Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 72
72 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í gær Saga er saga er saga Sýningarvélin er komin í gang og eina ljósið sem dómnefndin á effcir að sjá í strandbæn- um Cannes í tíu daga verður á hvíta tjald- inu. Pétur Blöndal sat blaðamannafund með skemmtilegri blöndu af listamönnum frá öllum heimshornum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Luc Besson (fyrir miðju) mætir ásamt Arundhat Roy, Nicole Garcia og Mario Martone úr dómnefndinni til frumsýningar opnunarmyndarinnar „Vatel“ í gær. Dómnefndina í ár skipa (f.v.): Þýska leikkonan Barbara Sukowa, ameríski leiksfjórinn Jonathan Demme, franska leikkonan Nicole Garcia, franski rithöfundurinn Patrick Modiano, indverski rithöfundurinn Arundhati Roy, franski leikstjórinn Luc Besson sem er forseti dómnefndar, spænska leikkonan Aitana Sanchez-Gijon, breski leikarinn Jeremy Irons, breska leikkonan Kristin Scott Thomas og ítalski leiksljórinn Mario Martone. ÞAÐ ER búið að breyta náttúrulög- málunum á lítilli plánetu sem nefnist Cannes. Nú eru það ekki gagnrýn- endur sem dæma kvikmyndir heldur listamennirnir sjálfir. Þeir koma úr öllum listgreinum og hvaðanæva úr heiminum og sitja fyrir svörum á blaðamannafundi í hátíðarhöllinni. Fyrstu spurningunni er beint til breska leikarans Jeremys Irons, sem lítur eins og iðulega út fyrir að ^tæra ósofínn. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni að óvenju mikið er af kvikmyndum frá Asíu í aðalkeppninni, á meðan Englendingar eiga aðeins eina. Er þetta til marks um að þungamiðjan sé að færast austur á bóginn? „Eg efast um það,“ svarar Irons. „Það eitt að takmarka valið við 23 kvikmyndir er ógjörningur og slíkt val getur aldrei varpað Ijósi á þróun kvikmyndagerðar í heiminum. Það væri tímasóun að ætla að lesa eitt- hvað í þessa tölu. Ég er ánægður með að það var þó valin ein mynd frá Englandi. Að mínum dómi segir sú staðreynd, að engin mynd er í keppninni frá Spáni eða Ítalíu, ekk- ert um kvikmyndagerð í þessum löndum." Allt byggist á frásagnarlist Hefðum samkvæmt situr forseti dómnefndarinnar, sem í ár er franski leikstjórinn Luc Besson, fyr- ir miðju. Hann er spurður hvort hann sé taugaóstyrkur vegna verk- efnisins sem hann sé búinn að taka að sér, ekki síst eftir að val dóm- nefndarinnar var svo harðlega gagn- rýnt í fyrra. Þá vann Rosetta á með- an Almodovar var „aðeins“ valinn besti leikstjóri fyrir myndina Allt um móður mína, sem síðan hefur farið sigurför um heiminn. „í fyllstu einlægni: Nei,“ svarar Besson ein- arðlega. „Maður venst gagnrýni og verður að búa við hana.“ En er hann búinn að setja dóm- nefndinni einhverja vinnureglur? „Hún er aðeins ein,“ svarar hann dularfullur. ,AHt er leyndarmál.“ Því næst er dómnefndin spurð að því hvort hún geti dæmt um asískar kvikmyndir án þess að þekkja þjóð- félagsaðstæður eða sögu þessara ríkja í þaula. „Kvikmyndagerð er frásagnarlist,“ svarar Irons. „Sögur, hvaðan sem þær eru sprottnar, eru sögur. Ég hlakka mjög til að horfa á myndir frá Asíu; það verður lær- dómsríkt." Hann klykkir út með gertrúdískri setningu: „Saga er saga er saga“. Besson er því næst spurður út í framtíð kvikmynda, hvort hann álíti að hún verði á stafrænu formi. „Það eru alltaf að verða framfarir, en sag- an er eftir sem áður þungamiðjan," svarar hann. „Það getur reynst hag- kvæmara í vissum aðstæðum að not- ast við stafræna tækni, en helsta breytingin sem það hefur í för með sér, fyrir utan peningahliðina, er sú að það á eftir að gera ungum kvik- myndagerðarmönnum kleift að hasla sér völl.