Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 B 19 Ljósmynd/Leifur Öm Svavarsson Guðjón Marteinsson í erfiðum snjóaðstæðum á Ejnar Mikkel- sen-fjalli. Ljósmynd/Leifur ðm Svavarsson Guðjón Marteinsson kominn í svefnpokann, ánægður að loknu dagsverki. Ljósmynd/Leifur Öm Svavarsson Guðjón brýst áfram í mjög þungu færi á Kroneborgar- jökli. ann á landinu. Fljótlega varð snjór- inn kominn upp í miðja leggi og stundum með þéttri skán ofan á. Það er ekki hægt að renna á skíð- um sér til skemmtunar við þessar aðstæður. Það voru engar aflíðandi þelamerkursveiflur heldur þurfti að bíta á jaxlinn og reyna að hafa einhverja stjórn á plönkunum. Ed hafði haft vel í okkur Guðjón á uppeftirleiðinni en nú greindi veru- lega á milli. Vesalings Bretinn var á hausnum í hverri einustu beygju og það kostaði hann ómælt erfiði að komast á fætur aftur í djúpum lausasnjónum. Þó svo að Ed geti vart talist góður skíðamaður er hann andskotanum þrjóskari enda var karl greyið orðinn vel dasaður þegar hann komst niður í tjald. Ekkert slakað á í opinberu ferðaáætluninni höfð- um við gert ráð fyrir að eyða tveimur dögum til þess að komast á Gunnbjörnsfjall. I minni eðlis- lægu bjartsýni var mig búið að dreyma um að ná tveimur hæstu fjöllunum á þeim tíma. Þó að við kæmum seint í tjald var engu að síður vaknað snemma og stefnan tekin á næsthæsta fjall Grænlands, Dome eða Qaqqaq Kershaw eins og fjallið var skírt í fyrstu uppgöngu á fjallið fyrir nokkrum árum. Fjallið er aðeins örfáum metrum lægra en Gunnbjörnsfjall. Reisulegt fjall með hvassan tind og mjór hryggur- inn sem liggur upp á toppinn er gríðarlangur eða um 3 km. Veðrið um morguninn var skaplegt. Það hafði kólnað, vindur var genginn niður og það var að létta til þó en sindraði á kristalla í hrímþokunni sem loddi við fjallshlíðarnar á stöku stað. Gangan heim að fjallinu er nokkuð lengri en á Gunnbjörns- fjall. Snjórinn hafði þést lítið eitt þannig að niðri á lágjöklinum mið- aði okkur ágætlega áfram. Þegar við náðum dalsmynninu við fjallið og sáum upp aflíðandi jökulinn í dalbotninum leist Ed ekki á blik- una að þurfa að renna á skíðum þarna niður aftur. Hann ákvað því að hafa þetta auðveldan dag og ganga um slétta dalbotnana og njóta útsýnisins í blíðunni sem var að bresta á. Eins og oft áður mis- reiknuðum við stærðirnar í þessu tröllvaxna landslagi. Það var vel liðið á daginn þegar við náðum inn að bröttum hlíðunum á Dome sem mundu leiða okkur upp á fjalls- hrygginn. Brattinn var ekki meiri en það að vanir skíðamenn geta rennt sér á skíðum þar niður þann- ig að við héldum áfram á skíðunum alveg upp undir hrygginn. Þar skildum við skíðin eftir og héldum yfir lítinn fjallstind og niður í skarð til þess að komast upp á sjálfan hrygginn sem liggur að toppinum. Við höfðum verið allan daginn á ferðinni án þess að taka neinar pásur nema rétt til þess að matast. Það var mjög kalt þennan dag og við höfðum gengið upp bratta hlíð- ina í öllum okkar fötum og í þykk- um dúnúlpunum utan yfir og með lambhúshettur án þess að vera nema mátulega heitt. Það var kom- ið langt fram á kvöld og sól farin að lækka á lofti þegar við náðum skarðinu undir tindinum. Við vor- um orðnir orkulitlir og áttum mjög lítið orkufæði eftir en afráðum að halda áfram og ná tindinum. Tindinum náð um miðnætti I skarðinu borðaði ég megnið af seinasta súkkulaðinu mínu og hafði næga orku þegar við fórum upp brattasta hluta leiðarinnar sem liggur úr skarðinu og upp á hrygg- inn. Það er stutt harðfennisbrekka sem nær um 60° halla þar sem hún er bröttust og er svolítið príl með eina ísöxi og á gönguskíðaskóm. Sigurtilfinningin ,að þetta væri að hafast, jók þrek manns þannig að vel var haldið áfram upp hrygginn. Þegar ég gekk í fjórða sinn fram á falskan topp og sá hrygginn halda áfram var ég alveg búinn. Hrygg- urinn var mjór með hengiflugi nið- ur að sunnanverðu og brattri snjó- hlíðinni að norðanverðu. Þessir seinustu kílómetrar eftir endalaus- um hryggnum voru með þeirri erf- iðustu líkamlegu áreynslu sem ég hef nokkurn tíma tekið mér fyrir hendur. Vindurinn var í fangið og þar sem hettan snerti kinnbeinin fraus hún föst við skinnið og við þurftum nokkrum sinnum að stoppa til þess að nudda lífi í kal- bletti sem mynduðust á andlitinu. Það var á miðnætti og í 40° frosti sem við náðum toppnum. Aðstæður buðu ekki upp á langt stopp. Við rétt gáfum okkur tíma til að virða fyrir okkur fjallahringinn og dást að næsta viðfangsefni, Ejnar Mikk- elsen-fjalli sem bar af öðrum tind- um í glæsilegum fjallahringnum. Myndavélarnar þoldu ekki nema eina mynd í einu og svo þurfti að verma rafhlöðurnar inn í dúnúlp- unni. Það var ekki auðvelt að komast aftur upp litla tindinn eftir skarðið en það gekk vonum framar að skíða niður brattar hlíðarnar enda var snjór þar nokkuð þéttur. Dal- urinn var ekki brattari en það að við gátum farið niður hann í bruni. Seinustu tímarnir sem eftir voru í sléttri göngu ollu mér svolitlu hugarangri. Þó að við værum orðn- ir þreyttir eftir langan dag var ekkert vandamál að halda áfram á rólegri göngu. Hinsvegar var orðin f það lítil orka eftir í líkamanum að ég hélt ekki lengur á mér hita þrátt fyrir að vera kappklæddur á göngunni. Það krafðist viljastyrks að borða þegar við loksins kom- Nú er um að gera að grípa tækifærið og gera það sem við köllum GÓÐ KAUP! í örfáa daga Hjá okkureru Visa- og Euroraösamningar ávisun á staögreiöslu i Omðídag a Sunnud. 13-17 Yal húsqögn Ármúla 8-108 Reykjavik WSími581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax568-5275 Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.