Morgunblaðið - 14.05.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 14.05.2000, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okk ar, tengdafaðir, afi, tengdasonur og mágur, ALFRED ROSENBERG DANÍELSSON, Þingási 51, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar daginn 6. maí sl., verður jarðsunginn frá Ár bæjarkirkju þriójudaginn 16. maí kl. 13.30. Lilja Guðmundsdóttir, Esther Rósenberg Jónasson, Kristín Ásta Alfredsdóttir, Högni Einarsson, Ragnar Már Alfredsson, Danfel Már Alfredsson, Andrea Sif, Guðmundur R. L. Karlsson, Margrét S. Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. t Elskuleg móðir okkar, tengdmóðir, amma og langamma, MAGNEA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis í Hómgarði 20, Seljahlíð, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 7. maí. Útför hennar fer fram frá Aðventkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 16. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Systrafélagið Alfa. Fyrir hönd aðstandenda, Elvar Bjarnason, Jóna Bjarnadóttir, Ester Bjarnadóttir, Sigurgeir Bjarnason, Bjarni Már Bjarnason. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HEIÐVEIG ÁRNADÓTTIR, Víghólastíg 10, Kópavogi, sem andaðist á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 2. maí sl., verður jarðsungin frá Digraneskirkju þriðjudaginn 16. maí kl. 13.30. Erla Hrólfsdóttir, Helgi Jóhannesson, Sigurjón Hrólfsson, Kristjana Jónsdóttir, Arnar Skúlason, Lilja Sölvadóttir, Birkir Skúlason, Cecilía N. Skúlason, Auður Skúladóttir, Steinn Eyjólfsson, Anna Lísa Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, fóstur- föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐARJÓNSSONAR, Sölvholti, Hraungerðishreppi, Flóa. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir frábæra umönnun og góðvild í hans garð. Sólveig V. Þórðardóttir, Sigfús Kristinsson, Vilborg G. Þórðardóttir, Hjörleifur Tryggvason, Jón Þórðarson, Bergur Ketilsson, Gunnur Gunnarsdóttir, Jón Óli Vignisson, barnaböm og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir vináttu, samúð og kær- leika, sem þið sýnduð okkur við fráfall og útför JENS GUNNARS FRIÐRIKSSONAR, Reynibergi 9, ) Hafnarfirði. Guðríður Óskarsdóttir, Óskar Daði Pétursson, Hafdís Björk Jensdóttir, Friðrik Hafsteinn Guðjónsson, Sjöfn Friðriksdóttir, Snorri Sigurðsson, Jóhanna H. Elíasdóttir. BJARTMAR HRAFN SIG URÐSSON + Bjartmar Hrafn Sigurðsson fædd- ist á Akureyri 26. september 1947. Hann lést á Lands- spitalanum hinn 3.maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðrún Magnúsdótt- ir, f. 16.5.1924, og Sigurður Jóhannes- son, f. 20.8. 1925. Uppeldisfaðir hans er Bragi Jónsson, f. 24.5. 1926. Systkini Bjartmars sam- mæðra eru Ragnar, f. 1953, Magnús, f. 1954, og Ómar, f. 1959. Systkini hans samfeðra eru Halldór, f. 1953, Einar, f. 1955, Björk, f. 1957, Sæmundur, f. 1960, og Sigurður, f. 1964, d. 1990. Bjartmar ólst, upp að mestu í Eyjafirði en fluttist síðan til Reykjavíkur ásamt Qölskyldu sinni. Bjartmar kvæntist Sólveigu Pálsdóttur frá Vík í Mýrdal, f. 26.3. 1949. Þau slitu samvistum. Böm þeirra em: 1) ívar Páll, f. 1968, sambýliskona hans er Sigrún Lilja Ein- arsdóttir, f. 1974, dóttir þeirra Þor- gerður Sól, f. 1999. 