Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 39 I -M ' =Ji INGIBJÖRG MARGRÉT SIGMARSDÓTTIR + Ingibjörg Mar- grét Sigmars- dóttir fæddist á Vopnafirði 14. mars 1914. Hún iést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríð- ur Grímsdóttir, f. 6. maí 1887, d. 10. júlí 1968 og Sigmar Jörgensson, f. 3. desember 1882, d. 30. september 1960, sem bjuggu í Krossavík I. Systkini Ingibjargar eru: Jörgen Kjerúlf, f. 29. mars 1913, d. 18. mars 1999, var bóndi á Bökkum í Vopnafirði; Berg- þóra, f. 6. september 1916, hús- freyja í R.vík.; Björn, f. 22. nóv- Nú er hún elsku amma mín látin á áttugasta og sjöunda aldursári. Hún ól mestan sinn aldur í Vopnafirði við sveitastörf eða allt þar til afi lést fyr- ir tuttugu og sex árum, _en eftir það að mestu í Reykjavík. Ég hef vitað það í nokkurn tíma hvert stefndi hjá henni og var það mér sérstaklega mikilvægt að geta kvatt hana nokkr- urn klukkustundum áður en hún lést. Ég á mjög hlýjar minningar um ömmu og þær fyrstu eru frá heimili hennar og afa í Krossavík II í Vopna- firði þar sem ég dvaldi með móður minni fyrstu sex sumur lífs míns. Minningin um nærveruna við dýiin, berjatínslu uppi í fjalli, heyskap, hundinn Gosa og fleira sem gerðist í sveitinni era með skemmtilegustu minningum mínum frá því ég var barn. Amma var mikil saumakona og man ég oft eftir henni fyrir framan saumavélina, þar sem urðu til hinar fínustu flíkur. Meðan heilsan var góð saumaði hún talsvert út og á ég einn púða sem hún gaf mér, og er hann í sérstöku uppáhaldi. Einnig prjónaði hún mikið og gætti þess vel að ég ætti alltaf nóg af vettlingum og ullar- sokkum þegar ég var krakki. Mér fannst tónlist alltaf gleðja ömmu mikið, hún greinilega naut þess að hlusta á falleg lög, enda alin upp á miklu tónlistarheimili þar sem oft var glatt á hjalla og mikið spilað og sungið. Eftir að amma varð ekkja flutti hún suður og bjó þar að mestu hjá foreldrum mínum. Amma lifði mikla breytingartíma, allt frá því að fæðast og alast upp í torfbæ til nútímaþæg- inda, sagði mér oft frá æsku sinni og hvernig líflð var í sveitinni þá. Hún hugsaði með hlýju til Krossavíkur. „Staðurinn minn“ kallaði hún jörðina sína. Pað var henni því sérstök ánægja þegar dætur hennar ákváðu að halda við húsakosti þar og var byrjað á þeim framkvæmdum í sum- ar. Gamansöm var hún einnig og fannst mér hún oft sjá skondnar hlið- ar á hlutunum. Eftir að heilsan fór að gefa sig hjá henni naut hún umönn- unar móður minnar sem hjúkraði henni af miklum myndarskap eða allt fram til síðustu áramóta er hún fluttist á hjúkranarheimilið Eh’. Ég kveð hana nú með söknuði og þakka henni fyrir allar ánægju- stundirnar sem við áttum saman. Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofír rótt. (Þórunn Sig.) Hörður Pálmarsson. Það sem ég minnist helst frá ömmu minni Ingibjörgu vai- hversu góð og hjálpsöm hún var og ekki man ég nokkurn tímann eftir því að hún hafi hækkað róm sinn við mig. Man ég einnig mjög vel eftir því þegar hún sat í eldhúsinu í Vogalandi 1 og gæddi sér á peram úr dós og rjóma, var það hennar uppáhald. Á mínum æskuárum bjó hún á Vopnafirði ásamt syni sínum. Flutti ember 1919, bóndi í Krossavík I; Gunnar Steindór, f. 24. sept- ember 1932, fyrrver- andi bókavörður á Vopnafirði. Einnig ólst upp í Krossavík Sigmar Björnsson, f. 2. maí 1915, frændi þeirra. Hinn 13. júní 1940 