“ Jeremy Irons er spurður að því hvað honum finnist að myndir á borð við Dancer in the Dark séu af einum uppruna, þegar aðstandendur þeirra séu af mörgu þjóðerni, - hvort hún geti talist meira dönsk en frönsk eða íslensk. „Ef leikstjórinn og handritshöfundurinn setja mark sitt á myndina á ekki að fara á milli mála hvaðan myndin er, - þá ber efnið keim af andanum," svarar hann. Besson er spurður að því af hverju keppnismyndir í Cannes njóti sjaldnast almennrar hylli að hátíðinni lokinni. „Ég er ósammála," segir hann. „Ef við tökum fyrir þær myndir sem hafa unnið gullpálmann, þá hafa þær yfirleitt samtvinnað það að vera frumlegt sköpunarverk og að njóta góðrar aðsóknar. Persónu- legt sköpunarverk getur notið vin- sælda og eitt af hlutverkum Cannes er að færa sönnur á það.“ Hikaði hann er honum var boðið að vera í forsæti dómnefndarinnar. „Ef tvær sekúndur eru langur tími,“ svarar hann glettnislega. „Það var nánast ómögulegt fyrir mig að kom- ast á myndirnar þegar ég var um tvftugt, en nú fæ ég að horfa á þær allar.“ Hvað finnst dómnefndinni um ákvörðun borgarstjórans í Cannes, sem hefur bannað allt partíhald við ströndina eftir hálfeitt á miðnætti. „Er búið að því?“ svarar Besson, augsýnilega ögn brugðið, en hann er fljótur að jafna sig og bætir við: „Éftir að hafa horft á þrjár til fjórar myndir á dag, held ég að það verði ekki vandamál." tír veröld hryllilegra atburða Þá er komið að því að indverski rithöfundurinn Arundhati Roy, sem kynnt var af Henri Behar sem er öt- ull baráttumaður fyrir mannréttind- um og hefur raunar setið inni fyrir skoðanir sínar, taki til máls. „Ég er alltaf kölluð baráttumaður,“ segir hún, „en það er bara tímans tákn. Að mínum dómi gegna rithöfundar því hlutverki að lýsa þeim heimi sem þeir búa við. Og ef þeir gera það eru þeir kallaðir bai'áttumenn. í raun er þetta bara minn starfsvettvangur. Ég hlakka til að horfa á myndirnar. Ég er nýkomin frá veröld þar sem hryllilegir atburðir eiga sér stað og veit að ég verð að tengja þetta tvennt; þetta er ferðalag á milli máttleysis og máttar. Ég vildi óska að allir þessir blaðamenn og allar þessar myndavélar,“ segii' hún og horfir yfir salinn, „væru á þeim slóð- um sem ég hef verið að ferðast um, en maður verður að sýna heiminum skilning; kvikmyndir eru yndislegt fyrirbæri." Ætli ekki fari vel á því að gefa Jeremy Irons síðasta orðið. „Það þarf mikið til að mér leiðist ekki, bæði sem leikara og áhorfanda,“ segir hann. „Ég vona bara að þessar 23 myndir verði mér innblástur og haldi mér vakandi. I stað þess að horfa bara á myndir og hlæja eða gráta, verð ég að einbeita mér að þeim, með eina spurningu að leiðar- ljósi: Af hverju?" Frá A til O ■ ÁLFOSS FÖT BEZT: Hljóm- sveitin Sextíu og sex leikur föstu- dags- og laugardagskvöld. Júróvis- ion tilboð á meðan á keppni stendur laugardagskvöld. ■ ASGARÐUR, Glæsibæ: Harmon- ikuball laugardagskvöld kl. 22. Fé- lagar úr Harmonikufélagi Reykja- víkur leika fyrir dansi. Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Allir velkomnir. ■ ASLÁKUR, Mosfellsbæ: Jón Ól- afsson og Tryggvi Húbner leika fóstudags- og laugardagskvöld. Eurovision-partý. Keppnin sýnd á breiðtjaldi, tilboð á bamum. ■ BROADWAY: Norsk helgi föstu- dagskvöld. Hin frábæra norska hljómsveit Fryd og Gammen leikur á skemmtun og fyrir dansi. Fryd og Gammen og Bee Gees-sýning laugardagskvöld. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur undir. Fryd og Gammen leika fyrir dansi í aðalsíil ■ CAFÉ AMSTERDAM: Hljóm- sveitin Papar leika fóstudags- og laugardagskvöld. Þess má geta að þetta eru kveðjudansleikir Ingvars söngvara hljómsveitarinnar. ■ CAFÉ ROMANCE: Lifandi tón- list öll kvöld. Sænski píanóleikarinn Raul Petterson leikur. Hann leikur i > einnig fyrir matargesti Café óperu. ■ CATALINA, Hamraborg: Hljóm- sveitin Gammel dansk leikur íyrir gesti fóstudags- og laugardags- kvöld til 3. ■ DUGGAN, Þorlákshöfn. KK og Magnús Eiríksson leika frá kl. 22. ■ DÚSSABAR: Gleðigjafinn Ingi- mar leikur á harmoniku föstudags- . kvöld. ■ EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Snúru-Valdi hitar upp með lögum Einars Ágústar laugardagskvöld. Þeir sem mæta með íslenska fán- ann áður en okkar maður birtist á skjánum fá frían drykk í boði Vík- ing. Mexíkóskt hlaðborð fyrir júró- fólk frá kl. 18-21. Júróvision-sýning á breiðtjaldi frá kl. 19. Dj. Early Groovi sér um danstónlistina. ■ FJARAN, Vestmannaeyjum: KK og Magnús Eiríksson leika frá kl. 22. ■ FÖRUKRÁIN FJARAN: Dans- leikur og Víkingaveisla föstudags- og laugardagskvöld. Jón Möller leikur rómantíska píanótónlist fyrir matargesti í Fjörunni. í Fjöruga- rðinum leikur Víkingasveitin fyrir víkingaveislugesti. Dansleikur á eftir þar sem Nýja víkingasveitin leikur fyrir dansi. ■ GAMLI BAUKUR, HÚSAVÍK: Hljómsveitin Undryð leikur fyrir dansi laugardagskvöld til kl. 3. ■ GAUKUR A STÖNG: Hljóm- sveitin 8-villt hefur diskó-helgina fimmtudagskvöld til kl. 1. Diskó- helgi með hljómsveitinni Hunangi föstudags- og laugardagskvöld. Stefnumót 29 í boði Undirtóna þriðjudagskvöld til kl. 1. Hljóm- sveitirnar Mínus og Klink leika. Tónleikar með Botnleðju og gestum miðvikudagskvöld. ■ GRANDHÓTEL REYKJAVÍK: Gunnar Páll leikur allar helgar kl. 19:15 til 23. Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll leikur og syngur öll fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ GULLÖLDIN: Jazz-kvöld með Kvarett Steina Krúbu fimmtudag- skvöld til kl. 1. Svensen og Hall- funkel leika fostudags- og laugar- dagskvöld. Á laugardag er Júróvision-stemmning en hægt er að fylgjast með keppninni á breið- tjaldi. Á meðan á keppni stendur verður aukatilboð á öli. ■ HARD ROCK CAFÉ Tónleika- röðin Sítróna hefur gengið sinn gang. I kvöld er það fónksveitin Jagúar sem kemur fram. ■ HLÖÐUFELL, Húsavfk: Hljóm- sveitin Blístró leikur laugardags- kvöld. ■ INGHÓLL, Selfossi: Hljómsveitin Sixties með Júróvision-partý laug- ardagskvöld. ■ KAFFI AKUREYRI: Hljómsveit- in Undryð leikur fyrir dansi föstu- dagskvöld til kl. 3. ■ KAFFI REYKJAVÍK: Jazz fimmtudagskvöld kl. 21 til 1. Furst- arnir og Geir Ólafsson. ■ KANTRÝBÆR, Skagafirði: Hljómsveitin Blístró leikur föstu- dagskvöld. ■ KLAUSTRIÐ: Það er komin ný SMIRNOFF-lína á markaðinn. Að því tilefni verður sérstök kynning á drykkjunum í Bond-Hollywood- style á Klaustrinu 12. maí. Ymislegt skemmtilegt í boði. Klaustrið verð- ur opið öllum sem náð hafa 22 ára aldri og eru með boðsmiða frá kl. 22-00:07. 