Morgunblaðið - 02.10.1999, Side 75

Morgunblaðið - 02.10.1999, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 75 Krýsuvíkurkirkja Safnaðarstarf Krýsuvíkurhátíð SUNNUDAGINN 3. október verður haldin guðsþjónusta í Krýsuvíkur- kirkju. Hefst guðsþjónustan kl. 14. Er það orðin hefð að halda þar guðs- þjónustu að vori, þegar kirkjan er tekin í notkun fyrir sumarið, og eins 1 að hausti, en þá er altaristaflan sem Sveinn Björnsson málaði tekin niður og færð til Hafnarfjarðarkirkju. Ki’ýsuvíkurkirkja hefur í sumar verið klædd nýrri hurð og tjörguð og er í fegursta búningi eins og um- hverfíð allt. Að þessu sinni verður sungin gregorísk guðsþjónusta án undir- leiks, eins og tíðkaðist í íslenskum kirkjum til forna. í tilefni þess að guðsþjónustan er haldin á þessum I stað er þema guðsþjónustunnar „um- hverfissiðfræði". Eftir guðsþjónust- una býður Krýsuvíkurskóli kirkju- gestum til kaffísamsætis í skólanum. Rúta fer til Krýsuvíkurkirkju frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.15 og heim aftur eftir kaffisamsætið í Krýsuvíkurskóla. Kórfélagar úr kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju ann- > ast söng en prestur er sr. Þórhallur I Heimisson. I Messað á ný í Dómkirkjunni SUNNUDAGINN 3. október kl. 11 kemur söfnuður Dómkirkjunnar saman í kirkju sinni á ný. Endurbæt- ur á kirkjunni eru nú svo langt komn- ar að hægt er orðið að messa þar um helgar. Upp á þennan áfanga verður á haldið með hátíðlegi’i messu þar sem dómkirkjuprestarnir báðir þjóna. Sr. 1 Hjalti Guðmundsson byrjar messuna og býður söfnuðinn velkominn og sr. Jakob Agúst Hjálmarsson prédikar og þjónar ásamt honum að altar- issakramentinu. Dómkórinn leiðir söng undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar, dómorganista. Enn er mörgu ólokið við endur- bætur kirkjunnar og verklok ekki áætluð fyrr en undir aðventu. Trygg- a ir kirkjugestir munu því fylgjast með framvindu verksins á haustmánuð- um. Vegna framkvæmdanna verður % ekki hægt að hafa útfarir né aðrar at- hafnir á virkum dögum fyrr en að verklokum. A útlegðartímanum hefur Dóm- kirkjusöfnuðurinn notið stakrar vel- vildar Fríkirkjusafnaðarins og er honum þakklátur. Þakklæti hans mun nú söfnuður Landakotskirkju njóta, en hann mun hafa guðsþjón- ustur sínar í Dómkirkjunni í Reykja- jj vík meðan þeirra dómkirkja verður máluð og lagfærð. Að lokinni messu á sunnudaginn ^ mun Safnaðarfélag Dómkirkjunnar hafa fyrsta félagsfund veti’ardag- skrárinnar. Nýir félagsmenn sem eldri eru velkomnir á fundinn. Fyrirlestur og fræðslukvöld í I Langholtskirkju PYRIRLESTRAR og hópstarf i tengt missi verður í vetur líkt og síð- ustu ár í Langholtskirkju. Nú á haustdögum verður tekin fyrir úr- vinnsla sorgar og sorgarviðbragða í tengslum við skilnað. Séra Þórhallur Heimisson mun flytja fyrirlestur sunnudaginn 3. október kl. 20, í safnaðarheimili Langholtskirkju, um stöðu einstaklinga eftir skilnað Ieða sambúðarslit. Fyi’irlestur séra Þórhalls er öllum opinn en þau sem hafa staðið í þessum sporum eru | sérstaklega boðin velkomin. Eftir fyrirlesturinn gefst timi til umræðna yfir kaffibolla. I framhaldi af fyrirlestrinum verður þeim er vilja gefinn kostur á því að taka þátt í hópstarfi um úr- vinnslu skilnaðar sem Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur og Svala Sigríður Thomsen djákni hafa um- sjón með og annast. Sorgarhópar koma saman einu sinni í viku í 10 vikur. I sorgarhópunum eða nær- hópunum eins og þeir eru einnig nefndir, eru einstaklingar sem velja að hittast í 8-10 manna hópi, gera með sér samning og mynda trúnað- arsamband. Þar fer fyrst og fremst fram jafningjafræðsla, auk innleggs stjórnenda. Hópstarfínu lýkur með fyrirlestri um hvernig horft sé til framtíðar. Á fundinum 3. október geta ein- staklingar skráð sig í hópstarfið. Hópurinn kemur saman í fyrsta skipti fimmtudaginn 7. október kl. 20-21.30. Einstaklingar í hópnum geta einnig átt trúnaðarviðtöl við sóknarprest eða djákna um lengri eða skemmri tíma. Beðið er með og fyrir þeim sem þess óska. Nánari upplýsingar veitir Svala Sigríður Thomsen djákni í síma 520 1314 eða 862 9162. Fundur í Safnaðarfélagi Dómkirkjunnar FYRSTI fundur Safnaðarfélags Dómkirkjunnar verður haldinn sunnudaginn 3. október