Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNMÁLIN með AUGUM STEINGRÍMS ÁHUGAMENN um stjórnmál og samtímasögu gátu um síðustu jól glaðst yfir öðru bindi ævisögu Steingríms Hermannssonar, eins at- kvæðamesta stjómmálamanns ís- lands á síðustu áratugum. Stjóm- málaferill hans spannaði rúma tvo áratugi og á þeim tíma gegndi hann fjölmörgum embættum. Hann var m.a. forsætisráðherra, sjávarútvegs- ráðherra, utanríkisráðherra, sam- gönguráðherra og dóms- og kirkju- málaráðherra. Þá hefur hann átt sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum á vegum ríkisins og gegnt störfum framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs ríkisins og seðlabankastjóra. Víðtæk reynsla af íslensku stjórnkerfí Af þessari upptalningu sést að fáir, ef nokkrir, hafa eins fjölbreytilega reynslu af íslensku stjómkerfi og Steingrímur Hermannsson. Það var því gleðiefni þegar ungur maður, Dagur Bergþómson Eggertsson, tók að sér að rita ævisögu Steingríms. Fyrsta bindið kom út fyrir hálfu öðra ári og spannar það fyrstu fjöratíu æviár Steingríms. í öðra bindi, sem kom út fyrir síðustu jól, segir Stein- grímur frá ferli sínum sem stjóm- málamanns. Ævisagnaritun hefur tekið mikl- um breytingum hérlendis á síðustu áram. Til skamms tíma var algengt að fyrrverandi stjórnmálamenn fengju „trausta“ menn úr eigin flokki til slíkra verka. í ævisögum af því tagi var sveigt fram hjá öllu óþægi- legu, hvort sem um atburði úr einka- lífi eða opinbera starfi var að ræða. Óhlutdræg frásögn mikilvæg Á þessu hefur orðið breyting. Ævi- sagnaritarar nútímans gera sér grein fyrir hinni miklu ábyrgð sem á þeim hvílir og vita að fólk vill óhlut- dræga frásögn. Þess vegna hika þeir ekki við að spyrja viðmælendur sína Þetta er ekki svo einfalt mál, segir Þórður Þórarinsson, að hægt sé að afgreiða það sem pólitískt klámhögg. óþægilegra spuminga og leita víðar fanga en í einkaskjalasöfnum þeirra til að brjóta mál til mergjar, komast að hinu sanna. Dagur virtist hafa gert sér grein fyrir þessum breytingum enda segir hann eftirfarandi í formála fyrsta bindisins: „... frá fyrsta degi taldi ég það meginhlutverk mitt að sjá til þess að ævisaga Steingríms Her- mannssonar yrði ekki einhliða hetju- saga í ætt við konungabókmenntir miðalda, biskupasögur eða hefð- bundnar ævisögur íslenskra stjóm- málamanna ef út í það er farið. Steingrímur sagði að fyrra bragði að þannig vildi hann einnig standa að verki“ (bls. 7). Af þessum orðum má draga þá ályktun að Dagur muni ótrauður leita sannleikans og ekki hlífa Steingrími við óþægilegum spurningum, þrátt fyrir að hafa verið náinn samstarfsmaður sonar Stein- gríms úr pólitísku starfi til margra ára. Steingrímur dustar rykið af gömlum ásökunum Eitt af því sem hefur fylgt Stein- grími mestallan stjómmálaferil hans era gamlar ásakanir um að hann hafi gerst sekur um óreiðu og dregið sér fé þegar hann var framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins. Þrátt fyrir að Steingrímur hafi gegnt mörgum af mikilvægustu em- bættum þjóðfélagsins hefur enginn virtur fjölmiðill séð ástæðu til að rifja þessar ásakanir upp fyrir almenn- ingi, kafa ofan í málið og kanna hvort þær áttu við rök að styðjast eða vora einungis pólitískt vindhögg. Þetta mál hefur síst orðið ómerkilegra með áranum. Það sést best á mikilli um- ræðu um og áhuga á siðferði stjórn- málamanna á undanförnum árum. I öðra bindi ævisögu sinnar heldur Steingrímur því fram að umræddar ásakanir hafi verið af pólitískum toga. Hann neitar því vitaskuld ekki að ýmislegt hafi verið aðfinnsluvert í reikningum ráðsins en segir það hafa verið vegna mistæks bókara ráðsins, Pálma Péturssonar, sem lést árið 1977 (bls. 72-79). Þessi skýring Steingríms á fjár- málaóreiðunni