Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ * Fræðimadur í HÍ Morgunblaðið/Jim Smart Áskell Harðarson stærðfræðikennari með hressum stúdentsefnum í 6.X í Menntaskólanum í Reykjavík. Rétti andinn fleytir áhuganum áfram Morgunblaðið/Ásdís Rögnvaldur segir að kennarar þurfi helst að búa yfir djúpri fagþekkingu til að geta fylgt frekar eftir áhuga nemendanna á námsefninu. Morgunblaðið/Golli Ragnheiður Helga hefur haft áhuga á ^ stærðfræði alveg frá því í grunnskóla. Skemmti- leg glíma „Stærðfræði felur í sér skemmtilega áskor- un; að glíma við þrautir til að ná ákveðnu lokatakmarki. Venjulega er ég fljót að skilja ný lögmál og fara að byggja ofan á fyrri þekkingu. Auðvitað er gaman að taka fram- förum og reyna sig í flóknari þrautum," seg- ir Ragnheiður Helga Haraldsdóttir nemandi í 4. bekk í MR. Ragnheiður Helga var ásamt tveimur öðrum í fyrsta til þriðja sæti í neðra stigi forkeppni Stærðfræðikeppni fram- haldsskólanna í haust. "V Ragnheiður segist alltaf hafa haft gaman af stærðfræði. „Stærðfræði hefur verið upp- áhaldsgreinin mín alveg frá því í grunnskóla. Fyrir því er held ég engin ein ástæða. Á hinn bóginn gæti auðvitað haft áhrif að mamma mín er stærðfræðikennari. Hún hefur getað hjálpað mér við að leysa flóknari dæmi,“ seg- ir Ragnheiður Helga og fram kemur að önn- ur uppáhaldsfög hennar séu á raungreina- sviðinu, t.d. efnafræði, eðlisfræði og líffræði. Tungumálanám sé ekki næstum því eins skemmtilegt. Fyrir utan námið stundar Ragnheiður Helga píanónám. Af augljósum ástæðum valdi Ragnheiður Helga stærðfræðideild framyfir máladeild í 4. bekk. „Ég fer í eðlisfræðideild næsta haust. Núna er ég í stelpubekk og býst við því að stelpumar verði færri í eðlisfræðideild- 'Jf inni. Annars held ég að stelpur séu ekkert síðri heldur en strákar í stærðfræði. Stelp- urnar velja sér hins vegar frekar máladeildir og treysta sér heldur ekki eins vel og strák- arnir til að vera með í stærðfræðikeppnum." Ragnheiður Helga varð í 8.-9. sæti í úr- slitakeppninni í vor. „Eftir keppnina keppt- um við 12 efstu fyrir Islands hönd í Norrænu stærðfræðikeppninni. tírslitin eru enn ekki komin. Annars gekk mér ekkert sérlega vel og er því ekkert alltof vongóð um árang- urinn. Núna stefni ég bara á að gera betur í framhaldsskólakeppninni á næsta ári,“ segir hún og viðurkennir að líta upp til strákanna í 6.X. „Er annað hægt?“ spyr hún og er spurð <ið því hvort strákunum hafi verið hampað sérstaklega í skólanum. „Nei, nei, alls ekki. Hins vegar held ég að flestir viti hvað þeir eru góðir og listi yfir þá efstu er hengdur upp eftir hveija laugardagsæfingu," segir hún og jánkar því að jákvæð áhrif hafi að eiga ákveðnar fyrirmyndir í skólanum. „Strákarair eru auðvitað hvatning fyrir mig y il að standa mig í framtiðinni.“ Gott gengi nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík í hverri raunvísindakeppninni á fætur annarri hefur vakið athygli að undanfórnu. Fram- varðasveitin er skipuð stúd- entsefnum úr 6.X. Allt lands- liðið 1 eðlisfræði er skipað nemendum úr bekknum. Sjö af tíu efstu í forkeppni Stærð- fræðikeppni framhaldsskól- anna eru úr sama bekk. „EINN og einn nemandi kemur fram í hin- um skólunum. MR vinnur á því að út úr bekkjarkerfinu koma stærri hópar. Nem- endurnir hafa stuðning hver af öðrum. Að iðka stærðfræði verður félagslega eftir- sóknarvert. Rétti andinn fleytir áhuganum áfram,“ segir Rögnvaldur Möller, fræði- maður við Raunvísindastofnun Háskólans, um gott gengi nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík í ýmiss konar raunvísinda- keppnum í gegnum tíðina. Rögnvaldur hefur komið að undirbún- ingi fyrir stærðfræðikeppnir íslenskra ungmenna hér heima og erlendis undan- farin ár. Grunnurinn að alþjóðlegum keppnum er lagður með árlegri Stærð- fræðikeppni framhaldsskólanema. Keppn- in