2) Ágúst Freyr, f. 1969, sambýliskona hans er Kristín Svaf- arsdóttir, f. 1975, synir þeirra Arnar Snær, f. 1993, og Bjarki Þór, f. 1996. 3) Guðrún Rut, f. 1975, dóttir hennar Karen Ósk, f. 1994. 4) Sigurður Gýmir, f. 1976. Bjartmar stundaði ýmis störf, m.a vann hann við smíði á Búr- fellsvirkjun, starfaði sem bflstjóri hjá Lýsi hf. um nokkurt skeið og síðan við sjómennsku og véla- vörslu í frystihúsi á Stöðvarfirði í um áratug. Síðustu tólf ár starfaði hann fyrir Einar Jónsson verk- taka við sandblástur og viðgerðir. Utför Bjartmars fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 10. maí. Þegar vinnuveitandi Badda hringdi og sagði mér að hann hefði fengið hjartaáfall trúði ég honum ekki fyrst. Ekki Baddi, hann sem var hreystin uppmáluð og gekk allt sem hann þurfti að fara. Það er greinilega ekki nóg. Við Baddi áttum mildð af góðum stundum saman enda var hann alltaf til í eitt og annað, hjálpa til við að gera við bílana okkar bræðra eða þrífa. Þá fórum við í margar veiðiferðir, ýmist langar eða stuttar. Bestar voru ferðimar norður í Laxá í Aðaldal þegar ýmist var gist í tjaldi eða hjá Adda vini okkar á Húsavík. Ekki var veiðin alltaf mikil en ánægjan sem við höfðum af úti- vistinni bætti það alltaf upp. Eg vona, Baddi minn, að það sé fullt af góðum veiðiám þar sem þú ert núna og að þú veiðir mikið. Ég mun alltaf minnast þín í hvert sinn sem ég renni fyrir fisk. Guð blessi þig og styrld okkur í sorginni. Þinn bróðir, Ómar Geir Bragason. Baddi var alger snillingur við allt er varðaði bíla og vélar. Ef eitthvað var bilað, bílar eða tæki, þá var hóað í Badda og hann kom því í lag. Þessi kunnátta virtist honum í blóð borin því ekld lærði hann þetta í skóla, hann var einfaldlega bifvélavirki af guðs náð. Baddi var góð sál sem gaf ekki mikið uppi um sínar tilfinningar og oft var erfitt að reyna að komast inn á hann. Hann gaf mikið af sér en erfitt var að reyna að gjalda í sömu mynt. Hann fór allt of snemma, söknuður- inn er mikill en minningin um góðan dreng lifir. Hvíl í friði elsku bróðir, hafðu þökk fyrir allt og allt. Magnús og Hildur. Þettaeraðeins örstuttleið, ektó svipstund milli dauðans og lífsins. (Þorgeir Sveinbj.) Óneitanlega eiga þessi orð vel við þegar látins ástvinar er minnst. Sér í lagi þess er fellur snöggt frá. Og það kaldhæðnislega er að ég hafði nýver- ið hugsað svo mikið um það hversu Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 hverfult lífið er nú. Tveimur dögum síðar barst sú frétt að Baddi, frændi minn, væri dáinn. Tvö skelfileg orð, hjartaáfall og bráðkvaddur. Mamma sat í símanum og sagði „sorglegt" og „æ“ og klappaði mér. Svo sagði hún bara „Baddi“ og það var nóg til að tárin færu að streyma. Já, lífið er svo sannarlega hverfult og kemur aftan að manni þegar maður á síst von á því. Fyrir mér var Baddi alltaf sérstak- ur. Hann var ekki bara frændi minn, heldur eitthvað meira. Ég átti bara aldrei orð sem sagði hvað hann var. Hann gaf mér einu sinni fínustu og fallegustu dúkku sem ég hef nokkurn tíma átt. Hún gat labbað og talað þegar voru settar í hana plötur. Við vorum í sumarbústað og hann keypti dúkkuna í kaupfélaginu