Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 n 1 MORGUNBLAÐIÐ "■“™" J 1 1 [Ui I Vísindavefur Háskóla Islands Hvernig myndast frostrósir á rúðum? hún mun líkari hinni nútímalegu út- gáfu, nefnilega botnskriðskenning- unni en sú kenning sem lýst er í bók- inni 1915. Óvíst er hvað valdið hefur þessum sinnaskiptum en svo undar- lega vill til að sumarið 1912 ferðaðist Wegener ríðandi frá Akureyri um Dyngjufjöll, Kverkfjöll og Brúarjök- ul suður í Esjufjöll og til baka aftur - nefnilega þvert yflr íslenska sprungubeltið sem er talandi dæmi um gliðnun skorpuflekanna. Sigiirður Steinþórsson prófessor íjarðfræði við Háskóla íslands. VISINDI Að undanförnu hafa gestir Vís- indavefjarins meðal annars fræðst um fyrstu bíómyndina, HlV-veiru sem genaferju, fisk í stöðu- vötnum án afrennslis, hönnun tölvuleikja, harða diska, stýrikerfi, merkingu, uppruna og stafsetningu orða, stærðfræðitáknið pí, Charles Darwin, sveiflur í eldvirkni, hættulega fiska, stærstu tré, þyngstu dýr, minnstu kónguló, eðli spurninga, fjölda sannra og ósannra fullyrðinga, skilgreiningu á lífi, lúpínu í iandgræðslu, björt- ustu stjörnuna, hliðar tunglsins, samlagningu hraða samkvæmt af- stæðiskenningunni, hvernig þung skip fljóta, afleiðingar af splundr- un tungisins, heila Einsteins, eidflaugar í lofttæmi, orðasambandið „helmingi stærra en“, heiti stjarnanna, óvissulögmál Heisenbergs, ævilengd risaskjaldbökunnar, byggð norrænna manna á Grænlandi, hvað er frétt, þotur og hljóðmúrinn, siðferðisgrundvöll skyldu- áskriftar á fjölmiðlum, megineldstöðvar, lögun loftbólna, sigtimjöl, púka Maxwells, óregluna í dagafjölda mánaðanna, Trachtenberg- aðferðina í stærðfræðikennslu, leit að reikistjörnum utan sólkerfis- ins, þýska örninn, frostrósir, fornar mælingar á ummáli jarðar, stærðfræðiþrautir, samsviðskenningu, merkilegasta ár íslands- sögunnar, Karl Marx, Friedrich Engels og muninn á sósíalisma og kommúnisma. Hvernig myndast frostrósir á rúð- um? Myndast þær annars staðar? SVAR: Öll könnumst við líklega við frostrósir sem myndast oft inni á rúðum þegar frost er úti. Myndun þessara frostrósa er náskyld mynd- un snjókorna og vöxtur þeirra lýtur svipuðum eðlisfræðilögmálum. Frostrósir myndast þegar hlýtt loft sem inniheldur raka kemur í snertingu við yfirborð sem er undir frostmarki eins og til dæmis glugga- rúðu. Lögun frostrósanna ræðst svo af mörgum hlutum, hversu hreint glerið er og hversu kalt það er, hversu hlýtt loftið er og hversu mik- ill rakinn er. Sumar rúður mynda alltaf sama frostrósamynstrið en aðrar ekki. Til að vatnssameindirnar byrji að raða sér upp í kristal á glerinu þurfa þær að mætast nokkrar á sama stað og sama tíma. Sé glerið mjög slétt eru litlar líkur á að slíkt gerist og sameindirnar endurkastast flestar í burtu. Ef skorur eðarispur eða jafn- vel óhreinindi eru á glerinu geta að- vífandi vatnssameindir skorðast og þannig aukast verulega líkur á sam- runa. Því eru mestar líkur á að frost- rósir vaxi út frá örðum, rispum og óhreinindum. Ef mikið er af slíkum vaxtar- eða samrunastöðvum eða ef mikill raki þéttist á skömmum tíma (til dæmis vegna