Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Nils Stöyva, hreppstjóri í Strynhreppi. ströngum reglum sem leyfa sáralitl- ar framkvæmdir. Því eru allir gisti- staðir og önnur þjónusta við ferða- menn utan marka garðsins og sömuleiðis skíðalyftur og vélknúin ökutæki (bátar, bílar, snjósleðar) sem er alls ekki leyfilegt að ferðast á í þjóðgarðinum. Jöklaferða- mennska á bílum og snjósleðum hef- ur heldur ekki verið íyrir hendi á Jostedalsjöklinum sökum þess að ómögulegt er að koma slíkum farar- , tækjum upp skriðjöklana. Skriðjöklarnir helsta aðdráttaraflið Flestir ferðamenn sem koma á svæðið ráðast í styttri og lengri gönguferðir að tilkomumiklum bláís skriðjöklanna sem eru jafnólíkir og þeir eru margir. Þeir vinsælustu eru vestan megin jökulsins, Kjenndalsjökull og Brekdalsjökull en að honum ganga um 300 þúsund ferðamenn árlega. Vinsældir þeirr- ar gönguleiðar eru ekki síður gróð- ursælum Brekdalnum sjálfum að þakka og því að hægt er að kaupa sér ferðir með vagni þangað sem hinn vinsæli og sérkennilegi fjarðar- hestur dregur. En hluti ferðamanna lætur sér ekki nægja að virða jökul- inn fyrir sér úr fjarlægð og eru jöklaferðir og ísklifur vinsælt. Slík ferðamennska flokkast undir ævin- týraferðamennsku sem er að ná auknum vinsældum um allan heim. Fjöldi leiðsögumanna starfar við jökulinn yfir sumarmánuðina óg leiðbeinir fránum göngu- og klifur- görpum um hvernig best sé að tak- ast á við jökulinn. Nær óslitið frá árinu 1935 hafa árlega verið haldin námskeið í jöklaferðamennsku víða umhverfis jökulinn í þeim tilgangi að fræða og þjálfa einstaklinga til að ferðast um hann upp á eigin spýtur. Fjöldi ferðamanna enn að aukast Að sögn Anne Rudsengen, þjóð- garðsvarðar í Jostedalsjöklaþjóð- garðinum, er erfitt að meta fjölda ferðamanna þar sem ekki þarf að greiða fyrir aðgang að garðinum og gistirými er lítið sem ekkert innan hans. Þó er gróflega hægt að áætla að þeir séu yfir hálf milljón árlega og koma langflestir í garðinn á tímabilinu maí til ágúst. Anne segir að fjöldi ferðamanna hafi aukist talsvert ár frá ári síðan þjóðgarður- inn var stofnaður. En þessi þróun þarf ekki að tengjast alfarið stofnun garðsins í sjálfu sér því fjöldi ferða- manna hefur verið að aukast ört allt frá miðri þessari öld. Jostedalsjök- ullinn hefur dregið að ferðamenn í tvær aldir en með stofnun þjóð- garðsins er það tryggt að ferða- menn framtíðarinnar fái að njóta hans á sama hátt og ensku aðal- smennimir sem riðu á vaðið í byrj- un 19. aldar. Upplýsingamið- stöðvar og söfn Eftir að þjóðgarðurinn var stofn- aður var ráðist í byggingu þriggja glæsilegra upplýsingamiðstöðva og safna sem dreifðar eru umhverfis hann. Norska jöklasafnið er í Fjær- land, sunnan við Jostedalsjökulinn. Eins og nafnið gefur til kynna er þar að finna margskonar fróðleik um jökla settan fram með ýmsum hætti, s.s. í kvikmynd og með upp- stillingum. Arlega heimsækja safnið um 61 þúsund gestir. Til Brei- heimsmiðstöðvarinnar í Jostedalen, austan jökuls koma 16 þúsund gest- ir árlega en miðstöðin einbeitir sér að því að kynna náttúrufar Joste- dalsins og Nigardskriðjökulinn sem er einn sá vinsælasti meðal ferða- manna. í Þjóðgarðsmiðstöð Joste- dalsjökulsins, sem er í Strynhreppi vestan jökuls, eru reglulega settar upp veglegar sýningar á dýra- og plöntulífi í garðinum auk þess sem berg- og steindasafn er þar að finna. Miðstöðina sækja mörg þús- und gestir árlega og hefur þjóð- garðsvörðurinn aðsetur þar. Byggð í skugga jökulsins Helmingur Jostedalsjökulsins