nk., að lok- inni árdegismessu í Dómkirkjunni, en þennan dag verður fyrsta al- menna messan haldin í viðgerðri og endurbættri kirkjunni eftir mánaða- langa lokun. í tilefni þessa mun Þor- steinn Gunnarsson arkitekt verða gestur á fundinum og ræða um hinar umfangsmiklu endurbætur, sem gerðar hafa verið á kirkjunni á und- anfórnum mánuðum. Fundir Safnaðarfélags Dómkirkj- unnar eru haldnir eftir árdegismessu fyrsta sunnudag hvers mánaðar og hefjast um kl. 12:00 á hádegi. Þeir eru haldnir á 2. hæð í safnaðarheimili Dómkirkjunnar á horni Vonarstrætis og Lækjargötu og standa í rúma klukkustund. Fundirnir hefjast með léttum málsverði á vægu verði. Lofgjörðar- guðsþjónusta í Hjallakirkju NÆSTKOMANDI sunnudag verður lofgjörðarguðsþjónusta í Hjalla- kirkju, Kópavogi, kl. 11. Slíkar guðs- þjónustur verða að jafnaði einu sinni í mánuði fram að jólum, en í þeim er mikil áhesla lögð á lofgjörð til Drott- ins í söng og orði. Kór Snælands- skóla syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Heiðrúnar Hákonar- dóttur, og Lóa Björk Jóelsdóttir leikur undir á píanó. Fólk er hvatt til að mæta í kirkjuna og lofa Guð í tón- um og tali. Fræðslu- morgnar í Hallgrímskirkju Á MORGUN, sunnudag, kl. 10 f.h., hefjast að nýju fræðslumorgnar í Hallgrímskirkju. I tilefni af þúsund ára kristni í landinu verður yfirski’ift- in á haustmisseri: Þættir úr þúsund ára sögu. Ámi Bergmann rithöfund- ur mun fyrstur ríða á veðið og flytja fyrirlestur um Þorvald víðförla, sem fyrstur boðaði löndum sínum kristni að talið er. Næstkomandi sunnudag, 10. október, mun dr. Hjalti Hugason, prófessor^ flytja erindi um upphaf kristni á íslandi og sjálfa kristnitök- una. Fræðslumorgnarnir eru öllum opnir. Að lokinni messu á sunnudag- inn ætla kvenfélagskonur að gefa kirkjugestum kost á að kaupa sér súpu og brauð, en þær eru nú að láta gera skírnarfont í kirkjuna. Meðgöngumessa Dómkirkjunnar KIRKJAN á að vera heimili. Kirkjan á að vera griðastaður. Kirkjan á að vera staður þar sem þú getur sest niður og andvarpað í bæn um allt það sem hvílir á sálinni. I kirkjunni á maður að hafa full réttindi. Þess vegna verður haldin með- göngumessea í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 3. október kl. 20.30. Prestarnir Jóna Hrönn Bolla- dóttir og Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Jóna ásamt Þórdísi K. Ágústsdóttur ljósmóður, Rannveigu Sigurbjörns- dóttur hjúkrunarfræðingi og Herdísi Finnbogadóttur líffræðingi. Birna Gerður Jónsdóttir ljósmóðir prédik- ar. Tónlist er í höndum Gróu Hreins- dóttur og Önnu Sigríðar Helgadótt- ur. Fyrirbæn verður fyrir foreldrum og ófæddum börnum. Allir eru velkomnir í Fríkirkjuna af þessu tilefni og verðandi foreldrar alveg sérstaklega. Jóna Hrönn Bolladóttir. Hjálpræðisherinn. Kl. 13 laugar- dagsskóli fyrir krakka. Safnaðarheimilið í Sandgerði. Kirkjuskólinn kl. 11. Útskálakirkja. Kirkjuskólinn kl. 13.30. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. KEFAS, Dalsvegi 24. Samkoma laugardag kl. 14. Ræðumaður Björg R. Pálsdóttir. Allir hjartanlega vel- komnir. Þriðjud: Bænastund og brauðsbrotning kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unglinga kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli laugar- dag kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjórnandi Elín Jóhannsdóttir. Unglingakórinn: Æfing í safnaðar- heimilinu Vinaminni kl. 14. Stjórn- andi Hannes Baldursson. Sóknar- prestur. Lagersala Fjölva Smiðjuvegi 2 (bak við Bónus) giJg í dag hefst rýmingarútsala á bókalager Fjölva, Smiöjuvegi 2, Kópavogi. Hundruð titla á hreint ótrúlega lágu verði. Fjölbreytt úrval bóka og bókapakka og dregnar fram bækur sem ekki hafa sést í ^ . *jr | mörg ár. Þetta er algjör nýjung, þar sem fólk getur komið og gengið um langa ganga með himinháa bókastafla á báðar hliðar og skoðað og grúskað að vild. Ævintýraland fyrir börn og fullorðna. Verið öll velkomin og takið þátt í Bókaveisíu sem er engu lík! V x ^ Opnunartímar Laugardaga: 10:00 - 17:00 Sunnudaga: 12:00 - 17:00 Hægt er að panta allan sólarhringinn á vefnum: http://here.is/fjolvi Stóra Lagerútsala Fjölva veröur opin nokkr- ar næstu helgar. Síml Fjölva er 568-8433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.