Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 1
107. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Uppreisnarmenn í Sierra Leone sagðir nálgast Freetown Unnið að því að styrkja varnir borgarinnar Freetown, Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP, Reuters. Þúsundir flóttamanna af landsbyggðinni koma til Freetown, höfuðborg- ar Sierra Leone, dag hvern. Ottast þeir uppreisnarmennina, sem eru kunnir að því að drepa og limlesta óbreytta borgara án nokkurs tileftiis. Hollustan hopar fyr- ir „matar- klámi“ Los Angeles. Daily Telegraph. „MATARKLÁM" er það kallað í Bandaríkjunum og felst í því að éta og drekka og vera glað- ur, a.m.k. í einhvem tíma. Er um að ræða nokkurs konar and- óf gegn áróðrinum fyrir holl- ustu og heilsusamlegu lífemi og matvælaframleiðendur virðast vera vel með á nótunum. Bandaríkjamönnum sem þjást af offitu fjölgaði um helm- ing á síðasta áratug og næring- arfræðingar segja að haldi sú þróun áfram með sama hætti verði allir landsmenn orðnir of feitir árið 2010. Sum matvælafyrirtæki reyna að hagnast á þessari nýju tísku og nú er t.d. farið að auglýsa samlokm’ með þessum hætti: „Inniheldur 12 grömm af mett- aðri fítu, a.m.k. 60% af daglegri þörf.“ Kraft býður upp á osta- kökusnakk sem er þrefalt feit- ara en venjuleg ostakaka og Nestlé er með súkkulaði sem inniheldur átta sinnum meira af mettaðri fitu en venjan er. Margir láta sér þetta vel líka og segja að þeir vilji bara borða það sem þeim finnst gott. VOPNAÐAR sveitir, sem styðja stjómvöld í Sierra Leone, og gæslu- liðar Sameinuðu þjóðanna styrktu í gær varnir sínar í höfuðborginni, Freetown, en búist var við að upp- reisnarmenn reyndu að ná henni á sitt vald. Mikill flóttamannastraum- ur var í gær til borgarinnar frá ná- lægum héruðum enda em uppreisn- armenn orðlagðir fyrir grimmd og voðaverk. Fjöldi hermanna og vopnaðra sveita var sendur í gær til þorpa og bæja skammt frá Freetown og átti þar að verjast framsókn uppreisnar- manna. Fred Eckhard, talsmaður Kofi Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að hermennirnir væm að búa sig undir það versta og hugsanlega bardaga í návígi. Gæsluliðið væri þó alls ekki undir mikil átök búið, hvorki hvað varðaði vopnabúnað né þjálfún. Gæsluliðamir em alls 8.700 en uppreisnarmenn í Sameinuðu bylt- ingarfylkingunni, RUF, hafa allt að 500 félaga þeirra á sínu valdi. Stjómina styðja nokkrar vopnað- ar sveitir, sem era andvígar upp- reisnarmönnum, og bjuggu þær um sig í gær í bæjunum Waterloo og Masiaka sem em við þjóðleiðina til höfuðborgarinnar. Tony Cramp, talsmaður breska herliðsins, sem sent var til Free- town, sagði í gær að það myndi að- stoða gæsluliðið með ýmsum hætti en Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki svarað með beinum hætti ósk stjórnvalda í Sierra Leone um að breska herliðið, 800 manns, taki þátt í vörn höfuð- borgarinnar. Blair sagði aðeins að brottflutningi breskra þegna frá borginni yrði haldið áfram en þeir em raunai’ flestir farnir. Leiðtogar Vestur-Afríkuríkjanna sögðu í fyrradag að þeir kynnu að senda herlið til Sierra Leone til að koma í veg fyrir valdatöku uppreisn- armanna og í gær kváðust Rússar mundu senda 106 hermenn og þyrlur til landsins. Þá ætla Indverjar að senda 800 úrvalshermenn til lands- ins en í gæsluiiðinu em 1.600 Ind- veijar og era líklega 50 þeirra í höndum uppreisnarmanna. Óttast uppreisnarmenn Gylfi Pálsson, starfsmaður Ai- þjóðabankans, var í Freetown í síð- ustu viku á vegum bankans og var einn af þeim sem SÞ fluttu burt í skyndi sl. laugardag. I viðtali við Morgunblaðið sagði hann að mikil óvissa væri í landinu enda óttaðist fólk mjög hugsanlega valdatöku upp- reisnarmanna. ■ Óvissa/28 Indverjar einn millj- arður í dag MANNFJÖLDAKLUKKAN í Nýju Delhí bilaði í gær, daginn áður en hún átti að sýna að Indverjar væru orðnir einn milljarður að tölu. Átti að drífa í því strax að skipta um klukkuverkið en