Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 1
182. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Palestmumenn hvattir til aðgætni Moskvu, Barcclona, Ósló, Hclsinki. AP, Reuters, AFP. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sem hefur verið á ferðalagi um Evrópu og Arabalönd á undan- förnum dögum, ítrekaði í Helsinki í gær að Palestínumenn myndu lýsa einhliða yfir sjálfstæðu ríki Palestínu þann 13. næsta mánaðar, þrátt fyrir að sú ákvörðun mæti ekki fullum stuðningi annarra ríkja. Utilokaði hann þó ekki frekan samningavið- ræður við ísraela. í ferð sinni til Egyptalands og Sádi-Arabíu var Arafat heitið stuðningi en önnur ríki hafa hvatt til aðgætni og farið þess á leit að Arafat frestaði sjálfstæðisyfir- lýsingu og héldi frekari friðarviðræð- ur við Israela. A fundi sínum í gær með norskum ráðamönnum var Arafat hvattur til aðgætni. „Við styðjum rétt Palestínu- manna til stofnunar sjálfstæðs ríkis en best væri ef þeir gerðu það innan ramma samningaferlisins,“ sagði Thorbjöm Jagland, utanríkisráð- herra Noregs, í gær. Fyrr um daginn var Arafat í Moskvu og sögðu Rússar þar Palestínumönnum að fara með gát við stofnun sjálfstæðs ríkis. Varð Arafat, eftir fund sinn með Vladímir Pútín, forseta Rússlands, og ígor ív- anov utanríkisráðherra, að láta sér nægja loforð Rússa um að þeir myndu beita áhrifum sínum til að reyna að tryggja að heildstætt friðar- samkomulag náist milli Palestínu- manna og Israelsmanna. „Rússar gætu vandræðalaust við- urkennt sjálfstætt ríki Palestínu- manna. En varðandi tímasetningu við að lýsa yfir sjálfstæði teljum við að taka verði þá ákvörðun með ýtrustu gát,“ sagði Ivanov í Moskvu. Shlomo Ben Ami, nýskipaður utan- rflrisráðherra |sraels til bráðabirgða, sagði í gær að Israelar væm um þess- ar mundir að ræða við forystu Palest- ínumanna um skipulagningu „stuttra og afgerandi" friðarviðræðna. „Hvor- ugur aðilinn getur leyft sér að ganga ekki til samninga," sagði utanríkis- ráðherrann og lagði áherslu á dag- setninguna 13. september nk. Helsti ásteytingarsteinninn í frið- arumleitununum er framtíð Jerú- salem og að mati stjórnmálaskýr- enda kann lausn deilunnar að vera fólgin í tfllögu á borð við þá sem páf- inn hefur lagt fram, en hún felst í því að borgin verði gerð að alþjóðlegu svæði. Þýzka farsímarásauppboðið Boð komin yfir 2300 milljarða BOÐ í hin eftirsóttu rekstrar- leyfi á UMTS-farsímarásum í Þýzkalandi fóru í gær, er ann- arri viku uppboðsins lauk, yfir 63 milljarða marka, andvirði um 2.330 milljarða króna. Debitel, eitt fyrirtækjanna sjö sem hófu kapphlaupið, játaði sig sigrað í gær og verður ekki með er upp- boðið heldur áfram á mánudag- inn. Kemur þetta fram á frétta- vef dagblaðsins Die Welt. Hæstbjóðandi er sem stendur finnsk-spænska samsteypan G3, sem býður sem svarar 588 milljörðum króna í þrjár af þeim tólf rásum sem í boði eru. Þrjár rásir þarf til að hægt sé að tryggja endurvarp um allt Þýzkaland þegar UMTS verður tekið í notkun árið 2003. Það mun leysa GSM-farsímakerfið af hólmi. Sérfróðir segja nú stefna í að þegar upp verður staðið muni enn meii'a skila sér í þýzka rík- iskassann fyrir UMTS-rekstrar- leyfin en í hliðstæðu uppboði brezkra stjórnvalda fyrr á ár- inu, en samtals var boðið sem svarar yfir 2770 milljörðum króna í brezku rekstrarleyfin. Þýzki fjármálaráðherrann, Hans Eichel, hefur heitið því að allt sem uppboðið skilar verði notað til að greiða upp skuldir ríkis- sjóðs. Hann hafði áður lýst sig ánægðan ef sala rekstrarleyf- anna skilaði sem svarar rúmum 800 milljörðum króna. Páfa- gaukur sektaður