Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Árlegnr fundur íslenskulektora við erlenda liáskóla Morgunblaðið/Jim Smart Árlegur fundur íslenskulektora við erlenda háskðla hófst í gær og heldur áfram í dag. Mikill áhugi en skortur á fé ÁRLEGUR fundur íslenskulektora sem starfa við erlenda háskóla byrj- aði í gær, en fundurinn heldur áfram í dag. Fundinn sækja lektorar sem kenna íslensku í háskólum í Evrópu, en hann er skipulagður af Stofnun Sigurðar Nordals sem hefur umsjón með íslenskukennslu í fjórtán evrópskum háskólum. Að sögn Úlfars Bragasonar, for- stöðumanns stofnunarinnar, styður ríkið íslenskukennslu við þessa há- skóla og verður sérstaklega fjallað um nýja úttekt á kennslu í nútímaís- lensku við erlenda háskóla sem menntamálaráðuneytið lét gera á skólaárinu. Hann segir úttektina fjalla um stöðu kennslunar, hvaða gögn skuli notuð við íslensku- kennsluna og hvort kennaramir geti nálgast slík gögn. Að sögn Úlfars er áhugi mikill erlendis á íslenskunni, en fjárveitingar margra evrópskra háskóla miðast við hve margir ljúka prófi frá deildum innan skólanna. Þetta gerir íslenskunni erfitt fyrir vegna þess hve fáir ljúka prófi, enda oft ekki boðið upp á það, þó svo að námskeiðin séu í flestum tilfellum vel sótt. Rristinn Jóhannesson kennir ís- lensku við Gautaborgarháskóla. Hann hefur kennt íslensku erlendis í tuttugu og fimm ár, fyrst í Finnlandi og svo í Svíþjóð. „Þetta er fjölbreytt starf,“ segir Kristinn. „Þetta er mik- ið upplýsingastarf um Island, menn- ingu, bókmenntir og þjóðfélag. Nem- endur sem sækja námskeiðin koma frá ýmsum sviðum, en margir sem lesa almennar bókmenntir, landa- fræði, jarðfræði eða norðurlanda- málin skrá sig í íslenskunámskeið. Einnig sækir fólk námskeiðin sem ekki er í háskólanámi en hefur áhuga á Islandi.“ Kristinn segir námskeiðin vel sótt hjá sér. „Vandamálið er hins- vegar að fjármálastjómun innan há- skólanna er að breytast og oft eiga lítil tungumál, eins og íslenskan, í vök að verjast. Stjómendur háskólanna sjá oft meiri þörf fyrir aukakennara í útbreiddari tungumálum, svo sem ensku og frönsku, og það er ekki endilega vilji fyrir hendi að manna stöður í íslensku," sagði Kristinn, en flestar stöðumar eru nær eingöngu fjármagnaðar af viðkomandi háskól- um þó svo að íslenska ríkið veiti styrki til kennslunnar, að hans sögn. 7% minni umferð en í fyrra UMFERÐ í Hvalfjarðargöngunum var 7% minni um verslunarmanna- helgina í ár en í fyrra. Alls fóra 22.669 bílar um göngin frá föstudegi til mánudags í ár en 24.204 bílar á sama tímabili í fyrra, 1.538 bílum fleiri. Líkleg skýring þykir að mun færri íbúar suðvesturhomsins héldu til Ak- ureyrar um verslunarmannahelgina í ár en í fyrra. --------------- Bflvelta vid Landmanna- laugar BÍLL valt við Frostastaðavatn á veginum sem liggur til Landmanna- lauga um klukkan 21.30 í gærkvöld. Að sögn lögreglu var einn maður í bílnum, skoskur ferðamaður, og slapp hann alveg ómeiddur. Ekki er vitað hvað olli slysinu en bíllinn, sem er bílaleigubíll, endaði á hvolfi og er mikið skemmdur. ------4-4-4---- Óbreytt líðan LÍÐAN piltanna tveggja, sem lentu í flugslysinu í Skerjafirði á sunnudag- inn, er óbreytt. Piltarnir, sem báðir era 17 ára gamlir, liggja alvarlega slasaðir á gjörgæsludeid Landspítal- ans í Fossvogi, þar sem þeir era tengdir öndunarvélum. Lína.Net um ljdsleiðaratengingu grunnskólanna Eina fyrirtækið sem getur gert þetta Morgunblaðið/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Gengið við Dettifoss EIRÍKUR Bragason, fram- kvæmdastjóri Línu.Nets, segir fyr- irtækið vel í stakk búið til að tengja grannskóla Reykjavíkur inn á ljós- leiðaranetið sem fyrst. „Það má segja að allir þeir sem eiga skóflu og ljósleiðararúllu geti lagt ljósleið- arakerfi," sagði hann í gær. „Þetta snýst hinsvegar um hversu fljótt og hvemig verður staðið að svona tengingu. Við bjóðum upp á fram- tíðarlausn, klæðskerasniðna fyrir grannskólana. Það er gífurleg gagnaflutningsþörf á milli skólanna og það er hagkvæmast og eðlilegast að þetta sé á sérstöku ljósleiðara- neti. Landssíminn hefur ekki boðið upp á það og vill heldur að sam- skiptin á milli skólanna fari í gegn- um net