Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 29.08.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1999 29 FRÉTTIR Yfírlýsing frá Hreini Loftssyni HREINN Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar, hefur sent frá sér yfirlýsingu um kennitölu- söfnun og kaup á hlutabréfum í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. „I yfirlýsingu í Morgunblaðinu í gær, laugardag, fullyrðir Þór Gunnarsson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, að ég hafi í grein á. netsíðu Vísis sagt, að „Sparisjóðirnir“ hafi staðið fyrir umfangsmikilli „kennitölusöfnun" í tengslum við sölu ríkisins á eignar- hlut þess í FBA. Hið rétta er að ég notaði þar orðalagið „sparisjóðimir og Kaup- þing“ til að undirstrika tengsl Kaupþings við þær stofnanir, en fyrirtækið er í eigu stærstu spari- sjóða landsins og í stjórn þess sitja einvörðungu sparisjóðsstjórar. Hér er því um hártogun og útúr- snúning að ræða hjá þór af því tagi sem einkennt hefur allan málflutn- ing Kaupþingsmanna í umræðunni undanfarna daga. Ég segi því skylt er skeggið hökunni. Eigendur Kaupþings, helstu sparisjóðir landsins, geta ekki firrt sig ábyrgð á fyrirtækinu eða viðskiptaháttum þess á þann hátt sem Þór gerir tilraun til með yfirlýsingu sinni.“ ---------------- Flugleiðir leigja nýja fraktflugvél 9% aukning í fraktflutn- ingum FRAKTFLUTNINGAR á vegum Flugleiða jukust um 9% á fyrri hluta þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Fyrirtækið hefur tek- ið á leigu Boeing 757-200F-flugvél sem er sérútbúin til fraktflutninga og leysir hún af hólmi minni vél af gerðinni 737-300F sem verið hefur í notkun hjá félaginu í hálft annað ár. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að ein ástæðan fyrir aukningunni sé samningur við alþjóðahraðsendifyrirtækið TNT um flutninga frá Liege í Belgíu til New York með millilend- ingu á Islandi. Meginuppistaðan í fraktflutningum Flugleiða eru þó sjávarafurðir og ferskt grænmeti. í fréttatilkynningu frá fyrii-tæk- inu kemur fram að með tilkomu nýju vélarinnar breytist áætlun hjá Flugfrakt Flugleiða þannig að frá 13. september verður flogið sex sinnum í viku milli Keflavíkur og Liege í Belgíu og fimm sinnum í viku milli Keflavíkur og New York. Flugið til New York er við- bót við daglegt flug farþegavéla til Bandaríkjanna, en flugið til Liege kemur í stað núverandi flugleiðar til Kölnar í Þýskalandi og þaðan áfram til Liege. Nýja vélin er tekin á leigu til fimm ára frá fyrirtækinu Ansett Worldwide, sem sérhæfir sig í leigu og sölu flugvéla. Hún er tvö- falt stærri og burðarmeiri en 737- 300F-vélin sem hún leysir af hólmi. Hún getur borið 15 vöru- palla og allt að 38 tonn. Það er stefna Flugleiða að í framtíðinni verði aðeins notast við 757-200-flugvélar til að lækka kostnað, meðal annars við þjálfun flugmanna og vegna varahluta- birgða. v^mb l.is fTLLTAf= e!TTH\SA£> /VÍ77 SKJÁR einn Tækifærið í aldarlok í október mun dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar taka miklum breytingum. Þér gefst einstakt tækifæri til að taka þátt í mótun nýs íslensks Ijósvakamiðils. Fréttastofa óskar eftir varafréttastjóra og hæfum fréttamönnum til starfa. Ný fréttastofa og dægurmáladeild með nýjar áherslur í sjónvarpsfréttum tekur til starfa innan tíðar. Fréttirnar verða hnitmiðaðar, beittar og léttleikinn allsráðandi í dægurmálapakkanum. Ef þú ert á aldrinum tuttugu og þriggja til þrítugs, hefur lokið stúdentsprófi, hefur reynslu af blaða- eða fréttamennsku, staðgóða þekkingu á þjóðfélagsmálum og áhuga á að starfa hjá framsæknu ungu fyrirtæki gæti þetta verið rétta starfið fyrir þíg- Dagskrárdeild óskar eftir hugmyndaríku fólki til starfa við dagskrárgerð. Með stóraukinni innlendri dagskrárgerð viljum við bæta við okkur hæfileikaríku fólki á öllum aldri. Ef þú ert með góðar hugmyndir og býrð yfir góðri íslenskukunnáttu er þetta kannski tækifæri þitt. Tækni- og framleiðsludeild óskar eftir reyndu fólki í eftirtalin störf. Framleiðendur á innlendri þáttargerð Myndatökumenn Filjóðmenn Klippara Umsækjendur sendi skriflega umsókn til (slenska Sjónvarpsfélagsins Skipholti 19 eða á info@skjar1.is. Allar umskóknir skulu vera merktar viðkomandi deildum. ÍSLENSKA SJÓNVARPSFÉLAGIÐ Enska er okkar mál Sandra Eaton é Caria Mercer FYRIR FULLORÐNA AJmenn enskunámskeið Umræðuhópar Rituð enska og málfræði Viðskiptaenska SÉR- NAMSKEIÐ Sémámskeið, einka- og umræðutímar TOEFL/GMAT (Undirbúningsnámskeið) FYRIRTÆKI: Bjóðum upp á sérhæfð námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja NÁMSKEIÐIN HEFJAST 13. SEPTEMBER FYRIR BÖRN INNRITUN STENDUR YFIR Leikskóli 5-6 ára Enskunámskeið 7-12 ára Hringdu og kannaðu málið Unglinganámskeið 13-14 ára Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk Kynningardagur 18. september kl. 10-14 s. 588 0303/588 0305 Enskuskólinn ss

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.