500 kr. inn eftir það. Sjóð- heitar helgar laugardagskvöld kl. 21 til 4. Salsa við garðinn, Chill í kjallaranum og DJ-arnir Svali(FM) & Big Foot með sjóðheita R&B, dans- & salsatónlist við dansgólfið. ■ KRAMHÚSIÐ: Danskvöld Tangó- félagsins fóstudagskvöld kl. 21 til 23:30. Danskvöld fyrir byrjendur og lengra komna í argentínskum tangó. ■ KRINGLUKRAiN: Rúnar Júlíus- son og Sigurður Dagbjartsson leika létta tónlist fimmtudagskvöld kl. 22 til 1. Hljómsveit Rúnars Júlíusson- ar leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld kl. 22 til 3. Grétar Örvarsson og Bjarni Arason leika blöndu af því besta sunnudagskvöld kl. 22 til 1. ■ LIONSSALURJNN, Kópavogi, Auðbrekku 25: Línudansæfmg. Elsa sér um tónlistina. Allir vel- komnir fimmtudagskvöld kl. 21 til 24. ■ NAUSTIÐ: Liz Gammon leikur fyrir matargesti kl. 22 til 3. Naustið er opið alla daga frá kl. 18. Stór og góður sérréttaseðill. Söngkonan og píanóleikarinn Liz Gammon frá Englandi leikur fyrir matargesti ■ NAUSTKRAlN: Austfirsk sveifla. Hin vinsæla hljómsveit Friðjóns Jó- hannssonar frá Egilsstöðum leikur. I hljómsveitini eru Friðjón, bassi, söngur, Árni Jóhann, gítar, söngur og Daníel, trommur, söngur. ■ NJÁLSSTOFA, Smiðjuvegi 6: Trausti spilar gamla blústónlist föstudagskvöld til kl. 3. Trausti spilar gamla blústónlist laugardags- kvöld til kl. 3. ■ NÆSTI BAR: Dægurlagapönk- hljómsveitin Húfa leikur miðviku- dagskvöld kl. 22 til 1. Ókeypis að- gangur. ■ NÆTURGALINN: Ari Jónsson og Úlfar Sigmarsson leika fyrir dansi fóstudags- og laugardags- kvöld til kl. 3. ■ ORMURINN, Egilsstöðum: Diskótek. Gleðistund á stóru öli frá kl. 21-24 fóstudagskvöld. Júróvis- ion-partý frá kl. 18.30 laugardag- skvöld. Keppnin er sýnd á breið- tjaldi. Kvöldið hefst kl. 18.30 með snittum, snakki og kokteil í boði hússins. Getraunaleikur í gangi. Júródiskó fram eftir nóttu. Frítt inn. _ ■ PÉTURSPÖBB: Tónlistarmaður- inn Stebbi Óskars frá Raufarhöfn leikur og syngur fóstudags- og laugardagskvöld til kl. 3. ■ PIZZA 67, Eskifirði: Júróvision á breiðtjaldi. Siggi diskó með stuð frá kl. 23 laugardagskvöld. Miðaverð 500 kr. eftir miðnætti. ■ RÁIN, Keflavík: Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. ■ SJALLINN, Akureyri: Land og synir leika laugardagskvöld. ■ SJALLINN, ísafirði: Hljómsveit- in Buttercup leikur á lokaballi framhaldsskólans fóstudagskvöld. 18 ára aldurtakmark laugardags- kvöld. ■ SKOTHÚSIÐ, Keflavík: Hljóm- sveitin Sixties leikur fyrir dansi föstudagskvöld. ■ SPORTKAFFI: Júróvision á risa- tjaldi kl. 19. Dj. Albert og Dj. Siggi sjá um tónlistina fóstudagskvöld og laugardagskvöld. ■ SPOTLIGHT: Júróvision-þema um helgina fostudags- og laugar- dagskvöld. ■ STAPINN: Sóldögg leikur fyrir dansi laugardagskvöld. ■ VARÐSKIPIÐ THOR, Hafnar- Ijarðarhöfn: Heiðursmenn og Kol- brún leika fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld til kl. 3. ■ VEGAMÓT: Mr. White leikur föstudagskvöld. Sammi úr Jagúar sér um funkið laugardagskvöld. 22 ára aldurstakmark, snyrtilegur klæðnaður. Alltaf frítt inn. ■ VIÐ POLLINN, Akureyri: Dúettinn Jón forseti skemmtir fostudags- og laugardagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.