Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kosovo: Þeir sem skilja það fyrstir! Reuters Breskur hermaður með alvæpni í Kosovo. Greinarhöfundur rifjar upp gagnrýni Carl Bildt, fyrrverandi for- sætisráðherra Svíþjóðar, á lofthemað NATO í héraðinu á siðasta ári. Jonathan Power HVILÍKUR dagur! Fyrsti afmælis- dagur sprengjuherferðar Atlants- hafsbandalagsins gegn Júgóslavíu varð tilefni fjölda blaðagreina, bæði með og á móti herferðinni. Engin þessara blaðagreina nær þó þeirri skarpskyggni og þeim ískalda hæðn- istón sem einkennir grein eftir sænska forsætisráðherrann, Carl Bildt, og birtist í breska mánaðarrit- inu Prospect meðan á stríðinu stóð. Carl Bildt, sem er nú um stundir sér- stakur fulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna í málefnum Balkanskaga, er of langt til hægri í stjómmálum fyrir flesta landa sína, ef marka má kosningar. Eðlislæg tilfinning hans er að styðja Atlantshafsbandalagið, taka afstöðu með Bandaríkjunum, draga úr velferðarkerfinu og halda fram þeirri skoðun að leyfilegt sé að beita valdi og íhlutun í utanríkismál- um ef nauðsyn beri til. En eitthvað hefur komið fyrir hann á leiðinni til Belgrad. Greinin „The Baby Bombers“, eins og yfirskrift hennar hljóðaði frá hendi ritstjórans, var skrifuð til að vekja eftirstríðsárakynslóðina (baby boomers) af værum blundi; kynslóð- ina sem nú er í æðstu valdastöðum vestrænna stjómmála, „sem hefur aldrei reynt stríð og hervald á eigin skinni" og heldur að hægt sé, með há- tæknistríði, hástemmdum mælsku- brögðum, lofthemaði og tölvustýrð- um sprengjum („snjall“-sprengjur fyrir snjalla stjómmálamenn"!) að fara „þriðju leiðina í stríðsrekstri". í greininni segir Carl Bildt frá því er hann hitti Gerd Schmueckle, þýsk- an hershöfðingja á eftirlaunum, sem hafði særst sex sinnum á rússnesku vígstöðvunum í seinni heimsstyrjöld- inni, en gegndi eftir það hárri stöðu innan Atlantshafsbandalagsins. „Ef til viU,“ hafði hershöfðinginn sagt, „er þetta spuming um kynslóðabil. Meðan uppgjafahermenn em að missa bæði hár og tennur, hefur „nýja kynslóðin“ skyndilega fengið annað viðhorf til stríðs". í huga Schmueckles tengdist stríð meiri skelfingu en hægt væri að ímynda sér, og það markar ætíð djúp spor í sálarlíf einstaklinga og þjóða. „Sprengjur,“ sagði hann, „koma ekki á friði; þess í stað leiða þær af sér hatur sem endist ámm saman, stund- um í marga mannsaldra." Ari eftir sprengjuárásimar getum við séð sannleikann í þessum orðum í Júgóslavíu. Sprengjuárásiraar komu ekki í veg fyrir þjóðemishreinsanir, þær virtust þvert á móti ýta undir þær. Og þær hafa skilið eftir sig ólgu gagnkvæms haturs og pólitíska ring- ulreið sem hvorki aðgerðir af hálfu NATO og Sameinuðu þjóðanna né vestræn fjárhagsaðstoð getur létt, jafnvel þótt þær fengjust í sama mæli og lofað hafði verið - hér er annað dæmi um mælskubrögð á stríðstím- um sem ætlað er að villa um fyrir al- menningi. Af opinbemm yfirlýsing- um Bemards Kouchners, sem ber ábyrgð á endurreisn Kosovo gagn- vart Sameinuðu þjóðunum og Klaus Reinhardts hershöfðingja, yfir- manns NATO á svæðinu, má skynja að þeir em oft á barmi örvæntingar. Aðdáendur Carls Bildts hafa núna tækifæri til að kynna sér hugmyndir hans, ári eftir sprengjuherferðina, í nýlegu hefti SurvivaJ, tímarits Al- þjóðastofnunar um rannsóknir á hemaðarlist, sem kemur út ársfjórð- ungslega. í þessari grein er Carl Bildt miklu margorðari um takmörk- un hemaðarvalds en í fyrri greininni, og hér tekur hann ekki eingöngu Kosovo fyrir, heldur einnig Bosníu. Aðalefni greinarinnar er að draga í efa hugmyndina um yfirburði loft- hemaðar - sem oftast er talin heilag- ur sannleikur nú á dögum. Bildt fær- ir að því rök að Dayton-samkomulagið, sem batt enda á stríðið í Bosníu, hafi verið „miklu fremur verið sigur diplómata en hervalds“. Hann neitar því alls ekki að lofthemaður