skyndilegrar hita- stigsbreytingar) verða frostrósirnar sem myndast litlar. Ef slíkum að- stæðum er hins vegar ekki til að dreifa vaxa frostrósirnar út frá fáum stöðum og geta orðið mjög stórar áð- ur en þær fara að rekast hver á aðra. Lögun frostrósanna getur verið mjög mismunandi en þegar nánar er að gáð sést að ákveðnum reglum er fylgt. Þannig er sexföld samhverfa mjög ráðandi og auðvelt að greina hana með berum augum. Þegar vatnssameindir raða sér í kristall þarf minnsta orku til að mynda sexstrending (við óvenjulegar að- stæður svo sem mjög lágt hitastig og/eða mjög lágan þrýsting geta reyndar önnur form komið til sög- unnar). Fyrsta myndun frostrósa yrði þá venjulega agnarsmár sexhyrningur. Þar sem hornin á slík- um sexhyrningi standa aðeins út mynda þau einnig óreglu á yfirborði íssins og verka því eins og nýjar vaxtarstöðvar. 011 hornin sex eru eins og því vaxa sex samskonar arm- ar út úr sexstrendingnum. Smá- vægilegar breytingar á hitastigi, raka eða hreyfingu loftsins geta truflað vöxtinn á örmunum og stuðl- að að myndun nýrra vaxtarstöðva. Þá byrja ískristallar að vaxa út frá þeim og síðan koll af kolli. Lögun frostrósa minnir því oft einna helst á sex jólatré sem vaxa út frá einum sameiginlegum punkti. Öll efni vilja vera í sem orku- lægstu ástandi og þannig er líka með ísinn. Iskristallinn reynir að lág- marka yfirborðsorku sína með því að hafa yfirborðið sem einsleitast. Vatnssameind sem festist við yfir- borðið á sléttum ískristalli brýtur upp þessa einsleitni og afleiðingin verður hækkuð yfirborðsorka. Þetta á við um sameind sem kemur að þeirri hlið frostrósakerfisins sem snýr inn í herbergið; mun hagstæð- ara er að hún festist við rönd kerfis- ins en slétta lóðrétta flötinn. Vöxtur frostrósanna verður því mestur í tví- víðri sléttu eða plani og þykktin verður vanalega lítil miðað við flat- armálið. I þessu svari felst að sams konar ísmyndanir geta orðið annars staðaj' þar sem hlýtt loft mætir fleti sem er undir frostmarki. Hins vegar er kannski spurning hvort við myndum kalla fyrirbærið frostrósir þar sem við myndum ekki sjá í gegnum þær! Halldór Svavarsson sérfræðingvr við Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar. Hvað er átt við með landreks- kenníngunní og hver eru rökin fyrir henni? SVAR: Með „landrekskenning- unni“ er venjulega átt við þá kenn- ingu sem þýski jarðeðlisfræðingur- inn Alfred Wegener (1870-1930) setti fram í bókinni Myndun megin- landa og úthafa árið 1915. Annað af- brigði kenningarinnar kom fram 1964 og nefnist „botnskriðskenning" og loks þriðja afbrigðið 1968, „fleka- kenning". Meginmunurinn á upp- haflegu kenningunni og hinum síðari er sá, að í bók sinni (1915 og síðar) gerði Wegener ráð fyrir því að meg- inlöndin fljóti í hafsbotnsskorpunni, sem sé stöðug, en meginlöndin hreyfist (reki) um hana. Samkvæmt síðari kenningunum berast megin- löndin með hafsbotninum sem er á hreyfingu. Meginmál bókar Wegeners frá 1915 eni rök fyrir því að landaskipan hafi breyst með tímanumen auk þess reynir Wegener að finna skýringu á því hvers vegna löndin séu á hreyf- ingu um hnöttinn. I