Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 B 21 Ljösmy ndLeiiur Öm Svavarsson Vesturveggur Ejnar Mikkelsen-íjalls gnæfir 2.000 metra yfir tjaldbúðunum. þess að hún frysi ekki og vandlega vafin inn í plast þannig að hún saggaði ekki við hitamuninn þegar hún var tekin frá fimbulkuldanum úti og inn í tiltölulega hlýtt tjaldið. Allir æfðum við handtökin að nota byssuna en Guðjón einn hafði æft sig á skotsvæði með að skjóta með þessum gríðarlegu skothylkj- um. Hvernig skýtur maður ísbjörn? Fyrir óvana veiðimenn sem að- eins ætla að skjóta ísbjörn í sjálfs- vörn er mælt með haglabyssu. Ör- uggast er víst að vera með tvíhleypu því hún er einföldust að uppbyggingu og minnst hætta á að byssan standi á sér þegar verst stendur á. Við vorum með pumpu með nokkrum skotum. Samkvæmt ráðleggingunum á fyrsta skot að vera dádýraskot (buckshot). Þá er haglaskotið hlaðið með níu m'u millimetra kúlum. Þ\'í skoti á að skjóta, af stuttu færi, einhversstað- ar í björninn þegar fullvíst er að hann ætli að ráðast á hópinn. Næsta skot er „slug“, það er ein stór kúla. Þegar henni er skotið þarf að gefa sér betri tíma til þess að miða, framan á bóginn eða fremst á síðuna. Reyndar höfðu Grænlendingarnir sem við hittum nokkrum árum áður haft litla trú á skothæfileikum okkar við slíkar ör- væntingaraðstæður. Þeir hlógu vinsamlega að okkur og sögðu að líklegast væri auðveldara að skjóta bara einn úr hópnum, það tefði bangsa nægjanlega til þess að hinir gætu komið sér undan. Flugstöð úr ís Fyrirhugaðan brottfarardag vöknuðum við snemma og færðum okkur út á miðja sléttuna. Það var strekkingsvindur og fjöllin í skýj- um. Lendingarstaðurinn upp við Gunnbjörnsfjall var á kafi í skýjum og ólíklegt að þeir kæmu að sækja okkur þennan dag en til öryggis kölluðum við í talstöðina á 15 mín- útna fresti. Við dunduðum við það um daginn að reisa stóran skjól- garð fyrir vindinum og sníða okkur þægileg sæti. Um kvöldið tjölduð- um við síðan í skjóli við „flugstöðv- arbygginguna". Næsta dag var gott veður, vindurinn hægari og fjallasýn góð. Framan af degi vor- um við nokkuð vissir um að vélin kæmi og höfðum meira að segja veðmál í gangi hver gæti giskað á réttan lendingartíma. Þegar leið á daginn fór ímyndunaraflið með okkur í leiki. Við vorum famir að halda að talstöðin væri hætt að virka eftir að vera búnir að kalla í allar þær vélar sem flugu yfir í nokkra daga. Eftir endalausar vangaveltur um hvað gæti valdið töfum á vélinni settum við bann við öllum getgátum og hótuðum harðri refsingu þeim sem léti út úr sér: „En ef...“ eða: „Hvað ef...“ Um miðjan dag náðum við loks sam- bandi við millilandaflugvél og send- um enn ein skilaboðin um staðsetn- ingu okkar. Við það róuðust menn aðeins. Eftir að hafa hangið að- gerðarlausir allan daginn fengum við útrás íyrir hreyfiþörfina um nóttina er við gengum á skíðunum undir stórfenglegan norðvestur- vegg Ejnar Mikkelsen-fjalls. Það er magnaður fjallasalur og flestar stóru ísleiðimar í Ölpunum blikna í samanburði við 1.900 metra háan ísvegginn. Restinni af matnum skipt niður í neyðarskammta Eftir ævintýri næturinnar var erfitt að vakna til þess að gera allt klárt fyrir brottför. Þetta var þriðji biðdagurinn og annar dagurinn í góðu veðri þannig að við voram nokkuð vissir um að vélin kæmi. Varkárni undirmeðvitundarinnar hélt engu að síður í við okkur í há- degismatnum þar sem farið var að ganga á matarbirgðarnar. Þegar komið var fram yfir hádegi fóra menn að ókyrrast og þegar klukk- an varð tvö töldum við fullvíst að vélin kæmi ekki þann daginn. Meira að segja stóískri ró Guðjóns Marteinssonar var raskað. Skýr- ingarnar