í Borgarnesi. Sérstök gjöf fyrir sérstaka stelpu. Þó mig gruni nú að önnu stelpa hafi ver- ið ofar í huga hans met ég dúkkuna mikils. Ég á hana ennþá og þó að hausinn sé orðinn laus og plöturnar rispaðar, er hún ómetanleg í mínum augum. Og sem lítið barn nefndi ég hana því frumlega nafni Baddý. Mér þykir afskaplega vænt um það núna. Seinna, eftir að mamma og pabbi sMldu, hittum við pabba og Badda í MiMagarði. Það var til svo stórkost- legur bangsi þar. Hann var stór og mjúkur og gat spilað lög þegar ýtt var á hrammana á honum. Mamma hafði nú ekM beint efni á að vera að splæsa óvæntum gjöfum en miglang- aði svo afskaplega mikið í hann. Þá dró Baddi frændi upp vesMð og borg- aði fyrir bangsatetrið. Hann er núna orðinn rammfalskur en er, eins og dúkkan, fjársjóður í mínum augum. Minningar um gamla og góða daga. Á milli okkar var líka sérstök vin- átta, sem aðrir sáu kannski ekM. En auðvitað hlaut sú vinátta að vera sér- stök, sem hófst með því að lítið stelpukrfli sagði frænda sínum að hann þyrfti að sMpta um sokka eða þvo sér um hárið. Börn eru svo hreinskilin. Eftir á eru slíkar minn- ingar það dýrmætasta sem maður á. Hann frændi minn átti ef til vill ekM miMð í veraldlegum sMlningi. Og gæfan var honum ekki alltaf hliðholl, hann lenti oft röngu megin í lífinu. En hann var líka oft dæmdur of hart, því innan við skrápinn var góður maður með gott hjarta. Hárið lfldst hvítum snjó, höndinstirðogfætur, ennþáleynistylurþó innstvið hjartarætur. (MargrétJónsdóttir.) Það vill oft verða svo að menn fái lengi að minnast þess sem miður fer en hið góða gleymist því mun hraðar. En þó ég sé kannsM ekM gömul hef ég misst nóg í gegnum árin. Og það hefur kennt mér að rifja upp allt það góða sem til var í manneskjunni. Góðu minningarnar eru alltaf það sem hjálpar, þannig getur maður þakkað fyrir að hafa fengið að kynn- ast hinum látna. Hversu lengi sem það annars varði. Björt minning er þegar ég var bara sex ára og Baddi frændi kom með stærsta páskaegg sem fékkst í búðunum og gaf mér. Ég gat með engu móti klárað eggið, enda var ég nú ekM miMð stærri en það. En það kom aldrei til greina að henda því, þetta var gjöf frá Badda frænda, og páskaeggið fékk að sjá sumarið. Sumir hlutir eru sérstakari en aðrir. Og hann frændi minn var sannar- lega sérstakur. Og hann sá um að fleiri fengju að njóta þess með því að fjölga mannkyninu um fjóra. Lifandi dæmi um einn af þeim góðu hlutum sem frænda mínum tókst að fram- kvæma. Hann sýndi þeim ef til vfll ekM bara góða hluti en hann var allt- af stoltur af þessum börnum. Að ekki sé minnst á bamabörnin. Ég man síð- ustu jól að hann var að segja mér sögu af Karen Ósk, litlu afastelpunni sinni. Augun ljómuðu eins og þúsund sólir og röddin gat varla sagt nógu áhrifamiMl orð til að lýsa stoltinu. Og hann var svo hamingjusamur, virM- lega hamingjusamur. Þetta er sú minning sem ég varðveiti best, þetta er ein af þeim sem ég vil eiga alltaf. Minningin um frænda minn, sem þrátt fyrir allt mótlætið í lífinu, fann loksins svolitla hamingju og gat notið hennar um stund. Það er svo undarlegt að hugsa svona til baka, þegar tárin hafa verið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.