Aþenu. Reuters. GRÍSKUR lögregluþjónn í borginni Patras var í gær full- viss um að páfagaukur sem hélt til á gangstétt í miðborginni hindraði ferðir vegfarenda og sektaði hann fuglinn snarlega. Fagurfiðruðum sökudólgn- um hafði verið komið íyrir íyrir utan gæludýraverslun í borg- inni og kvartaði eigandinn sár- lega undan því að lögreglu- þjónninn hefði látið bifreiðar, sem lagt hafði verið ólöglega, eiga sig. Var honum síðar tjáð að laganna vörður hafi verið gerður út gagngert til að sekta fuglinn Coco. Gríska sjónvar- pið sýndi í gær myndir af því er eigandinn rétti Coco sektar- miðann, sem var umsvifalaust rifinn í tætlur. Reuters Frakkar kanna möguleika á að hamla aðgang að vefsíðum Yahoo! Segja lög’sög'u franskra dómstóla ná til Netsins París. AFP, Kcuters. FRANSKUR dómari skipaði í gær sérfræðingum að rannsaka hvernig hægt sé að takmarka aðgang franskra notenda Netsins að vefsíðum íyrirtækja sem selja muni frá nasistatímanum, en síður þessar hefur mátt nálgast í gegnum leitarþjónustu vefset- ursins Yahoo!. Hafnaði dómarinn þar með megin- rökum fyrirtækisins, sem voru á þá leið að það sem kæmi fram á síðum Yahoo.com, sem ritaðar eru á ensku, væri utan lögsögu franskra dómstóla. Jean-Jacques Gomez sagði í úrskurði sínum að á næstu tveimur mánuðum muni þrír sérfræðingar kanna hvernig standa megi að því að hrinda í fram- kvæmd þriggja mánaða gömlum úrskurði sem kveður á um að Yahoo! beri að meina aðgang að bandarískum vefsíðum sem bannaðar eru sam- kvæmt frönskum lögum. Er þetta í annað sinn sem Gomez dómari fer fram á aðstoð sérfræðinga í mál- inu, sem höfðað er á hendur Yahoo! af samtökum sem berjast gegn kynþáttafordómum. En jafn- framt því hafnaði dómarinn kröfu sækjenda í mál- inu um að fyrirtækinu bæri að greiða skaðabætur. í málsvörn sinni hefur Yahoo! sagt að ekki sé til staðar tækni sem geri frönskum stjómvöldum kleift að hamla aðgang að vissum heimasíðum á Netinu og í gær fagnaði Christophe Pecnard, lög- maður fyrirtækisins, skipan sérfræðinganefndar- innar. „Við munum starfa saman með sérfræðing- unum með það fyrir augum að kanna hvort lausn sé möguleg," sagði Pecnard við fréttamenn í gær. Samtök baráttumanna gegn kynþáttafordómum voru í gær vonsvikin með niðurstöðu dómarans og hétu því að halda baráttunni gegn vefsíðum sem auglýsa vaming sem rakinn er til nasismans til streitu. Ef Yahoo! neitaði því að hindra aðgang að vefsíðunum, „mun verða kominn tími til þess eftir tvo mánuði að tala við [fyrirtækið] og segja því að í Frakklandi eru það frönsk lög sem skipta máli, ekki bandarísk lög,“ sagði Marc Knobel, einn ákærenda. Dómsmálið gegn Yahoo! þykir hafa undirstrikað erfiðleika þess að beita landslögum gegn svo hnatt- rænu kerfi sem Netið er. Telja sérfræðingar að fyr- irtæki er veiti Netþjónustu eigi erfitt með að hindra aðgang að vefsíðum sem innihalda efni sem mis- bjóði fólki, þar eð notendur geti alltaf fundið leiðir utan um svokallaðar vefsíur. Mikil flóð á Indlandi MILLJÓNIR þorpsbúa í norðaustur- hluta Indlands og í Nepal og Bangla- desh hafa þurft að yfirgefa heim- kynni sín á undanfömum dögum vegna gríðarlegra flóða á svæðinu. Margir íbúar þorpa á Austur- Indlandi eru innilokaðir vegna vatnavaxtanna og hafa verið matar- lausir lengi. Mikil hætta er á matar- skorti og útbreiðslu smitsjúkdóma og sendi Alþjóða Rauði krossinn m.a. út hjálparbeiðni vegna flóðanna í gær. Þessar konur stóðu fyrir utan kaþólska kirkju í bænum Rangiya í norðausturhluta Indlands í gær og biðu þess að fá mat og hjálpargögn. MORQUNBLAOW12. ÁGÚST 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.