á seinkuninni gætu verið eðlilegar þó að við töldum mun lík- legra að eitthvað væri að. Mikið hefðum við verið til í að skipta á talstöðinni okkar og gervihnatta- síma. Við voram kvíðnir og ákváð- um að skipta restinni af matnum okkar upp til fimm daga. Félögum mínum til dægradvalar sagði ég þeim sögu landkönnuðarins Ejnars Mikkelsen, sem fjallið heitir eftir, meðan við unnum að því að skipta matnum. Saga Ejnars Mikkelsen Ejnar Mikkelsen fór einmitt sinn fyrsta leiðangur um ströndina þarna fyrir neðan. Þá var hann ný- útskrifaður stýrimaður, aðeins nítján ára gamall, og fór sem há- seti á fjögurra manna opnum báti sem var rúma tvo mánuði að róa niður með þá ókannaðri ströndinni frá Scoresbysundi til Ammassalik. Löngu síðar eða 1909 fór hann leið- angurinn sem hér um ræðir. Þá var hann að leita að líkamsleifum og dagbókum Myliusar Erichsen og Hoeg Hagan sem urðu úti í Dan- merkurleiðangrinum 1906-1908. Mylius og Hoeg höfðu ásamt Grænlendingnum Jorgen Bron- lund, kannað og kortlagt ókannaða austurströnd Grænlands frá Dan- merkurhöfn og norður í Independ- ence-fjörð í Norður-Grænlandi en þangað hafði áður verið komið að vestan. í bakaleiðinni fórast þeir allir og gerður var út leiðangur undir forystu Ejnar Mikkelsen til þess að leita að dagbókum þeirra félaga. Leiðangurinn komst ekki alla leið norður til Danmerkurhafn- ar sökum hafíss og þarf að hafa vetursetu nokkuð sunnar. Um leið og ísa leggur fara þeir á hunda- sleðum norður í 79°-fjörð, þangað sem lík Brönlund hafði fundist við forðageymslu. Þar gera þeir árang- urslausa leit að líkamsleifum eða dagbókum hinna tveggja áður en þeir snúa aftur að skipinu. Lýsing- ar af ferðalaginu eru með ólíkind- um enda útbúnaður allur annar en við eigum að venjast nú á dögum. Þeir ná til baka að skipinu um jólin eftir 90 daga erfitt ferðalag í skammdegismyrkrinu. I febrúar leggja þeir síðan aftur af stað, fara upp með austurströndinni og síðan inn á jökulinn og eftir honum að norðurströnd Grænlands. Þeir lenda í miklum hremmingum á jöklinum og ná ekki landi fyrr en komið er fram í maí. í Danmerkur- firði finna þeir mæliskýrslur og upplýsingar um landmælingar þeirra Myliusar, Hpegs og Bron- lunds. Þar kemur fram að þeir fé- lagar hafi verið matarlitlir og með fáa hunda eftir þegar þeir snúa við. Matarlitlir og með einungis 7 hunda eftir halda Ejnar Mikkelsen og Ivar Ivarsen til baka. Það er farið að vora og færðin orðin erfið. Þeir verða matarlausir og hundam- ir týna tölunni hver af öðram. Ejn- ar fær skyrbjúg og þarf að sitja á sleðanum um tíma. Hvað eftir ann- að virðist vera úti um þá, maturinn þrotinn en í hvert sinn verður þeim eitthvað til bjargar - þeir ná ein- hverri veiði eða finna forðabúr ætl- að Mylius og félögum - uns hinn 15. ágúst að þeir éta seinasta hund- inn. Þegar þeir koma sunnar hefur allur matur verið tekinn úr birgða- stöðvunum. Þeir skilja eftir tjöld og svefnpoka og halda áfram svo til alveg matarlausir seinustu 140 kílómetrana. Eftir sex nætur undir beram himni, í frosthörkum og slæmum haustveðrum, skilja þeir dagbækurnar sínar, filmur og skýrslur Myliusar eftir vafðar inn í segldúk og halda áfram eingöngu með eina byssu og nokkur skot- færi. Næstu nótt eftir það geta þeir gert sér varðeld og ná að sofa en næstu nætur þar á eftir geta þeir rétt fleygt sér á jörðina og blundað smá stund áður en þeim verður of kalt í 15 stiga frostinu og verða að halda áfram. Þegar 17 km era eftir í Danmerkurhöfn finna þeir matarbirgðir og geta satt sár- asta hungrið og að morgni 18. sept- ember staulast þeir loks að kofan- um í Danmerkurhöfn þar sem þeir geta hvílt