fyrsta lagi bendir Wegener á það, sem margir höfðu gert á undan honum, hve vel Suður-Ameríka og Afríka falla saman, líkt og kubbar í púsluspili. Og sömuleiðis mátti fella önnur meginlönd saman í eitt stórt sem Wegener kallaði Pangæu - Alland eða Samland. I annan stað sýndi Wegener fram á það að ýmsar jarðmyndanir frá www.opinnhaskoli2000.hi.is mismunandi tímum falla saman, eða halda áfram, sitt hvoru megin við höfin, til dæmis fornar ísaldarmenj- ar í Suður-Afríku og á Suðurskauts- landinu, eða sama 450 milljón ára jarðmyndun í Noregi, Skotlandi, Nýfundnalandi og austurströnd Bandaríkjanna. I þriðja lagi mátti skýra út- breiðslu ýmissa dýrategunda, sem nú eru aðskildar af breiðum höfum, með því að löndin hefðu fyirum legið saman en áður voru uppi alls konar kenningar um landbrýr hingað og þangað til að skýra slíkt. Um þetta nefndi Wegener mörg dæmi. Og í fjórða stað gerði hann, ásamt veður- farsfræðingnum Köppen, tengdaföður sínum, mikla samantekt á út- breiðslu ýmissa loftslags- bundinna jarðmyndana í jarðsögunni. Þar má telja til dæmis kolamyndanir, eyði- merkur og saltlög og út frá þvi gátu þeir dregið ályktanir um land- fræðilega breidd landanna á ýmsum tímum. Síðar voru gerðar fornsegulmæl- ingar víða um heim þar sem afstaða hvers staðar og jarðmyndunar til segulskauts jarðar á myndunartíma sínum var mæld og út frá þeim voru ferðir meginlandanna um jarðkúl- una kortlagðar. En allt kom fyrir ekki því að eng- um tókst að benda á krafta sem væru nógu öflugir til að flytja meg- inlöndin. Það gerðist ekki fyrr en um 1960 þegar bandaríkjamaðurinn Harry Hess (1906-1968) setti fram þá tilgátu, studda góðum rökum, að það séu hafsbotnarnir sem hreyfíst: Þeir myndist við gliðnun á miðhafs- hryggjum en eyðist í djúpsjávar- rennum. Kraftarnir sem hreyfa meginlöndin eru því iðustreymi í jarð- ___ möttlinum. I framhaldi af því varð botnskriðskenningin til árið 1964 en hún skýrði meðal annars niður- stöður segulmælinga yfir hafsbotn- unum sem höfðu valdið mönnum heilabrotum um hríð. Þess má að lokum geta, að árið 1912 kynnti Alfred Wegener fyrst kenningu sína á ráðstefnu og þá var Hvers virði var gamli ríkisdalur- inn í íslenskum krónum? SVAR: Árið 1875 var komið á laggirnar samnon-ænu myntbanda- lagi. Norrænu ríkin þrjú; Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þremur löndum myntbanda- lagsins. Það hélst óbreytt fram að heimsstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytinguna 1875 nefndist myntin í öllum löndunum þremur ríkisdalur. Raunar hét hún strangt tiltekið ríkisbankadalur í Danmörku eða frá því að danski rík- isdalurinn var endurreistur eftir hrunið mikla 1807-1815. Danski rík- isbankadalurinn var 96 skildingar og var tvöfalt verðmem skömmu fyrir myntbreytinguna en sænski ríkis- dalurinn sem var aðeins 48 skilding- ar. Við myntbreytinguna breyttist sænskur ríkisdalur einfaldlega í krónu sem skiptist í 100 aura. Danski rík- isdalurinn Landrek - Jarðeðlisfræðingurinn Alfred Wegener (1870-1930) gerði ráð fyrir því að meginlöndin fljóti í hafsbotnsskorpunni, sem sé stöðug, en meginlöndin hreyfist (reki) um hana. Samkvæmt síð- ari kenningunum berast megin- löndin með hafsbotninum, sem er á hreyfingu. Taldraumar Draumstafir Kristjáns Frímanns „Vissulega talar Guð... I draumi, í nætursýn, þá er þungur svefnhöfgi er falinn yfir mennina, í blundi á hvílubeði, opnar hann eyru mann- anna.