Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Fjölskyldan á Innri-Ósi. Fremri röð f.v.: Aðalheiöur Loftsdóttir, heldur á Gíslínu Guðbjörgu, Magnús Guðjónsson með Ásbjörn, Anna Valgerður. Aftari röð f.v.: Jón Anton, Theodór, Loftur, Ólafur, Gróa, Zoffanías Einar, Guðjón, Ingibjörg, Þuríður og Þórólfur. Morgunblaðið/RAX Þórólfur ásamt eiginkonu sinni, Þorbjörgu Júlíusdóttur. Þau eiga þrjú börn, Júlíus Björn flugmann og flugvirkja, Jónínu Helgu, sem er í meistaranámi t alþjóðasamskiptum í Bandaríkjunum, og Aðalheiði Dóru, sem er að Ijúka námi á hönnunarbraut í Iðnskólanum í Reykjavík. Þegar Þórólfur Magnússon flugstjóri steig upp úr flugstjórasætinu hinn 23. mars síöastliðinn átti hann að baki um 25 þúsund flugtíma og lík- lega fslandsmet í flugtökum og lendingum. Þórólfur er kominn á aldur, orðinn 65 ára. Flugmannsfer- illinn spannar rúmlega 40 ár, þar af 35 ár sem atvinnuflugmaöur. Þórólf- ur er sér á báti í hópi atvinnuflug- manna fyrir það aö hafa nánast ein- göngu starfaö við innanlandsflugið. Við starfslok Þórólfs voru honum haldnar kveöjuveislur á viðkomu- stöðum íslandsflugs víða um land. Það segir sína sögu um hve mikils fólk metur menn á borð viö Þóiólf sem haldið hafa uppi flugsamgöng- um við byggðarlög sem ella hefðu verið mun einangraöri. „Það var hreint út sagt stórkost- legt,“ segir Þórólfur aöspuröur um hvernig honum hafi oröið við veislu- höldin. „Þetta mælir með fluginu sem góöum ferðamáta.“ Hann seg- ist vilja nota tækifærið og þakka öllu samstarfsfólki, fyrr og síðar, ágætt samstarf og fyrir indælar kveðjustundir viö starfslokin. Jó- hannes R. Snorrason flugmaður sendi lesandabréf í Morgunblaðið í tilefni af starfslokum hins farsæla flugstjóra og lauk á hann lofsorði. En hverju skyldi Þórólfur þakka vel- gengnina í fluginu? „Við höfum alltaf verið í sátt hvort við annaö, íslenska veðrið og ég - komumst alltaf að samkomu- lagi. Þaö eru alltaf góðar og vondar hliðar á veðrinu. Máliö var bara aö ná betri hliöinni, - þar sem vindur- inn fór upp fjallið, en ekki niður. Það var verra að vera þeim rnegin." Landsbyggðarmaður Starfsvettvangur Þórólfs hefur öóru fremur verið í þröngum fjörð- um og dölum þar sem fámennar byggðir hafa átt mikið undir flug- samgöngum. Það má segja aö á þessum stöðum hafi Þórólfur verið á heimaslóð, hann þekkir af eigin raun hagi þeirra sem búa við land- fræöilega einangrun. Þórólfur fæddist í Fagradal í Dalasýslu 24. mars 1935, sonur Magnúsar Guðjónssonar bónda og konu hans Aöalheiðar Loftsdóttur. Þórólfur var rétt nýfæddur þegar fjölskyldan flutti að Miklagarði í Saurbæjarhreppi. Fjórum árum síð- ar var aftur flutt búferlum og nú út í Hrappsey á Breiöafiröi. Stuttu síðar skall á heimsstyrjöldin síðari og bjó fjölskyldan f Hrappsey öll stríðsár- in. „Pabbi vildi kaupa Hrappsey, sem var í eigu Happdrættis Háskól- ans, en þeirvildu ekki selja," segir Þórólfur. „Afgjaldiö var borgaö í dún og var 24 kíló fyrir áriö. Þaö var ekki lítiö! Þetta var næstum allur dúnn sem fékkst í Hrappsey." Þór- ólfur man vel eftir sér f Hrappsey enda bjó hann þar til níu ára ald- urs. Ekki segir hann að sér hafi leiöst, þótt eyjan væri einangruð. „Þetta var indælt líf, þótt hart væri. Aöalbúskapurinn var með kindur og kýr. Svo vorum við með bát, en það var lítiö róið til fiskjar. Fiskislóðin lá fyrir utan eyjar og þangaö var tölu- verður róður. Stundum voru skotnir selir og sjófugl. Báturinn var einnig notaður til kaupstaöaferða til