liggur innan marka Strynhrepps og hafa íbúar hreppsins notið góðs af ferðamennsku á svæðinu en hvergi í Vestur-Noregi er ferðamennska og þjónusta henni tengd eins mikil. Um 25% íbúa hreppsins vinna við þjón- ustu í opinbera- og einkageiranum og um 19% starfa í hótel- og veit- ingageiranum en töluverð aukning hefur orðið í slíkum störfum undan- farin ár. Hótel Alexandra í Loen- byggðakjamanum er stærsta sinnar tegundar á landsbyggðinni, með 200 herbergi og 75 þúsund gistinætur á ári. Nýlega opnuðu eigendur þess annað hótel í næsta nágrenni, Hótel Loen og á þessum tveimur hótelum eru unnin um 150 ársverk og yfir sumarmánuðina starfa þar um 400 manns. Alls eru gistinætur í hreppnum um 400.000 árlega en þar sem leyfilegt er að tjalda utan merktra tjaldsvæða gefur talan ekki fullkomna mynd af fjölda gistinátta. Ekki mikil áhrif á atvinnulífið Ibúar í Strynhreppi eru tæplega 7000 talsins. Nils Stöyva, hrepp- stjóri segir að 30-35 störf í hreppn- um séu í beinum tengslum við þjóð- garðinn yfir sumarmánuðina en hann segir ennfremur að garðurinn hafi ekki haft mikil áhrif á atvinnulíf í hreppnum ennþá. í dag er atvinnu- lífið fjölbreytt og atvinnuleysi lítt Tvisvar sinnum á þessari öld hafa mikil berghlaup úr Ramnefjalli lagt byggð- ir í Kjenndalnum í rúst og valdið dauða 135 dalbúa. Berg- hlaupin í Lodalnum MESTU náttúruhamfarir sem orðið hafa í Noregi á þessari öld áttu sér stað innst f Lodalnum við rætur Kjenndalsjökuls þegar tvö berghlaup urðu í Ramnefjalli árin 1905 og aftur árið 1936. Á frjósömu undirlendi dal- botnsins höfðu byggst þorp sem kennd voru við Nesdal og Bödal. íbúar þeirra voru meðal þeirra auðugustu og nútímalegustu í Loensókn enda jörðin einkar hentug til ræktunar og ávaxtarækt hin mesta á svæðinu. Ibúarnir vissu að það var ekki með öllu hættulaust að búa í skugga Ramnefjallsins sem með sína snarbröttu hamra- veggi hékk yfir byggðinni og minnti á sig annað slagið með snjóflóðum og grjót- hruni. Milli þorpanna tveggja var gjöfult vatn sem í rann jökulá frá Kjenn- dalsskriðjöklinum. Engan hefði þó getað órað fyrir því sem gerðist. aðfara- nótt 15. janúar árið 1905 er risastórt bergstykki úr fjall- inu losnaði og féll í vatnið. Sjálft berghlaupið varð eng- um að bana heldur hin gríð- arstóra flóðbylgja sem fall þess í fagurgrænt jökulvatn- ið olli. Þessa örlagaríku nótt týndi 61 maður lífi eða um helmingur íbúanna sem bjuggu innst í þröngum dalnum. Með þá vissu í huga að berghlaupið hefði fyllt upp í vatnið og jarðfræðingar hefðu rétt, fyrir sér er þeir sögðu að fjallið væri nú hættulaust tóku þeir sem eftir lifðu að byggja bæi sína upp á nýtt og fyrr en varði var aftur komin blómleg byggð í dalinn. En Ramne- fjallið hafði ekki sagt sitt siðasta og í september árið 1936, þegar yfírborð jökul- vatnsins stóð mun hærra en rúmum þremur áratugum fyrr, varð annað berghlaup í fjallinu og nú þrefalt stærra en árið 1905. I þetta skiptið urðu 74 menn 80 metra hárri flóðbylgjunni að bráð. í dag býr enginn innst í Lodalnum en þar standa þó enn hús sem flóðbylgjan náði ekki að sópa með sér út í vatnið. Frjósöm jörðin er í órækt en enginn þorir að storka örlögunum og byggja þar aftur því Ramnefjallið minnir enn á sig með smærri skriðum og snjóflóðum. þekkt. í stærsta fyrirtæki hrepps- ins, kjötvinnslunni Nordfjordskjött, starfa um 300 manns og mikil vönt- un er á starfsfólki. Nils segir um 100 manns vanta til starfa í hreppn- um í heild, aðallega við kjötvinnsl- una og til ýmissa þjónustustarfa. Margskonar