giftist Ingibjörg Frí- manni Sigurði Jak- obssyni, f. 3. júní 1906, frá Sleðbrjót í Jökulsárhlið. Keyptu þau jörðina Krossa- vík II og hófu þar búskap 1940 og bjuggu þar til ársins 1974. Frímann lést 14. september 1974. Börn þeirra hjóna eru: 1) Sigmar Kjerúlf, f. 9. janúar 1941, d. 23. mars 1995, verkamaður á Vopna- hún svo síðar til Reykjavíkur og bjó þá til skiptis hjá dætram sínum tveim. Frá þeim tíma sem hún bjó hjá okkur man ég einna helst eftir því þegar ég, sex ára gamall, ákvað að við amma þyrftum endilega á smábrúnku að halda. Amma var sof- andi inni í rúmi og var þar lítill lampi með sólarpera. Eg kveikti á ljósinu og lagðist svo til hvflu við hlið henn- ar. Minnstu mátti muna að við skað- brenndumst bæði, en við voram svo heppin að mamma kom að okkur og slökkti á lampanum. Sína síðustu mánuði bjó amma á hjúkranarheimilinu Eir og líkaði það alveg ágætlega. I lokin vil ég minnast ömmu minn- ar með bæn og orði Guðs. Láttu nú Ijósið þitt, logaviðrúmiðmitt. Hafðuþarsessogsæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Drottinn blessi þig og varðveiti þig! Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þérnáðugur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið! (4M. 6;24—26.) Blessuð sé minning hennar. Frímann Freyr Björnsson. Með þessum örfáu orðum viljum við systurnar minnast Ingibjargar ömmu okkai’ sem við kveðjum í dag. Þegar við fyrst munum eftir henni bjó hún myndar búskap með Frí- manni manni sínum. Okkur systram var það ávallt mikið tilhlökkunarefni að komast austur í Krossavík til að dvelja þar sumarlangt í góðu yíirlæti hjá afa okkar og ömmu. Amma var með eindæmum skapgóð kona og hafði hún skemmtilega kímnigáfu. Okkur leið alltaf vel í návist hennar. Ekki minnumst við þess að hún hafi nokkurn tímann skammað okkur þótt stundum hafi nú talist tilefni til. Matargerð og saumaskapur var það sem amma kunni best og var hún sniUingur á þessum sviðum. Helst sjáum við hana fyrir okkur vel snyrta við eldhússtörfin, með vel fléttað og bylgjulagt hár, hvíta svuntu og skuplu, hrærandi í pott- um, steikjandi kleinur eða rúsínu- lummur. Flottust þótti okkur rjóma- fylltu kramarhúsin með sultu- toppnum. Búrið hennar var vinsælt milli mála en þar voru kræsingarnar geymdar. Þar var okkur ávallt vel- komið að líta inn til að smakka á ein- hverju sem okkur leist vel á og þýddi ekkert fyrir aðra að koma í veg fyrir það. í ófá skiptin laumaði hún að okkur seðli með þeim orðum að við skyld- um fá okkur eitthvað mikið og gott eða fallegt. Sjálf hreifst hún mjög af fallegum fötum og þá sérstaklega ef þau vora eins og hún orðaði það „nýmóðins." Síðari ár ævi sinnar bjó hún í Reykjavík hjá dætram sínum og þau seinustu alfarið hjá yngri dóttur sinni. Þegar amma dvaldi á heimili okkar var hún boðin og búin að rétta okkur hjálparhönd t.d. við lærdóm- firði. 2) Sigríður Kjerúlf, f. 28. september 1942, húsfreyja í R.vík, maki Björn Traustason húsasmm. Eiga þau þrjú börn: a) Margrét Sigrún, maki Jónas Th. Lilliendahl, eiga tvo syni, Snæbjörn Val og_ Valbjörn Snæ. b) Karen, maki Óskar J. Björns- son, eiga eina dóttur, Jóhönnu Ósk. Áður eignaðist Karen úr fyrri sambúð Sigrfði Kristínu Magnúsdóttur. c) Frímann Freyr, unnusta hans er Guðrún F. Þórð- ardóttir. 