er 40-80% hærra í ESB-ríkjunum en í þeim ríkjum er sækjast eftir aðild. Eflaust myndu bændur gleðjast yfir slíkri búbót en ekki er víst að neytendur í þessum ríkjum yrðu jafnhrifnir. Áð auki yrði þarna um að ræða gífurlega færslu á fjármunum frá neytendum til framleiðenda sem gætti leitt til harðvítugra pólitískra átaka í þessum ríkjum. Kríur á Bakkatjörn, Seltjarnarnesi. Morgunblaðið/Ómar mmmm—amm* mörg riki evr- Breytingar ópusambandsins hafa síðustu ár ver“ vco ið treg til að breyta breyttra landbúnaðarstefn- aðstæðna unni enda eru fram- leiðendur vel skipu- lagður og áhrifamikill þrýstihópur í flest- um ESB-ríkjum. Þó hefur það aukið vonir manna um að breytingar kunni að vera á döfinni að stjórnvöld í Þýskalandi hafa upp á síðkastið gefið í skyn að þau séu ekki lengur reiðubúin að taka á sig auknar byrðar vegna Evrópusambandsins. Þjóð- verjar hafa löngum verið sú þjóð sem mest hefur lagt af mörkum í hina sameiginlegu sjóði sambandsins en vegnar hinnar kostn- aðarsömu sameiningar Þýskalands hefur hægt og sígandi dregið úr framlagsvilja Þjóðverja. Hefur stjórn landsins meira að segja látið í ljós þá skoðun að hún vilji fá afslátt á framlögum sínum ekki ósvipaðan þeim og Bretar knúðu í gegn á síðasta ára- tug. Þá verður einnig að hafa hugfast að í haust munu væntanlega hefjast á nýjan leik alþjóðlegar samningaviðræður um viðskipti. I síðustu viðræðulotu, sem kennd var við Úrúgvæ, var samið um auk- ið frjálsræði í viðskiptum með landbúnað- arafurðir. í þeirri samningalotu, sem framundan er, má gera ráð fyrir að frek- ari skref verði stigin í þeim efnum. Þar sem leiðtogar ESB hafa skuldbundið sig til að veita hinum nýfrjálsu ríkjum í Aust- ur-Evrópu aðild á næstu árum munu við- semjendur ESB efalítið gera kröfu til þess að tillit verði tekið til væntanlegrar aðildar þeirra í viðræðunum. Hvernig ESB hyggst bregðast við þessu er hins vegar enn á huldu. Önnur sjönarmið I MARGIR SÉR- fræðingar í austur- hluta Evrópu telja hins vegar að of mikið sé gert úr hinum efnahagslegu vandamálum tengdum aðild Austur-Evrópuríkjanna og oft sé það vegna þess að þær forsendur, sem byggt er á við slíkar spár séu ekki réttar. Éinn þeirra, sem verið hefur óþreytandi við að halda öðrum málstað á lofti í ræðu og riti undanfarin ár, er Ungverjinn András Inotai, yfirmaður Alþjóðlegu efnahags- málastofnunarinnar í Búdapest. Inotai segir gjárnar milli austurs og vesturs, sem nauðsynlegt sé að brúa, vera sex talsins. I fyrsta lagi verði ríkin í aust- urhluta álfunnar að auka þjóðarframleiðslu sína þannig að hún verði sambærileg við þjóðarframleiðslu ESB-ríkjanna. Bilið sem verði að brúa sé hins vegar fyrst og fremst skilningur manna á því hvernig hægt sé að ná þessu marki. Nær alHr útreikningar sérfræðinga í Vestur-Evrópu gangi út frá því að hagvöxtur í nýju aðildarríkjunum verði að vera umtalsvert meiri en í þeim gömlu um áratuga skeið eigi þau að ná 75% af meðaltalsþjóðarframleiðslu ESB-ríkj- anna. Stækkun myndi því kalla á mjög langt tímabil þar sem nýju aðildarríkin þyrftu á gífurlegri aðstoð að halda. Inotai segir að hagvaxtarmunur skýri þetta hins vegar einungis að hluta. Aukning þjóðar- framleiðslu felist ekki síst í gengishækkun gjaldmiðla ríkjanna. Þannig hafi hagvöxtur ríkjanna í Austur-Evrópu yfirleitt vaxið á síðustu árum, sé þjóðarframleiðsla mæld í dollurum, þýskum mörkum eða ECU. Hún hafi hins vegar fallið á mælikvarða hins innlenda gjaldmiðils. Nefnir