hafði ekki komið fram þegar málið komst í hámæli árið 1971 og er umhugsunarvert og sérstakt, að hún skuli koma fram nú eftir að bókarinn er fallinn frá. Á sínum tíma neitaði Steingrímur öllum ásökunum en færðist undan því að ræða málið efnislega. Hann vísaði til þess að hann hefði óskað eftir opinberri rannsókn saksóknara á málinu. Ekk- ert kom út úr þeirri rannsókn en þess má geta að um svipað leyti og Stein- grímur óskaði eftir rannsókninni settust framsóknarmenn í ríkisstjóm og fengu m.a. dómsmálaráðuneytið í sinn hlut. í Morgunblaðsviðtali 21. júní 1998 sem tekið var vegna væntanlegrar ævisögu afgreiðir Steingrímur málið þannig að það hafi einungis snúist um eina staðgreiðslunótu vegna kaupa á grænum baunum sem bókari Rannsóknarráðs hafi rangfært. Orð- rétt segir Steingrímur í viðtalinu: „Að ætla sér að rekja upphaf ein- hvers spillingarskeiðs til mín er út í hött. Ég býst við að hér sé átt við baunamálið svonefnda sem kom upp þegar ég var að fara í framboð. Eg keypti grænar baunir í heildsölu fyr- ir Surtseyjarfélagið, og vegna mis- taka í bókhaldi Rannsóknarráðs vora þau kaup færð yfir á rekstrarkostnað bifreiðar minnar. Því tala þeir ekki um Kollubanamálið sem kom upp þegar faðir minn fór í framboð, eða Hafskipsmálið? Af nógu er að taka. Ég álít þetta ótrúlega lélegt pólitískt klámhögg." A sama hátt lýkur hann fyrsta bindi ævisögu sinnar með orðunum: „Og það sem enginn gat vitað var að í bókhaldi Rannsóknar- ráðs leyndist jafnframt tímasprengja sem átti eftir að springa með há- væram hvelli um líkt leyti og ég efldist til átaka á vettvangi stjórnmálanna. Brátt var friðurinn úti svo um munaði" (bls. 314). Ríkisendurskoðun hafði hins veg- ar margt við bókhaldið að athuga og gerði árið 1971 athugasemdir við fjárreiður Rannsóknarráðs vegna ársins 1969 á 14 vélrituðum blaðsíð- um eða 34 bls. séu fylgiskjöl meðtal- in. í öðra bindi bókar Steingríms er, sem fyrr segir, því kennt um að bók- ari ráðsins, Pálmi Pétursson, hafi verið mistækur. Gagnrýninn ævi- söguritari hefði leitað víðar fanga en í einkaskjalasafni Steingríms. Hann hefði t.d. lesið ýtarlegar greinar dr. Þorsteins Sæmundssonar sem fór yf- ir reikninga Rannsóknarráðs fyrir árið 1969 og komst að þeirri niður- stöðu að þar hefði Steingrímur mis- farið með opinbert fé. Hefði ævi- söguritarinn farið yfir þau á hlutlægan hátt hefði hann vafalaust komist að þeirri niðurstöðu að úti- lokað er að ætla að skella allri skuld á bókara ráðsins. Það er t.d. harla ólík- legt að bókarinn hefði tekið það upp hjá sjálfum sér að breyta bílnúmer- um á viðgerðamótum til að Rann- sóknarráð greiddi þær en ekki Steingrímur sjálfur. Ævisöguritar- inn leyfir Steingrími jafnframt ógagnrýnið að afgreiða þessi gögn sem pólitískar ofsóknir, sem á sínum tíma hafi verið rannar undan rifjum pólitískra andstæðinga Steingrims. Það er miður að reynt skuli að slá málið út af borðinu með þessum hætti og að menn skuli reyna að koma sér undan því að gera upp erf- itt mál. Réttara hefði verið að nota tækifærið og gera málið upp, enda var það vilji bæði Steingríms og Dags ef marka má tilvitnuð orð í upp- hafi þessarar greinar úr formála fyrra bindis. Athugasemdir um fjár- málaóreiðu hjá Rannsóknarráði komu nefnilega fram áður en Steingrímur bauð sig fram til Al- þingis og þær komu ekki frá pólitískum andstæðingum hans. Dr. Þorsteinn Sæ- mundsson, prófessor og stjómarmaður í Rannsóknarráði, birti niðurstöður um athug- anir sínar á bókhaldi Rannsóknarráðs fyrir árið 1969 í tveimur Morgunblaðsgreinum árið 1971 (Morgun- blaðið 18. maí og 8. júní 1971). Steingrímur mótmælti greinunum á sínum tíma en gerði aldrei tilraun til að hrekja þær efnislega. Hér fylgja nokkur dæmi um ásakanir þær og athuga- semdir