Morgunblaðið - 14.05.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 14.05.2000, Síða 64
VlÐSKIPTAHUCBÚNAÐUR Á HEiSVISMÆLIKVARÐA NÝHERJI S: 5697700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF6691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: KIJSTJ@MB1.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Sökk í vök þegar hann gekk á pólinn í seinna skiptið HARALDUR Örn Ólafsson, sem fyrstur Islendinga náði á norður- pólinn sl. miðvikudag, sökk í vök þegar hann fór aftur á pólinn á fimmtudag. Haraldur Örn segir að vegna hvass mótvinds og mik- ils ísreks hafi virst sem hann gengi á færibandi. ísinn hafi brotnað mikið og rekið til baka. Hann segir norðurpólinn erfiðan áfanga og þar gildi allt önnur lögmál en á Grænlandsjökli og suðurskautinu. Haraldur Örn segir að þegar hann hafi farið yfir stórar vakir j*»fyrir tveimur eða þremur vikum hafi þær verið frosnar og göngu- færi gott en svo virðist sem sjór- inn hafi hlýnað. Hann segir að ís- inn hafi verið orðinn krapa- kenndur og farinn að gefa eftir. Gat kraflað sig upp úr vökinni „Þegar ég fór aftur á pólinn á fimmtudag sökk ég og var þá tæpast kominn í ferðinni. Ég sökk á báðum fótum upp fyrir ökkla og skíðin fóru í kaf. Ég var j^að fara yfir frosna vök og allt virtist í lagi, en ég hélt mér samt uppi við þykka íshrauka. Þegar ég sökk fór ég á sekúndubroti í gegnum þetta ferli, lét mig falla til hliðar því ég mátti ekki spyrna niður. Ég skall með andlitið á ís- klumpi og náði að grípa utan um jaka og gat kraflað mig upp. Þetta var svo lúmskt. Isinn hafði linast og síðan skafið yfir. Þetta leit út eins og öruggur ís. Þetta var það tæpasta sem ég lenti í,“ segir Haraldur Örn. Morgunblaðið/Einar Falur Haraldur Örn Ólafsson fagnar unnustu sinni, Unu Björk Ómarsdóttur, eftir að hún hljóp til hans út úr Twin Ott- er-flugvélinni sem kom til að sækja hann á norðurpólinn á föstudagskvöld. í baksýn blaktir íslenski fáninn við sleða og tjald Haralds. Una Björk sagði í samtali við Morgunblaðið á norðurpólnum í fyrrinótt, að það væri stór- kostlegt að fá tækifæri til þess að taka þátt í þessu ævintýri. Smáralind verður tæknivædd Sjálfvirk mæling á fjölda gesta og veltu SMÁRALIND, stóra verslunar- miðstöðin sem verið er að byggja í Smáranum í Kópavogi, verður há- tæknivædd. Stjórnendur fyrirtæk- isins hafa ávallt upplýsingar um veltu allra verslana og fjölda við- skiptavina í húsinu. Gert er ráð fyrir að allir búðar- kassarnir í húsinu verði tengdir saman í einni miðlægri upplýsinga- veitu, með sama hætti og þekkist í nýjustu verslunarmiðstöðvum er- lendis. Einnig verður sjálfvirk talning á gestum inn og út úr hús- inu og bílum inn og út af stæðum. Stjórnendur verslunarmiðstöðvar- innar hafa því nokkuð nákvæmar upplýsingar um fjölda viðskipta- vina og veltu á hverjum tíma og þróunina frá einum tíma til ann- ars. Reiknað er með 5-6 milljónum heimsókna í Smáralind á ári, en það samsvarar því að hvert mannsbarn á íslandi komi þangað að meðaltali tuttugu sinnum á ári. Netið hagnýtt Netið verður hagnýtt við versl- un í Smáralind. Að sögn Pálma Kristinssonar framkvæmdastjóra er gert ráð fyrir uppsetningu full- komins sjónvarpskerfis. Viðskipta- vinirnir geti þannig skoðað sig um 1 búðunum með því að fara inn á heimasíðu viðkomandi verslunar og jafnvel valið sér vörur úr hill- unum. ■ Risinn i Smáranum/10 '’Frumvarp um rafræna undirskrift í haust Frumvarp um lögleiðingu ólympískra hnefaleika fellt með einu atkvæði Viðhorf þing- manna þvert á flokkslínur