Atlantshafs- bandalagsins, sem hófst 30. septem- ber 1995, „hafi haft mikilvæg sálræn áhrif fyrstu dagana“, en það sem leiddi stríðið á endanum til lykta var fyrst og fremst ný diplómatísk að- ferð. Þessi aðferð fólst í vilja Banda- ríkjamanna til að samþykkja sum meginatriðin í kröfum Bosníu-Serba, kröfum sem Bandaríkjamenn höfðu áður neitað svo mikið sem að hug- leiða. En Bosníu-Serbar höfðu eink- um og sér í lagi krafist sérstaks „Republika Srpska", serbnesks lýð- veldis, innan hins veikburða bosníska sambandsríkis." Eftir Dayton-samkomulagið ríkti ófyrirgefanleg lognmolla í diplóma- tísku starfi Vesturlanda. Hvorki Evrópusambandið né Bandaríkin vildu eiga frumkvæði að diplómatísk- um viðræðum til að koma í veg fyrir hættuástand í Kosovo. Afstaða Al- bana í Kosovo, sem hafði aftur orðið óskýr og opin fyrir ýmsum möguleik- um, harðnaði er tíminn leið, sem leiddi til vopnaðrar uppreisnar og fylgis við Frelsisher Kosovo. Vestur- lönd, sem höfðu mistúlkað þann lær- dóm sem mátti draga af Bosníumál- inu, reyndu að stöðva undirokun Serba með því að hóta lofthernaði. Af þessum sökum áttu Vesturlönd einskis annars úrkosta en að standa við hótanir sfnar þegar diplómatískar aðgerðir mistókust - og þegar krafist hafði verið miklu rneiri tilslökunar af hendi Slobodans Milosevics eftir Rambouillet-samkomulaginu en „friðarsamkomulagið“ sem batt enda á stríðið gerði ráð fyrir. Lofthemaðurinn kom þó ekki í veg fyrir mikinn mannlegan harmleik. Hvort hann hratt harmleiknum af stað eða ekki, segir Bildt, sem er mun varkárari í orðum en ég, að verði áfram umdeilt. En hann bætfr við óvægur, „þrátt fyrir allt tal um byltingu í hemaðarlist hefur reynsl- an frá Kosovo sýnt fram á það á grimmilegan hátt að þegar allt kem- ur til alls heldur öxin áfram að vera beittasta vopnið þegar einstaklingar vegast á; langdræg hátæknivopn hafa þar lítið að segja“. Nú er ár liðið frá loftárásunum og við verðum að sætta okkur við að Kosovo-málið sé flutt yfir á herðar Sameinuðu þjóðanna, heimsins. Vesalings heimsbyggðin. (Þetta era laun hennar fyrir að gera veður út af því að verið væri að misnota stofns- áttmála Sameinuðu þjóðanna með þeirri einhliða ákvörðun Vesturlanda að efna til sprengjuárásar.) Ætlast er til þess að Sameinuðu þjóðimar komi á friði þar sem vestrænum sprengj- um hafði mistekist það, jafnvel þótt, eins og Bildt bendir á, „ekki séu til neinar viðurkenndar reglur, hvorki um innri né ytri skipan í Kosovo“. Það sem Vesturlönd þurfa að gera, ef þau eiga að halda áfram að þroskast og vaxa upp úr „baby-bomber“-lífs- stílnum, burtséð frá Kosovo, er að hlusta aðeins minna á Bill Clinton og Tony Blair en leggja þess í stað eyr- un við því sem Carl Bildt hefur fram að færa. Ritgerðimar hans tvær ættu að vera skyldulesning vest- rænna stjómmálamanna, svo að þeir freistist ekki til þess að grípa til hinn- ar fljótvirku en viðsjálu lausnar sem lofthemaður er í hvert sinn sem í óefni stefnir. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og birtast greinar hans í blöðum viða um heim. Einn íslendingur meðal þeirra erlendu ríkisborgara ^ er fluttir hafa verið frá Sierra Leone Ovissa og sögusagnir einkenna ástandið Á SÍÐUSTU dögum hafa yfir 300 er- lendir ríkisborgarar verið fluttir burt frá Afríkuríkinu Sierra Leone í ljósi vaxandi spennuástands vegna átaka vopnaðra hópa skæraliða og stjómarsinna. Gylfi Pálsson, starfs- maður Alþjóðabankans, var í liðinni viku í Sierra Leone þar sem hann starfaði að verkefnum bankans og var einn þeirra er fluttur var í skyndi frá landinu sl. laugardag á vegum Sameinuðu þjóðanna vegna ástands- ins. í samtali við Morgunblaðið sagði Gylfi að mikil spenna hefði ríkt og SÞ hefði ákveðið að flytja starfsfólk sitt og erlenda ríkisborgara frá land- inu áður en mál færu úrskeiðis. Um helgina hefði ástandið verið rólegt í höfuðborginni Freetown