Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Andstaða við skóla- gjöld vegna MBA-náms INNHEIMTA skólagjalda fyrir MBA-nám á vegum viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla íslands kom til umræðu á Alþingi í gær. Þingmenn úr röðum stjómarand- stöðu og Framsóknarflokks lýstu harðri andstöðu við gjaldtöku, sem útlit er fyrir að verði að veruleika ef mið er tekið af drögum háskólaráðs að reglugerð fyrir Háskóla íslands. Sturla Böðvarsson, staðgengill menntamálaráð- herra, benti á að tillögur háskóla- ráðs um töku skólagjaldanna lægju ekki fyrir og því væri ekki tímabært fyrir ráðuneytið að taka afstöðu til þeirra. Stúdenta- ráð Háskóla Is- lands hefur af þessu tilefni ítrekað andstöðu sína við innheimtu skólagjalda vegna hins fyrirhugaða MBA-náms. I lögum um Háskóla Islands, sem tóku gildi 1. maí á síðasta ári, er há- skóladeildum veitt heimild til að standa fyrir endurmenntun. I 18. grein laganna er háskólanum jafn- framt veitt heimild til gjaldtöku fyr- ir endurmenntun og er háskólaráði falið að setja nánari reglur um gjaldtökuna. Fellt undir endurmenntun Ekki kemur fram hvað fellur und- ir endurmenntun í skilningi lag- anna. Agreiningur stendur um hvort skilgreina eigi MBA-nám sem endurmenntun og hvort heimilt sé að veita prófgráðu að loknu endur- menntunamámi, en háskólaráði er í lögum um Háskóla Islands falið að setja reglur um prófgráður. I drögum um reglugerð fyrir Há- skóla Islands, sem lögð verða fyrir háskólafund 18. og 19. maí nk., er MBA-nám við viðskipta- og hag- fræðideild skólans fellt undir skil- greininguna um endurmenntun og deildinni jafnframt fengin heimild til að veita prófgráðu að því loknu. Þannig er gert kleift að innheimta sérstök gjöld fyrir námið. Svanfríður Jónasdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, hóf máls á umræðunni um skólagjöld á Al- þingi. Hún sagði að nú bærust af því fréttir að Háskóli íslands væri búinn að finna leið til að taka 1,2 milljóna króna skólagjöld fyrir nám í viðskiptafræðum og lýsti djúpum áhyggjum sínum af þessari þróun. Svanfríður sagði ekki fara á milli mála að Alþingi hafi haft Endur- menntunarstofn- un háskólans í huga þegar fjall- að var um að veita Háskóla ís- lands með lögum heimild til að taka gjald fyrir endurmenntun, ekki hafi átt að bjóða upp á gjaldtöku fyrir nám á vegum háskólans sjálfs. Hún segir að með því að heimila gjaldtöku fyrir MBA-nám í Háskóla Islands sé verið að fara framhjá lög- unum og vilja Alþingis. Svanfríður óskaði eftir upplýsingum um hver yrðu viðbrögð fulltrúa menntamála- ráðherra í háskólaráði, en ráðherra skipar tvo af tíu meðlimum ráðsins. Ráðuneytinu ekki verið kynntar hugmyndir háskólans Sturla Böðvarsson, staðgengill menntamálaráðherra, sagði að það væri til umræðu innan Háskóla ís- lands hvort og með hvaða hætti MBA-nám verði veitt á vegum við- skipta- og hagfræðideildar. Háskól- inn eigi eftir að útfæra nákvæmlega hvernig beri að standa að fram- kvæmd þessara hugmynda og hafi þar af leiðandi ekki kynnt ráðuneyt- inu hvernig staðið verði að málinu. Því sé ekki ástæða til að gefa sér- stakar yfirlýsingar um málið núna og ekki sé hægt að segja fyrir um það hver afstaða fulltrúa menntamálaráðuneytisins í háskól- aráði verði þar sem ekki liggi fyrir hvað háskólinn muni leggja til. Gjá milli stjórnarflokkanna? Ólafur Öm Haraldsson, þingmað- ur Framsóknarflokks, sagði vilja stjórnarflokkanna um að hafna töku skólagjalda fyrir háskólanám liggja ljósan fyrir og kvað þau tíðindi sem borist hafi af undirbúningi reglu- gerðar hjá háskólanum gefa fullt til- efni til þess að málið sé rætt. Hann kveðst tilbúinn að efia háskólann og telur rétt að koma til móts við þarfir hans með auknum fjárframlögum þannig að hægt verði að bjóða upp á meistaranám við deildir háskólans. Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði ljóst að gjá væri að myndast milli stjórnar- flokkanna í málinu. Össur sagðist lesa það sem nú væri að gerast með hliðsjón af því að menntamálaráð- herra hefði 20 prósent fulltrúa há- skólaráðs. „Þama er Sjálfstæðis- flokkurinn að gera tilraun til þess að smygla inn skólagjöldum bak- dyramegin og innleiða einkavæð- ingu í skólakerfið," sagði hann. Þessu mótmæltu Sigríður Anna Þórðardóttir og Sturla Böðvarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, harka- lega og minntu á að Háskóli íslands væri sjálfstæð stofnun og með nýj- ustu lögunum sem um hann gilda hafi sjálfstæði hans einmitt verið aukið. Vilji löggjafans skýr Tveir þingmenn Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon og Kol- brún Halldórsdóttir, mótmæltu hugmyndum um gjaldtöku fyrir MBA-nám. Steingrímur sagði að þar sem málið snerist að hluta til um lögskýringar; þ.e. hvað fyrir löggjafanum hafi vakað við setningu laga um Háskóla íslands, væri rétt að menntamálanefnd kallaði stjórn- endur háskólans til sín. „Ég held að það sé alveg skýrt að í hugum manna var að það ætti ekki að taka skólagjöld við nám af þessu tagi,“ sagði Steingrímur. “■ ji. % Í: 2 ' Iðt; 1 í:j . - §ÉÍ : f?.. 5 ALÞINGI Geysir látinn gjósaí júní GEYSIR verður látinn gjósa í byij- un júní í tengslum við sérstakar rann- sóknir Orkustofn- unar á goshvern- um og aðliggjandi svæði. Þetta kom fram í svari Sivjar Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra við fyrir- spurn ísólfs Gylfa Pálmasonar, þing- manns Framsókn- arflokksins, á Al- þingi í gær. Hún lagði áherslu á að kanna þyrfti tengsl hitakerfa hvera á Geysis- svæðinu áður en til greina kæmi að framkalla gos með reglubundnum hætti í Geysi. Ekki mætti fóma Strokki fyrir örfá Geysisgos á ári. Ríkið hefur hug á að kaupa Geysissvæðið í Haukadal af land- eigendum en stefnt er að því að friða svæðið. I gangi em sérstakar rannsóknir á vegum Orkustofn- unar og eiga þær að Ieiða til þess að betur verði hægt að meta áhrif nýtingar á heitu vatni á svæðinu. Ennfremur er rannsóknum þessum ætlað að hjálpa til við að meta hversu stórt svæði þarf að vemda fyrir vinnslu til að tryggja vemd svæðisins og þann- ig ákvarða hversu mikið land ís- Ienska ríkið þarf að kaupa. „Rannsóknunum er einnig ætlað að sýna hvernig hita- kerfi hveranna tengist og í þeim tilgangi þarf bæði að dæla úr Geysi og framkalla í honum gos,“ sagði Siv. Sagði hún að stefnt væri að því að framkalla þetta gos 8. júní næst- komandi. Niðurs- taða fengist úr þessum rannsókn- um í lok árs 2001 og menn myndu því vita í kjölfarið hvort hægt verði að fara út í það að framkalla Geys- isgos - ferðamönnum og al- menningi til yndisauka - með reglubundnum hætti án þess að eiga á hættu að fóma Strokki. Framundan eru formlegar við- ræður við jarðeigendur um kaup á Geysissvæðinu, að sögn ráðherr- ans. Ef samningar tækjust um verð og aðra skilmála myndi hún leggja til við fjármálaráðherra að hann nýtti heimild sem er í fjárlögum þessa árs til kaupa á Geysissvæð- inu. Forsætisráðherra gagnrýndur FORSÆTISRÁÐHERRA sætti gagnrýni á þingfundi í gær fyrir að svara ekki fyrirspurnum þing- manna í fyrirspurnartíma eins og boðað hafði verið. Umræða um fyr- irspurnir til forsætisráðherra var tekin af dagskrá þingsins þar sem ráðherrann þurfti að víkja af fundi. Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði alvarlegt mál ef forsætisráðherra svaraði ekki fyrirspurnum hennar um meðferð ályktana Alþingis sem bornar voru fram fyrir hartnær tveimur mánuðum. Fyrirspurnun- um, sem voru einfaldar að mati Rannveigar og hefði mátt svara undirbúningslaust, hefði með réttu átt að svara næsta miðvikudag eft- ir að þær voru bornar fram. Nú væri hins vegar útlit fyrir að þeim yrði ekki svarað á yfírstandandi þingi, því síðasti fyrirspurnartími þess var á dagskrá í gær. Hugmyndir á Alþingi um afnám skattfrfðinda forseta Islands Meginreglan er skattfrelsi forseta Rætt hefur verið um það meðal þingmanna á Alþingi á undanförnum dögum að lem'a fram og afgreiða fyrir þinglok lög sem afnemi skattfríðindi forseta íslands. Ómar Friðriksson kynnti sér reglur um skattfrelsi forsetans. RÆTT hefur verið meðal þingmanna á undanförnum dögum um að ná samstöðu um lagafrumvarp um af- nám skattfríðinda forseta íslands og lögfesta það fyrir þinglok. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins í gær var ekki orðið Ijóst hvort meirihluti væri fyrir breytingunni á Alþingi. Skv. gildandi stjómskipunar- og skattalögum eru forseti íslands og maki hans undanþegin tekjuskatti, eignarskatti og útsvari og tekur skattfrelsi forseta einnig til óbeinna skatta og gjalda á borð við virðis- aukaskatt og tolla. Ef slík lagabreyting verður sam- þykkt á Alþingi er gert ráð fyrir að breytingin taki gildi við upphaf næsta kjörtímabils forseta þar sem kjörum forseta verður ekki breytt nema fyrir upphaf kjörtímabils hans. Breyting- amar eiga ekki að leiða til skerðingar á launakjörum forseta heldur er gert ráð fyrir að forseta verði bætt upp af- nám skattfríðinda með hækkun mán- aðarlauna hans en Kjaradómur ákvarðar laun forseta íslands eins og annarra æðstu embættismanna. Sambærileg frumvörp hafa ekki náð fram að ganga Frumvörp um afnám skattfriðinda forseta íslands hafa nokkrum sinn- um verið flutt á Alþingi en tillögur um breytingar á þessu fyrirkomulagi hafa ekki náð fram að ganga. Árið 1996 fluttu þingmennimir Ólafur Hannibalsson, Svanfríður Jónasdótt- ir, Kristinn H. Gunnarsson, Guðný Guðbjömsdóttir, Ólafur Öm Har- aldsson og Pétur H. Blöndal frum- varp um afnám skattfrelsis forseta íslands sem gert var ráð fyrir að öðl- aðist gildi við upphaf kjörtímabils nýs forseta 1. ágúst á sama ári, en það náði ekki fram að ganga. Allir frambjóðendur til forseta fyr- ir kosningamar árið 1996 lýstu yfir í fjölmiðlum að þeir teldu að forseti ís- lands og maki hans ættu að greiða skatta af sínum launum eins og aðrir og fyrrverandi forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sagði í sam- tali við Morgunblaði í júlí 1996 að hefði hún ráðið, hefði hún kosið að forseti greiddi skatta en fengi hærri laun. Undanþeginn öllum opin- berum gjöldum og sköttum í þeirri umræðu sem orðið hefur um málið hefur komið fram sú skoð- un