FRUMVARP um rafræna undir- skrift er tilbúið og stendur til að kynna það helstu hagsmunaaðilum á næstu dögum. Gangi það eftir ætti að vera unnt að leggja frum- varpið fram á Alþingi í haust. Upplýsingar um þetta fengust í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, en innan ráðuneytisins hefur um ^keið verið starfandi nefnd sem unnið hefur að því að undirbúa innleiðingu laga um þessi mál. Tillaga að tilskipun um rafrænar undirskriftir var sett fram af framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins í maí 1998 í því augna- miði að setja niður lágmarksreglur varðandi ábyrgð og öryggi. Einnig er markmiðið að setja reglur sem tryggja að rafrænar undirskriftir njóti viðurkenningar að lögum í löndum sambandsins. Tillagan var síðar samþykkt og íslendingar eru skuldbundnir til að taka hana upp á grundvelli samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði. Rafræn undirskrift er forsenda þess að frekari þróun verði í átt til rafrænnar stjórnsýslu hér á landi. Hingað til hefur rafræn undir- skrift ekki notið sömu stöðu að lögum og hefðbundin undirskrift og því hefur ekki verið hægt að ganga endanlega frá eyðublöðum á Netinu. Færanlegar skrifstofur bæjarfulltrúa í Hafnarfirði Verkefnisstjórn um upplýsinga- samfélagið hefur lagt til að stjórn- völd geri rafræn viðskipti og raf- ræna stjórnsýslu að fjórða forgangsverkefni sínu við fram- kvæmd stefnunnar um upplýsinga- samfélagið. í Hafnarfirði hefur verið hleypt af stokkunum verkefni undir yfir- skriftinni UTA - Upplýsingatækni fyrir alla. Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarð- ar á dögunum var samþykkt að all- ir bæjarfulltrúar fengju útbúna eigin skrifstofu með þráðlausri tengingu inn í fundarherbergi bæj- arstjórnar og bæjarráðs. I skrif- stofunni, sem getur verið hvar sem er, felst fullkomin fartölva, inn- hringimótald og fleira sem þarf til að tengjast stjórnsýslu bæjarins hvaðan sem er. ■ Gagnvirk miðlun/22 ALÞINGISMENN felldu í gær- morgun frumvarp um að lögleiða ólympíska hnefaleika. Við aðra umræðu um frumvarpið voru greidd atkvæði um fyrstu grein þess, sem gerir ráð fyrir að keppa og sýna og kenna þessa íþrótt, og var hún felld með 27 atkvæðum gegn 26. Telst frumvarpið þar með fallið. Viðhorf til frumvarpsins - sem Gunnar Birgisson, Sjálfstæðis- flokki, lagði fram ásamt níu öðrum þingmönnum - fóru ekki eftir flokkslínum. Raunar klofnuðu allir flokkar í málinu nema Vinstri- hreyfingin - grænt framboð, en allir þingmenn vinstrigrænna voru á móti frumvarpinu. Sextán sjálfstæðismenn með tillögunni Sextán þingmenn Sjálfstæðis- flokks greiddu atkvæði með tillög- unni í atkvæðagreiðslunni en sex á móti, þrír þingmenn Framsóknar- flokks voru með en sex á móti, sex þingmenn Samfylkingar voru með en átta á móti og tveir þingmenn Frjálslynda flokksins stilltu sér hvor í sitt hornið í þessum bar- daga. Einn sat hjá við atkvæða- greiðsluna, Guðni Ágústsson, land- búnaðarráðherra og þingmaður Framsóknarflokks. Nefna má að ráðherrarnir Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Árni M. Mathiesen og Valgerður Sverris- dóttir greiddu atkvæði með frum- varpinu, en Valgerður var reyndar einn af flutningsmönnum þess. Á móti voru hins vegar ráðherrarnir Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Páll Pétursson, Siv Friðleifsdóttir og Sturla Böðvars- son. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra hafði fjarvistarleyfi við atkvæðagreiðsluna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.