Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR -5 > t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, systur og mágkonu, LÁRU BJÖRGVINSDÓTTUR, Gullengi 3. Guð blessi ykkur öll. Jón S. Pálsson, Guðný Björk Atladóttir, Björgvin Atlason, Páll Arnar Jónsson, Áslaug Birna Einarsdóttir, Björgvin Magnússon, Björn Magnús Björgvinsson, S. Fanney Úlfljótsdóttir, Áslaug Björgvinsdóttir, Hafdís Björgvinsdóttir, Sigurður Reynaldsson, systkinabörn og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGERAR ESTERAR NIKULÁSDÓTTUR, Birkimel 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vífils- staðaspítala. Björn Hólm Magnússon, Anna Fía Emilsdóttir, Valdís Magnúsdóttir, Kjartan Jónsson, Oddur Örvar Magnússon, Hulda Sigríður Skúladóttir, Hafrún Magnúsdóttir, Karl Hallur Sveinsson, Elínborg Magnúsdóttir, Gunnar Pór Guðjónsson, Margrét Ólöf Magnúsdóttir, Benedikt Grétar Ásmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku- legrar móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, BÁRU GESTSDÓTTUR, áður til heimilis í Víðilundi 10f, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- ilisins Sels fyrir einstaka umönnun. % Guðný Jónasdóttir, Þorsteinn Thorlacius, Gestur Einar Jónasson, Elsa Björnsdóttir, - Hjördís Nanna Jónasdóttir, Kolbeinn Gíslason, Guðrún Tinna, Jónas Einar, Þorleifur, Halla Bára, Lfsa, Bára og Oliver litli. HÖRÐUR M. MARKAN + Hörður M. Mark- an fæddist 7. des- ember 1945 í Reykja- vík. Hann lést á deild A-7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hörður Markan, f. 4. ágúst 1916, d. 2. mars 1987 og Guðrún Guð- laugsdóttir, f. 18. desember 1920, d. 7. október 1978. Systk- ini Harðar: Kristín, f. 29. janúar 1938, d. 25. september 1986; Sigríður, f. 13. ágúst 1940; Hrefna, f. 18. mars 1942; Elín, f. 16. júlí 1943, d. 1. febrúar 1999; Guðrún, f. 28. september 1944 og Böðvar, f. 31. maí 1968. Eiginkona Harðar: Isabella Frið- geirsdóttir, f._ 13. júní 1956. Börn Harðar og Isabellu: 1) Isabella María, f. 5. janúar 1976, sambýlis- Ansi margt rennur í gegnum hug- ann á stundu sem slíkri. Stundinni sem bar alltof fljótt að. Stundinni sem ég gerði aldrei ráð fyrir þrátt fyrir að hún sé lögmál lífsins. Tek ég því föð- urmissinum með æðruleysi og geymi þig, pabbi minn, í hjarta mínu og minnist þín á þann hátt sem eflaust margir gera. Þú markaðir spor þín í líf og sálir fólksins sem í kringum þig var og þá sérstaklega mitt eigið. Lík- legast vegna þess að ég þurfti að upp- lifa allt sem þú hafðir gefið mér svör- in við. Ég þurfti að reyna og sanna, en vitanlega án árangurs. Oftar en ekki kom ég með syndir alheimsins, lagði þær á borð fyrir þig og ávallt fylgdi með uppskrift að því hvernig mætti nú betrumbæta litlu tilveruna okkar en mín leið var víst ekki gengin ótrauð þótt mér fyndist hún vera sú eina rétta. Þá komst þú til sögunnar, pabbi minn, og sást maður hennar er Ás- mundur Amarsson. 2) Karlotta Dúfa, f. 21. janúar 1978. 3) Pétur Georg, f. 16. febrúar 1981. Af fyrra hjónabandi átti Hörður eina dóttur, Helenu Helmu, f. 17. ágúst 1966. Sonur Helmu er Gabríel, f. 13. mars 1989. Sambýlismaður Helmu er Sturla Jónsson. Hörður vann lengst af sem pípu- lagningamaður hjá Guðmundi Finnbogasyni. Hann var mikill íþróttamaður. Um ára- bil spilaði hann knattspyrnu með meistaraflokki KR og keppti m.a. í borðtennis og kraftlyftingum. Hörður verður jarðsunginn frá Krossinum mánudaginn 30. ágúst klukkan 13.30. ekki í augu mín fyrir móðu sem staf- aði af ranghugsunum og þú leiddir mig inn á rétta braut. „Lotta mín, taktu nú til í garðinum þínum, rækt- aðu hann og hugsaðu eingöngu um hann og vittu til, hugur þinn mun breytast. Öðlastu frið innra með þér, fínndu réttlætið og fylgdu því og þá munt þú standa réttum megin á víg- línu lífsins!“ Elsku pabbi - söknuðurinn er sár, því ég hefði viljað eiga miklu fleiri stundir með þér, en þakka þér fyrir þann tíma sem þú gafst mér. Þú lifð- ir í gegnum mig og ég held sterk áfram fyrir okkur bæði. Mig langar til að enda kveðjuna á bæn sem þú kenndir mér ungri að aldri og hefur hún fylgt mér allar götur síðan. Guð gefi mér æðruleysi tilaðsættamigvið það sem ég fæ ekki breytt, + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og tengdamóður, ÁGÚSTU GUÐMUNDSDÓTTUR, dvalarheimilinu Garðvangi, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Jónsson, Margrét Jakobsdóttir. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru, LÁRU S. VALDEMARSDÓTTUR FLYGENRING, Tunguvegi 14, Reykjavík. + Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐNÝJAR PÉTURSDÓTTUR fyrrum húsfreyju á Snælandi (Kópavogi. I Ólafur Haukur Flygenring, Ingibjörg Flygenring, Páll Guðjónsson, Ásthildur Flygenring, Friðrik Garðarsson. Elísabet Sveinsdóttir, Pétur Sveinsson, Dollý Nielsen, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. 9 * + Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Birkigrund 9B, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- ilisins Sunnuhlíðar. Einar E. Sæmundsen, Helga Ásgeirsdóttir, Ólafur G.E. Sæmundsen, Guðríður Þorsteinsdóttir, Vilhjálmur Einarsson, Sigurbjörg Magnúsdóttir, Jónína G. Einarsdóttir, Óli K. Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÖNNU KRISTÍNAR ÁSGEIRSDÓTTUR. Hilmar H. Gíslason, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Hreiðar Gíslason, Sigríður Hjartardóttir, Marselía Gísladóttir, Ólafur Jónsson, Anna Sigríður Gísladóttir, Hilmar Steinarsson, barnaböm og fjölskyldur. kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Þín elskandi dóttir, Karlotta Dúfa. Elsku pabbi minn. Ég kveð þig með miklum söknuði og á erfitt með að ímynda mér framtíðina án þín. Þú varst svo stór partur af tilveru minni. Ég er þó svo lánsöm að trúa því að nú sofir þú. Elsku pabbi, þú ert í forréttinda- hópi. Þú áttii* Jesú í hjarta þínu er þú skildir við þennan heim, en Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi, og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ (Jóh. 11.25-26). Það er gott að vita af þér á góðum stað, þar sem þér líður vel og kennir þér einskis meins. Þinni þrauta- göngu er lokið. Þú barðist hetjulega allt til síðasta dags og skildir sáttur viðjoennan heim. Eg átti með þér dýrmætar stundir á spítalanum þar sem ég gat sagt þér allt og ég veit að þú heyrðir. Takk fyrir allan þann tíma sem þú gafst mér, allan þann boðskap sem þú veittir mér því þú ásamt mömmu mótaðir mig og gerðir mig að þeim einstaklingi sem ég er í dag. Elsku pabbi, ég geymi ávallt ljóðið sem þú samdir og lýsir svo vel lífi þínu. Allt er, líf mitt eins og nýtt líf í blóma dvelur enda úr hraustum höndum stýrir af þeim sem fyrirgefur. Otti og kvíði áttu mig. Eymdin jókst ég þoldi ei við. Ég bað til Guðs mig reisti við. Ég mætti stundu við hans hlið. (H.M) Elsku mamma og við öll. Blessun drottins mun vera með okkur alltaf eins og stendur í hinni helgu bók frá kyni til kyns. Þín, Isabella María. í dag kveðjum við góðan trúbróð- ur og vin, Hörð M. Markan, með söknuði. Efst er þó í huga okkar þakklæti fyrir að hafa kynnst Herði og fjölskyldu hans, sem eru okkur öllum mjög kær. Hörður átti einlæga trú og vitnisburður hans um náð Drottins hefur verið mörgum til blessunar. Við fráfall hans hefur myndast stórt skarð í samfélagið okkar, Kefas. Við munum ætíð minn- ast Harðar fyrir hans góðu eigin- leika, hann var Ijúfur, hjálpsamur og trúfastur. Þótt það sé sárt að sjá á bak Herði getum við þó glaðst yfir því að Hörður átti Drottin Jesú Krist sem sinn frelsara og herra og sú trú- arstaðfesta sem hann sýndi á göngu sinni með Drottni er og verður okk- ur öllum til eftirbreytni. „Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni.“ (Jóhannes 10.27- 28). Elsku ísabella, ísabella María, Ási, Karlotta, Pétur, Þóra, Helma og Gabríel. Við biðjum Drottin að græða sár ykkar og blessa í Jesú nafni. Kær kveðja, Trúsystkinin í Kefas. Hann var ekki hár í loftinu, strák- urinn á hægri kantinum. En fljótur og flinkur. Og harður nagli. Hörður Markan var einn fjöl- margra ungra pilta sinnar kynslóðar sem tók ástfóstri við fótboltann og sýndi þá snerpu og hæfileika sem til þurfti til að leika í meistaraflokki. Hann ólst upp í föðurhúsum í Sörla- skólinu og gekk til liðs við KR, var bæði Bikar- og Islandsmeistari með félaginu og hefði með meiri aga og þolinmæði orðið ágætlega frambæri- legur til meiri afreka og atvinnu- mennsku. En Hörður var ungur og lífsglaður og kannski skorti eitthvað upp á sjálfstraustið til að hann léti þær vonir rætast sem bundnar voru við hann sem knattspyrnumann. Hann hætti allt of snemma og lét um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.