sem dr. Þorsteinn gerði og fylgt hafa Steingrími í hátt í 30 ár. Til einföldunar hafa allar upphæðir hér á eftir verið færðar til núvirðis skv. neysluverðsvísitölu. Pólitískt klámhögg? ★ 4.321 krónu reikningur frá skartgripaverslun vegna skyrtu- hnappa var skráður sem viðhald á bifreiðinni R-10816, sem var Chevrolet Chevy-fólksbifreið, sem Rannsóknarráð átti en Steingrímur hafði til umráða. Á reikningnum stóð: Jólagjöf til dr. Jankovic. ★ Reikningur frá Steingrími fyrir grænar baunir og kjötbollur var skráður sem viðhald bifreiðar Rann- sóknarráðs, R-10816. ★ Rekstrarkostnaður fjögurra ára gamals Chevrolet-bíls Rannsóknar- ráðs sem Steingrímur hafði til um- ráða var 1.335.265, þar af 900 þúsund í viðhaldskostnað. Skráðar vinnu- stundir á verkstæðisreikningum vora 342 fyrir bílinn eða nærri heil klukkustund hvern einasta dag árs- ins. Þótti það ótrúlega hár viðhalds- kostnaður fyrir ekki eldri bfl. ★ Einkabifreið Steingríms á þess- um tíma var Scout, með skráningar- númerið G-1149. Þótti athyglisvert að í bókhaldi Rannsóknarráðs var að ftnna (vegna Chevroletsins) þrjá varahlutareikninga frá SIS, sem samkvæmt vöranúmeram vora vara- hlutir í Scout-bifreið. Einnig vora tveir varahlutareikningar frá Agli Vilhjálmssyni, þar sem búið var að skrifa G-l... og G-1149 en síðan var strikað yfir það og R-10816 skrifað á Þórður Þórarinsson Nokkrar athugasemdir við grein Þórðar Þórarinssonar Vegna efnis greinar Þórðar Þórarinssonar óskaði Morgunblaðið eftir samþykki hans við því að Steingrími Hermannssyni yrði gefinn kostur á að svara grein hans í sama blaði. Þórður Þórarinsson sam- þykkti að verða við þeirri ósk og birtist svargrein Steingríms Hermannssonar hér á eftir. VIÐ útkomu fyrsta og annars bindis ævi- sögu minnar var þess sérstaklega getið að þeir sem að verkinu stæðu yrðu fyrstir til að fagna því ef útkoma bók- anna yrði til þess að fram kæmu nýj- ar upplýsingar eða sjónarmið sem varpað geta enn betra ljósi á um- deilda atburði sem teknir era til um- fjöllunar í þeim. Af sjálfu leiðir að ekki mun standa á okkur að leiðrétta eitthvað ef þar er missagnir að finna. Mér hefur verið gefinn kostur á að gera athugasemdir við grein Þórðar Þórarinssonar. Hún fjallar einvörð- ungu um þann hluta annars bindis ævisögu minnar sem snýr að svo köll- uðu grænu-baunamáli. Fyrst ber að þakka fyrir að fá tækifæri til að svara henni. Eftir lesturinn efast ég hins vegar um góðan hug þess er skrifar. Hann er ekki að bæta nokkra við það sem fram kemur í ævi- sögunni. Þvert á móti lítur hann fram hjá því flestu og rangfærir ann- að. Ég hefði helst kosið að láta greininni ósvar- að. Þeim fjölmörgu sem lesið hafa ævisögu mína væri þó ekki virðing sýnd ef þær fjölmörgu rangfærslur sem í grein Þórðar era væra ekki leiðréttar. Hjá því verð- ur ekki komist. Þórður segir mig skella skuldinni af grænu-baunamálinu á mistækan bókara. Ekki er ég viss um að þetta standist skoðun. Ég viðurkenni hvort tveggja í bókinni, að ég hefði getað komið í veg fyrir mistökin með strangara eftirliti og raunar einnig hitt að stjómmálaafskipti mín um þetta leyti hafi komið niður á starfi mínu hjá Rannsóknarráði (bls. 79). Verra finnst mér þó að Þórður segir að sú mistök bókarans hafi ekki verið nefnd fyrr en nú eftir að hann er lát- inn. Þetta er rangt einsog blasað hefði við Þórði ef hann hefði lesið ævisögu mína og kynnt sér þær til- vísanir sem era í textanum og tilvís- anaskrá. Meðal annars er vitnað og vísað í fundargerðir framkvæmda- nefndar Rannsóknarráðs þar sem þetta kemur fram (bls. 74). I bókinni er enn fremur vísað í greinargerð þá sem ég sendi ríkissaksóknara 1971. Þar era ítarlega rakin þau mistök, sem orðið höfðu í bókhaldi Rann- sóknarráðs. Reyndar segir Þórður