áætlað hafði ver- ið að milljarðasti þegninn liti dags- ins ljós nú upp úr hádegi. Þykir það ekkert fagnaðarefni enda var klukkan sett upp til að minna landsmenn á að fjölgi þeim áfram jafn hratt endi það með ósköpum. Mannfjöldaklukkan bilaði líka f fyrra en þá sýndi hún tilkomu milljarðasta Indverjans átta mán- uðum of fljótt. Á myndinni er fólk á leið til vinnu sinnar í Kalkútta. Varað við enn verri tölvuveirum en „ástarveirunni“ Tilræði við efnahagslífíð Washington. Reuters. FRAM kom á Bandaríkjaþingi í gær að lítið væri unnt að gera til að koma í veg fyrir enn verri tölvuveirur en „ástarveiruna", sem olli miklum usla um allan heim í síðustu viku. Þykir raunar hætta á að veirur af þessu tagi geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið í heiminum. Sérfræðingar, sem komu fyrir vísindanefnd bandarísku full- trúadeildarinnar, sögðu að „ást- arveiran" ætti að verða víti til varnaðar þeim, sem geyma mjög mikilvægt efni á hörðum diskum, enda sé alveg víst að fram komi nýjar tölvuveirur, sem séu miklu skaðlegri og erfiðari viðfangs. Áætlað er að tjónið vegna „ástar- veirunnar" sé rúmlega 500 millj- arðar ísl. kr. Ákveðið stig í tölvuveiruþróuninni Harris Miller, forseti samtaka fyrirtækja í upplýsingaiðnaði, sagði að líta mætti á „ástarveir- una“ sem ákveðið stig í tölvu- veiruþróuninni. Yrði ekki brugð- ist við af hörku græfi vandinn undan hinu alþjóðlega upplýs- ingakerfi og allri þeirri efna- hagsstarfsemi, sem nú tengist Netinu. „Neytendur munu ekki lengur treysta þessum miðlum, sam- keppnisgeta fyrirtækja mun minnka og fjárfestar snúa sér annað,“ sagði Miller. Sri Lanka-her verst sjálfsmorðs- sveitum Tamflsku tígranna Bldðugir bar- dagar við Jaffna Colomho, Nýju Delhí, London. AFP, AP. BLÓÐUGIR bardagar geisuðu í gær á Jaffna-skaga, annan daginn í röð, milli skæruliðasveita Tamílsku tígr- anna og stjórnarhers Sri Lanka. Réðust sjálfsmorðssveitir tígranna gegn vörnum hersins í nágrenni Jaffna-borgar eftir að Sri Lanka- stjórn hafnaði á mánudag boði upp- reisnarmanna um skilyrt vopnahlé. Átökin hófust snemma í gærmorg- un er uppreisnarmennirnir réðust á varnarlið hersins við Thanankillappu og Ariyalai skammt frá Jaffna-borg. Ríkisstjómin viðurkenndi að árásar- sveitirnar hefðu rofið nokkur skörð í varnarlínuna við Ariyalai og sagði í yfirlýsingu Ariya Rubasinge, sem fer með upplýsingamál í stjóminni, að liðsauki hefði þegar verið sendur á staðinn. Hann neitaði hins vegar fullyrðingum tamíla um að þeir hefðu náð mikilvægri brá og sagði að herinn hefði hana enn. Að sögn Rubasinge hélt stjórnar- herinn aftur af vel vopnum búinni „öldu árásarmanna". „Uppreisnar- menn héldu ái’ásunum áfram án nokkurs tillits til mannfallsins, eink- um meðal ungra liðsmanna þeirra,“ sagði í yfirlýsingunni þar sem talað var um árásarmennina sem sjálfs- mopðssveitir tígi’anna. Á vefsíðu Tamílsku tígranna stað- festu uppreisnarmenn frásagnir af árásunum og kváðust jafnframt hafa staðið fyrir árásum á þriðju víglín- una. í gær hvatti Anuruddha Ratwatte, vamarmálaráðherra Sri Lanka, alla 225 þingmenn landsins til að senda 100 menn úr hverju kjördæmi í her- inn til að takast mætti að vinna sigur á uppreisnarmönnunum. Um 20.000 manna lið þyrfti til að styrkja her- sveitimar við Jaffna en áætlaður fjöldi uppreisnarmanna er talinn vera milli 5.000 og 10.000. Stríðsskattur Neyðarlögum var lýst yfir í land- inu í síðustu viku og fela þau í sér að her og lögreglu hafa verið veitt aukin völd, fréttir af stríðsrekstrinum eru ritskoðaðar, hernum er heimilt að gera eignir manna og öll ökutæki upptæk, auk þess sem verkföll og fjöldafundir eru bannaðir. Þá ákvað ríkisstjórnin í gær að hækka skatta á áfengi og sígarettum og vonast fjár- málaráðuneytið til að þannig takist að afla 20 milljóna dollara eða um 1,4 milljarða íslenskra króna til stríðs- rekstrarins. MORGUNBLAÐIÐ11. MAÍ 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.