Morgunblaðið - 14.05.2000, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 14.05.2000, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Draumur á Jónsmessunótt sýndur í Þjóðleikhúsinu Draumavinna Hjónin Filippía I. Elísdóttir búningahönn- uður og Vytautas Narbutas leikmynda- og búningahönnuður hafa vakið verðskuld- aða athygli undanfarin ár fyrir störf sín, nú síðast fyrir vinnu sína við Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare, í leik- stjórn Baltasars Kormáks, en sýningin er fimmtíu ára afmælissýning Þjóðleikhússins. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þau um lífið í leikhúsinu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Það bregður fyrir mörgu augnayndinu á Draumnum; rúmlega þriggja metra háum kjól, púkinn Bokki sést sveifla heljarinnar stálskotti og úr rjáfri hangir torkennileg háifkúla, fyllt vatni. ÞÁTTUR umgjarðar og búninga í sýningunni Draumur á Jónsmessu- nótt er svo listilega vel af hendi leystur að um hálfgildings senu- þjófnað er að ræða. Filippía og Vytautas, sem er frá Litháen, kynntust er þau unnu saman að nýstárlegri uppfærslu Baltasars Koi-máks á Hamlet í Þjóðleikhús- inu. Þremenningarnir unnu svo saman aftur að annarri uppfærslu á Hamlet í Óðinsvéum í Danmörku, hvar fræjum fyrir „Drauminn“ var sáð. Rúmlega þriggja metra hár kjóll Fundur var settur árla morguns á ágætu kaffíhúsi á Laugaveginum. Vytautas varð að vísu svolítið sneyptur er honum var meinuð af- greiðsla á bjór svona snemmmorg- uns en tók gleði sína að nýju er hann fékk franskt mjólkurkaffi í sárabætur. Allir tálmar voru þar með á bak og burt og við sukkum niður í samræður um leikhús, Lit- háen og ekki síst Drauminn hans Shakespeares. Það bregður fyrir mörgu augna- yndinu í Draumnum; rúmlega þriggja metra háum kjól, púkinn Bokki sést sveifla heljarinnar stál- skotti og úr rjáfri hangir torkenni- leg hálfkúla, fyllt vatni. „Hugmyndin að kúlunni hefur að gera með draumkenni leikritsins, getur táknað mána, vatnsdropa eða hvaðeina,“ segir Vytautas." Filippía útskýrir tilurð skottsins. „Við notuðum sömu tækni og notuð var til að búa til kjólagjarðir í gamla daga. Skottið á að undirstrika það að Bokki er einhvers konar kvikindi fremur en maður.“ Undanfarin ár hafa verið anna- söm hjá skötuhjúunum að sögn Fil- ippíu. „Er Vytautas starfaði í Lithá- en var oft mikill handagangur í öskjunni." „Þar neyddist maður til að hafna fjölda verkefna því að flór- an er svo mikil,“ segir hann. „Einn- ig er það grátbrosleg staðreynd að ég hef ekki „séð“ ísland síðan ég kom til Islands. Maður er upptek- inn við vinnu öllum stundum,“ bætir hann við og kímir. Filippía segir að í Litháen ægi saman fjöldanum öll- um af mismunandi stílum. „Þar tengjast leikhúsin meira leikstjór- anum og þeir eru eins mismunandi og þeir eru margir. Leikhóparnir ferðast og um allan heim og það er meira frjálsræði í gangi. Sumar sýningarnar eru kannski búnar að ganga í 15 ár.