“ Biblían, Jobsbók 33:14-16 DRAUMAR eru að miklu leyti hljóðlausar myndrænar upplifanir þar sem tákn forms og lita eru í að- alhlutverki og þögnin er svo sjálf- sögð að maður tekur vart eftir henni, enda hefur draumurinn önn- ur mið en vakan. Samt gerist það alltaf annað slagið að kveikt er á viðtækinu og raddir fylla upp í drauminn líkt og þriðja víddin í bíó. Þá er kallað á mann, einhver segir eitthvað eða vandamenn eiga við mann orðaskipti. Draumurinn breytist úr leiðslukenndu hljóðu ferli í ákveðna afmarkaða þætti sem stjórnast af rödd, minnið skerpist og draumurinn verður skýr og skorinorður vökunni vegna raddarinnar sem markar drauminn og gefur honum mynd. Taldraumar virðast frábrugðnir öðrum draum- um vegna málsins, enda birtast þar oft beinar viðvaranir, leiðbeiningar eða hjálparorð eins og dæmin sanna: „Þá sagði hún: „Það er 16. sept- ember.“ Maðurinn sem var með þeim sagði þá: „Það er fæðingar- dagur föður míns.““ Draumur „Díu“ um Irland 29.7. 2000. „Hún sagði: „Eg vissi að þú veist meira en við hin, ég vissi það allt- af.““ Draumur „Blárrar" um næmi 22.7.2000. „Þá sagði hann: „Já og mamma þín fer 22.““ Draumur „Uglu“ um framtíð 3.6. 2000. Röddin verður eins og orð Guðs, afgerandi þáttur draumsins og leið- beinandi um gildi hans og merk- ingu. Málið ýtir draumnum í farveg hljómsins, orðanna sem sögð eru og þess sem talar, því orð eru jú til alls fyrst eins og frægt er. Annar og þriðji draumur „Díu“ 2. Mig dreymdi að ég var að ferð- ast fótgangandi á jökli (Vatnajökli), ásamt einhverjum öðrum. Skyndi- lega er jökullinn orðinn meira og minna að vatni en einhvern veginn gátum við „gengið" áfram með því að stíga ekki til botns, en það þorð- um við ekki því við vissum ekki hve djúpt var til botns. Einhvem veg- inn var þetta eins og hundasund, þó frekar ganga en sund. Við héldum áfram góða stund en þegar við snerum við sáum við að framundan var vatn farið að spýtast upp eins hátt og Strokkur gýs. Mér fannst að ef við næðum að halda okkur í einhverjar slöngur og reipi sem þama vora, þá kæmumst við ef til vill út úr þessu. Allt í einu var þrifið í mig af samferðamanni mínum sem sagði: „Ekki fara þarna, þetta er leiðin til baka.“ Eg gegndi og að lokum tókst okkur að komast á þurrt. Þegar ég sá kort af svæðinu, sá ég að þetta var syðst á Vatna- jökli en ég hafði haldið að við vær- um austast á honum og var ég þá ekki viss hvort við hefðum lokið einhveijum tilsettum áfanga. 3. Mér finnst að við hjónin séum búin að fá til innrömmunar blússu sem var með listaverki framan á og hönnuð af listamanninum Rúnu (Sigrúnu Guðjónsd.) Ég var alveg heilluð af þessu verki og er að sýna það tveim fyrrverandi samstarfs- konum. Ég verð fyrir miklum von- brigðum með viðbrögð þeirra, sér- staklega annarrar sem hefur svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.