Stykkishólms." Á vorin var sinnt um æðarfuglinn og stuggaö viö svartbaknum eftir megni. „Eggin voru mikil búbót. Yf- irleitt var tekiö eitt egg frá hverri kollu til átu. Svartbakurinn var rændur miskunnarlaust og eggin étin. Ef hann kom upp ungum var þeim eytt. Svo var dúnninn tíndur upp í leiguna. Það varð að fara grannt um til að ná upp í hana." Þórólfur segir að mikill munur sé á flóði og fjöru í Hrappsey og oft þungur straumur á milli hólmanna. Féð sótti í fjörubeitina og þurfti aö passa aó þaö flæddi ekki. „Fjár- stofninn var samt oröinn sjóaður, kindurnar pössuðu sig nokkuð sjálfar, en það þurfti alltaf að hafa varann á sér gagnvart flæðihættu." Hestarnir sóttu í sölin sem einnig voru lesin og þurrkuð handa mann- fólkinu. Túnið f Hrappsey var mjög þýft, engin tæki til aö slétta það og heyskapurinn með gamla laginu. En var bærinn rúmgóður? „Mér þótti það meöan ég átti þarna heima, en svo kom ég seinna og sá að þetta var smákot. Varla nema eins og sumarbústaöur. Þetta var hæð og ris, sofió uppi. Við vorum tvö ogjafnvel þrjú í rúmi, sváfum andfætis. Þaö var að minnsta kosti hlýrra. Ef komu næt- urgestir þá færði maður sig upp í hjá öðrum." Að Innra-Ósi Foreldrar Þórólfs voru bæði ætt- uð af Ströndum og ákváðu að snúa aftur í heimahagana. Þau keyptu jörðina Innri-Ós við Steingrímsfjörð og fluttu þangað í stríðslok. Féð í Hrappsey og ýmislegt lauslegt var selt á uppboði. Dagurinn er Þórólfi í fersku minni. „Fyrst var boöin upp ein og ein kind í einu. Þá kom Jón- as Jóhannsson bóndi I Öxney og sagði að þetta væri ekki hægt, upp- boöiö tæki allan daginn! Hann keypti kindahópinn sem eftir var á einu bretti." Farið var með kýr og hesta á báti upp í Salthólmavík og skepnurnar reknar yfir Steinadals- heiði í Kollafjörö. Þaðan var þeim ekið á vörubfl norður á Hólmavík. Magnús bóndi byggði fljótlega yf- ir fjölskylduna að Ósi, enda gamli bærinn orðinn lúinn. Frændi Magn- úsar keypti Ytri-Ós. Sá hét Magnús Gunnlaugsson og kona hans Aðal- heiður Þórarinsdóttir. Hjónin á Ós- bæjunum hétu því sömu nöfnum. Þórólfur segir að það hafi veriö mikil viðbrigöi að flytja að Innri-Ósi. „Þá fór maður að fara í skólann. í Hrappsey kom farkennari til að hnykkja á því sem foreldrar okkar höfðu kennt okkur. Þarna sá maöur líka meira af fólki. Það komu sára- fáir við í Hrappsey." Þegar fjölskylda Þórólfs flutti norður voru börnin orðin tíu talsins, auk þess fylgdu vinnumaður og saumakona svo alls voru fjórtán í heimili. „Mamma átti engin börn f Hrappsey, en eftir aö viö fluttum að Ósi bættust þrjú börn við. - Þaö var ekkert sjónvarp þá,“ segir Þórólfur kíminn. En varla var sjónvarp f Hrappsey? „Nei, þar var bara lélegt útvarp, knúið rafhlööum sem þurfti aö láta hlaöa í Stykkishólmi. Ekki hlustað á neitt nema Bör Börsson og fréttir." Þórólfur segist vera ná- lægt miðri aldursröö systkinahóps- ins. Þau eru öll á lífi, utan ein syst- irin Þuríöur, sem dó ung frá eiginmanni og fjórum börnum. Alvara lífsins Þórólfur lauk barnaskólanámi 14 ára og fermdist um vorið. Eftir þaö Þ JÓÐSAGNAPERSÓNAN ÞÓRÓLFUR Þórólfur Magnússon er löngu orðinn þjóö- sagnapersóna í flugheiminum og margar sög- ur til af kappanum. Flogið á instrúmentum Guðjón V. Sigurgeirsson flugvirki rifjaði uppsögur úr flugi með Þórólfi. „Einu sinni þegar Þórólfur var kominn í flughæð sagði hann: Nú förum við á instrúment (venjulega notað um blindflug). Svo seildist hann í vas- ann eftir munnhörpu og fór að spila. - Þetta var bara