Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Árangur Kristínar Rósar á Ólympíumótum fatlaðra Kristín Rós var 15 ára þegar hún keppti fyrst á Ólympíumóti. Það var í Seoul 1988 FAMALYMrlC GAMESJ,, 2000 an íhu 1992 1996 að KRISTÍN Rós Hákonardóttir hefur svo sannarlega staðið sig vel í sundinu siðan hún fór fyrst á æfingu fyrir nítján árum, þá átta ára gömul. Hún á orðinn mikið safn verðlaunagripa og í því safni eru tíu verðlaunapeningar frá þeim fjórum ólympíumótum fatlaðra sem Kristín Rós hefur tekið þátt í, fimm gullpeningar, einn silfur og fjórir brons. Á mótinu sem nú er að Ijúka vann hún tvennra gullverðlauna og tvennra bronsverðlauna og á nú fimm gullpeninga frá ólympíu- mótum fatlaðra, sannarlega gullstúlka. Eftir Skúla Unnar Sveinsson Kristfn Rós fór fyrst 15 ára gömul á mótið í Seoul og var með bæði í Barcelona 1992 og Atlanta 1996. „Ég man ekki mikið eftir mótinu í Seoul, það er að segja keppninni sjálfri, helst eftir aðstöð- unni og umhverfinu, maður var svo ungur þá. Aftur á móti man ég vel eftir Atlanta og Barcelona, en mér finnast þessir leikar skemmtilegri því héma er allt á sama stað og maður getur fylgst betur með öðrum grein- um. I Atlanta gerði maður ekkert nema fara út í sundlaug og upp á herbergi. Héma er hins vegar hægt að fara á aðrar greinar og fylgjast með. Þetta er búið að vera frábaer ferð og mjög gaman að vera hér í Ástralíu," sagði Kristín Rós. . Ekki víst að hún verði með í Aþenu eftir fjögur ár Hvað tekur nú við hjá þér, byrjar þú strax að búa þig undir næstu leika í Aþenu eftir fjögur ár? „Þú, segir nokkuð,“ segir Kristín Rós og hlær við. „Æi, ætli ég gefi nokkuð út um það alveg strax, ég á alveg eftir að ákveða hvað ég geri, hvort ég held áfram á fullu eða hætti, maður er farinn að eldast. Annars em margir keppendur hér miklu eldri en ég þó svo ég sé með þeim eldri í sundinu. Þannig að ég held það væri allt í lagi að vera 31 árs í Aþenu eftir fjögur ár.“ Eins og áður segir byijaði Kristín Rós að æfa sund átta ára gömul. „Ég byijaði að busla hjá Erlingi Þ. Jó- hannssyni þegar ég var átta ára. Ég var í æfmgum hjá lömuðum og fötluð- um á Háaleitisbrautinni í vatnsleik- fimi og kunni svo ágætlega við mig í vatninu, fannst mjög gaman að busla. Það má eiginlega segja að ég sé búin að vera í vatninu síðan. Mamma og pabbi ýttu svo á mig að fara að æfa og þau hafa staðið vel við bakið á mér allar götur síðan. Þau eru héma með Pressens bild Krístín Rós Hákonardóttir fagnaði fjórum verðlaunapeningum á Ólympíumóti fatlaðra í Sydney. mér að fylgjast með og það er mikill stuðningur í að hafa þau hér. Þau voru líka með mér í Atlanta og Barcelona en sendu mig hins vegar eina til Seoul á sínum tíma.“ Lamaðist 18 mánaða gömul Kristín Rós fékk hettusóttarvírus upp í höfuð þegar hún var 18 mánaða gömul og vinstri helmingur líkama hennar lamaðist en það gekk til baka og nú er hún spastísk vinstra megin. Foreldrar hennar, Hákon Magnús- son og Rós Sigurðardóttir hvöttu hana til að hefja sundæfingar hjá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og síðan hefur hún meira og minna verið í kafi eins og hún orðar það sjálf. „Ég æfi tvær klukkustundir á dag á hveijum degi þannig að það má segja að ég sé ansi mikið í kafi,“ segir sunddrottningin, en hún gerir fleira. „Ég er í listaháskólanum og legg þar stund á grafíska honnun. Eg tók mér reynda'r frí í febrúar til að leggjæ mig alla fram við æfingar fyrir 01- ympíuleikana." Helti potturinn skemmti- legasti hluti æfinganna Kristín Rós segir að þrátt fyrir að sund sé einstaklingsíþrótt sé mikið og skemmtilegt félagslíf í kringum það. Spurð hvort henni leiðist aldrei endalausar æfingar þar sem hún er ein að synda og synda sagði hún: „Ef ég segi þér alveg satt þá leiðist mér oft á sundæfingum og satt best að segja finnst mér skemmtilegasti hluti sundæfinganna að fara í heita pottinn á eftir, þetta er svona svipað og frí- múnútumar í skólanum, er það ekki skemmtilegasti hluti skólagöngunn- ar?“ segir hún og greinilegt á rödd- inni að henni fannst spuming blaða- mannsins ekki sérstaklega gáfuleg. Kristín Rós sagði að strax að lok- inni keppni á ólympíumótinu, væru keppendur staðráðnir að njóta lífsins þá fáu daga sem þeir hefðu útafifyrir sig áður en haldið er heim. „Við ætlum að skoða okkur um í Sydney, sem er sannkölluð ævintýra- borg - fara í dýragarð og á ströndina. Það er mjög gott verður hér á þess- um árstíma, en við höfum lítið getað nýtt okkur það. Það verður notalegt að komast í sólbað og sletta aðeins úr klaufunum áður en við pökkum niður og fömm heim. Svona keppnisferð er nefnilega ekki nein skemmtiferð þótt auðvitað sé mjög gaman. Maður vaknar klukkan sex á morgnana alla daga og ég hef gert það í heilan mánuð og er orðin dálítið þreytt. Ferðalagið hing- að gekk vel og ég átti ekki í neinum vandræðum með tímamuninn, það var erfiðast að sitja svona lengi í ílug- vélunum," sagði gullstúlkan sæl og glöð. Sjötta í 50 m skriðsundi Kristín Rós lauk keppni í Sydney í gær, þar sem hún var sjötta í 50 m skriðsundi - synti á 36,44 sek. íslensku keppendurnir koma heim á miðvikudaginn. Gullstú Krístín Rós á verðlaunapalli að taka á móti gullverðlaununum á Ólympíumótinu í Sydney.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.