Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.08.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 29 FRÉTTIR Yfírlýsing frá Hreini Loftssyni HREINN Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar, hefur sent frá sér yfirlýsingu um kennitölu- söfnun og kaup á hlutabréfum í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. „I yfirlýsingu í Morgunblaðinu í gær, laugardag, fullyrðir Þór Gunnarsson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, að ég hafi í grein á. netsíðu Vísis sagt, að „Sparisjóðirnir“ hafi staðið fyrir umfangsmikilli „kennitölusöfnun" í tengslum við sölu ríkisins á eignar- hlut þess í FBA. Hið rétta er að ég notaði þar orðalagið „sparisjóðimir og Kaup- þing“ til að undirstrika tengsl Kaupþings við þær stofnanir, en fyrirtækið er í eigu stærstu spari- sjóða landsins og í stjórn þess sitja einvörðungu sparisjóðsstjórar. Hér er því um hártogun og útúr- snúning að ræða hjá þór af því tagi sem einkennt hefur allan málflutn- ing Kaupþingsmanna í umræðunni undanfarna daga. Ég segi því skylt er skeggið hökunni. Eigendur Kaupþings, helstu sparisjóðir landsins, geta ekki firrt sig ábyrgð á fyrirtækinu eða viðskiptaháttum þess á þann hátt sem Þór gerir tilraun til með yfirlýsingu sinni.“ ---------------- Flugleiðir leigja nýja fraktflugvél 9% aukning í fraktflutn- ingum FRAKTFLUTNINGAR á vegum Flugleiða jukust um 9% á fyrri hluta þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Fyrirtækið hefur tek- ið á leigu Boeing 757-200F-flugvél sem er sérútbúin til fraktflutninga og leysir hún af hólmi minni vél af gerðinni 737-300F sem verið hefur í notkun hjá félaginu í hálft annað ár. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að ein ástæðan fyrir aukningunni sé samningur við alþjóðahraðsendifyrirtækið TNT um flutninga frá Liege í Belgíu til New York með millilend- ingu á Islandi. Meginuppistaðan í fraktflutningum Flugleiða eru þó sjávarafurðir og ferskt grænmeti. í fréttatilkynningu frá fyrii-tæk- inu kemur fram að með tilkomu nýju vélarinnar breytist áætlun hjá Flugfrakt Flugleiða þannig að frá 13. september verður flogið sex sinnum í viku milli Keflavíkur og Liege í Belgíu og fimm sinnum í viku milli Keflavíkur og New York. Flugið til New York er við- bót við daglegt flug farþegavéla til Bandaríkjanna, en flugið til Liege kemur í stað núverandi flugleiðar til Kölnar í Þýskalandi og þaðan áfram til Liege. Nýja vélin er tekin á leigu til fimm ára frá fyrirtækinu Ansett Worldwide, sem sérhæfir sig í leigu og sölu flugvéla. Hún er tvö- falt stærri og burðarmeiri en 737- 300F-vélin sem hún leysir af hólmi. Hún getur borið 15 vöru- palla og allt að 38 tonn. Það er stefna Flugleiða að í framtíðinni verði aðeins notast við 757-200-flugvélar til að lækka kostnað, meðal annars við þjálfun flugmanna og vegna varahluta- birgða. v^mb l.is fTLLTAf= e!TTH\SA£> /VÍ77 SKJÁR einn Tækifærið í aldarlok í október mun dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar taka miklum breytingum. Þér gefst einstakt tækifæri til að taka þátt í mótun nýs íslensks Ijósvakamiðils. Fréttastofa óskar eftir varafréttastjóra og hæfum fréttamönnum til starfa. Ný fréttastofa og dægurmáladeild með nýjar áherslur í sjónvarpsfréttum tekur til starfa innan tíðar. Fréttirnar verða hnitmiðaðar, beittar og léttleikinn allsráðandi í dægurmálapakkanum. Ef þú ert á aldrinum tuttugu og þriggja til þrítugs, hefur lokið stúdentsprófi, hefur reynslu af blaða- eða fréttamennsku, staðgóða þekkingu á þjóðfélagsmálum og áhuga á að starfa hjá framsæknu ungu fyrirtæki gæti þetta verið rétta starfið fyrir þíg- Dagskrárdeild óskar eftir hugmyndaríku fólki til starfa við dagskrárgerð. Með stóraukinni innlendri dagskrárgerð viljum við bæta við okkur hæfileikaríku fólki á öllum aldri. Ef þú ert með góðar hugmyndir og býrð yfir góðri íslenskukunnáttu er þetta kannski tækifæri þitt. Tækni- og framleiðsludeild óskar eftir reyndu fólki í eftirtalin störf. Framleiðendur á innlendri þáttargerð Myndatökumenn Filjóðmenn Klippara Umsækjendur sendi skriflega umsókn til (slenska Sjónvarpsfélagsins Skipholti 19 eða á info@skjar1.is. Allar umskóknir skulu vera merktar viðkomandi deildum. ÍSLENSKA SJÓNVARPSFÉLAGIÐ Enska er okkar mál Sandra Eaton é Caria Mercer FYRIR FULLORÐNA AJmenn enskunámskeið Umræðuhópar Rituð enska og málfræði Viðskiptaenska SÉR- NAMSKEIÐ Sémámskeið, einka- og umræðutímar TOEFL/GMAT (Undirbúningsnámskeið) FYRIRTÆKI: Bjóðum upp á sérhæfð námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja NÁMSKEIÐIN HEFJAST 13. SEPTEMBER FYRIR BÖRN INNRITUN STENDUR YFIR Leikskóli 5-6 ára Enskunámskeið 7-12 ára Hringdu og kannaðu málið Unglinganámskeið 13-14 ára Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk Kynningardagur 18. september kl. 10-14 s. 588 0303/588 0305 Enskuskólinn ss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.