sig. Þegar þeir hafa safn- að kröftum halda þeir áfram sein- ustu 200 kílómetrana suður að Shannon-eyju þar sem skipið átti að bíða þeirra. Eftir erfitt ferðalag þangað kom í ljós að skipið hafði brotnað í ísnum og áhöfnin var far- in þannig að þeir tveir félagarnir þurftu að hafast þarna við og bíða næsta vors þegar von gat verið á skipaferðum og björgun. Um vorið „skreppa“ þeir síðan gangandi með sleða í eftirdragi til þess að sækja dagbækurnar sínar þar sem þeir höfðu neyðst til þess að skilja þær eftir um haustið. Þegar líður á sumarið eyða þeir meirihluta dags- ins uppi á hól að skima eftir skipi. Um síðir verða þeir að sætta sig við það að þama verði þeir að bíða annan vetur. Þó að þeir hefðu nóg að borða er það tilbreytingarlítið líf að eyða tveimur vetram í þröngum kofa. Allt lesmál hefur verið marg- lesið og sömu brandararnir og sög- urnar verið sagðar alloft. Um vet- urinn færa þeir sig um set og setjast að á Bass Rock, 30 km sunnar, og bíða þar af veturinn og stærstan hluta sumarsins þar á eft- ir. Loks í sumarlok kemur skip við af tilviljun og tekur þá með sér til Noregs. Þá vora liðnir 28 mánuðir frá því þeir höfðu haft samneyti við annað fólk. Svo voram við farnir að kvarta á þriðja degi sem við biðum. 1" FLugvélin kemur Þetta var löng saga og i þögn- inni sem eftir fylgdi sprettur Guð- jón á fætur og hrópar að hann heyri í flugvél. Við vorum vanir þessum ofheyrnum í Guðjóni eftir að hafa verið með eyrun sperrt seinustu þrjá daga. En viti menn, nú var ekki um að villast. Allir fóru í fyrirfram skipulagðar stöð- ur: Guðjón með talstöðina, Ed með neyðar- og reykblysin og ég með kvikmyndavélina. Guðjón náði strax sambandi við vélina og hún flaug einu sinni yfir okkur til þess að skoða aðstæður áður en hún lenti við hliðina á okkur á jöklinum. Eftir að hafa beðið í þrjá daga með allan farangurinn vandlega pakkaðan vorum við gripnir í bólinu með útbúnaðinn í fullkominni óreiðu enda voram við hálfnaðir við að skipta matnum okkar niður í neyðarskammta. Okkur létti gríðarlega við að heyra að ástæðan fyrir seinkun- inni hefði eingöngu verið veðrið. Skilaboðin frá okkur höfðu að vísu verið verulega brengluð og valdið mönnum umtalsverðum heilabrot- um en skilist fyrir rest. Það að við þyrftum að vera með gervihnatta- síma í næstu ferð vora engin ný sannindi fyrir okkur. Heimkoma Tröllaskaginn sýndist hálf ræfils- legur í samanburði við grænlenska frændur sína. Það er alltaf gott að koma heim; komast í sturtu í fyrsta sinn í rúman hálfan mánuð; upplifa þægindi hversdagslífsins og gleðj- ast yfir smáatriðunum eins og mýkt bómullarfatnaðar og hlýjunni í húsunum. Engu að síður var ekki liðin langur tími áður en næsta ferð var skipulögð. Fjallið Mt. For- el á austurströnd Grænlands væri verðugt viðfangsefni. Bæði er það V formfagurt, bratt og fallegt en einnig er það svo einangrað að erf- itt er að komast að því, en það er nú önnur saga sem verður rakin síðar. Höfundur er fjallaleiðsögum&dur og jarðfræðingur. Stuðningur þinn setur æskufólk í öndvegi með íslenska þjóðfánanum. Flöggum á góðum degi Vöruúttektir [ Kringlunni. Hver aö verðmæti kr. 100.000, frá PLÚS-FERÐUM Hver aö verömæti kr. 200.000,- ° Glæsileg amerísk C0ACHMEN fellihýsi. — Hvert aö verðmæti kr. 799.800,- 1,6i GL - 16V station, hlaöinn búnaöi kr. 1.830.000,- / frá KENTUCKY FRIED CHICKEN — Hver aö verömæti kr. 2.195,- Comfort 5 dyra 1,6i -16V, hlaöinn búnaöi kr. 1.690.000, pósturinn m rMnnpamnanmim Greiða má með greiðslukorti í síma 562 1390 — dregið 1,2i - 16V5 dyra, hlaöinn búnaöi kr. 1.293.000, r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.