“ Það fer nett í taugarnar á Vyt- autas hversu stuttur tími gefst til að undirbúa sum verkefnin. „Ákveðin verkefni kalla á ákveðið langan tíma eðlis síns vegna. Það er ekki hægt að flýta þeim. Persónu- lega fannst mér undirbúningur fyr- ir Drauminn vera of knappur en svona er lífið. Það þarf að vinna eins vel úr hlutunum og hægt er á þeim tíma sem manni er úthlutað." Allt í samræmi Filippía tiltekur, á öllu almennari nótum, mun þann sem er á leikhús- gagnrýni í löndunum tveimur, Is- landi og Litháen. „í Litháen er sama sýning dæmd oftar en einu sinni, það er fylgst með þroska hennar og þróun. I sama blaði eru svo birtir þrír, oft fleiri, dómar um sömu sýningu og oft eru þeir gríð- arlegir að umfangi." Filippía og Vytautas hafa borið með sér ferska vinda inn í íslenskt leikhús. „En það sem við gerum Hjónin Filippía I. Elísdóttir, búningahc og búnin verður fyrst og síðast að falla að heildarhugmyndinni sem er á bak við uppfærsluna,“ áréttar Filippía og Vytautas bætir við: „Hugmyndin að leikmyndinni er að sjálfsögðu mín sköpun en það sem ég geri verður samt að lúta lögmálum þess stíls sem viðkomandi uppfærsla er í. Ef uppfærslan er „hefðbundin" stoðar lítt að koma inn með ein- hvern súrrealisma. Leikmynda- hönnun er aðeins eitt af líffærum leikhúslíkamans, þetta verður allt að vera í samræmi." Yngri og eldri kynslóð leikara eru leiddar saman á athyglisverðan hátt í afmælisuppfærslu Draumsins. „Eg kann vel að meta viðhorfið gagnvart leikurum hér á landi,“ segir Vytautas. „Sums staðar úti tíðkast hreinlega að skipta út heilu kynslóðunum á einu bretti en hér fá menn að leika til dauðadags ef þeir kjósa svo og það er að sjálfsögðu já- kvætt fyrir leikhúsið sem slíkt. Þú getur ekki hent öllu út og byrjað stöðugt upp á nýtt. Þú getur ekki byggt á rústunum einum saman. Svo er það annað sem vakið hefur athygli mína hér á landi,“ heldur Vytautas áfram. „Það virðist al- gengara í Litháen að fólk innan leikhúsgeirans samsami sig því sem það er að gera fullkomlega. Ég veit til dæmis um leikara sem bjó í leik- húsi. Það mætti kalla þetta „bó- hemalíf1 eða eitthvað þess háttar. Leikhúsin þar eru eins og annað heimili leikaranna. Þeir lifa þar og hrærast öllum stundum og eru órjúfanlegur partur af því. Hér á landi er leikhúsið meira eins og vinnustaður. Menn mæta þegar þeir eiga að mæta og þegar sýning- um lýkur eru allir farnir heim. Það er meira eins og leikararnir séu gestir í leikhúsinu en leikararnir í Litháen „eru“ bókstaflega leikhús- ið.“ Filippía og Vytautas hafa öðlast nokkra reynslu í því að vinna með erlendum leikurum. Þau fóru t.d. til Danmerkur og settu þar upp Haml- et ásamt Baltasar Kormáki eins og áður hefur komið fram. „Mér finnst íslenskir leikarar vera miklir at- vinnumenn í því sem þeir gera,“ segir Vytautas. „Þeir hafa ríka til- finningu fyrir stíl og skynja vel hvað þarf að gera í það og það skiptið. Þeir hefja dauða bókstafi á loft og holdgera þá, gæða þá lífi og litum. Ég fann ekki eins mikið fyrir þessu hjá þeim dönsku.“ Filippía er sammála. „Við eigum fullt af há- klassaleikurum hér á landi. Þeir sem unnu með okkur við Drauminn voru afar ósérhlífnir og voru óhræddir við að hella sér í vinnuna af fullum krafti." Hugur og hjarta Vinnutími leikhúsfólks er ekki sérlega reglulegur. „Við vinnum Veisluvika á veitingastöðum Kringlunnar hefst á morgun Girnileg tilboð og kryddaðar kynningar. Optð öll kvöld. Betri kostur • Domino's • Jarlinn • McDonald's • Rikki Chan • Subway Café bleu • Eldhúsið • Hard Rock • ísbúðin • Kringlukráin VEITINERJTRfllR UPPLÝSlNÐRSlMI 5 B B 7 7 B B SKRIF5TDFUSÍMI 5 B B 920
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.