sjálfur að ríkisendurskoðun hafi „úr- skurðað að ýmislegt í bókhaldi stofn- unarinnar væri á annan hátt en vera ætti“. Þetta var á allra vitorði. Árlega gerði ríkisendurskoðun athugasemd- ir við fjölmargar færslur í reikning- um Rannsóknarráðs þar sem fært Við nánari lestur greinar Pórðar kemur í Ijós, að hún er svo full af rangfærslum, að ótrúlegt er, segir Steingrímur Hermannsson. Því getur varla hroðvirkni ein valdið. Hvað býr að baki? var á aðra liði en reikningar vora merktir. Þessi mistök vora leiðrétt þegjandi og hljóðalaust þar til Þor- steinn Sæmundsson komst í málið, enda vissu allir að bókarinn Pálmi Pétursson var strangheiðarlegur maður og mistökin því saklaus. Af sömu ástæðu hafði ég ekki áhyggjur af þessum mistökum, sem ég vissi að rfldsendurskoðun mundi leiðrétta að venju. Þórður segir að umræddar ásak- anir hafi komið fram áður en ég fór í framboð til Alþingis. Það er rangt. Ég fór fyrst í framboð 1967. Ádeilu- greinar um fjármál Rannsóknarráðs era hins vegar allar frá áranum 1970 og 1971. Þorsteinn Sæmundsson birti skrif sín ekki fyrr en í aðdrag- anda kosninganna 1971. Síðari Morg- unblaðsgrein hans birtist 8. júni, 1971, fimm dögum fyrir mínar aðrar kosningar. Útilokað var að ég gæti svarað greininni fyrir kosningamar. Var það tilviljun ? Þórður segir ekkert hafa komið út úr rannsókn saksóknara, enda „sett- ust framsóknarmenn í ríkisstjóm og fengu m.a. dómsmálaráðuneytið í sinn hlut“. Þetta er ótrúleg yfirlýsing frá nemanda í stjómmálafræðum. Ég á bágt með að trúa því, að þessi viska sé frá Kaupmannahafnarhá- skóla komin. Ráðherrar og ríkis- stjóm forðast að hafa áhrif á gerðir saksóknara enda er framkvæmda- vald og dómsvald aðskilið í þessu landi. Stjómlagaprófessorinn Olafur Jóhannesson sem fór með dómsmál í vinstri stjóminni 1971-1974 kunni á þessum leikreglum betri skil en aðrir Islendingar. Raunar get ég borið vitni um að öll þau ár, sem ég hef ver- ið í stjómmálum, hef ég aldrei kynnst ráðherra, sem hefur borið við að hafa áhrif á saksóknara, enda hygg ég að Steingrímur Hermannsson það mundi hafa þveröfug áhrif. Þórður segir að ég hafi verið ásak- aður um að hafa „dregið sér fé.“ Það er rangt. Ég var ásakaður um að hafa „misfarið með opinbert fé“. Á þessu er mikill munur. Þórður segir að niðurstaða hafi engin orðið af rannsókn saksóknara. Þetta er rangt. I niðurstöðu saksókn- ara sagði, að ekki finnist ástæða til aðgerða. Það er mikilvæg niðurstaða. Þórður segir „aðeins eitt ár af 20 rannsökuð". Þetta er rangt. Árlega fór rfldsendurskoðum ítarlega yfir reikninga Rannsóknarráðs og gerði fjölmargar leiðréttingar. Þórður segir: „Gagnrýninn ævi- söguritari hefði leitað víðar fanga en í einkaskjalasafni Steingríms.“ Þetta er rétt, enda gerði Dagur það, eins og fram kemur í ítarlegri tilvísanaskrá bókarinnar. Að sjálfsögðu las Dagur allt það, sem birtist á prenti um mál- ið. Þetta ætti jafn athugull maður og Þórður að hafa séð, ef hann hefði les- ið ævisöguna, sem mér virðist hann ekki hafa gert. Þórður rekur nokkur dæmi um ásakanimar sem á mig vora bornar á sínum tíma. Þeim er svarað í bókinni. Til skýringar á mistökum í bókhaldi mun ég aðeins nefna tvö þau fyrstu. Dr. Jankovic, jarðfræðingur frá Júgóslavíu, vann í tvö ár hér á landi á vegum Rannsóknarráðs að málmleit á Austfjörðum. Ákveðið var að gefa honum í jólagjöf skyrtuhnappa úr ís- lenskum steini. Reikningurinn var merktur málmleitinni. Af einhveij- um ástæðum var reikningurinn hins vegar færður á bifreið Rannsóknar- ráðs. Ekki gerði ég það. Ég færði ekki bókhald Rannsóknarráðs. Að sjálfsögðu var hér um saklaus mistök að ræða, sem hefðu undir venjuleg- um kringumstæðum verið leiðrétt án eftirmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.