að óeðlilegt sé að launakjör for- seta felist að miklu leyti í skattfríð- indum. í 2. grein laga nr. 10/1990 um laun forseta íslands segir að forseti íslands hafi ókeypis bústað, ljós og hita og er hann undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum. í ýmsum sérlögum er einnig að finna nánari ákvæði sem veita forseta und- anþágu frá greiðslu opinberra gjalda. Samkvæmt ákvæðum tollalaga eru forseti fslands og maki hans undan- þegin greiðslu tolla af vörum sem for- seti flytur inn til eigin nota eða hon- um eru sendar að gjöf. Skv. lögum um fjármagnstekjuskatt eru forseti og maki hans einnig undanþegin greiðsluskyldu fjármagnstekju- skatts. Þá er forseti íslands einnig undanþeginn greiðslu trygginga- gjalds skv. lögum um tryggingagjald. Ekki gjaldskyldur af pers- ónulegum innflut ningi sínum í riti sínu Stjómskipunarréttur segir dr. Gunnar G. Schram lagapró- fessor að forseta beri ekki að greiða neins konar bein opinber gjöld né skatta, hvorki af tekjum sínum né eignum. „Skiptir ekki máli hvort um er að ræða embættistekjur eða ann- ars konar tekjur, svo sem arð af eign- um. Hann er því undanþeginn tekju- skatti, eignarskatti og útsvari, sbr. t.d. 4. gr. 1. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt ásamt síðari breytingum, sbr. og 1. 4/1995, 19. gr. um tekju- stofna sveitarfélaga. Eigi myndi hann heldur vera gjaldskyldur af persónulegum innflutningi sínum. Forseti greiðir ekki opinbera fast- eignaskatta af húseignum sínum en þjónustugjöld af þeim og þinglýsing- argjald. Virðisaukaskatt og gjald af innlendum tollvörutegundum greiðir forseti en á rétt á að fá þau gjöld síðar endurgreidd úr ríkissjóði. Megin- reglan er algert skattfrelsi forseta. Skattfrelsi hans tekur auðvitað ekki til fyrirtækja eða atvinnurekstrar - þ.e. annarra lögaðila - sem forseti er eigandi að eða á hlut í. Hreinar tekjui- forseta er hann fengi þaðan væru hins vegar skattfrjálsar," segir í riti Gunnars G. Schram. Sama regla um undanþágu frá tekjuskatti á við um handhafa for- setavalds, þ.e. forseta Alþingis, for- sætisráðherra og forseta Hæstarétt- ar, á þeim tíma sem þeir fara með forsetavaldið. í bók Gunnars segir um þetta; „Handhafar forsetavalds, skv. 8. gr. stjskr., skulu samanlagt meðan þeir gegna forsetastarfi njóta jafnra launa og laun forseta eru þann tíma sem þeir hveiju sinni fara með forsetavald um stundarsakir. Skulu laun skiptast að jöfnu á milli þeirra. Auk þess fá þeir greiddan allan út- lagðan kostnað vegna starfans, sbr. 7. gr. 1. 10/1990. Laun þeirra vegna forsetastarfans myndu og vera und- anþegin sköttum með sama hætti og laun forseta," segir í ritinu Stjórn- skipunarrétti. Sambýliskona (-maður) nýtur ekki skattfrelsis forseta I grein sem birtist í tímariti lög- fræðinga 1982 eftir Jónatan Þór- mundsson lagaprófessor um skatt- frelsi einstaklinga, kemur fram að hvorki forsetinn né maki hans geti af- salað sér skattfrelsi sínu almennt. Ef svo væri gætu þessir aðilar í raun breytt lögum. Eins og fyrr segir felur ákvæðið um skattfrelsi í sér að maki forseta er lagður að jöfnu við forseta og er skattftjáls af hvers kon- ar tekjum og eignum með sama hætti og forseti. Sambýliskona (-maður) forseta nýtur þó ekki góðs af þessu ákvæði, sem er bundið við hjúskap, að því er segir í grein Jónatans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.