Landssímans." Landssíminn telur ekki rétt að Lína.Net sé eini aðilinn á landinu sem geti sinnt þessari þjónustu og hefur fyrirtækið kært fyrirhugaðan samning Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Línu.Nets Eríkur segir Línu.Net hafa byggt upp öflugt ljósleiðarakerfi á höfuðborgarsvæðinu sem best væri lýst sem margþráðakerfí. Að hans sögn er þetta ný aðferðafræði í fjarskiptakerfum og er hún mjög frábragðin eldri hugsunarhætti. Að sögn Eiríks er ekki að undra að Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hafi valið Línu.Net til þess að sjá um að tengja grannskóla borgarinnar ljós- leiðaraneti, en hann heldur því fram að Lína.Net hafi náð að koma fótum undir mun öflugra ljósleið- aranet á 10 mánuðum en Landssím- inn á 100 áram. Að sögn Eiríks getur Lína.Net komið lykilskólum í grannskóla- kerfinu, sem verða hluti af burðar- hring netsins, inn í haust. Þessir skólar era Melaskóli, Engjaskóli, Laugarnesskóli, Seljaskóli og Hvassaleitisskóli, en áður hafa þrír skólar tengst kerfinu „Lykilskól- arnir geta verið tengdir netinu eftir nokkrar vikur,“ sagði hann. „Hinir skólamir koma svo inn í áföngum og við reiknum með að allir skól- arnir verði svo tengdir næsta vor. Við eram eina fyrirtækið á landinu sem getur gert það.“ Eiríkur sagði það undarlegt af Landssímanum að kæra borgina sem er einn af stærstu viðskipta- vinum fyrirtækisins, en kæran kæmi sér vel fyrir Línu.Net. „Það er okkur í hag að fjarskiptaþjón- usta ríkisfyrirtækja sé boðin út. Fjarskiptaþjónusta Háskóla íslands og menntaskólanna hefur ekki verið boðin út. Landsbankinn samdi beint við Landssímann og við fengum ekki einu sinni að gera tilboð í þá þjónustu þó svo að við hefðum ósk- að eftir því. Einnig hafa öll ráðu- neytin samið beint við Landssím- ann án þess að við höfum fengið að gera tilboð," sagði Eiríkur. „Það er mikil ánægja á meðal okkar með gang mála, en kæran hefur leitt til þess að öll fjarskiptaþjónusta ríkis- ins og Reykjavíkurborgar verður boðin út í framtíðinni. Og það kem- ur sér mjög vel fyrir okkur.“ ÞAÐ er eins gott að halda sig réttu megin við línuna þegar gengið er fram hjá Dettifossi, vatnsmesta fossi Evrópu, en á myndinni má glöggt sjá hversu mikilfenglegur og aflmikill foss- inn er. Oft er mikill úði nálægt stórum fossum og því ágætt að vera með regnhúfu. Úðinn gerir það að verkum að stórir steinar verða oft sleipir og því er gott að vera í góðum gönguskóm og ekki er vcrra að vera með hund sér til halds og trausts. Fótsveppalyf dýrari og meira notuð hér en á hinum Norðurlöndunum INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra fundaði í gærmorg- un með Sigurði Guðmundssyni landlækni og Haraldi Briem sótt- varnarlækni um leiðir til að stemma stigu við sýkingu fótsvepps. Talið er að um 30 prósent karl- manna sem sækja sundlaugar sýk- ist af fótsvepp. Talaði Ingibjörg um að rétt hreinlæti sé talið geta minnkað sýkingar veralega. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu, era ávísanaskyld fót- sveppalyf ekki lengur niðurgreidd Heilbrigðisyfírvöld leita leiða til að fækka sýkingum af Tryggingastofnun. Sagði Ingi- björg í samtali við morgunblaðið að með þessu hefðu fótsveppalyfin ver- ið sett undir sama hatt og sýklalyf, sem hafa ekki verið niðurgreidd í hartnær 10 ár. Auðvitað væri til- gangurinn sá að minnka kostnað ríkisins vegna þessara lyfja en einn- ig að minnka notkun þeirra í ljósi þess að hún væri margfalt meiri hér á landi en annars staðar á Norður- löndunum. í gögnum frá heilbrigðisráðu- neytinu kemur fram að notkunin er rúmlega fjóram sinnum meiri hér á landi en t.d. í Danmörku. Einnig kom fram í máli Ingi- bjargar að í ráðuneytinu er verið að kanna hvernig staðið geti á því að verð á fótsveppalyfjum er 40-70 prósent hærra hér á landi en t.d. í Svíþjóð. Heimild til útgáfu lyfjakorts Varðandi fuOyrðingar um að hóp- ur sjúklinga hafi ekki efni á að leysa út lyfín sín, segir Ingibjörg að komið hafi verið til móts við þá tekju- lægstu og þá sem þjást af krónísk- um sýkingum með því að í júní var gefin út reglugerð sem heimilar úgáfu lyfjaskírteinis í þeim tilvikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.