en jafn- framt hefði ríkt mikil óvissa og sögu- sagnir verið á kreiki um það hvað uppreisnarsveitum RUF gengi til með aðgerðum sínum en þær halda nú um 500 friðargæsluliðum SÞ í gíslingu. Gylfi var í gær nýkominn til Bandaríkjanna og sagði að á laugar- dagsmorgun hefði hann verið fluttur frá Freetown með þyrlu Sameinuðu þjóð- anna ásamt starfsfólki SÞ og öðra erlendu starfsfólki til Gineu. Sagði Gylfi að öryggis- fulltrúar SÞ í landinu hefðu haft samband við sig á föstudagskvöld eftir að ákvörðun um brottflutning hefði leg- iðfyrir. „Ýmislegt hafði ver- ið á seyði í landinu og í Freetown en ekkert sem ég hafði beint orð- ið var við sjálfur." Sagði Gylfi að sú al- menna stefna hefði verið tekin að flytja sem flesta borgaralega starfs- menn út úr landinu og auk starfs- manna SÞ hefði starfsfólk ýmissa al- þjóðastofnana, hjálparstofnana og sendiráða verið flutt brott. Sam- kvæmt reglum SÞ er því fólki komið fyrst undan sem er í landinu í stuttan tima í senn sem hafi átt við í sínu til- felli. Hins vegar hafi þeir orðið eftir sem séu bráðnauðsynlegir fyrir hemaðarstarfsemina í Sierra Leone. „Ég varð ekki var við nein átök sjálfur en ég vann mikið með ráða- mönnum þann tíma sem ég var í Freetown og í síðustu viku sá maður hvernig spenn- an magnaðist. Fyrir helgina sá maður að menn urðu afar áhyggjufullir, sérstak- lega þegar sögusagnir fóra á kreik um að lið Sameinuðu þjóðanna væri að fara út úr land- inu. Slíkt bar kannski vott um skort á ákveðnu trausti þar eð menn litu svo á að er lið SÞ kom til landsins væru mál e.t.v. komin á þann grundvöll að hægt væri að horfa fram á veginn og eygja varan- legan frið í landinu." Fólk orðið svartsýnna Gylfi sagðist hafa rætt við inn- lenda samstarfsmenn sína í Sierra Leone í gær og að í samtölum við þá hefði komið fram að ástandið í land- inu væri verra en um helgina þegar hann fór og að fólk væri almennt mun svartsýnna á framtíðina. Ekki síst í ljósi þess að erfitt sé að sjá að SÞ hafi vilja til að reyna að sporna við ástandinu og koma á friði. Sagði Gylfi að af frásögn fólksins að dæma þá virtist vera fremur ró- legt á yffrborðinu í Freetown en sögusagnir væra enn á kreiki og þar af leiddi óvissa um hvað liðsmenn uppreisnarhreyfingarinnar RUF væru að gera. „Ekki er ljóst hvort um skipulagðar aðgerðir þeirra er að ræða eða hvort einstaka foringjar innan hreyfingarinnar eru að byija að verða órólegir.“ Þá sagði Gylfi að óvissa virtist ríkja um það hvort Foday Sankoh, leiðtogi RUF, sem hvarf frá Freetown í liðinni viku eftir árás á heimili hans, hefði fulla stjórn á liðsmönnum sínum. Að undanförnu hefur verið unnið að því að afvopna liðsmenn RUF og hins gamla hers Sierra Leone (SLA) og sagði Gylfi það valda miklum áhyggjum að svo virtist sem þessar sveitir hefðu vopn undir höndum. Bandarík- in stefna sex ríkjum fyrir WTO Washington. AP, AFP. BANDARÍSK stjómvöld hafa tilkynnt um að þau hyggist kæra sex ríki til úrskurðar- nefndar Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar (WTO) vegna meintra brota þeirra á alþjóð- legum skuldbindingum. Ríkin sem um ræðir era Brasilía, Rúmenía, Indland, Filippseyj- ar, Argentína og Danmörk. í þremur skýrslum sem bandaríska viðskiptaráðuneyt- ið hefur lagt fyrir fulltrúadeild þingsins kemur fram að yfir- völd hafa m.a. áhyggjur af því hvernig þessi ríki framfylgja reglum um vöramerkjavemd og vemd hugverkaréttinda. Einnig era fjögur ríkjanna sök- uð um að hafa í gildi reglur sem hindri verlsun með bandarískar vörar. Ríki Evrópusambands- ins (ESB) era vörað við því að Bandaríkjamenn muni grípa til aðgerða ef þau afnemi ektó rík- isstyrtó til Airbus-flugvéla- verksmiðjanna. Þá era Japanir og Suður-Kóreumenn varaðir við því að bandarísk stjórnvöld muni stefna þeim fyrir að hindra aðgang bandarískra vara að mörkuðum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.