Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ I DAG LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 59 BRIDS Árnað heilla Umsjón (iiiðmiiiiflur l'áll Arnarsun í ÞÆTTINUM í gær sá- um við óheppnisspil hjá ís- lensku sveitinni á EM ungmenna í Tyrklandi. Hér er spil af öðrum toga, sem gaf góðan plús. Þetta var í viðureign við Dani, en þann leik unnu íslend- ingar 17-13. Suður gefur; NS á hættu. Norður 4. KG83 v AG10765 ♦ A8 * 10 Vestur Austur ♦ D642 *- vK v D984 ♦ KG962 41054 *ÁK7 *DG6432 Suður *Á10975 v32 ♦ D73 *985 Sigurbjörn Haraldsson og Guðmundur Halldórs- son voru í NS og enduðu í fjórum spöðum eftir þess- ar sagnir: Vestur Norður Austur Suður - - - Pass ltígull lhjarta 3 lauf Pass Pass Pass Dobl 4 spaðar Pass Allirpass 3 spaðar Þetta er ágæt af- greiðsla í sögnum. Opnun vesturs var eðlileg og Guðmundur kom inn á einu hjarta. Nú hindraði austur í laufi, en Guð- mundur enduropnaði með dobli og hækkaði svo þrjá spaða í fjóra. Útspilið var laufás og því næst kóngur. Sigur- björn trompaði, lagði strax niður hjartaás og gleypti kónginn. Hann spilaði svo gosanum úr borði og nú missteig aust- ur sig þegar hann lét lítið hjarta og neyddi félaga sinn tU að trompa frá fjór- litnum. Vestur spilaði enn laufi og Sigurbjörn tromp- aði. Spilaði svo hjarta og stakk með tíunni. Vestur getur svo sem ekkert gert. Hann kaus að henda tígli, en þá svínaði Sigurbjörn spaðagosa og trompaði enn hjarta með spaðaás. Spilaði loks spaða á kóng- inn og fríhjörtum úr borði. Vörnin fékk nú aðeins einn slag í viðbót á tromp- drottninguna. Fallegt spil, bæði í sögnum og úrspili. Sk\k Umsjón Helgi Áss Crólarssun Svartur á leik. STAÐAN kom upp í A- flokki skákhátíðarinnar í Pardubice, Tékklandi. Svart hafði tékkneski alþjóðlegi meistarinn Michal Konopka (2.453) gegn þýska kollega sínum Thorsten Haub (2.370). 54. ... Bxh4+! 55. Kh3 55. Kxh4 er svarað með 55.... Rf3+ og hvíta drottn- ingin fellur. 55. ... Dd6 56. f5? Rf3 57. Dg2 g5! 58. Db2+ f6 59. e5 fxe5 60. Be2 g4+ og hrítur gafst upp. n ÁRA afmæli. í dag. laugardaginn 12. ágúst, verður I tJ sjötíu og fimm ára Ásbjörn Guðmundsson, pípulagn- ingameistari, Vesturvangi 10, Hafnarfirði. Eiginkona hans, Guðrún Sigurðardóttir, varð sjötíu og fimm ára 27. apríl sl. Þau eru að heiman. A ÁRA afmæli. í dag, O O laugardaginn 12. ágúst, er sextugur Jónas Þór Arthúrsson (James A. Bray), Flétturima 12, Reylgarík. Eiginkona hans er Erla B. Vignisdóttir. Hann verður staddur í Hús- ey, 701 Egilsstaðir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. jútí sl. úti í náttúr- unni í Birkiholti í Svínadal af sr. Sigurði Arnarsyni Ester Ósk Traustadóttir og Birgir Grímsson. Þau eru búsett í Danmörku. Hlutavelta Morgunblaðið/Jim Smart Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.576 til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Hildur Karen Einarsdóttir, Hjördís Ósk Einarsdóttir og Snædís Berg- mann. LJOÐABROT RÍMUR AF GUNNARI Á HLÍÐARENDA Mestar Gunnar menntir bar mikið hár og digur, hildar kunnur verkum var vann þrí flestan sigur. Herjans loga htífum að höndum tveimur reiddi, skaut af boga og hæfði hvað hugur og auga beiddi. í hildarklæðum hetjan frökk, helst var rammur kraftur, léttur hæð í loftið stökk líka fram og aftur. Synda kunni og ránarrið renndi skjótt sem selur. Engan Gunnar íþrótt við einn sér jafnan telur. Fríðleik maður bestan ber og bjarta húð sem trafið, réttnefjaður en það er upp að framan hafið. Sigurður Breiðfjörð. STJÖRNUSPÁ eftir Franccs Drake LJÓN Afmælisbam dagsins: Pú ert atgervismaður til sál- ar og líkama og fólki fellur vel að vinna undirþinni fum- iausu stjóm. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú þarft að finna þér lausar stundir til þess að eyða í friði og ró. Allur hamagangurinn í taing um þig tekur sinn toll og þú þarft mótvægi. Naut (20. apríl - 20. maí) F+t Hvernig væri að skoða málin frá nýjum sjónarhornum og athuga, hvort lausnirnar, sem hafa látið bíða eftir sér, birt- ast ekki allt í einu. Tvíburar (21. maí - 20. júní) ÞA Vertu varkár og reyndu að lesa sem bezt í samstarfs- menn þína; einhvefjir vinna gegn þér, en fara dult með það. Bezt er að tékka alla hluti. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Eina rétta leiðin til að ráðast í stórvirki er að ganga til þeirra með jákvæðu hugar- fari. Nöldur og neikvæðni drepa allt framtak. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Forðastu að troða illsakir við vinnufélaga þína að ósekju. Slik framkoma kallar á harka- leg viðbrögð, sem þú gætir átt erfitt með að ráða við. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (fi&L Vertu ekki svo hræddur um tilfinningar þínar, að þú þorir alls ekki að láta neitt uppi. Heiðarleiki er alltaf beztur í öllum málum. Vog xrx (23.sept.-22.okt.) . Það sem í fljótu bragði kann að rírðast fyrirtaks hugmynd, getur reynzt hið versta óráð. Gerðu þér far um að kanna alla málavexti til htítar. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú þarft ekki að óttast undir- tektir annarra, ef þú gætir þess að segja hug þinn á ótví- ræðan hátt. Þú hefur vanrækt þína nánustu; söðlaðu um þar. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) MKv Metnaður er bara af hinu góða, þegar hann er hófstillt- ur og heiðarlegur. Þú þarft ekki að láta í minni pokann fyrir neinum hæfileikanna vegna. Steingeit „ (22. des. -19. janúar) MÍ Láttu þér í léttu rúmi liggja, þótt skoðanir þínar njóti ekki mikils stuðnings eins og er. Þinn tími mun koma og þeir sem gaspra nú þagna þá. Vatnsberi (20.jan.-18. febr.) Þótt þér finnist þú eiga fullt í fangi með að halda í við sam- starfsmenn þína, er nú reynd- in sú, að þú ert á góðu róli með öll þín verkefni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Farðu þér hægt gagnvart ókunnugum. Það er auðvelt að misnota góðmennsku þína svo þú skalt hafa hlutina á hreinu áður en þú treystir öðrum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöi. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FRÉTTIR Katrín Gústafsdóttir með 14 punda hæng úr Selá. Sannkallaðir stórurriðar ég sá tvo stóra urriða koma og hnusa af áður en þeir snéru við og hurfu. Það voru um það bil 10 punda fiskar. Þá reyndi ég fluguna með þessum líka árangri. Fyrst fékk ég 4 punda fisk, síðan 9 punda, þá 12 punda, þá 10,5 punda og loks 9,5 punda, alla á þessa Snældu. Það var heilmikil vinna að ná þeim, ég hafði velt þrí fyrir mér áður hvað ég myndi til bragðs taka ef ég setti í svona belgi, þrí þeir taka heiftarlegar rokur langt út í vatn. Ég hafði ætlað mér að gefa þeim alveg laust fyrstu 100 metrana, en sprengja þá síðan með því að snarþyngja bremsuna. Þetta gekk upp, þeir streittust eitthvað á móti, en snéru svo við og voru frekar þægir eftir það,“ sagði Magnús, en fleiri veiddu vel, m.a. félagi hans Steinar Berg sem fékk m.a. 7 og 8 punda urriða í sama vatni. Á tíunda þúsund urriða Veiði hefur annars verið mjög góð í Veiðivötnum, en henni lýkur sunnu- daginn 20.ágúst. Þá taka við bænda- dagar, en tækin eru þá net en ekki stangir. Að sögn Bryndísar Magnús- dóttur veiðivarðar höfðu 9.576 urrið- ar veiðst eftir síðasta sunnudag, þar af 4.829 stykki í Litlasjó. „Vötnin eru öll virk og það er góð veiði á öllu svæðinu. Sóknin er mest í Litlasjó og sér hann um að draga úr álagi á hin vötnin. Vötnin voru friðuð til skiptis hér á árum áður, en nú friðar Litli- sjór þetta. Það eru fimmtíu vötn hér á svæðinu þar sem veiðivon er ein- hver þannig að nóg pláss er fyrir alla,“ sagði Bryndís, en alls er leyft að veiða á 80 stangir á dag á svæðinu. MAGNÚS Þór Sigmundsson hljóm- listarmaður gleymir væntanlega seint veiðiferð sinni í Veiðivötn á Landmannaafrétti fyrir fáum dög- um, en meðalþungi fjögurra stærstu urriðana sem hann veiddi var 10,25 pund. Sá stærsti var 12 punda sem er jafnframt stærsti urriði sem veiðst hefur á flugu í Veiðivötnum. Tröllin dró hann öll úr Stóra-Hraunsvatni og allir fiskarnir voru veiddir á flugu. Að sögn Magnúsar notaði hann af- brigði af svartri Snældu. Um var að ræða tommulanga tvíkrækju með bug upp á númer 8, nokkurs konar straumflugutvíkrækju sem hann notaði með hraðsökkvandi línu. Það skipti sköpum að hans mati að hann skipti úr hægsökkvandi í hraðsökkv- andi, sem kom ekki til af góðu, því hann steig óvart ofan á hægsökkv- andi línuna og sleit hana. Hnusaði bara af makríl „Ég var með augastað á þessum stað, það þarf að vaða þarna eina 60 til 70 metra út á langan sandbakka, en síðan^ snardýpkar niður eina 20 metra. Ég þekki þannig orðið til Veiðivatna að á svona stöðum liggur fiskur og ég gaf þessu því góðan tíma. Reyndi fyrst með makríl sem Fyrirlestur um skordýr GUÐMUNDUR Halldór skor- dýrafræðingur fræðir gesti Al- viðru, umhverfisfræðsluseturs Landvemdar við Sogsbrú, um skordýr laugardaginn 12. ágúst kl. 14-16. Að loknu stuttu yfirliti um þessi skemmtilegu dýr verður gengið um Þrastaskóg, hugað að skor- dýralífinu og skordýrum safnað, síðan verður farið heim í Alviðru og fengurinn skoðaður nánar í ríðsjá. Boðið er upp á kakó og kleinur í Alviðru. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir fullorðna, 300 kr. fyrir 12-15 ára, frítt íýrír yngri. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.