3) Hallfríður, f. 22. jan- úar 1945, húsfreyja í R.vík, maki Pálmar Kristinsson, trésm. Eiga þau einn son, Hörð, maki hans er Sóldís Björk Traustadóttir, eiga tvo syni, Jóhann Pálmar og Jón Trausta. Utför Ingibjargar fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. inn og ekki var það amalegt þegar amma hafði farið höndum um her- bergin okkar. Þegar amma fór á Eir, þar sem hún dvaldi síðustu mánuð- ina, var hún afar óöragg í fyrstu og vildi helst komast aftur heim í hornið sitt. Var mikið beðið fyrir henni og sáum við hvernig hún fylltist friði og sátt. „Og friður Guðs, sem er æðri öll- um skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir í Kristi Jesú“. (Fl. 4;7). Ömmu leið vel á Eir, þar var hlý- legt andrúmsloft og gott að koma. Lengi munum við minnast ferðanna niður á fyrstu hæð þar sem við feng- um okkur kaffi eða kakó ásamt ein- hverju góðgæti er við vissum að henni líkaði. Nú er hún amma okkar komin heim til Drottins og hefur fengið hvíldina sem hún var farin að þrá. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífíð. Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja“. (Jh. 11;25). Égfellaðfótumþínum og faðma lífsins tré. Með innrri augum mínum égundurmikilsé. Þústýrirvorsinsveldi ogvemdarhverjarós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. (Davið Stef.) Við kveðum ömmu okkar með virðingu og þökk. Blessuð sé minn- ing hennar. Margrét S. Björnsdóttir og Karen Bjömsdóttir. Elsku Ingibjörg langamma mín er dáin. Ég hef þekkt hana frá því ég man eftir mér. Hún átti heima í Sól- heimum 14, hjá ömmu og afa, en þangað kem ég svo oft. Ég mun sakna þess að sjá hana ekki sitja í herberginu sínu innaf eldhúsinu eða í hjólastólnum sínum við gluggann í stofunni þar sem hún fylgdist með fólkinu og umferðinni fyrir utan. Mér fannst langamma mín fyndin og skemmtileg og áttum við margar ánægjustundir saman, sem ég þakka henni fyrir. Jóhann Pálmar. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN ESTER BJÖRNSDÓTTIR, Austurbergi 30, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi fimmtudaginn 10. ágúst. Páll Aðalsteinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRÐUR ÞORSTEINSSON fyrrv. bóndi á Grund í Svínadal, andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi að kvöldi þriðjudags 8. ágúst. Guðrún Jakobsdóttir og börn hins látna. t Ástkær eiginmaður minn, KRISTINN HALLUR JÓNSSON frá Dröngum, Strandasýslu, lést miðvikudaginn 9. ágúst. Fyrir hönd bama okkar og annarra aðstandenda, Anna Jakobína Guðjónsdóttir. t Frændi okkar, ÓLAFUR TRYGGVI ÓLAFSSON fyrrv. bóndi á Skála við Berufjörð, síðast til heimilis í Hulduhlíð, Eskifirði, lést sunnudaginn 6. ágúst síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað. Jarðsett verður frá Beruneskirkju laugar- daginn 12. ágúst nk. kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Antoníusdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, ÁRNA HERBERG KETILS SKÚLASONAR, Engimýri 6, Akureyri. Laufey Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Veigar Árnason, Eva Ásmundsdóttir, Skúli Rúnar Árnason, Arna Jakobína Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkirtil þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar HERBERTS A. JÓNSSONAR, Hafnarbraut 54, Neskaupstað. Sigríður Herbertsdóttir, Stefán Þór Herbertsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Víðir Þór Herbertsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.