grín hjá honum, enda létt yfir mann- inum," segir Guðjón. „Einu sinni var ég með honum í flugi. Við vorum í bullandi drullu (þoku) og sáum ekki neitt. Ég var alltaf að biðja hann að púlla upp úr þessu, en hann reyndi að skríða. Svo endaði hann með því að segja jæja nú er þaó emergency pull-up - neyöarklifur - og fór uppúr. Hann flaug fyrir ofan smástund og fór þá í spíral niöur aftur. - Hvað ertu nú aö gera, spurði ég. - Hvað, sérðu ekki veginn þarna fyrir neð- an, spurði Þórólfur. Við förum bara eftir hon- um. - Hann hefur alltaf verið svolítið fyrir að fljúga lágt!" Góð laun flugmanna Rafn Jónsson flugstjóri var á árum áður að- stoöarflugmaður Þórólfs hjá Arnarflugi. Einu sinni sem oftar voru þeir á leiö að Holti í Ön- undarfirði og var töluverð ókyrrð yfir Gemlu- fallsheiðinni. „Þetta var daginn eftir sjó- mannadag og þrír timbraðir sjómenn aftur í að rétta sig af. Lætin voru svo mikil aö pils- nerinn fór í heilu lagi upp úr flöskunum og of- an í þær aftur," segir Rafn. Honum var hætt að lítast á blikuna og spurði Þórólf hvort ekki væri skynsamlegast að hækka flugið upp úr þessum látum. „Vinur minn, fyrr slitna af þér handleggirnir en vængirnir af flugvélinni," svaraði Þórólfur sallarólegur. Lætin færðust enn í aukana og enn spuröi Rafn hvort ekki væri um friösælli loftvegi að ræöa að Holti. Þórólfur sýndi engin svipbrigði þar sem hann baröist viö að halda vélinni á réttum kili, en svaraöi svo: „Vinur minn, við flugmenn höfum svo góð laun að það er ekki nema sanngjarnt aö við vinnum fyrir þeim." Rafn rifjar upp sögu af þrautseigju Þórólfs í sjúkraflugi. Óskað var eftir flugvél til að sækja sjúkling að Gjögri. Þar var svartaþoka og sáust varla handa skil. Þórólfur fór engu að síöur af stað og flaug norður. Þegar hann nálgaöist flugvöllinn hafði hann samband viö Adólf Thorarensen flugvallarstjóra, sem sagði að á Gjögri væri ekkert skyggni og völlurinn lokaður. Þórólfur yrði bara að koma þegar hann létti til. Þórólfur mun hafa svarað því til að hann væri nú kominn svo langt að það væri synd að snúa viö. Þá sagði flugvallarstjórinn að þá komi hann á eigin ábyrgð - völlurinn væri lok- aður. Segir svo ekkert af ferðum Þórólfs fyrr en Adólf sér flugvélarhjó! þjóta yfir flugvallarskúr- inn og mun honum hafa orðið allhverft við. Skömmu síðar renndi flugvélin aö skúrnum úr þokunni. Þegar sagan var borin undir Þórólf kannaö- ist hann við atvikiö. Sagði að oft væri hægt að komast niður við Kambinn, fjall suður af vellinum, og taka aðflugiö þótt dimmt væri á Gjögri. Hann hitti að vísu ekki beint á braut- ina í fyrstu umferð, en fór þá aöeins út með nesinu þar sem hægt var að snúa við og þá hitti hann beint á braut! Dráttarvélin óþörf Líklega hefur enginn flogið meira með Þór- ólfi en Bergur Axelsson, flugstjóri hjá ís- landsflugi. Hann segist hafa borið mikiö traust til Þórólfs. Bergur rifjaði upp sögur af miklum líkamsburðum Þórólfs. „Einu sinni átti Þórólfur að fara með tunnu á lítilli tveggja sæta Piper Cub út í Flatey eða Hrísey. Hann setti tunnuna aftur í vélina. í millitíöinni er Þórólfur svo kallaður í flug á Mooney-vél, en annar sendur með tunnuna á Pipernum. Sá kom með tunnuna aftur í bæinn, því hann náði henni ekki út úr flugvélinni!" Það var hlutverk flugmannanna að taka flugvélarnar út úr flugskýlinu að morgni dags. „Við vorum mættir eldsnemma og ég fór að sækja dráttarvélina til að draga flugvélina,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.