þjónusta er við ferðamenn í Stiynhreppi og eru jöklaferðir, hestaferðir, bátsferðir og skíðaferðir meðal þeirrar afþrey- ingar sem boðið er upp á. Hægt er að stunda skíði í hreppnum allt árið um kring því á sumrin er vinsælt skíðasvæði opið á Strynfjalli. Þús- undir ferðamanna koma árlega á skíðasvæðið sem er talið besta sum- arskíðasvæði Norðmanna. Vonir eru bundnar við frekari uppbyggingu vetraríþrótta fyrir ferðamenn í framtíðinni. Baráttan um vatnið Við lifum ekki af því að virða náttúruna fyrir okkur og láta hana blása okkur kjarki og þori í brjóst heldur þurfum við að nýta okkur hana til að lifa. Um þetta eru allir sammála. En ósamkomulagið hefst þegar spurningar um hvar, hversu [ mikið og hvernig á að nýta náttúr- una þvi margir ólíkir aðilar hafa hagsmuna að gæta. Landslag í Noregi er vel til þess fallið að nýta til vatnsaflsvirkjana en einnig til útivistar og þar sem virkjanir og ferðamennska í óbyggðum fara að margra mati eng- an veginn saman er oft háð hörð barátta um landsvæði og hvemig beri að haga nýtingu þeirra. Jostedalsjökullinn og nánasta : umhverfi hans er engin undantekn- ing þar á. Jökulvötnin, árnar og fossarnir eru vænlegir virkjunar- kostir en að sama skapi hafa þau gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferða- menn sem vilja ferðast í ósnortinni náttúru og slíkum ferðamönnum fer fjölgandi í heiminum í dag. Ymis önnur sjónarmið hafa í gegnum tíð- ina mælt gegn virkjun á svæðinu umhverfis jökulinn, t.d. vemdun plantna og dýra og jarðfræðilegra fyrirbæra. Baráttan um vatnið við Jostedalsjökulinn hafði staðið yfir í áratugi þegar loksins var ákveðið að friða jökulinn í heild sinni og nán- asta umhverfi hans sem þjóðgarð árið 1991. Virkjun eða verndun? Fyrir síðari heimsstyrjöld var þegar farið að virkja við jökulinn og eftir stríð réðst norska ríkið í víð- tækar framkvæmdir þar sem öllum Norðmönnum skyldi sköpuð atvinna og nóg að bíta og brenna. Margar vatnsvirkjunarhugmyndir urðu til á þessum tíma og nokkrar þeima vom samþykktar með lögum næstu árin þó að þær kæmust ekki allar til framkvæmda. Fljótlega fóm raddir verndunar- sinna að verða háværari en það var ekki fyrr en árið 1973 sem lögum um verndun vatnsfalla var fyrst beitt á svæðinu með friðun hluta vatnasvæðisins vestan jökulsins. Meðan vatnsföllin þar nutu verndar var farið út í virkjunarframkvæmdir austan megin hans. Verndunarsinn- ar börðust gegn því en sjónarmið heimamanna, sem vildu aukna vel- megun í héraðinu og fá aukin at- vinnutækifæri, vógu þungt. Virkjun var því reist í Jostedalnum árið 1978 og strax á níunda áratugnum voru hugmyndir um frekari virkjan- ir á því svæði samþykktar. Nokkrar virkjanir em nú við Jostedalinn og er sá hreppur einn sá ríkasti í Nor- egi. Baráttan hörðust í Strynhreppi Á sama tíma vom hugmyndir á lofti um að virkja stóru vatnsföllin vestan jökuls á Stryne- og Loen- svæðinu. Þar hefur baráttan um vatnið verið hvað hörðust. Baráttan þar stóð í yfir tvo áratugi og lauk með stofnun þjóðgarðsins. Snemma á 9. áratugnum vildi Statskraft virkja bæði Jostedalsá og á Stryne- og Loensvæðinu. Stórþingið sam- þykkti virkjanir í Jostedal en hafn- aði þeim á Atryne- og Loensvæðinu þar sem ekki lágu nógu ítarlegar rannsóknir á náttúmfari fyrir. En baráttan átti enn eftir að harðna. Þegar voru uppi hugmyndir um að friða Jostedalsjökulinn sem þjóð- garð en þær stönguðust á við þáver- andi virkjunarhugmyndir. Árið 1988 tók Stórþingið þá mikilvægu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.