er tvískipt og fer fram að hausti og vori. Forkeppnin felst í því að nokkur hundruð nemendur í yngri og eldri hópi spreyta sig á aðgengilegum og fjölbreyttum þrautum að hausti. Úrslitakeppnin felst í því að efstu 20 nemendurnir úr hvorum hópi gera atlögu að mun þyngri þrautum að vori. „Efstu nemendunum hefur verið boðið að vera í bréfaskóla á milli keppna. Námsefn- ið er heldur þyngra heldur en boðið hefur verið upp á í framhaldsskólunum. Með því að dýpka og breikka námið, veita ákveðna þjálfun og hvatningu er stuðlað að því að nemendurnir standi betur að vígi í alþjóð- legum keppnum." Fimm efstu nemendunum í forkeppninni er boðið að etja kappi við jafnaldra sína í alþjóðlegri Eystrasaltskeppni ár hvert. Eftir úrslitakeppnina er 10 til 15 efstu nemendunum boðið að vera með í annarri norrænni stærðfræðikeppni. Norræna keppnin felur ekki í sér ferðalög heldur eru verkefnablöð send á milli landa undir sérstöku eftirliti fyrir páska. Að lokum er 6 efstu nemendunum boðið að vera með í Ól- ympíukeppninni í stærðfræði á hverju sumri. Ólympíukeppnin hefur oft verið hald- in í fjarlægum löndum, t.d. í Rúmeníu í fyrra. Keppnin verður haldin í Kóreu í ár. Hressir krakkar Rögnvaldur segir að fjöldi nemenda í MR hafi skipað sér í efstu sæti innlendu keppn- innar frá því að henni var hleypt af stokkun- um árið 1985. „MR-ingar hafa oft skipað sér í helming og jafnvel hærra hlutfall efstu sæt- anna hér heima. Engin launung er heldur á því að sumum hefur gengið mjög vel í keppn- unum úti. Hins ber að geta að bestum árangri í gegnum tíðina náði Kári Ragnars- son úr MH með því að krækja sér í silfur í Ólympíukeppninni árið 1997. íslensku krakkarnir hafa ekki síður komið vel út fé- lagslega. Héðan hafa ekki komið óeðlilegir spekingar heldur kurteisir og frjálslegir krakkar. Stundum nánast of hressir," segir hann og kímir. Rögnvaldur telur nokkrar ástæður valda því að nemendur í MR standi sig vel í raungreinum. „Ein skýringin gæti falist í því að góðir námsmenn sæki í MR enda er skól- inn þekktur fyrir að vera kröfuharður bæði almennt og sérstaklega í stærðfræði. Ekki skyldi heldur vanmeta hversu jákvæð áhrif góðir kennarar geta haft á árangur nem- enda. Kennararnir þurfa að hafa djúpa fag- þekkingu til að geta fylgt frekar eftir áhuga nemendanna á námsefninu. Núna hefur vak- ið sérstaka athygli hvaða árangri Áskell Harðarson, stærðfræðikennari, hefur með hvatningu og atorku náð með nemendur sína. Ekki hvað síst er alveg sérstakt hvað nemendum í 6-X hefur gengið vel í stærð- fræðikeppnum," segir Rögnvaldur og bætir við að hópandinn hljóti að hafa sitt að segja. Stelpur sérstaklega hvattar áfram í stærðfræði Rögnvaldur er spurður að því hvernig standi á því að jafn fáar stelpur stefni í raunvísindanám og raun ber vitni. „Ég veit eiginlega ekki hvernig á þvi stendur. Kenn- arar hafa lengi verið meðvitaðir um að hvetja stelpur sérstaklega áfram. Kenning- ar eru um að strákar standi sig betur í keppni og stelpur í samvinnu. Hvað er hæft í því er erfitt að sannreyna. Annars hlýtur að hafa áhrif að ekki aðeins í nemendahópn- um heldur í kennarahópnum eru karlar í meirihluta. Allir fastir kennarar í stærð- fræðinni við HÍ eru karlar," segir hann og getur sér til um að áhrif geti haft að al- menningsálitið geri fremur ráð fyrir því að strákar heldur en stelpur velji raungreinar. Rögnvaldur sagði að nemendum úr raun- greinasamkeppnum hefði undantekningalít- ið gengið mjög vel í námi við Háskólann. „Nokkrir jaxlar hafa staðið sig frábærlega, fengið ágætiseinkunn (9 eða hærra) og flog- ið inn í erlenda háskóla, oft í Bandaríkjun- um. Ekki er óalgengt að þessir nemendur séu á styrkjum eða þeim sé útveguð vel borguð aukavinna við að kenna í erlendum háskólum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.