hann Miðjarð- arhafsríki ESB og ríki í Rómönsku Amer- íku og Asíu sem dæmi um ríki er náð hafi að brúa hagvaxtarbilið með þessum hætti. í öðru lagi segir Inotai að fátækari ríki innan ESB njóti mun meiri utanaðkomandi aðstoðar heldur en ríkin í Austur-Evrópu. Þannig hafi stuðningur við fra úr sjóðum ESB numið 650 ECU árlega á mann, stuðningur við Grikki rúmlega 400 ECU og um 250 ECU á íbúa fyrir PortúgaU. Hins vegar hafi stuðningur við Ungverja í gegn- um Phare-áætlunina numið 8 ECU á hvern íbúa. í þriðja lagi hafi fríverslun með iðnaðar- afurðir á grundvelli aukaaðildarsamning- anna leitt til stórkostlegs viðskiptahalla ríkjanna í Austur-Evrópu gagnvart ESB. Þetta megi rekja til þess að öflugu iðnríkin vestanmegin hafi haft mun betri stöðu en fátæku ríkin austanmegin, þar sem verið var að umbylta hinu efnahagslegu fyrir- komulagi. Telur Inotai að samhliða frí- verslun hafi verið nauðsynlegt að sam- þykkja millifærslur til handa hinum van- þróaðri samningsaðila. í fjórða lagi verði stöðugt erfiðara og dýrara að gerast aðili að Evrópusamband- inu þar sem umfang hinnar sameiginlegu lagasetningar sambandsins vex stöðugt. Skilyrði aðildar er að ný aðildarríki taki upp þann lagapakka í heild sinni og segir Inotai kostnað vegna t.d. Schengen geta orðið mikinn fyrir hin nýju aðildarríki. í fimmta lagi fellur mikill aðlögunar- kostnaður á Austur-Evrópuríkin áður en þau fá aðild og þar með aðgang að styrkj- um úr sjóðum ESB. Þetta getur að mati Inotai verið varasamt. Annars vegar er hætta á því að sum þeirra gefist hreinlega upp er myndi hafa efnahagslegar og póU- tískar afleiðingar um Evrópu alla. Hins vegar geti þetta orðið þess valdandi að ESB verði að leggja út mikið fé til að styðja við bakið á ríkjum á fyrstu árum að- ildar. Telur hann skynsamlegra að ESB komi inn þegar á fyrsta stigi undirbúnings- aðildar til að stýra þróuninni á sem skyn- samastan hátt. Loks telur Inotai að Austur-Evrópuríkin gætu átt erfitt með að uppfylla skilyrði ESB um að ríki er þiggur styrki verði að leggja fram mótframlag. Inotai hefur einnig ítrekað lagt áherslu á að stækkunin eigi sér stað á mikilvægum tímamótum. Knýjandi þörf sé á umbótum og endurnýjun í Evrópu, jafnt vegna breyttra aðstæðna í álfunni sjálfri sem á al- þjóðavettvangi. Evrópa hafi á síðustu árum verið á undanhaldi í samkeppni við Banda- ríkin og ríki í Asíu. Mikilvægt sé að ekki verði litið á stækkun einungis út frá innri sjónarmiðum ESB heldur fjölgun aðildar- ríkja sett í samhengi við hina alþjóðlegu þróun. Sé rétt haldið á málum geti stækk- un til austurs styrkt samkeppnisstöðu Evr- ópusambandsins til muna. Þar sem launa- kostnaður sé lægri í austurhluta álfunnar séu líkur á að mannaflafrek framleiðsla haldist í Evrópu í stað þess að hún færist til ríkja í öðrum heimsálfum. Vinnuafl í Austur-Evrópu sé að auki ekki einungis ódýrara en í Vestur-Evrópu heldur jafn- framt á háu stigi. Evrópa hafí þörf fyrir öflugt og sveigjanlegt efnahagssvæði í austurhluta sínum eigi álfan ekki að staðna og verða undir í samkeppninni. Telur Inotai þetta og önnur dæmi til marks um að ekki megi einungis líta á þann mikla kostnað sem óhjákvæmilega fylgir stækk- un sambandsins. „Það er því kannski engin furða að tvær grímur séu farnar að renna á marga stj órnmálamenn ESB-ríkjanna er þeir standa nú frammi fyrir því að gera drauminn um „sameinaða Evrópu“ að veru- leika.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.